Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Page 13
DV. LAUGARDAGUR 28. ÁGUST1982. .. . ■H ■■■■ ■■mHHi 13 l hana. Keppninni er skipt í tvo flokka, litmyndir og svarthvítar myndir. Þrenn verdlaun eru veitt í hvorum flokki og eru hin sömu í þeim báðum, Olympus myndavélar frá verzluninni Gevafoto. Fyrstu verðlaun í hvorum flokki er Olympus OM 10 myndavél. Myndavélin þykir ákaflega full- komin en hefur einnig vakið athygli fyrir það hversu nett hún er. Önnur verðlaun í báðum flokkum keppn- innar eru Olympus XA myndavélar og þau þriðju Olympus XA 2 myndavélar. Olympus XA og XA 2 eru gerðar fyrir 35 mm filmur eins og Olympus OM10 vélin. Allar myndir sem sendar eru í sumarmyndakeppni DV 1982 skulu merktar með nafni og heimilisfangi höfundar á bakhlið hverrar mynd- ar. Myndirnar skal senda ritstjórn DV, Síðumúla 12—14, 105 Reykja- vík, merktar ,,Sumarmynd”. Hverri sendingu þarf að fylgja frímerkt umslag með utanáskrift sendanda svo hœgt verði að endursenda allar myndirnar. í dómnefnd sumarmyndakeppn- innar sitja Gunnar V. Andrésson Ijósmyndari DV, Gunnar Kvaran listfrœðingur og myndlistárgagn- rýnandi DV og Ragnar Th. Sigurðs- son Ijósmyndari Vikunnar. Nefndin velur myndir til birtingar og mun að lokum kveða upp úrskurð um það hvaða myndir hljóta verðlaun. Allar myndirnar sem birtar eru í dag sýna börn á sumardegi. Sumarið er ekki sízt skemmtilegur tími fyrir ungviðið þvíþá gefst bezt- ur tími til útivistar og leikja. Litlu fyrirsœturnar hér í opnunni cettu að sýna og sanna að á sumardegi eru börn eitthvert allra skemmlilegasta myndefnið. -SKJ. Islenzka sumarið er kalt og þá er um að gera að bíta á jaxlinn og bera sig kari- mannlega. Myndin er eftir Dagnýju Jóhannsdóttur. „Hver ert þú?" heitir þessi mynd eftir Unni Miiller Bjarnason. Litla stúlkan og bolakálfurinn eru bæði jafn forvitin og hissa. ■■■■ fi I ■ i.’j- ,r ■ m ■iiÉiiiiiH'im1 Litla hnátan er hugsi þar sem hún stendur við gluggann i sólskininu. Dagný Jóhannsdóttir tók myndina. Isinn missir aðdráttarafl sitt þegar fiðurfé gerir sig heimakomið. Myndin er eftir RudolfA dolfsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.