Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ' 165 Með úrvali þessu gefst almenn- ingi fyrst kostur á að kynnast því, hvílíkur snillingur Einar var á laust mál. Má hiklaust telja hann einn mesta stílmeistara íslenzkx-ar tungu fyrr og síðar. Urval prófess- ors Steingríms er prýðilega gert og skipulega ílokkað. Ef ég mætti nokkuð að því finna, væri það helzt það, að það heíði mátt vera nokkru stærra, t. d. sakna ég þarna fornkunningja míns, Svikagreií- ans. En vonandi kemur þetta rit út áður en mjög langt um líður í annarri útgáfu, og er þá hægt um hönd að stækka úrvalið nokkuð, eða ef ráðlegra sýnist, að gefa út allt það, sem vitað er með sann- indum, að Einar hefur ritað. ----★----- Steingrímur J. Þorsteinsson pró- fessor hefur ritað rækilega ævi- sögu Einars og er hún, eins og áður er getið, prentuð aftan við úrvalið. Myndi hún raunar sóma sér vel sem sjálfstæð bók, bæði vegna efnis og lengdar. Loks hefur Steingrímur tekið saman ritgerða- tal Einars. Hér er ekki rúm til að rekja efni þessarar merku ritgerðar, enda er þess að vænta, að mér fróðari og færari menn felli dóm sinn um hana. Höfundur rekur æviferil Einars frá vöggu til grafar eftir öllum þeim heimildum, sem hon- um voru tiltækar. Gegnir furðu, hversu margt hann hefur grafið upp um ævi Einars, bæði með því að kanna vandlega ritaðar heim- ildir og eins með hinu að leita til skilríkra manna, sem gerst máttu þekkja Einar. Höfundur hefur af mikilli elju og ratvísi hins æfða rannsóknarmanns dregið íram í dagsljósið svo mikla vitneskju um hinn torrakta lífsferil Einars, að úr þessu ætti að vera hægra að styðja en reisa. Ætla ég, að rit þetta muni vera traust brautryðj- andaverk, sem ávallt heldur gildi sínu. Höfundi tekst aðdáanlega vel að rekja skilmerkilega og óslitið ævi Einars. Jafnvel um þau tíma- bil, þegar torveldast er að fylgja ferli hans, og heimildir um hann eru ærið slitróttar, erum vér nú drjúgum fróðari en áður, og hafa í þessu efni sannast orð Einars sjáifs: „Ég heí nú víðast hvar skil- ið eítir mig einhver spor.“ í þess- ari víðtæku heimildakönnun höí- undar liggur meira verk er flesta órar íyrir. En hitt er ekki minna um vert, hversu vel og smekkvís- lega höfundur fer með þessar heimildir. Eins og hann segir sjáif- ur í formála, er „vandíarið með sögu nýlátins manns, ekki sízt þeg- ar uppi eru nánustu ættingjar hans, aðstandendur og ástvinir, sem ýms- ir hafa mjög ólík viðhorf.“ En pró- fessor Steingrímur hefur í þessu efni siglt hina kröppu leið milli skers og báru og varizt þó áföll- um. En af þessu má ráða, að hann á efalaust margt í fórum sínum um ævi Einars, þótt ekki hafi hann með réttu tahð tímabært að birta það almenningi. Höfundur segir í forspjallsorðum að ritgerðinni, að henni sé „fyrst og fremst ætlað það hlutverk að birta nokkurt staðreyndatal um Einar Benediktsson, bregða upp einstaka myndum úr lífi hans og rekja æviatvik hans hin helztu, en ekki að fjalla um skáldskap hans sérstaklega.“ Hér hefur höf- undur gefið oss meira en hann lofar, því að hann rekur jafnframt í megindráttum þroskaferil Ein- ars sem skálds af næmri innsýn og djúpskyggni. í ritgerðinni er íjöldi skarplegra athugana á skáld- skap Einars, svo að hún tekur einn- ig að þessu leyti flestu eða öllu því fram, sem um Einar hefur ver- ið ritað. — Góður fengur er að brotum þeim, sem höíundur birtir af síðasta kveðskap Einars (Ökklaeld og nokkrar lausavísur). Er það hálfraunalegt, að svo til hið eina, sem til er af ljóðum þessa stórskálds í eiginhandriti, skuli ver.a ófullgerð kvæðisbrot og lausa- vísur frá síðustu æviárum hans. Öll er ritgerðin samin af frá- bærri vandvirkni og andríki á stundum, hún er stórfróðleg og ó- missandi öllum þeim, sem vilja kynna sér líí og list Einars Bene- diktssonar. Hún er miklu meira en þurrt staðreyndatal. Stílhnn er yíirbragðsmikill, en þó sléttfelldur, frásögnin skipuleg, hnitmiðuð, sums staðar með dramatískum þunga og stígandi. Það er sönn unun að lesa þetta „æviágrip“, sem er hið lang- rækilegasta og ristir dýpst af því, sem nokkru sinni hefur verið rit- að um Einar sem mann og sem skáld. Ég lít svo á, að þetta úrval verka Einars Benediktssonar og hin ágæta ævisaga hans séu stór- viðburður í bókmenntum vorrar fámennu þjóðar. ---- SKEGGIÐ ER DÝRT GOMUL helgisögn segir að Adam hafi verið skegglaus fyrir syndafallið, en eftir það hafi honum vaxið grön, og það hafi verið aukarefsing hans fyrir að eta af skilningstrénu góðs og ills. Og upp frá því hefir skeggið verið karlmönnum til armæðu og ama. Það er auk þess hinn mesti peningaþjófur fyrir alla þá, sem raka sig, og einnig timaþjófur. Mönnum telst svo til, að 65 ára gamall maður hafi eytt 9 mán- uðum af ævi sinni í það að raka sig. En til þess að gefa ofurlitla hug- mynd um hvað þetta kostar svo, má geta þess, að árið 1951 voru fram- leidd rakvélablöð úr 5000 smálestum af stáli í Bandarikjunum og verðgildi þeirra var rúmlega 12 milljónir doll- ara. Þar við má svo bæta raksápu, andlitsdufti, smyrslum, rakvötnum o. s. frv. og má á þessu sjá að það er ekki neinn smáræðis iðnaður sem þró- ast í heiminum aðeins vegna þess, að karlmenmrrur þurfa að raka sig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.