Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 6
162 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS forsöguleg og sagnfræðileg efni og um þá sögu, sem Einar vildi skapa íslandi í nútíð og framtíð. Einar hafði geysimikinn áhuga á for- sögu íslendinga og reit um það efni stutta bók á dönsku: Thules Beboere, Kria 1918, en ekkert úr henni er tekið í úrval þetta. Einar vildi vefja ættland sitt, „minninga- landið,“ dulmóðu forsögunnar, um það vitna bæði ljóð hans og rit- gerðir. Hann heldur því fram, að Thule eða Thyle, þetta undraland norðursins, sem getið um í forn- grískum heimildum, sé ísland, en Thule kveður hann merkja sólar- landið, Sóley. Reynir hann að færa ýmis rök að því, að írar hafi byggt ísland löngu áður en Norðmenn settust hér að. Hann hafði og löng- um mikinn áhuga á „Grænlands- málinu.“ Orti hann um lok íslend- inga í Grænlandi slétthenda rímu, Ólafs rímu Grænlendings, sem er vafalaust hin mesta bragþraut, sem nokkurt íslenzkt skáld hefur af höndum leyst. Kveikjuna að Ólafs rímu Grænlendings sótti Einar í ís- lenzka þjóðsögu. Sjá: Jón Þorkels- son: Þjóðsögur og munnmæli, Rvík, 1899, bls. 62—65. Var Einar og rið- inn við útgáfu þjóðsagnasafns þessa. Hvað sem vísindagildi ritgerða Einars líður, er tvennt víst: Hann vildi hlut íslands sem mestan í fortíð og framtíð, og þessar rann- sóknir hans og áhugamál urðu hon- um tilefni margra ágætra skáld- verka. Fjórði efnisflokkurinn heitir Þjóðmál og framkvæmdir. Hefur útgefandi valið dæmi af sem flest- um áhuga- og baráttumálum Ein- ars, og er þar um auðugan garð að gresja. Samt er upp í þennan flokk tekið langminnst að tiltölu við efn- ismagn. Hér eru, segir útgefandi, „myndir af blaðamanninum, stjórn- málamanninum, ádeilumanninum, bardagamanninum, umbótamann- inum, jafnaðarmanninum, auð- hyggjumanninum, framkvæmda- manninum." Einar kemur í þáttum þessum víða við. Málefni íslands ber hann ávallt fyrir brjósti; hann ritar gegn Vesturheims förum: „Mesti og bezti auður hvers lands er fólkið sjálft, sem lifir þar, hugs- ar og starfar, og hver, sem stuðlar til þess, að fólk flytji sig burt úr jafn lítt byggðu landi sem ísland er, vinnur þjóðinni tjón, því meira sem honum verður betur ágengt.“ Hann ritar um jafnaðarstefnuna, hvetur verkamenn til þess að stofna með sér samtök, verka- mannafélög, hann skrifar um böl atvinnuleysisins og fordæmir fyr- irhyggjulausa „vanrækslu á því að nota erfiðisafl atvinnulausra Reyk- víkinga, sem einskis óska fremur en að fá eitthvað að gjöra, þó lítið kaup væri goldið fyrir.“ Með því að nota vinnuafl atvinnulausra manna vill Einar koma upp há- skólabyggingu, „sem er eitt hið allra lífsnauðsynlegasta til fram- fara og menningar fyrir þjóðina“ — —. Þetta er ritað 1896. Einar skrifar af ríkri réttlætiskennd grein um fátækralöggjöfina og nauðsyn þess að koma henni í mannúðlegra og hagkvæmara horf. í greininni: Starfsfé fyrir ísland (1914) ræðir hann um framleiðsluskilyrði ís- lands og vill afla erlends starfsfjár til þess að hagnýta auðlindir lands- ins. Kennir þar ekki lítils stórhug- ar, því að lágmark lánsfjár til þess að nytja auðlindir landsins telur hann vera 200 milljónir króna. „Nei, stórfé! Hér dugar ei minna!“ Margar aðrar greinar eru í flokki þessum um stjórnmál, atvinnumál og fjármál, t. d. bréf og skýrslur, sem Einar sendi enskum fyrirtækj- um um framfaraeflingu og gróða- vegi á íslandi (í þýðingu útgef- anda). Fimmti og síðasti flokkurinn, Hugleiðingar og heimspeki, eru fimm greinar heimspekilegs efnis. Tvær fyrri greinarnar, Stjörnu- dýrð og Gullský (1896 og 1897), eru frá yngri árum Einars, en hinar þrjár frá efri árum hans, Alhygð frá 1926, Gáta geimsins frá 1928 og Sjónhverfing tímans frá 1930, og birtust þær allar þrjár í Eimreið- inni. Sjónhverfing tímans er næst síðasta ritgerðin, sem Einar gaf út. Allar þessar greinar eru stórmerk- ar, hver á sinn hátt, og mynda þær eina heild, einkum þrjár þær síð- ustu, og til þeirra hefur Einar vand- að mjög, því að honum var ríkt í hug að gera öðrum skiljanlegt horf sitt til heimsins og lífsins. Ritsnilld Einars í lausu máli rís þar hæst. í síðustu ritgerðum hans er að finna, eins og útgefandi segir, „lokamyndina af glímu hans við hina miklu leyndardóma": „heims- tilfinninguna, heimsskynjanina, heimsgátuna." Þó er sá galli hér á, að Einar stiklar víða á stóru og er ærið myrkur í máli, svo að stundum er erfitt að sjá, hvað fyr- ir honum vakir. Mikil þökk má oss sáint á því vera, að þetta höfuðskáld vort hef- ur gert þrekmeiri tilraun til að lýsa heims- og lífsskoðun sinni en nokkur annar listamaður íslenzkur. Heimsskynjan Einars er háleitj ægifögur. Hann glímir við hinar hinztu gátur tilverunnar, eðli al- heimsins og samband hans við mannlífið, sjónhverfing tímans. Skal nú reynt í stuttu máli, og sem mest með hans eigin orðum eða sem næst þeim að gera í nokkrum atriðum grein fyrir lífs- og heims- skoðun Einars, einhyggju hans og algyðistrú. Einar varð snemma snortinn af undri alheimsins, tign og stórfeng- leik hinna óteljandi stjörnuveralda. „Hinir yngri „andar“ horfa fleiri og fleiri upp á við, burt frá jörð- inni og inn í loftsæinn, sem breiðir sig ómælanlegur og óskiljanlegur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.