Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 14
170 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS vík í stormi og myrkri, barst upp á sker og sökk svo aðeins siglan var upp úr. Einn maður var á bátnum og kleif hann upp í sigluna. Tókst að bjarga honum nokkuru síðar og var hann þá aðframkominn (2.) Hjón urðu fyrir bíl í Reykjavík og slösuðust bæði svo mjög, að flytja varð þau í sjúkrahús (2.) Þyri Björnsdóttir, gift kona í Reykja- vik, beið bana af rafmagnsstraumi (4.) Halldór Björnsson Leví, starfsmað- ur hjá Kaupfélagi Húnvetninga á Blönduósi, féll í Blöndu og drukkn- aði (4.) Vb. Mugg frá Hafnarfirði, sem gerð- ur var út á Hellissandi, rak upp í kletta og fór hann í spón (5.) Runólfur Sveinsson sandgræðslu- stjóri í Gunnarsholti, lenti í rafmagns- vél og beið þegar bana (5.) Karl Snorrason, fjögurra ára dreng- ur á Hliði á Álftanesi, hvarf heiman frá sér og fannst ekki aftur þrátt fyrir margra daga leit mannsafnaðar og flug- véla. Er talið að hann muni hafa farið í sjóinn (6.) Bílaárekstur varð í Hafnarskógi og slasaðist einn maður (6.) Drengur varð fyrir bíl í Reykjavík og hlaut nokkra áverka (7.) Árekstur varð milli skipsins Rifsness og vb. Gissurar hvíta frá Borgarnesi úti í Faxaflóa. Sökk vélbáturinn þegar en menn björguðust (12.) Ungur sjómaður, Jón Hermannsson frá Akureyri, fell fyrir borð á skipi sínu og drukknaði (13.) Bíll með tveimur mönnum hrapaði fram af klettum í Giljareit, um 65 metra hæð. Báðir mennirnir sluppu lifaridi (16.) Vb. Þorlákur í Þorlákshöfn slitnaði frá festum og rak hann á land (16.) Langferðavagn fell niður í Miðdals- gil á Dalaveginum, 60—80 metra hæð. Fimm farþegar voru í honum og sakaði engan (19.) Ingólfur H. Sveinbjörnsson mat- sveinn á togaranum Ágúst í Hafnar- firði, fell fyrir borð og drukknaði (27.) Björgvin Ólafsson, háseti á togaran- um Skúla fógeta, varð fyrir vír og fót- brotnaði (27.) Vb. Hólmsteinn á Stokkseyri rakst á sker og skemmdist mikið (28.) mannalAt 4. Bjarnleifur Árni Jónsson skósmið- smiður, Reykjavík. 6. Jóhanna Sigríður Eiríksdóttir ljós- móðir, Stokkseyri (andaðist í Landspítalanum af brunasárum). 6. Böðvar Jónsson trésmiður, Reykja- vík. 6. Hólmfriður S. Geirdal, ljósmóðir frá Grímsey. 6. Sigtryggur Benediktsson gestgjafi frá Akureyri. , t 11. Ásmundur Gestsson kennari, Reykjavík. 11. Páll B. Jónsson, verzlunarmaður, Reykjavík. 12. Leifur Bjarnason, forstjóri SÍS í New York (varð fyrir bíl). 15. Fr. Thoroddsen læknisfrú, Norð- firði. 20. Ragnhildur Erlendsdóttir frá Öl- valdsstöðum. 23. Theodóra Thoroddsen skáldkona, Reykjavík. 23. Ludvig Andersen stórkaupmaður (dó í Englandi). 26. Hallgrímur Benediktsson stór- kaupmaðuf,' Reykjavík. ELDSVOÐAR Eldur kom upp í húsi á Hellu á Rangárvöllum, þar sem var flísagerð og vikursteypa. Brann húsið til kaldra kola (6.) Skúr brann við Kalkofnsveg í Reykjavík, talið að um íkveikju hafi verið að ræða (10.) Eldur kom upp í hraðfrystihúsinu á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.