Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 10
166 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um tynr Vörin, sem Egill riki lét gera í Minni Vogum * SVO NEFNIST grein eftir Einar SiRurfinnsson í Lesbók Morftun- blaðsins 14. febr. s. 1. Við þessa ágætu grein vil ég bæta nokkrum skýringum, sem ég býst við að greinarhöfundi hafi verið ókunn- ugt um en gæti orðið til fróðleiks fyrir seinni tíma. Það er þá fyrst þar sem höf. minnist á Austurkot og kallar næsta bæ við Minni Voga, þá standa þessi tvö býli á sömu jörð- inni, sem sé Minni Vogum, sem var föðurleifð þeirra systkinanna Klemensar og Guðrúnar. Höfðu þessi býli margt sameiginlegt, svo sem vatnsból, sjávargötu, lending- arstað, gripabeit o. fl. Nafnið Aust- urkot mun hafa verið til aðgrein- ingar frá öðrum bæum, sem á jörð- inni stóðu, svo sem Helgabæ og Tómasarkoti. Máltækið segir að margt sé líkt með skyldum, og svo var á þessum tveimur býlum, heimilishættir mjög svipaðir, sömuleiðis húsagerð og herbergjaskipan. íbúðarhúsið í Austurkoti var tveggja hæða hús, með rishæð að auki fyrir geymslu á matföngum og veiðarfærum, og líkt að stærð og Minni Voga húsið. Útihús í Austurkoti voru: heyhlaða og fjós og eldhús með stóru geymslulofti yfir, allt hlaðið úr höggnu steinlímdu grjóti. — Hér má svo bæta því við, að fyrir mörg- um árum er búið að rífa þessi gömlu íbúðarhús í Minni Vogum og Austurkoti og byggja önnur ný með allt öðru sniði og herbergja- skipan. Þá skal ég rrúnnast lítillega á vörina í Minni Vogum, sem einnig var vör fyrir Austurkot. Vörin var á sinni tíð töluvert mannvirki, sprengd í gegn um klappir og upp hlaðin með stórgrýtiskömpum í bryggju stað, er allt lét gera Egill „ríki“, faðir þeirra Klemensar og Guðrúnar. Að sunnan verðu vararinnar og ofan var bækistöð Klemensar. Að norðan við vörina og ofan var salt- og fiskgeymslu-hús, og norðan við það og áfast var hjallur úr timbri, til þurkunar á seglum, sjóklæðum og veiðarfærum. Þetta var bæki- stöð Hallgríms í Austurkoti. Á milh fiskgeymsluhúsa þeirra Klemensar og Hallgríms var um 20 metra svæði, og frá efri endum húsanna og þvert á milli þeirra var timburveggur um 2 metrar á hæð. Mynduðu húsin og timburveggur- inn naust, sem var til skjóls fyrir skipastól þeirra máganna, Hall- gríms og Klemensar, en þeir áttu 3 skip hvor fram yfir 1900. Neðanmáls í grein Einars Sigur- finnssonar er þess getið, að Þórð- ur í Gróttu hafi smíðað áttæring- ana „Léttfeta“ og „Sæfeta“. Það er rétt, Þórður smíðaði skipin. Hann var víðkunnur og orðlagður skipasmiður og við hann sömdu þeir mágarnir Hallgrímur og Klemens, að hann smíðaði fyrir sig þessa tvo áttæringa þar syðra. Skyldu skip þessi vera jafnstór og eins að öllu leyti. Hallgrímur varð fyrri til að viða að sér efni úr gegnumsöguðum valborðum. Þórð- ur smiður kom suður til smíðanna seint í júní og smíðaði skipið á mánaðartíma. Þetta var sumarið 1891. Klemens í Minni Vogum hafði ákveðið að fá efni af sömu tegund í sitt skip, en er til skyldi taka var allt slíkt efni upp gengið. Var þá ekki nema um tvennt að velja, annaðhvort að hætta við smíðina eða nota lélegra efni. Ræddu þeir Þórður og Klemens rækilega um hvað gera skyldi. Sagði Þórður, að úr því sem komið væri, þá væri réttast að hann smíðaði skipið hjá sér í Gróttu og reyndi að velja sjálfur í það 'oezta fáanlegt efni í Reykjavík. Það varð úr, að Klem- ens fellst á þetta og fól honum forsjá alls smíðinni viðvíkjandi. Þórður í Gróttu lá ekki á liði sínu. Hann gat viðað að sér efni, sem hann taldi viðunandi í skipið. Og svo valdi hann sér sem smíða- stað laut í túninu á Gróttu, á milli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.