Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 2
LEÖBÓK MORGUNBLAÐSINS >. 158 sjálfum Golíat hinnar klerklegu heimspeki, Aristoteles. Kirkjan og Aristoteles kenndu m. a. að jörðin hreyfðist ekki. Hún væri óhaggan- leg. Himininn var sagður festing úr gleri. Veröldin takmörkuð. Jörð- in miðdepill alheimsins. En meðan fræðimenn aldarinnar létu sér nægja að skreyta anda sinn með lánsfjöðrum Aristotelesar, kannaði Bruno verk annarra fornra meistara, hafði vakandi auga fyrir því sem var að gerast í kring um hann og skildi þýðingu þess: Kol- umbus hafði fundið Vesturheim, Vasko da Gama siglt suður fyrir Afríku til Indlands, og Magellan siglt kring um jörðina. Jörðin var hnöttótt. Nú þýddi ekki að mæla lengur á móti því. Hún studdist ekki við neitt, hvíldi ekki á neinni undirstöðu, en sveif um geiminn. — Bruno hafði lesið eftir Tycho Brahe að sólin, en ekki jörðin, væri miðdepill himintungla. Kopernikus hafði sagt að jörðin væri pláneta í ókveðnu sólkerfi og sólin væri mið- depill þess. Kepler hafði sannað þetta og reiknað út brautir þessara pláneta. Og Bruno vissi það sama og samtíðarmaður hans Galileo — að jörðin snerist um sólina og sjálfa sig. Brynjaður með öllum þessum vísdómi hóf hann árás á glerhvelf- ingar Aristotelesar. — Þær eru ímyndun ein, boðaði han. Himin- geimurinn er takmarkalaus. Jörðin er heldur ekki óhagganleg. Hún snýst. Það er allt á hreyfingu, allt breytingum háð. Kirkjuhöfðingj- arnir urðu óttaslegnir. Árás á kirkj- una, sögðu þeir. Þetta mundi af- sanna óskeikulleik hennar. Himin- inn getur ekki verið undir jörðinni! Þetta er árás á trúna, sagði rann- sóknarréttur katólsku kirkjunnar. Við því var engin refsing of þung. ^ Og nú stóó Giordano Bruno hér fyrir framan þennan preláta með krossmarkið í hendinni, Prelátinn rétti fram krossmarkið. Banding- inn vék höfðinu til hliðar. „Hann neitar að kyssa róðukrossinn," hvísluðu þeir næstu til hinna, sem fjær stóðu. „Óþokkinn, trúníðing- urinn, guðleysinginn.“ Múgurinn öskraði og formælti. Kirkjuhöfðingjarnir höfðu samt ekki gefið upp alla von um að fá þennan bannfærða mann til að játa villu sína. í návist dauðans verður margur fús til að létta á samvizku sinni — og ekki mundi þeessum af veita. Áttu þeir að trúa því að hann væri svo forhertur að vilja heldur stíga á þetta bál en viður- kenna kirkjuna sem hinn óskeikula dómara í öllum málum. Þeir báru honum líkneski af Kristi, boðbera sannleikans, sem lét líf sitt á krossi fyrir 1600 árum. Bruno horfir á Kristsmyndina. Aftur taka skyndi- myndir að renna fyrir innri sjónir bandingjans. Úr klaustrinu hafði hann orðið að flýa. Hann fór til Genúa og tal- aði þar opinberlega gegn Aristotel- esi og hélt hiklaust fram að jörðin snerist! Lærðir menn kölluðu það absurdissima — hina herfilegustu fjarstæðu sem gæti aðeins verið sprottin af illmennsku eða guð- leysi. Bruno varð að flýa til Tou- louse. Hann setti þar allt í uppnám með boðskap sínum og bjargaði sér undan reiði borgarinnar með því að flýa til Parísar. Götur Parísar voru enn sleipar af blóði Hugen- ottanna, sem katólskir höfðu þá ný- lega „aðstoðað við að komast til þess himnaríkis, sem þeir trúðu á.“ Giordano Bruno hélt þó rakleitt upp í Svartaskóla og skoraði þar á lærða menn til einvígis. Gætti þó tungu sinnar betur en fyrr, svo honum var jafnvel boðið prófessors -embætti við skólann — ef hann aðeins vildi sækja hámessu kat- olskra. Hann haínaói boóinu og iór til Englands. Hann leggur til atlögu við Oxford, þessa „ekkju sannra mennta“, eins og hann kallaði hana í háði. Það fór eins og hann hafði reiknað með. Þessi lærða borg, þessi ekkja fornmenntanna vakti upp hinn látna bónda sinn Aristot- eles, drauginn sem Bruno barðist alls staðar við hvar sem hann kom. En Bruno sigrar Oxford eins og Svartaskóla og fær leyfi til að flytja þar fyrirlestra. Hann fraeddi Englendinga um eðli alheimsins, ódauðleika sálarinnar og hinn ó- takmarkaða guðdóm. Syni Vésu- víusar þótti þó Englendingar seinir til og heldur tornæmir og gerðist allstórorður í þeirra garð. Kvað hann þolinmæði Jobs ofraun að þola fáfræði þeirra og forpokun. Englendingar risu þá upp hinir reiðustu og ráku hann úr landi. Næst skaut honum upp í Latínu- •hverfinu í París. í Svartaskóla hafði hann aldrei lagt öll spilin á borðið. Nú skyldi úr því bætt. Á Signubökkum deildi hann við garpa Parísar í þrjá daga samfleytt um hvort jörðin snerist eða ekki. For- sjónin helt yfir honum hlífiskildi og hann slapp lifandi frá París á flótta til Þýzkalands! í Wurtenberg höfuðvígi Lúters- trúarmanna fekk hann loks góðar viðtökur og í þessari „Aþenu Þýzka -lands“ naut hann sín bezt. Þar sat hann í 2 ár í góðu yfirlæti. Hann hafði sigrað höfuðvígi Lpterstrúar- manna. Prag, höfuðvígi katólsku kirkjunnar utan Ítalíu ögraði hon- um nú í austri. Þangað helt hann. Þar mætti hann aftur þessum for- ynjum miðaldanna, sem hann hafði orðið að flýa undan borg úr borg og land úr landi. Hann hrökklaðist enn undan til Þýzkalands. Þýzkur þjóðhöfðingi einn bauð honum að setjast að við hirð sína og gerast kennari ríkisarfans. En stríðsmað- urinn Giordano Bruno átti enn eítir aó leggja til orustu vió myrkravöld-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.