Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 4
160 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS * Símon Jóh. Agústsson: EINAR BENEDIKTSSON jta L — Úrval I—II' LAUST MÁL bindi 7C2 bls. Rvík 1052. — Steinffrímnr J. Þorsteinssom bjó til nrentunar. EINAR BENEDIKTSSON Ufir í vitund þjóðarinnar fyrst og fremst sem ljóðsnillingur, en síðan sem hugsjónamaður, ættjarðarvinur, ævintýramaður, glæsimenni, ofur- menni, sem þurfti ekki annað en að drepa staf sínum á harðlæst hamrahlið, til þess að þau opnuð- ust og vegur hans greiddist. Hann var þegar í lifandi lífi lifandi þjóð- saga. Þegar honum var féfátt, gat hann jafnvel selt norðurljósin! Rit það, sem hér verður drepið á, er tvíþætt. Annars vegar er það úrval þess, sem Einar Benedikts- son ritaði í lausu máli, og er þetta úrval rúmar 520 bls., hins vegar æviágrip Einars eftir útgefanda úr- valsins, Steingrím J. Þorsteinsson prófessor. Þetta æviágrip mætti þó frekar nefna ævisögu, því að það er 226 bls. og því heil bók, þótt það sé prentað aftan við úrvalið. Að úrvali þessu er hinn mesti fengur. Er þar komið saman flest hið markverðasta, sem Einar hefur ritað í lausu máli og almenningi hefur til þessa verið að mestu lítt tiltækt, þar sem það er prentað á víð og dreif í blöðum og tímarit- um, sumt án þess að höfundar sé getið eða undir dulnefnum. Að vísu kom út 1935 2. útg. af Sögum og kvæðum, sem Kristján Albert- son bjó til prentunar. Er í því safni 20 sögur og þættir, sem allir eru teknir upp í þetta úrval. En Sögur og kvæði sýna aðeins þann þátt í ritstörfum Einars, sem telja má til skáldskapar. Þótt ljóð Einars muni án efa halda nafni hans iengst á lofti, ef til vill meðan íslenzk tunga er töl- uð eða skilin, fer þvi. fjarri, að rit- smíðar hans í lausu máli séu ó- merkar. Margar þeirra eru með handbragði snillingsins þótt fæstar þeirra hafi fengið þá fágun og um- sköpun, sem ljóð hans hafa hlotið. Fáir hafa ritað fegurra né kjarn- meira mál en Einar, þegar honum tókst upp. Úrval þetta sýnir fjöl- hæfni Einars og hin margþættu og sundurleitu áhugamál hans. Marg- ar þær skoðanir og hugmyndir, sem birta^t í ljóðum hans í skáldlegu og háfleygu orðskrúði, koma þarna fram í hversdagsbúningi. Geta því sumar þeirra stuðlað að gleggra skilningi á kveðskan hans. Og síð- ast en ekki sízt hjálpa ritsmíðar Einars í lausu máli oss til þess að þekkja hínn stórbrotna og marg- slungna persónuleika hans, sem býr yfir djúpum andstæðum og óþrotlegri auðlegð, en sameinar þó allt hið ólíka og andstæða í gerð sinni eða í kjarna lífsskoðunar sinnar. Persónuleika Einars má líkja við gimstein með mörgum flötum, sem brýtur ljósið á ótelj- andi vegu og sýnir oss óendanlega mörg litbrigði, en þó á einstæðan hátt samkvæmt gerð sinni og eðli. Útgefandi hefur skipt ritgerðum Einars í fimm flokka, og er það til mikils hægðarauka og glöggv- unar fyrir lesendur. Fyrsta flokk- inn nefnir hann Sögur og svip- myndir. Þar er flest það að finna, sem eftir Einar liggur í lausu máli og venjulega er talið til skáldskap- ar. Þessi þáttur í ritstörfum Ein- ars í óbundnu máli er almenningi kunnastur, því að meiri hluti efn- isins hefur birzt áður í bókarformi í 1. og þó einkum í 2. útg. af Sög- Steingr. J. Þorsteinsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.