Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 179 L . Vort aídariar Hún skelfur, vor öld, við böl og blóð og blikandi eggjar duna. Og fast eru stigin fjalagólf við feigðardansinn í Hruna. Við myrkur haturs og heiftarfár er hnepptur hinn frjálsi andi, þvi kúgarans ógn og ol'safár fer ögrandi land úr landi. \ Og lokað er augum, sál og sjón, við saelunnar friðar orðum. Það greinist lítt að í Guðs síns mynd hafi gjörð verið mannskepnan forðum. KNÚTUR ÞORSTEINSSON frá Úlfsstöðum. I nú mynd af bílnum, því að María mey hefði sezt á „stuðarann". Nokkru seinna varð drengurinn veikur. Blaðamaður fór þá heim til hans að spyrja hvernig honum liði. Drengurinn sagði að sér iiði nú betur, því að María mey hefði heimsótt sig og tveir englar með henni og þeir hefði gefið sér innspýtingu bak við eyrað, í hægri handlegginn og hing- að og þangað um líkamann. Allar þessar frásagnir komu í blað- inu „E1 Mundo“, og jafnhliða þessu streymdi sífellt vaxandi skari „píla- gríma“ til brunnsins fræga. Börnin höfðu sagt að RJaría mey hefði vigt vatnið í honum, og þess vegna heldu sjúkir menn að þeir mundu fá bata þar með því að ná í vatn. Safnaðist þar saman svo mikill mannfjöldi, að margir urðu að bíða tímunum saman, því aðrennslið í brunninn var hægt og í dropatali. Þarna sátu menn nótt og dag og ljós voru tendruð umhverfis brunninn á nóttunni svo að menn sæi til að ná sér í vígt vatn. Ýmsar sögur komu á gang um að sjúkir menn hefði fengið bata þar af því að drekka hið helga vatn og blöðin fluttu þessar sög- ur og myndir af þeim, sem bata höfðu fengið. Og við þetta jókst aðstreymi fólks afskaplega. Menn lögðu land undir fót og gengu margar dagleiðir, aðrir komu fljúgandi og í bílum. Áhug- inn jókst jafnt og þétt eftir því sem nær dró 25. maí. Fáum dögum áður sagði ein af litlu telpunum að María mey hefði sagt sér að „kraftaverkið“ yrði jarðskjálfti og hann gerði engum kaþólskum manni mein, heldur aðeins hinum vantrúuðu. Kaþólska kirkjan hafði lítið skift sér af málinu fram að þessu, en 22. mai fluttu blöðin stutta aðvörun frá biskupinum í Ponce, þar sem hann skoraði á menn að fara ekki til brunnsins 25. maí. Þetta hafði engin áhrif. Fólk streymdi þangað í stríðúm straumum, og hafa blöðin sagt svo frá að um 100.000 manna hafi verið komnar þangað og sum- ir biðið í 15 og 18 klukkustundir. Lögreglan átti fullt í fangi með að halda uppi reglu og hvað eftir annað glumdi í hátölurum áskoranir til fólks- ins um að vera rólegt og vara sig á vasaþjófum. Svo nálgaðist hin mikla stund, klukk- an 11 fyrir hádegi. Menn fellu unn- vörpum á kné og báðust fyrir hátt og i hljóði. Fólkið var miður sín af hug- aræsingi. Skyndilega sást dökkklædd kona á ferð á hæð nokkurri skammt þaðan, og þá glumdu hrópin: „Heilög guðsmóðir er að koma.“ En þetta var þá aðeins bóndakona, sem hafði orðið of seint fyrir. Þá þóttust menn sjá konu standa á annari hæð, en við nánari eftirgrenslan reyndist það vera feysk- ið tré. Nú varð klukkan 11, og ekkert skeði. Sumir fóru þá að tinast brott en fjöld- inn allur var kyrr og bað um tákn. Þeir biðu og biðu þangað til klukkan var orðin 5, en þá gáfust allir upp. Þá var og um leið lokið þvi írafári, sem hafði haldið fólki í sífelldum spenningi í rúman mánuð. Næstu daga fluttu blöðin tilkynningu frá biskupinum um það, að hann mundi ekki senda í páfagarð neina skýrslu um að heilög María hefði birzt þarna. Það hefði líka verið að bera í bakkafullan lækinn, því að í skjala- safni páfa liggja um 3000 skjöl, sem staðfesta, að María mey hafi sést á jafnmörgum stöðum á jörðinni. — Jæja, sagði gamli læknirinn, ég held að það sé bezt að við fáum okkur stóra inntöku af laxerolíu. — Gerðu svo vel, sagði sjúklingur- inn, ég hef ekki lyst á henni. Molar Afi gamli kom að heimsækja barna- börnin sín, en þeim varð lítil ánægja að komu hans, því að honum var illt í höfðinu og hann var önugur. Hann kvaðst hafa fengið þetta af því að sitja öfugt í strætisvagninum og aka aftur á bak. — En hvers vegna fekkstu ekki ein- hvern til þess að skifta um sæti við þig? var spurt. — Skifta um sæti! Eins og það væri hægt! Ég var eini farþeginn í vagnin- um. HQ0 Engin stúlka fer að ráðun^ annarrar stúlku þegar hún velur sér kápu. Það er ekki venja að leita ráða hjá óvinun- um um hvernig sigra skuli. Faðir: Hana, komdu þér á lappir, drengur. Klukkan er orðin rúmlega sjö. Hvernig heldurðu að Abraham Lincoln hafi hagað sér á þínum aldri? Sonur: Það veit ég ekki, en ég veit að hann var orðinn forseti Bandaríkj- anna þegar hann var á þínum aldri. HSB Gallinn á því að vera stundvís er sá, að þar er engum til að meta það.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.