Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 12
168 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÞETTA GERÐIST í FEBRÚAR ALÞINGI koin saman til funda aft- ur eftir jólafriið hinn 5. febrúar. Vegna þess að svo cr ákvrðið að næsta regiulegt Alþingi skyldi hefj- ast hinn 15. cn fyrirsjáaníegt að þessu þingi yrði þá eltki lokið, var gcrð ályktun um að næsla reglulrgt Alþingi skuli koma saman 9. okt. í haust. Úrslit bæarsíjórnarkosninganna í kaupstöðum landsins urðu þau, að Alþýðuflokkurinn tapaði fimm full- trúum, kommúnistar töpuðu fjórum, Framsókn tapaði einum en vann þrjú sæti og Sjálfstæðisflokkurinn vann þrjú sæti. Þjóðvarnarmenn gengu nú í fyrsta sinn til bæar- stjórnarkosninga og fengu alls 3 menn kjörna (3). í Reykjavík urðu úrslitin þau, að Sjálfstæðismenn fengu 15643 at- kvæði og 8 menn kosna, kommún- istar 6107 atkv. og 3 menn kosna, Alþýðuflokkurinn 4374 atkv. og 3 menn, Þjóðvarnarflokkur 3360 atkv. og 1 mann, Framsóknarflokkur 3331 atkv. og 1 mann. Hinn 1. febr. voru liðin 50 ár siðan innlend stjórn hófst hér í landi. Var þess minnst á margan hátt og meðal annars með sérstakri dagskrá í útvarpinu. í tilefni af- mælisins og að tiihlutan dómsmála- ráðherra, náðaði forseti íslands skil- orðsbundið alla þá, er dæmdir höfðu verið i refsivist allt að einu ári, en refsitími þeirra, er þyngri dóm höfðu fengið, var styttur. Þá voru og ýmsir menn sæmdir Fálkaorð- unni (3. og 3.) VEÐRÁTTA var enn hlý lengstum, suðlæg átt, en oft stórviðri. Jörð var alauð og víð- ast hvar þýð og var sums staðar unn- ið að jarðabótum og á Hólsfjöllum var ckki farið að kenna lömbum átið hinn 25. Fjallvegir voru lengstum færir bif- reiðum og samgöngur á landi með eðli- legum hætti. En vegna stórviðra trufl- uðust flugsamgöngur, og var t. d. ekki hægt aö íljúga til Vestmannaeya haJf- an mánuð samfleytt. Mestu stórviðrin voru 16., 21. og 25. Komst veðurhæð sums staðar i 14—15 vindstig. 1 stór- viðrinu hinn 16. urðu nokkrar skemmd- ir i austursvritum. Gullfoss var þá að koma frá útlöndum og var kominn inn i Faxaflóa, cn svo var veður slæmt og hafrót að hann treystist ekki að sigla inn til Reykjavikur heldur lá i vari undir Vogastrpa rúmlega hálfan sólar- hi'ing. — í stórviðrinu hinn 21. urðu rnargir bilaárekstrar og önnur bílslys, áður en akstri varð að hætta. Fólk, sem var á skemmtunum í Reykjavík komst ekki heim til sín og var veður- teppt lengi nætur þar sem það var komið. Maður fauk á götu og fótbrotn- aði. Raftaugar slitnuðu í Hafnarfirði og var ljóslaust um hríð. Nokkrar skemmdir urðu á Keflavíkurflugvelli. Á Vestfjörðum tók þök af húsum víða og heyhlaða fauk á ísafirði langt út á sjó. Nokkuð kvað og að símaslitum. Vb. Goðaborg náði ekki landi í Sand- gerði vegna vélbilunar og var að hrekj- ast úti alla nóttina og var talið krafta- verk að hann skyldi komast af. — í þriðja stórviðrinu hinn 25. var áttin breytt og var nú á norðan með snjó- komu víða svo að vegir tepptust. Var síðan norðanátt til mánaðamóta, en ekki mikið frost nema á stöku stað. Var unnið kappsamlega að því að halda færum helztu vegum. AFLABRÖGÐ í öllum verstöðvum var sæmilegur afli þegar gaf á sjó og fiskgengd víða mikil og var það alls staðar viðkvæðið að þegar væri farið að gæta áhrifa af friðun grunnmiða. Afli á togara var aftur á móti tregur og seintekinn vegna ógæfta. — Mjög hafði borið á þvi þeg- ar í janúar, að vanir sjómenn fengist ekki á togara og báta, og kvað svo ramt að þessu að ekki var annað sýnna í byrjun febrúar en að mörg skip yrði að hætta veiðum vegna mannskorts. Þá var gripið til þess ráðs að fá sjó- menn frá Færeyum. Voru sjómanna- félög út um land ekki móthverf ráðn- ingu þeirra, en Sjómannafélag Reykja- vikur synjaði um leyfi til þess að þá mætti ráða á togara. Fyrsti hópur Fær- eyinganna kom hingað 25. og alls er búizt við að þeir verði 200 alls, ráðnir til ýmissa staða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.