Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 28. ÁGUST1982. 7 komast á þá skoöun, aö rányrkja und- anfarinna ára knýi okkur til aö beina því vinnuafli sem til fellur á næstu tíu árum eða svo í atvinnuvegi sem f elast í úrvinnslu orku.” Nú hagar þannig til aö enginn lands- hluti getur átt sér aöra eins framtíöar- möguleika og einmitt Austurland ef menn hrista af sér sleniö og fara aö virkja. Helmingurinn af fyrsta flokks virkjunarkostumerhér austanlands. „Já, ég held aö eitt stærsta vanda- máliö í sambandi viö orkufrekan iðnaö séu fordómar. Það eru fjölmargir menn sem ekki geta litiö á orkusölu til iönaðar í eigu útlendinga ööruvísi en sem nokkurskonar landráð. Samt er það svo um þessa sömu menn, og þá á ég nú meðal annars við fyrrverandi flokksfélaga mína í Alþýðubandalag- inu, að þeir sjá ekkert athugavert viö þaö aö viö seljum hálfunninn fisk til Bandarikjanna þar sem hann er full- unninn af bandarísku verkafólki og aröurinn af vinnunni veröur aö mestu leyti eftir í Bandarikjunum. Þá tel ég álveriö í Straumsvík heppilegra form, þar erum við þó með atvinnurekstur- inn innanlands.” Ægishjálmur kaupfélagsva/dsins Nú ber kaupfélagið ægishjálm yfir alla aöra atvinnurekendur hér á Aust- urlandi, hvaö vilt þú segja um hlut þess í uppbyggingu atvinnuveganna? „Það er mjög erfitt aö meta þaö í sjálfu sér, vegna þess að þótt kaupfé- lagið sé samvinnufyrirtæki, eign sinna félaga, þá er þaö nú tilfellið að upp- bygging á vegum þeirra hefur bundizt alfariö viö þá sem hafa valizt í fram- kvæmdastjórn á hverjum staö. Að því leyti hafa þau lotið nákvaemlega sama lögmáli og einkafyrirtækin. Þaö hafa ekki veriö félagsmennirnir sem þrýst hafa á um uppbygginguna, heldur hef- ur hún ráöizt af framsýni og dugnaöi framkvæmdastjóranna. I sambandi viö atvinnuuppbyggingu má segja bæði gott og iUt um Kaupfélag Héraösbúa. Þaö haföi um áratuga skeiö sama kaupfélagsstjórann, Þorstein Jónsson, sem stóö sig aö mörgu leyti vel og þá bezt gagnvart bændum, þegar þeir áttu í hvaö mestum erfiðleikum. En ég held aö hann hafi veriö þaö íhaldssam- ur aö hann hafi ekki áttaö sig alveg á þeim möguleikum sem sköpuöust hér upp úr 1940 og hafi haldiö aftur af bændum, meðal annars tii þess að koma í veg fyrir aö þeir steyptu sér í skuldir. Eg er ekkert frá því aö þetta hafi hann gert af beizkri reynslu kreppuáranna. En þetta olli því að Austurland, sérstaklega landbúnaöur á Austurlandi, varö einum til tveimur áratugum á eftir í uppbyggingu.” Nú sér maöur á Egilsstöðum aö þar virðist ýmiskonar einkaframtak dafna viö hliö kaupfélagsins, erveldi Kaupfé- lags Héraðsbúa heldur aðminnka? „Eg held að þaö sé nú ekki. Mér virð- ist þaö hafa sótt á og eitt af því sem ekki þarf síður að gjalda varhug viö en eriendri fjárfestingu í orkufrekum iðnaöi, er hlutur hringa eins og SIS og kaupfélaganna í uppbyggingu kaupfé- laganna. Eg hef mikla trú á því að þaö sé stefna hjá, aö minnsta kosti ákveön- um innlendum aðilum, aö Sambandiö og einstök kaupfélög veröi aöilar að Kísilmálmverksmiöjunni á Reyöar- firöi. Eg held aö þaö yröi þessu fyrirtæki ekki til góðs og f jórðungnum ekki held- ur, vegna þess að Kaupfélag Héraðs- búa ber ægishjálm yfir önnur fyrirtæki hér á þessu svæði. Eg fæ ekki annað séö en þaö sé stefna þess aö efla hlut sinn i útgeröinni. Og eitt af því sem ég hef taliö kost viö orkufrekan iönaö er þaö aö þá fær sá atvinnurekstur sem fyrir er samkeppni um vinnuaflið. Ef viö hinsvegar lendum í því aö orku- frekur iönaöur, sem hér er byggður upp, verður á hendi sömu aöila og eru meö annan atvinnurekstur í landinu þá álít ég að verkafólk standi verr aö vígl” Verkalýðsleiðtogi og fiokkafíakkah Þú varst verkalýðsleiðtogi héma um skeið. „Eg var þaö um skeið já, ef það má nota svo virðulegt orö um mig að ég hafi veriö verkalýðsleiötogi. Eg var formaöur verkalýðsfélagsins hér um tima og ég verð aö játa það aö ég sé pínulítið eftir starfing.. Eg haföi gaman af aö vasast I þessu og taldi mig nú vonandi gera meira gagn en bölvun þó að það sé nú matsatriði hjá hverjum og einum.” Hvernig gekk þér aö eiga við kapítal- istana á staönum? „Aö mínum dómi búum við viö held- ur góöa kapítalista hér og mér reyndist aldrei erfitt að eiga viö þá en þeir færöu okkur kannski ekki neitt á silf ur- fati. Eg held aö þaö sé langt frá því aö menn reki hér haröa stéttarbaráttu.” Er stéttaskipting hér? „Já, ég held aö það sé ákveðin stéttaskipting. Hún er ekki heföbundin, hún miöast ekki viö efnahag eöa annaö þess háttar. Þetta er miklu frekar eins- konar lagskipting eins og I mörgum gömlum, grónum byggðarlögum, þar sem þeir eru fæddir hér og uppaldir telja sig kannski með réttu betri Esk- firöinga en okkur sem erum að koma hér sem flækingar. Þaö ber svo sem lít- iö á þessu en getur samt bryddaö á þessum viðhorfum. Jafnvel á Egils- stöðum, sem er yngsti þéttbýlisstaöur á landinu, þar eru þessi viöhorf til, aö þeir sem fyrstir námu land á staönum líti meö dálitlum þótta á hina sem á eft- irkomu.” Nú ert þú einn af þessum svonefndu flokkaflökkurum, fylgdu því ekki ein- hver óþægindi að flakka svona úr Al- þýöubandalaginu yfir í Sjálfstæðis- flokkinn? „Tja, óþægindi — það er kannski erfitt að tala um óþægindi. Eg fékk aö vísu eitt hótunarbréf og ég hef orðið fyrir því að góöir kunningjar mínir — sem voru — telja sig ekkert eiga van- talað viö mig framar. Bera nú viö aö menn sem svíki málstaðinn á jafn- herfilegan hátt eins og ég hafi gert, ekki einasta ganga úr Alþýðubanda- laginu sem heföi nú kannski verið sök sér, heldur ganga til liðs viö höfuö- f jandann, þá sé ég óhelgur maður um alla framtíö og þeir hafi ekkert við mig aö tala. Þetta eru jú óþægindi en aö minu áliti eru óþægindin kannski mest innvortis, að gera upp viö sig ákveöna hluti. Ég verð að segja aö ef ég heföi viljað lifa áhyggjulausara lífi, þá hefði ég ekkert verið aö velta þessu fyrir mér. Eg heföi bara haldið áfram aö vera alþýöubandalagsmaður. Ég heföi getað talaö illa um f orystuna einhvers staöar, viö konuna mina eöa sjálfan mig, og ég hefði trúlega getaö kríað mér út vegtyllur hjá flokknum eins og gengur.” „Lá svo velviðhöggi" „En viðbrögð kunningjanna voru kannski eðlilegir hlutir. Menn taka málin mis jafnlega alvarlega. Eg er al- inn upp í mjög pólitískri fjölskyldu sem hefur tekið mjög afgerandi afstööu yzt til hægri og yzt til vinstri. Þaö leiöir náttúrlega af s jálfu sér aö ef þetta fólk ætlar aö halda fjölskyldutengslunum þá veröur þaö að venja sig á ákveðið frjálsræði í samskiptum viö andstæö- inga í pólitík. Þetta hefur örugglega auðveldað mér hlutina. En þaö sem mér fannst erfiðast sjálfum, var aö viðurkenna fyrir sjálfum mér ýmsa hluti. Þaö gerist ekki á einum degi aö menn skipti um stjórnmálaflokk. Eg rek þetta allt aftur til kosninganna '78 og afleiöinga þeirra. Eg hef verið aö gera upp viö mig ákveðna hluti og meta upp aöstæður. Eins og allir vita gengu, sérstaklega alþýðubandalags- menn, gunnreifir til kosninga og ætl- uðu að gera stóra hluti í verkalýðsmál- um og kjaramálum. Aö minum dómi kom þarna í ljós — og flokksforystan vissi það — að til dæmis marz-lögin hjá Geir Hallgrímssyni voru óhjákvæmi- legur hlutur, en vegna þess að ríkis- stjómin lá svo vel viö höggi, virtust menn hreinlega ekki geta sleppt því að láta höggiö falla.” Heldurðu aö sumir þeirra hafi iörazt þessa höggs? „Eg efast ekkert um það að þaö er stór hluti af alþýðubandalagsmönnum og ekki sizt þeim sem eru framarlega í verkalýðshreyfingunni, sem heföu gjaman viljað hafa sagt færri og smærri orö þá. Stór hluti þessara manna er vel greindir og gegnir menn sem vilja gera hlutina vel. Að vísu finnst mér afskaplega leiöinlegt að sjá hvernig veriö er aö fara meö menn sem ég met ákaflega mikils eins og Guðmund J. Guömundsson. Eg álít að fiokkurinn hafi notað hann til skít- verka um áratuga skeiö. Hann hefur veriö látinn ganga í ýmis veik sem svona heldur betra fólk hefur viljað komast hjá. En nú er greinilegt að menn telja sig búna að nota hann eins og hægt er og þá á aö ýta honum út.” Nú virðist manni að Guðmundur J. Guðmundsson sé einmitt einn þeirra manna sem gjarnan myndu vilja skipta um pólitískan vettvang. „Eg vil ekkert segja um það, ég met Guðmund mjög mikils og tel að sú mynd sem búiö er að gefa af honum í fjölmiðlum sé ekki rétt. Hann hefur goldiö þess aö samherjar hans hafa ekki borið af honum höggin sem and- stæöingamir hafa greitt honum. Það hefur leitt til þess aö almenningur er búinn aö fá áralanga mynd af þessum manni og þaö þykir mér mjög leiðin- legt, mjög slæmt. Pólitískir samherjar hans saka hann um stéttasvik, undir- lægjuhátt viö atvinnurekendur og svo f ramvegis. Andstæöingar hans í pólitík ásaka hann um yfirleitt alla þá lesti sem hægt er aö núa einum manni um nasir. Þaö leiðir af sjálfu sér aö þaö er hægt aö ganga endanlega frá einum manni meö þessu móti.” Týndi sonurinn kemurheim Viö skulum nú vona aö það gangi enginn endanlega frá Gvendi Jaka, því það væri sjónarsviptir aö honum. En segöu mér annað, eru dæmi þess að mönnum úr rööum sóíalista sem ganga í Sjálfstæöisflokkinn, sé sumpart vel tekið en gjaldi þess þó í flokknum til langframa aö þeir komu af vinstra kantinum; hvernig hefur þér veriö tek- iö í Sjálf stæðisflokknum? „Mér hefur í sjálfu sér veriö tekið ákaflega vel, og kannski miklu betur en ég gat búizt viö og jafnvel ástæöa var til. Mér finnst það á engan hátt sjálfsagt aö maöur sem er búinn aö vera haröur andstæðingur ákveöinna stjómmálaafla um lengri eöa skemmri tíma, skipti yfir einn góöan veðurdag og honum sé tekiö eins og týnda syninum í flokknum. Ekki það aö ég álíti þaö ekki frumskilyröi að hver og einn fái leyfi til aö skipta um skoöun. Hinsvegar er ákaflega eölilegt að menn sem það geri mæti ákveðinni tortryggni.” Svona í fyrstu? ,,Já, í fyrstu. Eg álít til dæmis, ef ég á að leggja dóm á Alþýðubandalagiö, sem hefur nú tekið viö fleiri flokka- flökkur um en nokkur annar f lokkur, þá hafi ekkert eitt skaöað þann flokk eins mikiö og mjög hraður frami ákveöinna manna sem þar hafa komizt til áhrif a. Eg get nefnt til dæmis aö koma og uppgangur Olafs Ragnars Grimssonar,, sem aö mörgu leyti er sjálfsagt hinn mætasti maður, hafi skaöað flokkinn mjög. Meöal annars vegna þess aö mörgum þeim mönnum sem þar hafa unnið um lengri tíma mikiö og gott starf, í þágu málstaðar sem þeir trúa á, finnst afskaplega undarlegt þegar allt í einu einn af þeirra höröustu and- stæöingum er valinn þar til æðstu trún- aöarstarfa og fram hjá þeim gengið. Á sama hátt tel ég ekkert óeðlilegt þótt margir sjálfstæöismenn, bæði hér á Eskifirði og víðar, tortryggi mig og telji þaö meira en lítið undarlegt aö ég skuli vilja ganga í liö með þeim. Ég er nú kannski aö varpa grun á sjálfan mig meö svona tali en þaö veröur þá aö hafaþaö.” Hvort fellur þér betur að starfa með alþýðubandalagsmönnum eöa sjálf- stæðismönnum? „Ég get ekki gert upp á milli þess. Þaö er mikið af góöu fólki í Alþýðu- bandalaginu. Viö eigum samt ekki samleið lengur en það breytir ekki því aö þetta er gott fólk. Sama má segja um S jálfstæðisf lokkinn, þar er mikið af áhugasömu fólki sem gott er að vinna meö. Þaö sýndi ósérhlífni í kosningun- um og þaö er atriöi sem ekki skyldi horfa hjá. Kosningar vinnast ekki af einum til þremur frambjóöendum, heldur einnig hinum sem leggja mikiö á sig í þágu flokksins.” -BH ,Hér er ákveðin stéttaskipting rikjandi. TÍ^gjpgg^gÍ Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar AUt niður í 20% útborgun og eftirstöðvar allt að 6 mánuðum □ • FLÍSAR • HREINLÆTISTÆKI • • BLÖNDUNARTÆKI • BAÐHENGI • • BAÐTEPPI • BAÐMOTTUR • MÁLNINGARVÖRUR • VERKFÆRI • • HARÐVIÐUR • SPÓNN • • SPÓNAPLÖTUR • GRINDAREFNI • VIÐARÞILJUR •, • PARKETT • PANELL • EINANGRUN • ÞAKJÁRN '• ÞAKRENNUR • • SAUMUR • RÖR • FITTINGS O.FL., O.FL. S 10 mánudaga — fimmtudaga kl. 8—18. Föstudaga kl. 8—19. Lokað laugardaga. fTHli byggingavörBbI iSMHW Hrinahrnut 130 — qími 9RR(M1 III Hringbraut 120 — sími 28600 (aðkeyrsla frá Sólvallagötu). n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.