Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR 28. ÁGUST1982. 21 iérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð við einu ástæöuna sem talin var geta hafa verið fyrir morðinu. Lögreglan hafði nú lítið í höndunum nema gula depilinn. Guli depillinn fannst á fæti frú Mayall og svo virtist sem hann væri til kominn vegna snertingar við lit sem smitaði frá sér. En þetta atriði leiddi ekki til neinnar niðurstöðu. I þess stað var rannsókninni beint að sértrúar- flokkum sem settu það óvenjulega skilyrði fyrir inngöngu giftra kvenna að þær gæfu skírlífisheit. A þessu sviði varð lögreglan ekki fyrir vonbrigðum. Joan Mayall hafði verið meðlimur sértrúarflokks sem krafðist bænahalds sjö sinnum á dag- inn, meðlimimir skyldu aðeins neyta grænmetisfæðu og kynmök voru bönn- uö hvort sem um gift fólk var að ræða eöa ekki. Skilnaöur var engu að síður ekki viðurkenndur. Lögreglan fékk þá Eiginmaðurinn, Roger Mayall, sagðist ekki hafa tekið eftir þvi að konu hans værisaknað. Fórnariambið, Joan Mayall, var meðlimur í sérkennileg- um sértrúarsöfnuði og það varð henni að bana. hugmynd að Joan Mayall hafi staðið í vegi fyrir skilnaöi og jafnvel hótað að gera skandal úr sambandi hans við hjákonuna. Það hefði getað kostað hann stöðuna hjá tryggingafyrirtæk- inu. Roger Mayall var aftur færður til yfirheyrslu og nú spurður bæði lengur og nánar út í þessi atriði. Hann sagði að kona sín hefði viljað gera undan- tekningu frá reglunni og gefa eftir skilnað, þrátt fyrir að trú hennar bann- aði þaö. Hún vissi um samband hans við Vissar og taldi að það syndsamlega athæfi yrði bætt með því að hann giftist henni. Sjálf taldi hún sig hvorki þurfa fé né eiginmann. Hvað fyrra atriöiö varðaði þá gat það verið rétt, þar sem meðlimir safnaðarins gáfu allar eigur sínar í sameiginlegan sjóð og þaö hafði Joan þegar gert við alla sína skartgripi og persónulegar eigur. Roger Mayall lýsti því hvemig sam- bandi hans við eiginkonuna hefði verið háttað. Þau höfðu um langt skeið farið sinna ferða án tillits til hvors annars. Þetta hefði leitt Joan inn á braut trúar- innar en sjálfan hann á vit Jennifer Vissar. Hann sagðist enga ástæðu hafa haft til að myrða eiginkonu sína, en hugsanlega gætu einhverjir afglapar innan safnaðarins hafa gert það. Gildra í yfírheyrslunni Þetta var atriði sem rannsóknarlög- reglunni hafði ekki flogið í hug. Mayall lá enn undir grun, en sannanimar gegn honum vom ekki nægar. En gæti verið að einhver úr söfnuöinum hefði framið verknaðinn... ? Áður en Roger Mayall var sleppt var hann spurður spumingar sem leitað hafði á lögregluna frá upphafi máls- ins: Hver var skýringin á gula blettin- um á fæti hinnar látnu? Mayall sagðist enga skýringu hafa á þvi. Kona hans hafi ekki verið hrifin af fötum í svo skæmm lit- um, hún hafi helst klæðst hvitu og svörtu, sagði Mayall. Er hann var spurður hvemig hún hefði verið klædd þegar hún var myrt svaraöi hann um- svifalaust aö hún heföi verið í dökk- bláum fötum. Keukemkamp rannsóknarlögreglu- maður tók viðbragð. „Hvernig veist þú það?” spurði hann Mayall samstundis. Mayall svaraði því rólegur til að læknirinn hafi sýnt honum hluta af fötunum þegar hann var beðinn um aö bera kennsl á líkið. „Auðvitaö veit ég ekki hvort það var úr fötunum sem hún var í þegar hún var myrt, en í það minnsta úr fötunum sem hún var í þeg- ar hún fannst,” sagði hann. Þessu var játað með semingi og Keukemkamp varð f ýrir vonbrigðum. U m stund hafði hann haldiö að hann hefði gómað Mayall í eina af elstu gildrum yfir- heyrslunnar, að fá viöurkenningu á vitneskju hjá þeim yfirheyrða sem að- eins ætti að vera á vitorði lögreglunnar og morðingjans. Fimm ára rannsókn? , ,1 hvert skipti sem ég sé hann verð' ég sannfærðari um að hann hafi framiö morðið,” sagði rannsóknarlög- reglumaðurinn eftir að Mayall var far- inn. J hvert dtipti sem ég held að ég sé búinn aö negla hann á einhverju atriði þá sleppur hann úr klípunni. Þessi til- gáta hans, um að einhver safnaöar- meðlimanna hafi framiö morðið, kemur okkur í mikinn vanda. Ef þessi athugasemd kemur fram fyrir rétti munu dómararnir segja aö fólk sem gengur í slíka sértrúarsöfnuði sé lík- legt til að vera í tilfinningalegu ójafn- vægi og liklegt til alls. Það þýðir að við verðum að rannsaka og yfirheyra allan hópinn og þaö er verkefni til næstu fimmára.” „Þetta er nú ekki svona slæmt,” sagði lögregluforinginn.” Þú hlýtur að viðurkenna aö morðinginn hafi verið karlmaður og meirihluti safnaðarmeð- limanna er kvenkyns. Auk þess er fjöldi þeirra ekki það mikill aö málið þyrfti ekki að taka nema nokkrar vik- ,íin þú trúir því ekki i raun og veru að einhver þeirra hafi verið valdur að dauða frú Mayall?” spurði rann- sóknarlögreglumaðurinn. ,4 raun og veru ekki,” sagði lögregluforinginn. „En það er annað atriði sem ég er að velta fyrir mér. Mayall sagði að kona sín hefði viljað ganga gegn því trúaratriði sem bann- ar skilnað. Gerum ráð fyrir að það sé rétt hjá honum. Ef við gerum síðan ráð fyrir að Joan Mayall hafi sagt ein- hverjum í hópnum frá þessu og hann hafi álitið að með því hafi hún brotið svo gegn grundvallarreglum trúarinn- ar að hún ætti skilið að verða refsað með dauða. Það gæti verið einhver skýring. Við höfum eitt atriöi til aö fara eftir. Einn safnaðarmeðlimanna, náungi að nafni David Felter, virðist hafa staðið í nánara sambandi við Joan Mayall en aðrir í söfnuðinum. Hann var áður í Hare Krishnasöfnuöin- um og eins og þú veist klæöast þeir gul- umkyrtlum.” Nýjar grunsemdir vakna Rannsóknarlögreglumaðurinn sagði að ef það sannaðist að guli bletturinn á fæti hinnar myrtu væri til kominn af Hare Krishna-búningi þá væri það góð vísbending. En hann efaðist samt um að nokkuð kæmi út úr rannsókn á þessu atriði, en sagöi þó, að það mætti aögæta það betur. Lögregluforinginn kannaði málið og niðurstaðan var sláandi. Felter hafði verið meira og minna á geðveikrahæl- um síðan hann var sautján ára að aldri. Hann hafði líka góða ástæðu til að vera á móti skilnaði. Móðir hans hafði gifst og skiliö þrisvar sinnum og Felter hafði því þurft að umgangast þrjá stjúpfeöur sem allir höfðu komið illa fram gagnvart honum. Það kom einnig í ljós að Felter hafði verið mjög hændur að Joan Mayall og hún hafi gengið honum nánast í móður stað. „Þetta er nánast staðfesting á því sem Mayall sagði við yfirheyrsluna,” sagði lögregluforinginn. „Honum er sjúklega í nöp viö skilnaö. Hann var mjög hændur aö Joan Mayall og leit upp til hennar. Ef hún hefur sagt hon- um að hún ætlaöi að gefa manni sínum eftir skilnaö til að hann gæti gifst hjá- konu sinni, gæti hann hafa misst stjórn á skapi sínu og kyrkt hana. A hinn bóg- inn gat ég ekki fundiö neina vísbend- ingu um að Felter ætti önnur föt en þann samfesting sem hann gengur daglega í.” Eiginmaðurinn enn undirgrun „Öll rannsókn okkar virðist benda í ranga átt,” sagði Keukemkamp rannsóknarlögreglumaður þreytulega eftir þessa útlistun. „Þetta sannar samt ekki sekt Felters né heldur get- um við sleppt Mayall úr sjónmáli sem mögulegum sökudólg.” Þeim fannst ekki líklegt að dómarar myndu taka játningu Felters gilda þó að hann fengist til að játa, þar sem maðurinn haföi dvalið mestan hluta ævi sinnar á geðveikrahælum. Niður- staðan varð líka sú að hann var aldrei kallaður til yfirheyrslu. Keukemkamp var samt enn sannfærður um að May all væri líklegasti sökudólgurinn. Meöan þessum rannsóknum hélt áfram haf ði jarðarför J oan Mayall f ar- ið fram og Roger og Jennifer Vissar ráðgerðu aö halda brúðkaup sitt. Það var engin ástæða til að tef ja timann enda hafði Roger aldrei neitaö að hann ætti sér hjákonu sem hann stefndi að þviaögiftast. Morguninn 22. júli 1981 hringdi Mayall í rannsóknariögregluna til að segja frá því að hann ætlaði í ferðalag til Capetown. Hann vildi vita hvort lög- reglan hefði nokkuð á móti því að hann færi úr borginni og hvort ekki væri liðinn sá tími sem honum hefði verið fyrirskipað að fara ekki út fýrir borgarmörkin án þess að láta lög- regluna vita. Keukemkamp hafði ekk- ert við feröalagið aö athuga, en baö Mayall þó um að fá að koma í heim- sókn næsta dag, áður en hann færi. Mayall sagöist með ánægju vilja tala við hann en því miöur hefði hann engar frekari upplýsingar að gefa lögregl- unni um dauöa konu sinnar. Hann gæti þó komið og boðiö Keukemkamp upp á drykk, ef hann kæmi í heimsókn til sín. Hafði lögreglunni yfirsést? Næsta dag kom Keukemkamp í heim- sókn í einbýlishús Mayalls og eyddi drjúgum tíma í að vafra í rólegheitum um húsið. Hann var þess ekki fullviss eftir hverju hann leitaöi en hann hafði það á tilfinningunni aö honum hefði sést yfir eitthvað. Mayall horfði á hann með storkandi brosi og spurði hvort honum væri ekki sama þótt hann héldi áfram að pakka saman. Hann ætlaði aö taka mikið af farangri með sér til Capetown og færi með hann í bílnum. Bíllinn stóð fyrir utan dymar á húsinu og þegar Mayall opnaöi farangursgeymsluna og byrjaði að hlaða inn í hana rak rannsóknarlög- reglumaðurinn augun í gólfið í geymslunni. „Tæmdu farangursgeymsluna,” skipaði Keukemkamp. Mayall Ieit á hann furðu lostinn og fór síðan að malda eitthvað í móinn. „Eg handtek þig hér með fyrir morð á konu þinni Joan Mayall,” sagði Keukemkamp. „Ég aðvara þig að hvaðeina sem þú segir mun veröa skrifað niður og notað sem sönnunar- gagngegnþér.” Guli bletturinn upplýsir málið Gólfið í farangursgeymslunni var klætt með skærgulu teppi. Rann- sóknarlögreglumaðurinn hafði að lok- um fundið hvemig stóð á gula blettin- um á fæti líksins. Mayall varð orðlaus af undmn yfir viðbrögðum rannsóknariögreglu- mannsins, en hafði þó jafnaö sig nægi- lega þegar þeir komu á lögreglustöð- ina, þannig aö hann var fær um aö biöja um lögfræðing. Lögfræðinginn fékk hann, en athuganir á rannsóknar- stofu lögreglunnar leiddu í ljós að guli bletturinn á l£ki Joan Mayall hafði komið úr teppinu á gólfi farangurs- geymslunnar. Það vom engar líkur til að bletturinn hefði myndast á fæti hennar á annan hátt en að hún hefði legið á teppinu og það var heldur engin ástæða fyrir hana að liggja í far- angursgeymslunni, nema hún hefði verið dauð og verið sett þar af eigin- manni sínum. Mayall játaði strax verknaðinn þeg- ar honum var bent á þessa niðurstöðu. Hann sagðist hafa verið kominn í óþolandi stöðu þegar kona hans gekk í sértrúarflokk er krafðist skírlífsheitis og leyfði auk þess ekki skilnað. Á sama tíma hafði Jennifer Vissar gerst æ óánagðari með hlutskipti sitt sem hjá- kona og hótaði að slita sambandinu viö Mayall. Hann hafði því gert úrslitatil- raun til aö fá konu sína til að ganga aö skilnaði, en þegar hún neitaði hafði hann orðið óður af bræði og kyrkt hana. Roger Mayall bíður nú dóms fyrir morðið á konu sinni. Jennifer Vissar sleit öllu sambandi við hann vegna við- bjóðs á þeim verknaði sem hann hafði framið. Þrátt fyrir að viöurlög við morði séu afar ströng í Suður-Afríku þykja sérstakar kringumstæður í þessu glæpamáli og það þykir líklegt að Roger Mayall fái ekki þyngstu mögulega refsingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.