Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR 28. AGUST1982. 19 Popp Popp Popp Popp Billy Idol fyrrum liðsmaöur Gener- ation X hefur nýlega gefið út sina fyrstu sólóplötu. Hann skírir plötuna einfaldlega í höfuðið á sjálfum sér og hefur fengið mjög lofsamlega dóma fyrir gripinn. Okkur þótti rétt að láta ykkur vita. Þetta er hún Alf í Yazoo. Eins og þið vitið er Yazoo bara dúett og hinn helmingurinn er Vince Clark, sem stofnaði Depetche Mode á sinum tima og samdi öll fyrstu „hit’Mög þeirra i byrjun. Hann yfirgaf siðan Depetche Mode þegar honum þótti umstangiö vegna frægðarinnar vera orðlð of mikið. Skömmu síðar hitti hann Alf og þau stofnuðu Yazoo. Fyrsta platan með laginu Only You fékk ofsaviðtökur og síðustu vikurn- ar hefur önnur smáskífan með lag- inu Don’t Go verið við topp brezka listans. Alf heitir með réttu Genevieve Alison Moyet og er fædd árið 1961. — Af Depetche Mode er það fréttnæmast að sjötta smáskifan er nýkomin út, aðallagið heitir Leave in Silence. önnur breiðskifa þeirra kemur út með haustinu. Fyrri platan var framleidd hér á íslandi og hét Speak&Spell. Ein af þeim hljómveitum sem hvað mesta athygli hafa vaklð í Bretiandi upp á siðkastið heitir Haysi Fantayzee og hafa mörg og löng við- töl birzt við meðlimi sveitarinnar i popppressunni. Ekki skai fullyrt hvort það er tónlistin eða útlitið sem orsakað hefur þetta mikla umtal en altént er klæðaburðurinn á þann veg að eftirtekt vekur. | Grýlurnar — Ragga Gfsla. Allir út á völl: hefst klukhtm tvö — og stendur fram undir Mesta rokkhátið sem sögur fera af hórlendis hefst í dag á Melavellinum og koma þar fram tugir hljómsveita. Hátiðin hefst klukkan tvö eftir hádegið og fyrir- hugað er eð hún standi linnulitið fram undir miðnœtti ef allt fer samkvæmt áætlun. Afhenda þarf tvo græna við innganginn, 200 kr., til þess að fá stimpil i lúkuna sem mun gilda sem eðgöngumiði á há- tiðina. Allir gestir geta valsað um eð vild sinni, komið og farið og komið aftur þegar þeim hentar og bara veifað hendinni framan i dyraverði svo stimplunin sjáist. Fyrir þessari stórhátíö stendur Hallvarður Þórsson og auðvitað þarf ekki aö taka þaö fram að Melarokk er stærsta útihátíð í íslenzku rokki sem efnt hefur verið til. Mjög hefur verið vandað til hátíðarinnar og flestar merkilegustu rokksveitirnar ætla að mæta til leiks, þó munu gestir eflaust sakna þess að sjá ekki Egó, Þursana, Grafik og Stuðmenn. Purrkur Pillnikk mun troða upp á Melavellinum í dag og verður það vísast í síðasta sinn sem hljómsveit- in lætur í sér heyra. Eins og komiö hefur fram í fréttum hefur Purrkur- inn lagt upp laupana en geymir sér svanasönginn þar til á hátíðinni í dag. Purrkurinn starfaði í rösklega ár og eftir hljómsveitina liggja nokkrar gagnrnerkar plötur ; síðasta plata Purrksins er að koma út um þessar mundir og heitir No Time to Think, fjögurra laga plata tekin upp i Englandiívor. Hljómsveitirnar sem taka þátt í Melarokki eru hartnær tuttugu og má meðal annars nefna eftirtaldar (endanlégur listi liggur ekki fyrir þegar þetta er skrifað). Fræbbblarnir, Grýlurnar, Purrkur Pillnikk, Tappi Tíkarrass, Þeyr, Þrumuvagninn, BARA-flokkurinn, Lola, Q4U, K.O.S., Bandóðir (hljóm- sveit með Herbert Guðmundssyni stórpoppara hér fyrr á árum; með honum eru Rúnar og Mike úr Bodies og Ásgeir trommari Purrksins), Ekki, De Thorvaldsens Trio Band, Pungo & Daisy, Vonbrigði, Refles, Stockfield Big Nose Band, Kvöld- verður frá Nesi, Sonus Futurae og Sokkabandið (kvennahljómsveit frá Isafiröi!). Á hátíðinni verður veitingasala, kaffistofa, markaður og ýmislegt fleira. Ovæntar uppákomur munu setja sinn svip á hátíðina og kynnt verður efni af nýlegum hljómplötum. Allirútá völl! -Gsal. Dezy’s Midnight Runners er nú aftur komin í sviðsljósið eftir öldudal sem varði í næstum tvö ár. Eins og ykkur rekur eflaust minni til fékk hljómsveitin góðan byr í upphafi ferils sins og lagið Geno um hetjuna Geno Washington þaut rakleitt á topp brezka listans. Tónlist Dexy’s þótti fersk og sérstök, sólkennd með afbrigðum og ýmsir gamlir Motown- aðdáendur fylltust gleði þegar Dexy’s þeyttu lúðra sina óspart í fjörlegum söngvum. Foringi Dexy’s, Kevin Rowland, neitaði frá upphafi að tala við brezku biöðin og lét sér nægja auglýsingasíður til þess að koma tilkynningum á milli hljóm- sveitarinnar og aðdáenda. En svo sprakk Dexy’s á limminu og klofnaði í tvennt. Kevin hélt nafninu og heim- ingi liðs en hinir stofnuðu nýja hljóm- sveit að nafni Beureo. Síðustu misserin hefur verið hljótt um báðar sveitirnar en Dexy’s þó alltaf gefið út smáskifur annað veifið þó árangur- inn hafi ekki verið beysinn—unz þar kom að lagið „Come On Eileen” var þrykkt á plast. Það lag hefur nú verið á toppi brezka listans um hrið og nýja stóra platan frá Dexy’s, Mid- night Rummers, fengið frábærar við- tökur. Hún heitir Too-Ray-Ay og ætti að vera komin i búðir fijótlega. Ný sólóplata frá Steve Winwood, Talking Back to the Night, er nýkom- in út. Af hennl er tekið á smáskifu lagið Still in the Game. — Haircut 100 er búin að gefa út nýja smáskifu, Nobody’s Fool. — Hljómsveit að nafni Everything But Girl hefur gefið út gömlu djassperluna Night And Day eftir Coie Porter á smáskifu og hlotið einróma lof fyrir útsetningu sína á laginu. — Lene Lovich, sem var nafntoguð söngkona og laga- smiður fyrir hálfu öðru ári, lætur nú loks í sér heyra á nýjan leik. Hún hef- ur samið söngleik um Mata Hari. — Fyrsta stúdíópiata Bad Company um þriggja ára skeið er 'komin út og heitir Rough Diaminds. — Ný smáskífa Soft Celi What, lagið er eftir H.B Barnum, þann er hingað kom fyrir allmörgum árum og sýslaði eitthvað með islenzku Change. Þeyr. þeíía Allt er nú í óvissu um framtíö Pretenders eftir lát James Honey- man-Scott í sumar. Hann fannst sem kunnugt er látinn í íbúð sinni og dánarorsökin var ofneyzla kókains. Framtið Pretenders var þegar orðin óviss fyrir lát James þvi bassa- leikarinn Pete Farndon hafði nokkr- um dögum áður sagt skilið við hljóm- sveitina og borið við tónlistarágrein- ingi. t hljómsveitinni eru þá eftir Cbrissie Hynde og Martin Chambers — en hvað þau hyggjast fyrir liggur semsé ekki á lausu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.