Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 169 Gunnar Thoroddsen . , borgarstjóri MENN OG MÁLEFNI Nýr rússneskur sendiherra var skip- aður hér. Heitir Ermoshin og var áður í rússneska sendiráðinu í Stokkhólmi (3.) Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ, var sæmdur norsku St. Olavs orðunni af 1. gráðu (4.) Tuttugu stúdentar luku fullnaðar- prófi við Háskólann: 5 í guðfræði, 4 í læknisfræði, 6 í lögfræði, 1 í tannlækn- isfræði, 2 í viðskiptafræðum og einn tók B.A. próf. (4.) Séra Guðmundur Sveinsson á Hvanneyri var settur professor i guð- fræði við Háskólann í stað Ásmundar biskups Guðmundssonar (4.) Gunnar Thoroddsen var endurkjör- inn borgarstjóri Reykjavíkur og írú Auður Auðuns var kosin forseti bæar- sljórnar (5.) Árni Friðriksson fiskifræðingur tók við starfi ritara Alþjóða hafrannsókna- ráðsins (6.) Próí. Alexander Jóhannesson, Jó- hann Þ. Jóseisson, alþingismaður og Júlíus Schopka ræðismaður voru sæmd ir heiðursmerkjum vesturþýzka sam- bandslýðveldisins (7.) Dr. Jóhannes Nordal var ráðinn hag- fræðingur Landsbanka íslands (7.) Enski hljómsveitarstjórinn E. Goos- sen, kom hingað í boði Symfóniuhljóm- sveitar ríkisútvarpsins og átti að stjórna tveimur hljomleikum, en eftir fyrri hljómleikana veiktist hann hastarlega og varð að hverfa heim (7.) Andrés Kristjánsson var kosinn for- maður Blaðamannafélags íslands (9.) Steinn Steinsen var endurkosinn bæ- arstjóri á Akureyri (10.) Bjarni Jónsson læknir varði doktors- ritgerð við Háskólann og fjallaði hún um skurðaðgerðir við hryggskekkju. (ló\) Bjarni Benediktsson menntamálaráð- herra kom heim af sameiginlegum fundi menntamálaráðherra Norður- landa (17.) Gunnlaugur Pétursson, aðalfulltrúi Islands hjá Átlantshafsbandalaginu í París, var leystur frá störfum eftir eigin ósk, en við tók Hans G. Ander- sen þjóðréttarfræðingur (19.) Náttúrufræðafélagið helt aðalfund sinn. Höfðu því bæzt 50 nýir félagar á árinu og er það eindæmi. Sigurður Pétursson gerlafræðingur var endur- kosinn formaður þess (21.) Búnaðarþing var sett í Reykjavík og voru 26 mál lögð fyrir það þegar á fyrsta degi (23.) Ungur íslendingur, Guðmundur Guðjónsson, er að ljúka námi í sjó- kortagerð í Danmörk, fyrstur allra ís- lendinga. Jafnframt hefir hann æft köfun í hinum nýa kafarabúningi, sem mjög hefir rutt sér til rúms á seinni árum, þar sem kafararnir synda, enhafa Viihelmína Þorvaldar- dóttir, fyrsta lögreglukona hér á landi. « Guðmundur Guðjónsson í kafarabúningi súrefnisgeymi á baki og sporðblöðkur á fótum (23.) Ungfrú Vilhelmína Þorvaldardóttir hefir verið ráðin sem fyrsta kona í lögreglu hér á landi. Er hún nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún kynnti sér störf kvenlögreglu, áður en hún tekur við starfi sínu (27.) ÓHÖPP OG SLYSFARIR Vb. Orri slitnaði frá bryggju í Ólafs-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.