Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR 28. ÁGUST1982. 23 Hér er fyrst leiöréttmg á vísu, sem birtist í 21. þætti. Fyrsta ljóðlína vísu Margrétar Ölafsdótt- ur átti aö vera þannig: „Mig þótt hafir margoft vítt”. Eftirfarandi vísu orti, að ég held, Einar Stefánsson á Blönduósi um Boga Brynjólfsson, sýslumann Húnvetninga. Hattur eöa húfa sýslu- manns haföi fokiö af honum á haf út, — sumir segjaíMiöfjaröará: Húnvetninga henti slys, hér fór verr en skyldi: Hatturinn fauk til helvítis, en höfudid ekki fylgdi. Svona lærði ég vísuna barn aö aldri, en ég hef heyrt hana á annan veg meö farna. Friörik Hansen kvaö: Inni ’ á landi ’ og út við sjó allar raddirþegja; þó er eins og þessi ró þurfi margt að segja. OgFriðrikkvað: Þó að vísan þyki góð og þjóti víða ’ um bláinn, alltaf verður óort Ijóð innsta hjartans þráin. Kona nokkur byrjaði vísu með þessari ljóð- línu: „Detta úr lofti dropar stórir”, en Isleifur Gíslason bætti við, svo að úr varð vísa: Detta ’ út lofti dropar stórir, dignar um ísveitinni. Tvisvar sinnum tveir eru fjórir. Taktu ’ í horn á geitinni. Olafur Gunnlaugsson Briem var samtíða Ara Sæmundsen, umboösmanni í Eyjafirði. Ari skellti fyrriparti, sem erfitt var að botna á Olaf: Þarna er staupið, settu sopann senn á tanna þinna grunn. En Olafur bætti strax við: Tarna raupið'. Réttan dropann renna fann ég inn ímunn. Gestur Olafsson á Akureyri kvaö um mann nokkurn: Liðugt gegnum lífið smaug ’hann, líkur Júðonum. Einu sinni ekki laug hann, enginn trúði’ ’honum. Sveinbjörn Beinteinsson kom eitt sinn aö Kambshóli í Svínadal og varð húsbóndi þar öl- ær. Húsfreyjan hafði misst geitur úr einhverju bráöafári. Sveinbirni var gefið saltkjöt og rauð- grautur. Þá orðinn hífaður vel kvað Sveinbjörn: Gott er nú kjötið og grauturinn rauður, grœtur nú frúin sin töpuðu dýr. Húsbóndinn vitlaus og hafurinn dauður, horfnir i gröfina kiðlingarþrír. Jóhannes á Skjögrastöðum kvað svo um prest: Mikið er hve margir lofa ’ ’hann, menn, sem aldrei hafa séð ’hann skrýddan kápu Krists að ofan, klœddan skollabuxum neðan. Jakob Aþaníusson, Barðstrendingur að ætt, kom eitt sinn þar að, sem þrír prestar sátu að drykkju. Þá kvað Jakob: Þar sem svartklœdd þrenning býr, þrífst ei nokkur friður; blessun Guðs á burtu flýr, bölvun rignir niður. Þá svaraði einn prestanna, og held ég, að það hafi verið séra Guölaugur Guðmundsson, sem var prestur á Stað í Steingrímsfirði: Þrenning hatar, þess er von þjófur fjár og svanna; aldraður Satans einkason andstyggð Guðs og manna. Stefán frá Hvítadal orti þessa einstæðu vísu: Gráni fljót og geymi sig, gráni rót og fylli, gráni hótin, gleðjiþig Grána fótasnilli. - 0 0 0 - Auðunn Bragi Sveinsson sendi mér bréf fyrir nokkru og kveður um mann, sem hann telur harðan í sóknum fyrir sjálfan sig fjárhagslega: /þér virðist eitthvert lið, og af gömlum vana skolli ertu skarpur viö að skrifa reikningana. Eg birti ekki alla botna og vísur Margrétar Olafsdóttur í síðustu Helgarvísum. Hún botnar: Áríðandi öllum stundum eru konum frlskir menn, eins þótt loki öllum sundum undirlægjuháttur senn. Yfir fjöllin fagurblá fljúga hvítir svanir, heiðarvatnaþeyinn þrá, þenja vœngjafanir. Nú skal yrkja eina stöku óður myrka lýsir nótt. Gefa styrk um stranga vöku stuðlavirkjun héfurþótt. Margrét sendir tvær vísur, en veit ekki höf- unda. Bónda nokkrum þótti nóg um kaffi-, drykkju kvennanna á bænum og kvað: Ketil velgja konurnar, kaffið svelgja forhertar, ófriðhelgar alls staðar, af því félga skuldirnar. Húsfreyja hans svaraði: Bændur svína brúka sið, belgja vlnið i sinn kvið, skynsemd týna og skerða frið, skœla trýnið út á hlið. Og ég birti ekki alla botna Sigurðar Brynjólfs- sonar í síðasta þætti. Hann botnar: Líður þetta sumar senn, sérhver styttist dagur. Væntanlega verður enn vel kyrjaður bragur. eða: Yfist bára, ygglast menn, Eggert Haukdal ragur. Eg birti eina vísu eftir B.B. í síðasta þætti. Eg hef athugaö nafnnúmer hennar og heitir hún fullu nafni Björg Bjarnadóttir og á liklega heima á Freyjugötu 49. Björg botnar: Þarfanautin þóttu góð þar til seinni árin, og senn verða ekki meira ’ í móð maðurinn og klárinn. Blóm í haga blá og rauð berast mér að vitum. Er nú jörðin ekki snauð af ilmi ’ og fögrum litum. Áríðandi öllum stundum eru konum frískir menn. Um það er rætt á þingsins fundum, að þetta verði ’ að breytast senn. Fyrrum samkennari minn, Ingi Steinar Gunn- laugsson á Akranesi, sendir mér tóninn, en seg- ir, að rímiö móti kveðskapinn, alls ekki neinar „snyrtilegar” meiningar: Þú Helgarvísna höfuðpaur, heill og sœll, minn kœri. Sendi égþér, gamli gaur, ígamni bœði leðju og aur og leir að auki llka égþér fœri. Magga Thatcher orðin er ærið botnótt sýnist mér. Samt ég þetta sendiþér. Seinna fœrðu meira, efþig langar aðra botna að heyra. Og Ingi Steinar botnar: Járnfrúin er hörð í horn að taka. Hvernig œtli’hún reynist slnum maka ? Skyldi hún vera skondin bœði og kelin og skœð í bóli, gamla dráttarvélin ? Innar skel er ofl að finna ylheitt þel, sem vel er dulið. Visklpeli og kossmjúk kvinna ' kalla úr felum brosið hulið. Gleði nýt ég, sorg og sút sinnið læt ei hrella, og úr lífsins landakút lœt ég mjöðinn vella. J.M., sem reynist vera Margrét Tómasdóttir í þjóðskrá, sendir nokkra botna: Blóm í haga blá og rauð berast mér að vitum; fyrr en varir falla dauð að fold og skipta litum. I Þarfanautin þóttu góð þar til seinni árin, að kynbœttum í kýrnar tróð kálfum einhver dárinn. Árlðandi öllum stundum eru konum frlskir menn, á tálar þó afhorskum hrundum háðuglega dregnir enn. Nú skal yrkja eina stöku, óður myrka lýsir nótt, hugann virkja á hljóðri vöku hendan styrkir von og þrótt. Sigtryggur Sigurðsson, Hamrahlíð 30 á Vopnafirði, sendir nokkrar stökur eftir sig: Sit ég hér og súta tap, sjálfsagt dreg ég ýsur, en fúla lund og lúið skap lœkna Helgarvísur. Farðu beint í fúlan pytt, fjandinn má þig eiga. Rœfill vertu, ræksniðþitt, rekkur guðaveiga. Nú ég bráðum allur er, andi minn saml lifir. ^ Skrattinn nú mig finna fer, flyt ég glaður yfir. SS. botnar svo að úr verða sléttbönd: Líðurþetta sumar senn, sérhver styttist dagur. Bíður grettur okkar enn ógnar vetur magur. Varir eitt í minni mér meðun ævin treinisl, spjarir reytti snót af sér, svona gœfan reynist. Friðrik Sigfússon sendir botna og vísur. Friðrik botnar: Blóm í haga blá og rauð berast mér að vitum, unz falla laufog foldin snauð fölum skartar litum. Líðurþetta sumar senn, sérhver styttist dagur. Ef sólin skín, þá sýnist enn sumartíminn fagur. Gleði nýt ég, sorg og sút sinnið lœt ei hrella; dufla enn og drekk af stút, á drósir koss lœt smella. Bjarni Einarsson, Geirakoti, sendir þessa vísu: Þraut er mikil, það er víst þjóðinni að stjórna, afþví kannsi og ekki sízt enginn vill neinu fórna. „Loki” vinur okkar botnar sléttubanda-fyrri- partinn: Líðurþetta sumar senn, sérhver styttist dagur. Býður glettur uppá enn yfrið hnyttinn bragur. Sigurgeir Þorvaldsson sendir mér bréf. Hon- um lízt ekki vel á fyrripart Margrétar Tómas- dóttur, telur ekki unnt að botna hann svo að nokkurt vit sé í. Sigurgeir biður mig þess vegna að koma eftirfarandi vísum til Margrétar: Ekkiget ég, Margrét mín, mér til lífs það unnið, að auka vísuorðin þín eða við þau spunnið. Og Sigurgeir segir: I leiðinni máttu senda henni eftirfarandi stöku: Heldur skal ég hjá þér vera lOOnœstu árin til að reyta, tœta ’ og skera j og telja áþér hárin. Og Sigurgeir segir: Ekki meira til Margrétar að sinni nema beztu kveðjur og guðsblessun, og þannig kemur hún mér fyrir sjónir þessa stund- ina: | Andans fleytur upp á sker ólmir vindar bera. Hef ég stundum hugsað mér hanaþannig vera. Og Sigurgeir botnar erfiðan fyrripart: Óðum fyrnast fornir siðir, fellur ryk á söguspjöld. Finnast munu fúnir viðir fram á þessa ’ og næstu öld. Þessa vísu orti Sigurgeir nóttina áður en hann sendi mér bréfið og segir, að hún verði ársgömul á þessari stundi að ári: Þólt ég verði mulin mold mér til ama slðar, oft ég komizt hef í hold heima í rúmi’ — og víðar. Eins og ég hef greint frá, sendj Sigurgeir mér aö gjöf ljóðabók sína „Hryðjuverk & hringhend- ur”. Á titilsíðu hafði hann ritað þessa vísu: Drottinn gaf, og Droltinn aftur tók, — Drottinn liafði við svo margl að glíma. En Skúla Ben ég skenki þessa bók; skyldi'hann lesa liana einhvern tlma? Ég þakka Sigurgeiri ágætt bréf, og ekki er ósennilegt, að ég láti lesendur fá einhvern for- smekk af því, sem ljóðabók hans hefur að geyma. M.K. Keflavík sendir bréf og finnur aö því, að ég skuli ekki viröa nafnleynd. Eg held, að mörg- um finnist ég gera of mikið af því aö birta vísur, sem undirritaðar eru dulnefnum. En ég get því miður ekki birt allt, sem M.K. sendir, því að honum verður á að ofstuðla, það gera nú reynd- ar fleiri. M.K. botnar: Gleði nýt ég, sorg og sút sinnið læt ei hrella, ef ég hef minn kæra kúl og könnu í að hella. Varir eitt í minni mér, meöan ævin treinist. Yndið mitt, mín ást á þér innst í hjarta leynisl. Eða: Óþokki, að einum þér allt mitt hatur beinist. Þá er komið að nýjum fyrripörtum. Sigurgeir Þorvaldsson sendir tvo, en nú heitir hann engum verðlaunum. Sá fyrri hljóðar svo: Gengið fellur eitt sinn enn, ýmsa hrellir mikið. Oghinn síðari: íslendingar eiga við erfiðleika að stríða Bakkus kóngur hefur orðið fyrir talsverðri áreitni í þessum þáttum og því varð þessi fyrri- parturtil: Bakkusiþeir bölva mikið, sem bragða aldrei gómsœt vín. Að síöustu er hér botn við fyrripart Sigur- geirs, sem Björn Ingólfsson í Grenivík sendir: Þetta eina kíló kjöts kann að leyna ýmsu. Fögrum steinum Fróða sjöts fyrir meyna Grimsu. (Hér merkir orðið sjöt bústaður.) 500 króna verðlaunum verður heitið fyrir bezta vísubotn annars vegar og öörum 500 krón- um fyrir beztu frumortu vísuna hins vegar, sem borizt hafa og berast til áramóta. Skúli Ben. Helgarvísur, pósthólf 37, Keflavik Fúla lund og lúið shap læhna helgarvísur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.