Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 8
164 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hvolfsins. En þessi upprunalega kórvilla allra trúbræðra ísraels klafabindur hyggjugreind vorrar eigin guðsmyndar.“----------„Rann- sóknir vísinda vorra eiga ekkert æðra mið, enga helgari ósk en stofnun lífsviðskipta við aðra stjörnubúa." En það, sem bannar og lokar brautum, er framar öllu „sú hrapallega blindni, að hyggja hina og þessa granna vora á ljós- vakahafinu æðri heldur en fold Edens og Jahves.“-----------„Helgi vorrar eigin stjörnu er flekkuð og lægð með þeirri fásinnu, að ríki himnanna eigi ekki heima á þess- ari jörð. Allar jarðstjörnur eru jöfnum höndum himnaríki og hel- víti.“-------„Greind og athugun vor sjálfra heldur uppi kröfu til frjálsrar þegnstöðu meðal stjörnu- lýða úti um víðar veraldir.“ íslendingar eru guðs útvalda þjóð. Aðrar þjóðir „hafa sett þá engla yfir sig, er haldnir voru ból- festir á fjarlægum ljóshvelum,“ og þess vegna „týndu æðstu verur þessarar jarðar sjálfsvirðing sinni og sukku djúpt fyrir eigin augum.“ Eddan nær hæst allra trúarbragða í skilningi á guðdómseðlinu jarð- neska og „fullvissu og játning um hliðstöðu annarra himinbúa“ — „Guðmaður Ásaheims gengur í al- væpni fyrir hástól æðsta jarðar- vits og skeytir sig ekki fjöðrum draumheima. Hann stígur þar fram með heilbrigðum sjálfþótta; því hann veit sig engri lífsmynd síðri né lægri á þrepum himnastigans. Forsöguguðir íslands eru jarðnesk- ir höfðingjar, fulljafnir hverjum hirðseta sólkonunga.“ Einar kveður „beinlínis ógerlegt að ætla geiminn takmarkalausan“, og lítur svo á „að gáta geimsins eigi að ráðast á grundvelli tveggja meginlögmála. Annað er alnánd aflsins, hitt kyrrstaða sköpunar- verksins í heild sinni.“ (sbr. Ein- steinskenninguna). í lok greinar þessarar dregur hann saman íhug- anir sínar og kemst að þessari nið- urstöðu: „Geimur allra stjörnu veralda dregst að engu og stendur því kyrr. Þar finnst engin fjarlægð né stærð, því ekkert er til saman- burðar. Andi og orka renna þar saman og þjóta með eldingarhraða eins og hringskeyti Eyálfumanna hina endalausu braut mótspyrnu- laust til eilífðar. Já, sporaskjan er hringur himnanna, sem á engu augnabliki eilífðarinnar veit af nokkru fyrir utan sig sjálfan, vegna þess að þar er ekki og verður ekki nein meðvitund til. Með látlausum vexti alls — um allar aldir — breytist þetta lögmál aldrei og hvergi. Hrun vetrarbrauta haggar þessu að engu. Þær eyðast og end- urfæðast í þeim draumi, sem jarð- neskar varir nefna tíma. En sigur mannsandans er að má þá villu af hug og sjón.“ Síðasta heimspekiritgerð Einars er Sjónhverfing tímans (1930). Er hún ærið torskilin og sundurlaus. „Sjónhverfing tímans kemur alls staðar fram á leiksviðum daglegr- ar lífsvistar, meðan vér erum háð- ir þeirri meginvillu, að allar hreyf- ingar eyði einhverju broti af ó- dauðleikanum“-----------„Hvernig höfum vér, lífsverur, rétt til þess að viðurkenna veru tímans, úr því, að hann getur einungis sézt sem framliðinn? Tímavillan er trúðleik- ur fyrir augum vorum, af því að enn eru teknar afstöðubreytingar geimslíkamanna í misgripum fyrir eilífðarbrotin, þau er vér gefum uppnefni tírnans" „---------öllu í veröldu er gefið eitt nafn og ein augnabliksævi, sem að vísu líður aldrei.“ Smbr.: „tími er svipstund ein, sem aldrei líður, — algeims rúm, ein sjón, einn dýrðarbjarmi.“ (Kvöld í Róm). í þessari grein virð- ist vaka fyrir Einari svipuð hugs- un og hjá Bergson: Vér getum ekki mælt tímann beint, heldur táknum hann með ýmsum afstöðu- breytingúm hluta í rúminu, smbr. klúkkuvísana. Hvernig gerir Einar sér grein fyrir alverunni, guði? Alveran er „hin hnattmyndaða heild og eining allra stjörnuveralda,“ hún er lok- aður alheimur, sem „innilykur allt og veit ekki af neinu utan sín sjálfrar." Guðdómurirth „er annað nafn á alþekking og fullkomnun æðstu tilvista' úti um reikistirni himnanna.“ Heimssálin eða guð er það afl, sem streymir gegnum al- heiminn, duftkornið jafnt og hnattakerfin. „Aflið er meðvitund guðs.“-------„Þekkingin er ekki óvinur trúarinnar.“ — — „Lotning- in fyrir guði lifir nú ekki lengur á vísvitandi afneitunum gegn eðlis- lögum sköpunarinnar." Þær kenndir, sem þessi háleita heildarsýn á lífið og tilveruna vek- ur, tjáir Einar í heimspekiljóðum sínum í þúsund blæbrigðum, hann er ávallt að velta fyrir sér heims- gátunni og lífsgátunni, sem eru, þegar öllu er á botninn hvolft, tvær hliðar á hinu sama. Frá þess- um kjarna, þessari skýnjun og skilningi á frumrökum tilverunnar, stafar geislum á allan skáldskap hans. Enginn maður getur skilið skáldpersónuleik Einars Bene- diktssonar, nema hann kafi djúpt og leiti þessa kjarna lífsskoðunar hans og heimsskynjunar. Einar var ekki vísindamaður, heldur skáldspekingur, og fang- brögð hans við hinztu leyndar- dóma tilverunnar eru að mestu ut- an við þau svið, sem almennt eru talin til vísinda. Kenningar Berg- sons og þó einkum Einsteins hafa auðsjáanlega fallið í góðan jarðveg hjá honum og verið honum andleg næring, en hins vegar kemur fram af ljóðum Einars, að sýn hans á tilveruna hefur verið mótuð í meg- inatriðum, áður en kenning Ein- steins kom fram.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.