Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 16
172 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Flugvélarnar fimm, sem komu með Tröllaiossi. Árið áður var hallinn 270 milljónir króna (10.) Vísitala framfærslukostnaðar í Reykjavzík var 158 stig, og kaupgjalds- vísitala 148 stig — báðar óbreyttar frá fyrra mánuði (12.) Vestur-íslenzk. kona, Ragnheiður Margrét Erlendsdóttir, fædd í Skálholti, hefir gefið 1000 dollara í viðreisnar- sjóð Skálholts (17.) Viðskiftasamningur var gerður við Finnland og gildir til eins árs. Er gert ráð fyrir að viðskiftin nemi 2,4 millj. sterlingspunda. Kaupa Finnar mestmegnis sjávarafurðir, en selja allskonar timburvörur og pappír, þil- plötur, grasfræ o. fl. (21.) Ákveðið hefir verið að bjóða út brunatryggingar í Reykjavík, sem Al- mennar tryggingar hafa haft fram að þessu (26.) Menntamálaráð úthlutaði 1.1 milljón króna í styrki og lán handa námsfólki erlendis (27.) LISTIR Eftir ósk dönsku stjórnarinnar verð- ur íslenzk listsýning haldin í Kaup- mannahöfn í þann mund er forseti íslands kemur þangað í heimsókn, og siðan verður sýningin flutt til Árósa (14.) Guðmundur Jónsson, ungur píanó- leikari sem stundað hefir nám í París að undanförnu, kom heim og helt hljómleika við góðan orðstír (17.) 8 manna symfóníuhljómsveit banda- ríska hersins kom hingað og helt þrjá tónlcika í Reykjavík til styrktar SÍBS. Var mikil aðsókn að tónleikunum og góður rómur gerður að þeim (17.) Sýning var haldin í Listvinasalnum á nýjum málverkum eftir Jón Steíáns- son listmálara (23.) Sveinn Björnsson, ungur tómstunda- málari í Hafnarfirði opnaði málverka- sýningu í Listamannaskálanum í Reykjavík (28.) AFMÆLI Glímufélagið Ármann helt hátíðlegt 65 ára afmæli sitt með sundmóti,- fim- leika- og danssýningu, kvöldvöku í Þjóðleikhúsinu og veglegu afmælishófi. Félaginu bárust um 80 þús. krónur að gjöf í tilefni af afmælinu. Timburverzlunin Völundur í Reykja- vík átti 50 ára afmæli (25.) Kvennadeild Slysavarnafélagsins á ísafirði átti 20 ára afmæli (25.) Skíðafélag Reykjavíkur átti 40 ára afmæli (26.) ÝMISLEGT Doði á kúm gerði talsvert vart við sig á Síðu austur og voru 7 kýr dauð- ar úr honum (3.) í Varmadal í Rangárvallasýslu lagð- ist lamb afvelta og komst hrafninn í það og reif gat á kviðinn og alveg inn í vömb. Dýralæknir var sóttur, hreins- aði hann sárið og gerði að því, og eftir hálfan mánuð var lambið albata (4.) Skráning atvinnulausra fór fram í Reykjavík og gáfu sig fjórir fram (6.) Ráðgert var að senda Gullfoss skemmtiför til Miðjarðarhafsins, en vegna þess hve fáir gáfu sig fram til ferðarinnar, var hætt við hana (16.) Skymasterflugvél sem var á leið vestur um haf frá Evrópu og ætlaði að hafa viðkomu hér, gat hvorki lent í Reykjavík né á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Benzín hennar var á þrotum, svo að hún gat ekki snúið við. Var henni þá beint norður til Sauðárkróks og tókst lending giftusam- lega á flugvellinum þar (23.) arnalij.a\ PGunna var að hjálpa mömmu sinni að þvo leirtau. Og svo missti hún einn bollann í gólfið og hann brotnaði auðvitað. — Gunnu varð ákaflega hverft við. Hún starði um stund á brotin, en allt í einu ljómaði andlit hennar af gleði. Hún laut niður og tók upp stærsta brotið, sem handarhaldið hekk við, og sagði: ‘ — Það var gott mamma að all- ur bollinn skyldi ekki brotna. Sjana var á fjórða ári og hún fekk að fara út i búð að kaupa sér sælgæti. Hún var í samfest- ingu, svo búðarstúlkan helt að hún væri drengur og sagði: — Hvað ætlac þú að kaupa, diengur minn? Sjana firtist stórlega og sagði með mikilli áherzlu: — Ég er ekki drengur, ég er stúlka innan undir. I Lárus litli var með hor niður í munn. Stóri frændi hvíslaði að honum: — Farðu til mömmu og segðu: góða mamma, snýttu mér. Lárus fer til mömmu og segir hátt: — Góða mamma, snýttu honum frænda. — Si — Mamma lá í spítala og hafði eignazt litla dóttur. Pabbi fór að heimsækja hana og lofaði Sigga litla með sér til að sjá systur sína. Siggi var aðeins sex ára gamall. Honum leiddist hve lengi pabbi sat hjá mömmu, svo að hann fór inn í næsta herbergi. Þar lá göm- ul kona og Siggi gaf sig á tal víð hana. — Má ég sjá barnið þitt? spurði hann. . — Ég á ekkert barn, sagði gamla konan. — Hvað hefurðu verið lengi hérna? — Ég hef nú verið hér í tvo inánuði. — Osköp ertu lengi að þessu. Mamma hefur ekki verið hérna neipa í;tvo daga óg saint er.hún buini aÁ eiga: barrii-. ' :

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.