Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 175 FJALLALJÓNIN I SKÓGUNUM í British Columbia og á Vancouver-ej'', er mikið af óargadýrum, sem Indíánar nefna „cougars", en venjulega eru nefnd fjallaljón. Villidýr þessi eru af kattakyninu, gul á lit og geta orðið allt að 200 pund á þyngd. Lengd þeirra er 9 fet frá trýni að hala- broddi. Þau eru ákaflega grimm og á seinni árum hafa þau gert bændum á Vancouverey svo mikið tjón, að stjórnin hefir skipað sér- staka veiðimenn til þess að reyna að útrýma þeim. Þau láta sér ekki nægja að veiða úti í skógunum, heldur fara þau heim á bæi og ráð- ast jafnvel inn í hús til fanga. Ef þau komast í kindahóp eða í hænsahús, þá verða þau algjörlega tryllt og drepa niður á báða bóga, af einskærri drápgirni, án þess að eta bráð sína. Þau ráðast jafnvel á hesta og nautgripi. Og nú á seinni árum eru þau einnig farin að ráð- ast á menn. Sérstaklega hefir borið mikið á þessu árið sem leið. Þá drápu þau sex börn og var eitt þeirra hrifið úr vöggu heima við Vinnulaun í Þýzkalandi eru að- eins hærri en í Frakklandi, nokkru lægri heldur en í Bretlandi og miklu lægri heldur en í Bandaríkj- unum. Nú er í ráði að hækka vinnu- laun til þess að efla kaupgetu inn- anlands, svo að heimamarkaðurinn taki við meiri framleiðslu heldur en nú er. Vegna alls þessa hefir kommún- isminn ekki náð neinum tökum á Vestur-Þjóðverjum, og hinn frjálsi heimur á eitthvert sitt öruggasta vígi gegn kommúnistum þar sem Vestur-Þýzkaland er. (Úr ,,Time“). húsdyr. Þær sorgarsögur skulu ekki raktar hér, en sagt frá nokkr- um atburðum þar sem fjallaljón réðust á fólk og það komst und- an. Þykir það merkilegt að nokk- ur skuli komast lifandi úr klón- um á þessum villidýrum, sem eru snör í snúningum eins og kettir og svo gríðarlega sterk, að ekkert dýr jafnstórt kemst þar í hálfkvisti við. Viðbrögð þeirra eru einnig alveg óútreiknanleg og engin tvö dýr hegða sér eins. Ungur maður, Wayne Scurrey að nafni, bjó um skeið í sumarfríi sínu í bjálkakofa fjarri byggð. Eitt kvöld, er hann var á leið heim til kofans, varð hann þess var að fjallaljón veitti sér eftirför. Hann var vopnlaus og tók það því til bragðs að veifa handleggjunum í ákafa og æpa á villidýrið til þess að reyna að fæla það. En það lagð- ist þá niður, urraði og veifaði hal- anum í vígahug. Þá leizt Scurry ekki á blikuna. Hann átti um 200 metra til kofans, en dýrið var að- eins 60 metra frá honum. Átti hann að taka til fótanna og freista þess að reyna að verða á undan dýrinu heim að kofanum? Það var víst eina ráðið. Hann tók sprettinn^og fjallaljónið líka og brátt dró í- skyggilega saman með þeim. Þá varð það fangaráð Scurry að hann flygði af sér jakkanum. Óargadýr- ið réðist þegar á jakkann og reif hann sundur í smátætlur, en við það komst Scurry inn í kofann og skall þá hurð nærri hælum, því að dýrið kom á gluggann um leið og hann lokaði, og urraði grimmdar- lega. Það vildi svo vel til að sími var í húsinu og Scurry símaði nú þeg- ar til veiðimanns stjórnarinnar, Fjallaljón sem næstur var. Stuttu síðar kom veiðimaðurinn brunandi í bíl og hafði með sér þrjá veiðihunda. En ekki flýði dýrið þótt bíllinn kæmi. Það hopaði nokkur skref frá hús- inu og beið þess sem verða vildi. Hundarnir létu eins og trylltir inni í bílnum, en veiðimaður þorði ekki að sleppa þeim, því að þetta var gríðar stórt dýr og hann vissi að þeir höfðu ekkert að gera í klærn- ar á því. Hann gekk því einn með byssu sína í áttina til dýrsins. Og nú brá svo undarlega við að það hreyfði sig ekki. Hann komst í dauðafæri við það og sendi því kúlu í gegnum hausinn. Maður er nefndur James Buck- anan. Hann er einsetumaður á of- urlitlum búgarði skammt frá Duncan á Vancouver. Einu sinni er hann var að elda miðdegisverð sinn, vissi hann ekki fyrr til en fjallaljón stekkur inn um glugga og beint á hann og fellir hann á gólfið. Buckanan átti lítinn hund. Þegar sepp i sér þessar aðfarir ræðst hann á óargadýrið og beit grimmilega í lærið á því. Fjálla-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.