Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR 28. ÁGUST1982. „Emsog ao vera venlu- 1 egJL” Ráku Landakotsspítala um 74ra ára skeið St. Jósefssystur byggðu Landakots- spítala og ráku hann um 74ra ára skeið. Það var árið 1902, sem þær komu honum á fót. En fyrir sex árum eða 1976 seldu þær hann í hendur ríkinu. Það hefur verið haft á orði, aö aldrei hafi nein stofnun á Islandi verið rekin með eins miklum glæsibrag og Landa- kotsspítali á árum St. J ósefssy stra. — Saknið þið ekki spítalans? „J ú, það gerum við svo sannarlega. ” — Hafiö þið hætt öllum samskiptum ykkar viö Landakot? „Ekki alveg, því ein systranna vinnur þar ennþá. Hún er í eldhúsinu.” — En Landakotsskóli. Rákuð þiö hannlíka? „Nei, hann hefur alla tíö verið á veg- um kaþólsku kirkjunnar. Hins vegar höfum við alltaf verið þar viðloðandi, þar sem nokkrar sy stranna kenndu viö skólann lengi framan af. En það er liðin tíð, við komum þar hvergi nærri lengur.” Fimmtán systur og einn prestur St. Jósefssystur eru kaþólskar og fyrstu systurnar komu hingaö áriö 1896. Þegar þær seldu Landakots- spítala, réðust þær í byggingu hússins í Garöabænum. Það er stórt hús og ákaflega fallegt, minnir einna helzt á fagran svan innan um ljóta andar- unga, þar sem það trónir á einum fal- legasta stað í Garðabæ. Þar búa nú „Ding-dong” heyrist, þegar við hringjum bjöllunni, og andartaki síðar birtist brosandi andlit í gættinni. Dym- ar eru opnaðar upp á gátt og viö erum boðin hjartanlega veikomin. Hvar við erum? Við erum í heimsókn hjá St. Jósefssystrum í húsi þeirra í Garða- bænum. Þær koma til dyranna, eins og þær eru klæddar, brosmildar og hlýlegar. Þær snúast í kringum okkur og vilja allt fyrir okkur gera. Það er eins og aö koma inn í annan heim, þegar stigiö er inn fyrir þröskuldinn hjá þeim. Þar er ekki flýtiniun eða iátunum fyrir að fara. Lífið bara gengur sinn vanagang á sinn rólega hátt. Ys og þys borgar- lífsins fyrir utan þar sem enginn má vera að því að hugsa um náungann, er svo f jarri þessum konum, en einmitt náungakærleikurinn er aðalsmerki St. Jósefssystra. En hvemig líður dagurinn hjá nunnu? Heyrir ekki klausturlíf orðið fortíðinni til? Koma nokkrar nýjar konur til fylgis við reglu á borð við St. Jósefesystur? Verður klausturlíf ekki einungis til á spjöldum sögunnar, segj- um um næstu aldamót? Og hvemig er það, nú hafa St. Jósefasystur verið hér á landi í hartnær öld, skyldu íslenzkar konur aldrei hafa komið til fylgis við þær? Við leituðum ■; svara við þessum og viölíka spumingum í heimsókninni til nunnanna á dögunum. Biðjast f yrir, borða, vinna og biðjast aftur fyrir... Það er systir ApAllonia, sem verður fyrir svörum, þegar við spyrjum, hvemig dagur í lífi nunnu gangi fyrir sig. „Við fömm á fætur upp úr klukkan sex á morgnana og dagurinn hefst með stuttri bænastund. Svo fáum viö okkur morgunverð. Þá sýslum við ýmislegt fram aö hádegi. Á sumrin dyttum við að garðinum, en á vetrum erum við í tómstundaherberginu, þar sem við prjónum og sitt hvað fleira. Og svo þarf auðvitað að taka til hendinni hérna innan dyra. Þá kemur hádegis- veröur og klukkan tvö er bænastund í kapellunni okkar. Svo sinnum við okk- ar störfum um miðbik dagsins, klukk- an fimm er messa, sem tekur um hálfa klukkustund. Við boröum kvöldverð og ieggjumst svo til svefns á tímabilinu hálf níu til hálf tíu. En áður er stutt bænastund.” — Alltaf nóg að gera? „Já, já, við höfum alltaf nóg fyrir stafni.” — Leiðist þér aldrei? Nú brosir hún sinu bliöasta brosi, h't- ur til okkar og segir: ,Jíei, ég hef aldrei tíma til að láta mér leiðast. ” — Lesiðþið blöðin? „Við kaupum bara eitt dagblað og lesum það. Svo sjáum við hin annaö slagið.” — En þið fylgist alveg með því, sem gerist fyrir utan húsið? „ Já, það gerum við.” — Horfið þið mikið á sjónvarp eða hlustiðáútvarp? „Nei, það er sárasjaldan.” — En þið hafið sjónvarp? „Já, viðhöfum eitt ísetustofunni.” — Af hverju horfið þið svona lítið á það? „Höfum ekki áhuga á því.” — Fariö þið mikð út fyrir húsið? „Nei, ekki er það nú. ” — Farið þið ekki niður í bæ að verzla? „Jú, það kemur fyrir. Annars látum við yfirleitt senda okkur það, sem við þörfnumst. Við höfum lítið að sækja í bæinn.” Þetta voru fyrstu St., Jósefssystumar á Islandi. Þær komu hingað til lands árið 1896. fimmtán systur og einn kaþólskur prestur. Nunnurnar eru allar þýzkar nema ein, sem er ítölsk, og allar hafa þær íslenzkan ríkisborgararétt, nema tvær. Enda hafa þær flestar hverjar verið hérlendis í þrjátíu, fjörutíu eða fimmtíu ár. Príorinnan heitir systir Bonaventura. Hún kom í fyrra frá Danmörku. Hafði starfað í klaustri þar. Presturinn heitir Terstrout og hefur verið hér í rúmt hálft ár. Bæði presturinn og príorinnan eru lang- yngst í starfi hérlendis, enda er skipt nokkuö títt um fólk í þau störf og iðu- iega ieitaö út fyrir raðir nunnanna, sem hér eru. Það er að segja, að þetta fólk er sótt erlendis f rá. Húsið þeirra í Garöabænum er mjög sérkennilegt. Það samanstendur af litlum húsum, sem eru þó öll tengd, þannig að innangengt er á milli. I miöju húsinu er svo garður, sann- kaliaður blómagaröur, og þar eru bekkir og borð fyrir nunnumar til aö tylla sér niður á góöviðrisdögum. „Já, við erum stoltar af garðinum okkar,” segir systir ApAllonia, þegar við minn- umstáhann. Systumar búa tvær og tvær saman í herbergi. I húsinu er stórt eldhús og góð setustofa, svo og kapella. Undir húsinu er kjallari, þar sem meðal annars er kaffistofa ein mikil og þar bjóöa systumar gjarnan gestum og gangandi upp á kaffi og með því á stundum, enda orðlagðar fjrir gest- risni. Til dæmis eru þær með opið hús á sunnudögum. „Þá koma oft margir til okkar,” segir systir ApAllonia. „Síð- asta sunnudag voru um f jömtiu manns héma.” Sú yngsta fimmtug, sú elzta á níræðisaldri Það er langt síðan ný nunna hefur bætzt í hóp þeirra, sem hér starfa. Enda er svo komið, að yngsta nunnan er fimmtug og sú elzta 83ja ára. „Hún er þó enn á fótum,” segir systir ApAllonia. En hvernig er það, koma engar ungar konur til fylgis við regl- una lengur? „Það er af sem áður var,” segir syst- ir ApAllonia dreymin á svip. „Það var í þá tíð, þegar þær komu fimmtán, tuttugu í einu. Þaö kemur þó alltaf ein og ein, en það er orðið ósköp langt síð- an nunna hefur bætzt í hóp okkar hér á landi.” — Bætast þó einhverjar við erlendis? „Já, það eru ailtaf einhverjar, en eins og ég sagði áðan fer þeim fækk- andi.” — Endar þetta bara ekki með því, að það verða engar nunnur til lengur? „Nei, það verður aldrei. Það eru bara þannig timar núna, að ungar kon- ur í dag vilja ekki binda sig.” — Kannski er það ekki í takt við tím- ann að ganga til fylgis við einhverja regluna? „Það hlýtur alltaf að vera í takt við tímann að fóma sér fyrir Guð. Þetta gengur í bylgjum, eins og svo margt annað.” — Þú ert þá ekki hrædd við, að reglur 6 borð við þessa heyri aðeins fortíðinni tileftirnokkurár? „Nei,hreintekki.” Þrjár íslenzkar konur hafa verið í reglu St. Jósefssystra, og sú fjórða hætti við... — Hafaeinhverjaríslenzkarkonur starfaðmeöykkur? , Já, það hafa verið þrjár. Það vom systir Jóhanna, systir Stanislaus og systir Klemensía. Sú síöastnefnda var siöust þeirra, en hún lézt aöeins 51 árs gömul árið 1956. Hún kenndi lengst af við Landakotsskóla. Já, og svo var ein til, en hún sneri aftur eftir aðeins eitt ár. Það var árið.. .” Nú hikar hún aðeins, snýr sér svo að einni systur, sem situr skammt frá og spyr hana. Þær velta þessu fyrir sér. Það er greinilegt, að það er eins og timinn skipti þær litlu máli. 1930 eða 1981, einhvem veginn er þetta jafn langt eða stutt aftur í tímann. Kannski gefur tímaleysiö, sem þama ríkir, lífinu inn- an veggja hússins þennan rólega og yfirvegaða blæ... En gefum systur ApAlloniu aftur oröiö: ,Já, það var árið 1932, sem þessi stúlkahættivið.” — Ef ég ætlaði að gerast nunna, hvemig ætti ég þá að snúa mér? „Þú mundir hafa samband við okkur og svo væri þér komið fyrir í skólanum okkar í Danmörku. Þar værir þú í fimm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.