Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 167 Östuodadagar KONAR hjátrú var áður bund- in við ýmsa daga ársins, og er ekki laust vdð að eimi eítir af henni enn. Ýmsir bændur munu hafa ótrú á bví að byr.ia slátt á mánudegi og skipstjór- gamalgróins sandbala og sjávar- kambs. Þar var gott skiól í flestum áttum. í lok ágústmánaðar 1891 var smíði skipsins svo langt komið, að Þórður hafði hvolft því þarna í lautinni. En á þeim árum var til fyrirbrigði, sem nefnt var höfuð- dagsstraumur. Þá var sjávarflóð meira en í aðra stórstrauma, og svo var í þetta sinn. Lautin, sem skipið var í, fylltist af sjó, skorður losn- uðu og skipið fór á rek. Ekkert varð þó að því við þessa óvæntu sjóferð, en Þórður gaf þá skýringu, að skipið kynni ekki við sig á hvolfi. Hann lauk svo smíðinni þar heima, og svo var haldin vegleg skírnarveizla í Gróttu er því var nafn gefið, og sátu hana margir nafnkunnir formenn úr Reykjavík og af Seltjarnarnesi. í september var „Sæfeta“ svo siglt suður í Voga og hann settur við hliðina á „Léttfeta“. Kom þá í ljós hver munur hafði orðið á skip- um þessum í höndum Þórðar, þótt þau ætti að vera eins. „Léttfeti" var mældur 3,8 tonn. Hann var rennilegt skip og reyndist afburða siglari í þvervindi. „Sæfeti“ var mældur 4.11 tonn. Hann var breið- ur og vörslumikið sjóskip og ágæt- ur siglari í liðugum vindi. Við endalok þeirra „Léttfeta" og „Sæfeta“ má segja að lokið væri útgerð árabéta í Vogum. Eftir það komu þiifarsbátar með hreyfli um 1908, en það er önnur saga. H. B. ar munu heldur ekki vilja hefja langa veiðiför á mánudegi. Gömul fræði segja, að sá sem fæddur er á sunnudegi, sé fæddur til si®urs. á mánudegi til mæðu, þriðjudegi til þraut -ai', miðvikud 'ei (il mnid''". íimmtudef i til frama, föstudegi til fjár og laugar- degi til lukku. Af þessu má svo noíiKui t mark taka á því ó hvaða degi vikunnar sé heppilegast að ráðast í ýmsar fram- kvæmdir, eða byrja eitthvert fyrirtæki. En svo eru auk þess sérstakir óstunda -dagar, sem gamlir menn og spekingar báðu menn að varast. Hættulegastir eru þrír dagar, en þeir eru þessir: Nýársdagurinn. Þá skal maður sig ekki í nýan klæðnað búa, ekki láta sér blóð taka, ekki láta skera hár sitt og ekkert nýtt verk byrja. Boðunardagur Mariu, 25. marz. Þá ber allt hið sama að varast. Ágústínusdagur, 28. ágúst. Þá ber einnig allt hið sama að varast. Þessir dagar eru þeir háskalegustu á árinu. Enn fremur: 1. Pálsmessa 25. janúar. Þá er 6. stund ógæfusöm. 2. Pétursmessa 22. febrúar, allur dag- urinn ógæfusamur. 3. Nóttih eftir Maríumessu, aðfara- nótt 26. marz. 4. Þriðja nótt eftir Ambrosíusmessu, aðfaranótt 7. apríl. 5. Krossmessa 3. maí, allur dagurinn ógæfusamur. 6. Onuphriusmessa 10. júní, allur dag- urinn. 7. Margrétarmessa 13. júlí, allur dag- urinn. 8. Lárentíusmessa 10. ágúst, allur dag- urinn. 9. Mauritiusmessa, 22. sept., allur dag- urinn. 10. Balthasarmessa 19. okt., allur dag- urinn. 11. Leopoldsmessa 15. nóv., allur dag- urinn. 12. Sylvestermessa, gamlársdagur 31. des., allur dagurinn. Á þessum framanskrifuðu dögum skulu menn ekkert vandaverk byrja eða áforma, jafnvel þótt hinir dagarnir sé enn skaðlegri. Ef hjón giftast á þess- um dögum, munu þau trauðlega elskast. Barn á þeim fætt mun naumast giftu- samt verða. (í. B. 278 a, 8vo). Eins og á þessu má sjá, eru áramótin afar hættuleg. Þó má hafa það til marks, að ef maður hnerrar í rúmi sínu á nýársdagsmorgun, þá á hann að lifa allt það ór. Samkvæmt jólaskrá Beda prests fer veðrátta á árinu mjög eftir því upp ó hvaða vikudag nýársdag ber. Að þessu sinni hófst árið á föstudegi og samkvæmt spá Beda prests á að rætast þannig úr því, að vetur vcrður brevtilegur, vorið gott, sumar þur: t og gott, rikulegur heyskapur, nægð korns og ávaxtar, en fjárdauði. BRIDGE AK863 ¥ D 6 ♦ K 7 6 4 * G 6 2 A 10 7 5 2 ¥ G 9 2 ♦ 10 3 * K 10 8 4 *ÁD ¥ Á K 4 ♦ Á D ♦ ÁD 9 7 5 3 N og S höfðu komizt í 6 lauf og það virðist í fljótu bragði mjög gott spil. V slær út S2 og S tekur með ásnum á hendi. Svo slær hann út LÁ, en þá kemur upp úr kafinu að A á ekkert lauf. Öll trompin eru hjá V, og nú vandast málið. Þó getur S unnið spilið, eins og hér skal sýnt. Hann slær út SD og drepur með kóng í borði, slær svo út spaða og trompar. Blind er svo komið inn á HD og annar spaði trompaður, og þá hafa þeir S og V jafn mörg tromp eftir á hendi. Nú tekur S 3 slagi á HÁ og HK og TÁ, og slær svo út TD og drepur með kóng í borði. Svo kemur út tígull og hann er trompaður með LD. Nú verður V að gera annað hvort, drepa með kóng eða slá L8 í. En það er sama hvað hann gerir, hann getur ekki fengið nema einn slag. A G 9 4 ¥ 108 7 53 ♦ G 9 8 5 2 * —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.