Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 177 Smásíigan BREMIMAIMDI SKIP ið. En Landsdowne réðist ó- vopnaður á dýrið. Hann kom aftan að því og náði um hálsinn á því og helt þar eins fast og hann gat, svo að það næði ekkj að klóra sig eða bíta. Dýrið barðist um í örvita bræði og maðurinn fann að hann mundi ekki geta haldið því lengi og engin von var til þess að hann gæti kyrkt það. En nú komu þeir aftur Coon og Smith, vopnaðir steinum. Landsdowne stundi því upp að Coon skyldi bjarga konu sinni og koma henni heim, en Smith ætlaði að reyna að rota dýrið með steini. Hann komst þó ekki að því vegna þess að Landsdowne varð að þrýsta hausn- um á því alveg upp að barmi sér, svo að Smith gat aðeins danglað í brjóstið á því. Við þetta tryltist dýrið og reif sig af manninum. Tók það svo sprettinn heim að hús- inu og faldi sig þar í kima nokkr- um. Mennirnir réðust nú á það með grjótkasti og þá flýði það út í skóg. Þangað þorðu þeir ekki að elta það vopnlausir. En rétt á eftir bar þar að veiðimann þann, er stjórnin hafði sent. Hann fór á eft- ir dýrinu og fann það í felum í runna nokkrum og skaut það þar. En það er af frú Coon að segja að hana varð að flytja í sjúkrahús, því að hún var með stórum sárum eftir klær dýrsins. — ★ — Fjallaljónunum hefir fjölgað svo mjög á Vancoucer, að nú þykist enginn öruggur þar nema hann eigi byssu. Herferðir hafa verið farn- ar gegn dýrunum, bæði af bænd- um og veiðimönnum, en þrátt fyr- ir það er viðkoman meiri heldur en veiðarnar. Þykir því sýnt að gera verði enn rótttækari ráðstaf- anir til þess að útrýma þessum ófögnuði. I^KKERT orð í ensku máli getur haft ■* eins mikil áhrif á skipshöfn olíu- skips, eins og ef hrópað er „Eldur“. — Reynið að hugsa ykkur hvernig manni verður við! Maður hefur ef til vill frí og situr í ró og næði að spilum með félögum sínum, eða liggur í rúmi sínu og er að lesa í bók. Og þá kemur allt í einu kallið: „Eldur!“ Maður spyr engra fávíslegra spurninga heldur flýtir sér eins og unnt er upp á þilfar þangað sem hann á að vera. Og um leið hvín í eimpípu skipsins. Allir vita hvað það merkir og allir flýta sér upp á þilfar, sumir á náttklæðum og með stýrurnar í augunum. Hver maður veit hvað hann á að gera. Ég hef einu sinni komizt í þetta, en við vorum svo vel út búnir með froðudælur, að okkur tókst innan stundar að slökkva eldinn. En það er ekki alltaf að svo vel tekst til. Einu sinni vorum við á leið frá Tampico í Mexiko og vorum komnir út í flóann. Á undan okkur var amerískt olíuskip, sem hét „Sunewego“. — Það hafði lagt úr höfn í Tampico tveimur stundum á undan okkur og lenti í þrumuveðri. Eldingu laust niður í skip- ið og við sáum allt í einu hvar geisi- legri eldsúlu skaut upp úti við sjón- deildarhring. En þegar við komum á staðinn var þar ekkert að sjá nema rekald á sjónum. Enginn bátur, ekkert lífsmark, skip og áhöfn horfið á svip- stundu. í næstu ferð frá Tampico vorum við með 10.000 smálestir af mjög eldfimu efni, sem nefnist „octane" og notað var þá á hinar hraðfleygustu flugvélar. Við áttum að fara með farminn til Spezia á Ítalíu. Fyrstu tvo dagana var heitt og mollulegt veður, en svo gerði ógurlegt þrumuveður með sífelldum eldingum, eins og það getur verst orðið í Mexiko- flóa. Og þá er lítið gaman að vera á siglingu með 10.000 tonna af „octane“ undir fótunum. Ef#eldingu lystur niður í skipið .... þá! Komið var undir kvöld og ég var kominn inn í klefa minn. Á þilfarinu fyrir utan var brytinn að tala við eina farþegann um borð, uppgjafa sjómann Eftir FRANK C. DANSON frá Bretlandi. Þeir stóðu rétt fyrir utan gluggan á klefa mínum og ég heyrði hvert orð, sem þeir sögðu. — Það er gaman að horfa á hvað skipið þarna ber vel við sólarlagið, sagði brytinn. — Já, það segirðu satt, ansaði sjó- maðurinn. En svo hefur hann víst farið að athuga þetta betur, því allt í einu sagði hann i allt öðrum tón: Nei, þetta er ekki sólarlag, ég held að skipið standi í björtu báli. — Hvaða vitleysa, sagði brytinn. En honum snerist fljótt hugur og hann hrópaði: Þú segir satt. Skipið er í björtu báli. Þá beið ég ekki boðanna. Ég stökk á fætur og snaraðist í fötin. Um leið og ég kom út úr dyrunum var blásið í pípu uppi á stjórnpalli, og ég heyrði að varðmaðurinn flýtti sér upp stigann og kom að vörmu spori niður aftur. Skipverjar þustu upp á þilfar og störðu skefldir á hið brennandi skip. En þegar skipi okkar var snúið og látið hafa stefnu á brennandi skipið, þá fór að fara um marga. Hvaða vit var í því að við, sem höfðum enn hættulegri farm innan borðs skyldum sigla í ná- munda við eldinn! Eftir nokkra stund skipaði stýrimað- ur að hafa fyrsta björgunarbátinn við- búinn. Ég átti að vera á þeim báti. Við rukum til og á. skammri stundu höfð- um við losað um bátinn og hleypt hon- um niður. Meðan við vorum á skipinu virtist sléttur sjór, en þegar við kom- um niður í bátinn komumst við að því að mikil undiralda var. Okkur veittist því all erfitt að róa hinum þunga báti þangað sem hið brennandi skip var. Eldstrokurnar stóðu nú út af því í allar áttir og það var ekki girnilegt að leggja að því. Þrír bátar hengu enn í uglum að framan, en bátarnir að aftan voru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.