Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 28. AGUST1982. FYRSTIJTSKIJFUP -SÍÐM ENGILL Það er stórkostlegt að hafa skapað sér nafn en það er samt ekki nóg til að halda á sér hita á kaldri vetrarnóttu. Marilyn Monroe. Þegar súperstjaman, Marilyn Monroe, söng Happy Birthday Mr. President á hinum risavöxnu úti- hátíöahöldum í Madison Square Gard- en, til heiðurs John F. Kennedy, mót- mæltu bandarísku kvennasamtökin. Þau litu á það sem hneyksli aö æðsti maður ríkisins léti kynbombu hylla sig opinberlega. Tíu árum síðar skrifaði bandaríski feministinn, Gloria Steinem, um hina látnu Marilyn Monroe. „Hún hafði möguleika til aö verða ein áhrifamesta kona aldarinnar en hafði ekki til að bera skilning á því hvemig hún gæti nýtt áhrif sín, ekki einu sinni til aö hjálpa sjálfri sér.” Hin ráðvillta Marilyn varð sitt eigiö fórnarlamb. Fyrst óalandi og óferjandi og því næst engill. Allar bækurnar skrifaöaraf karlmönnum Á meðan hún lifði geröi hún kvenleg- um siðvæðingarpostuium lífið leitt en eftir að hún lézt — varð þessi drauma- drottning allra karlmanna aö hetju á meðai kvenna. Femínísk tímarit um alian heim minnast hennar nú þegar tuttugu ár eru liðin frá dauða hennar. Karlmenn gimtust hana og tilbáöu, skrifuðu ævisögur um hana og græddu á henni fé. Konur hötuðu hana og afneituðu henni fyrst í stað, stældu hana síðan og dáðust aö henni og „uppgötvuðu” hana að síöustu sem ,,systur”. Mýtan um Marilyn hófst meö dauða hennar. Karlmenn veltu vöngum yfir hinum dularfulla dauödaga. Gefin vom út tonn af afþreyingarbókum sem f jölluðu um öll smáatriði sem hægt var aö grafa upp um dauöa hennar og það var spáð og spekúleraö. Allar bækum- ar skrifaðar af karlmönnum. Kven- fólkiö haföi meiri áhuga á öðrum þátt- um málsins. Konur reyndu aö skilja innra samhengi þeirra hluta sem leiddu til hins örlagaríka atburðar eitt laugardagskvöld í ágúst áriö 1962. Þær velta því ekki síður fyrir sér hvað orðið heföi um Marilyn ef henni heföi tekizt aö þrauka þennan sérkennilega áratug og lifað á tímum kvennabaráttu og kvenfrelsishreyfinga. S. áratugurinn skrefaftur á bak fyrir konur Frá sjónarhóli femínista séð var' fimmti áratugurinn skref aftur á bak fýrir konur í Bandarikjunum þrátt fyrir það aö allir segöu: Konur (það er að segja eiginkonur og mæður) hafa aldrei haft það eins gott. Á striðsárunum unnu milijónir ungra bandarískra stúlkna í vopna- iðnaðinum — þar á meðal Norma Jean Baker, sem síðar tók upp nafnið Marilyn Monroe — enda þarfnaöist bæði föðurlandið og atvinnuvegirnir mikils vinnuafls. Eftir 1945, þegar her- mennirnir sneru heim og vantaði vinnu, var lagt aö konum að snúa aftur inn á heimilin. Aróður ríkisstjórnar og fjölmiðla, sem á stríðsárunum hafði miðað að því einu að koma konum út af heimilunum og á vinnumarkað, gerbreyttist í einni svipan. Það var kúvent um hundrað og áttatíu gráður. Eldhús og barnaher- bergi voru nú hinn náttúrlegi vinnu- staður kvenna og reynt var að gera hann aölaðandi á ný. Þetta voru ótrú- lega hröð umskipti, jafnvel þótt tekið sé með í reikninginn að þjáningar stríðsins hefðu gert fólk móttækilegra fyriráróðrienella. Eldhúsin voru verkfræðiieg stórvirki Aftur var dregin upp úr skúffunni gamla velkta myndin af náttúrufyrir- bærinu eiginkonunni, sem ekkert hafði breytzt aö öðru leyti en því að sumar höföu hlotið menntaskólamenntun og eldhúsin voru orðin að verkfræðilegum stórvirkjum. Háskólaganga kvenna fólst aðallega í því að næla sér í eigin- mann. Giftingaraldurinn lækkaöi ört. Og árið 1951 hafði ein af hverjum þremur konum gift sig um 19 ára ald- ur. Kvikmyndaiönaðinum rann auðvitað blóðiö til skyldunnar og gerði sitt bezta. Hann veggfóðraði bókstaflega veröld kvikmyndanna með glans- myndum af nýjasta ídólinu sem í þessu tilfelli var hin nýja (þaö er að segja hin gamla) kona. A fimmta áratugnum haföi fólk fengið að sjá sjálfstæðar og ákveðnar konur á hvíta tjaldinu en á þeim sjötta voru konur sem stóðu einar og héldu fram frelsi sinu og sjálf- stæði, gerðar annaðhvort óttalegar eöa hlægilegar, þá sjaldan þær gat að líta í kvikmyndum á annað borð. Nú var kona ein á báti einskis virði en metin ofar öllu með mann sér við hliö. Kyntöfrar blaður kaidhæðni Þessar hugmyndir koma vel heim og saman við tvær fyrstu metsölu- myndirnar sem Marilyn lék í: Karlmenn vilja heldur ljóskur og Hvemig á að ná sér í mflljónamæríng? I þessum myndum beinist öll orka kvenfólksins í þá átt aö ná sér í mann til þess aö líöa síðan á vængjum inn í algleymi hjónabandssælunnar. Það að boðskapur myndanna reynd- ist ekki sérlega sannfærandi var fyrst og fremst leik Marilyn Monroe að þakka. Kyntöfrar hennar voru hlaðnir einhvers konar kaldhæöni sem orkaði truflandi á fólk. Það voru konur sem voru afar móttækilegar fyrir þessari tvíræðni sem Alice Schwarzer hefur nýlega kallað hina uppreisnargjömu erótík Marilyn Monroe. Áhrif hennar á karlmenn voru einhlit og skýr. Konur brugðust hins vegar við henni á ólíkan hátt. Sumum fannst hún vera hlægileg en öðrum fyrirlitleg. Hjá enn öðrum vakti hún móðurlegar tilfinningar: Einmanaleiki og hjálpar- leysi átti aö skina í gegnum fin föt og farðað andlit. Einsogrisa- stórbrúða Gloria Steinem sagði frá því aö Marilyn hefði farið svo í taugamar á sér að hún heföi ekki getað haldið út eina einustu kvikmynd meö henni: Hún var eins og „risastór brúða” sem „hreyfði sig og hvíslaði” og var tákn firringar og úrkynjunar. Steinem velti því fyrir sér í ritgerð í timaritinu Ms. árið 1972 hvemig stæði á því að óöryggið sem birtist í augna- ráði þessa konubarns, sem var svo ólíkt meðleikkonu hennar, Jane Russel — þessi þörf á einhvers konar staðfest- ingu — væri að finna hjá kvikmynda- stjömu?” Hvemig vogaöi hún sér að setja ótta minn, óöryggi mitt og svo margra annarra stúlkna á markaö eins og hverja aðra söluvöru? Þann ótta sem við hinar reynum aö fela af öllum lifs og sálarkröftum. ’ ’ Þráin eftir virðingu Vissulega gerði Marilyn Monroe óöryggi og hjálparleysi að söluvöru, hvort tveggja var þáttur í aðdráttar- afli hennar. En hún þurfti ekki að leika það eða búa þaö til. Hún þjáðist af sjálfsvirðingarskorti, hún þarfnaðist sáriega viðurkenningar á því aö hún væri einhvers virði sem manneskja. Velgengni hennar í kvikmyndum jók einungis á efasemdir hennar og skerpti enn frekar andstæðurnar í sálarlifi hennar. Frægð hennar sem hefði átt að færa henni sjálfsöryggi náði ekki að eyða hinni gífurlegu þörf hennar fyrir viðurkenningu og hlýju. Hin enda- lausu ástarævintýri eða flótti í formi sinnuleysis gátu heldur ekki eytt ein- lægri löngun hennar til að verða tekin alvarlega sem leikkona. Það er söknuður í rómnum þegar hún syngur: , J wanna be loved by you”, í myndinni Sumum hentar hitinn best. Ef, e f, ef, e f Hefði eitthvað getað verið öðravísi? spuröi Steinem tíu árum síöar., ^Heföi hin nýja trú á sjálfstæöi konunnar, trú- in á það, að hægt væri aö meta konur sjálfstætt, án löggildingar og stuönings karlmanna, getaö hjálpaö þrjátíu og sex ára gamalli hæfileikaríkri konu til að verða metin að verðleikum og til að verja sig gegn glósum og gagnrýni? Hefði hún getaö hætt að líta svo á að kyntöfrar hennar væra eina sönnun þess að hún væri manneskja og ein- hvers virði? Hefði hún öðlast forsendur til að setja spumingarmerki við hinn - freudíaníska sálgreini sem hún sneri sér tilíneyðsinni?” Hefði hugtakiö systralag — nokkuð sem Marilyn og samtíðarmönnum hennar var algerlega framandi orð — haft nokkuö að segja, getað bjargað nokkra? I ævisögu sinni, „My Story”, sem gefin var út að henni látinni, segir Monroe frá þjáningum sinum í veizlum í Hollywood, þegar hún var enn aðeins smástirni í kvikmyndaheiminum. Stæði hún alvarleg í bragði úti í horni og enginn skipti sér af henni, „þá héldu allar hinar konumar aö ég væri að ráð- gera að ræna þær fylgdarsveinum sínum beint fyrir framan nefið á þeim.” Hún óttaöist ávallt að konur hötuðu hana fyrir að vera keppinautur þeirra. Karlmenn bjuggu til ímyndina Hvernig og hvenær hefði hún svo sem átt að öðlast tilfinningu fyrir sam- stöðu með konum? Það voru karlmenn sem gerðu hana að stjörnu. Hún sneri sér að þeim, og fyrir þá bjó hún til ímyndina um engilinn sem í senn var tælandi og saklaus: Marilyn Monroe, sem var draumadrottning milljóna karlmanna, hlaut að verða frekar óáreiðanleg til systralags við „venju- legar” konur. Það vora karimenn sem sköpuðu henni nafn, en þeir gerðu hana að kyn- tákni um leið. Þetta var langt frá því að vera það sem hana sjálfa dreymdi um, hún óskaði eftir betri handritum strax eftir aö hún fór að vekja athygli. Olíklegt er aö Century Fox, þar sem hún var ráðin, og allra sízt Bob Darryl F. Zanuck karlrembir — haldinn meiri kvenfyrirlitningu en venjulegt getur talizt — hafi nokkum tímann velt því fyrir sér að breyta þeirri formúlu sem hafði gefið svo ljómandi vel af sér. Frá 1950 hafði hún verið á s jö ára samningi við félagið á lúsarkaupi. Að endingu gafst hún upp og reyndi að brjótast út úr vítahringnum. Hún sagði samningnum upp, fór til New York, stofnaði eigið fyrirtæki og hóf að sækja tima í leiklist hjá Lee Strasber. Einu ári síðar flutti Century Fox hana til baka til Hollywood, að þessu sinni með stjömusamning í farangrinum. Hluthafamir höfðu skipað Zanuck aö ráða Marilyn aftur til starfa. Aiiir höfðu áhuga á henni sem kyntákni Samt uppfyllti þetta engan veginn óskir hennar: Sem sagt, að verða tekin alvarlega sem leikkona. Það var gert stólpagrín að henni í fjölnvðlum þegar hún tilkynnti að hún hefði áhuga á erfiðum hlutverkum svo sem til dæm- is, Graschenku í Karamazow bræðrun- nm. Það höfðu allir áhuga á Marilyn Monroe — sem kyntákni. Um það voru allir fullkomlega sammála, jafnt fjöl- miðlar sem og kvikmyndakóngamir. Þaö var líkami hennar sem var spenn- andi, ekki heilabúið og hvað þar var að gerazt. Hún var ekki nægilega sterk tfl að berjast gegn þessu. Það er ekki alltaf ljóst hvenær henni var alvara og hve- nær ekki. Hún sagðihluti einsog: „Það er stórkostlegt að hafa skapað sér nafn en það er samt ekki nóg til að halda á sér hita á kaldri vetramóttu” og: „Engin kona getur ein verið. Allar kon- ur þarfnast karlmanns. ’ ’ Löngunin tilað verahin fuiikomna húsmóðir Tvisvar sinnum tók hún ákvörðun Glamúrstúlkuna Marilyn Monroe skorti sjálfsöryggi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.