Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR 28. ÁGUST1982. Vilíu sjjú þú nahía? Tíu toppstirni lýsa viðhorf um sínum til nektaratriða á hvíta tjaldinu WILLIAM HURT: „ Aö koma fram ber er bara eins og hver annar hluti af starfinu. En ég myndi aldrei samþykkja þaö að líkami minn yrði einungis notaöur sem eitthvert kyntákn — það er ómanneskjulegt og ljótt. En ef ég kem fram ber í einhverri kvikmynd — og áhorfendum finnst ég vera fal- legur þá er það allt í lagi. Líkami minn er mér ekkert feimnismál.” CHRISTOPHER REEVE: „Eg væri alveg til í að leika í nektaratriöi ef það væri ekki fyrir Súperman hlutverkið. Ég verð alltaf að hafa það í huga að Súperman er mörgum unglingum fyrirmynd í svo mörgu. Þar með er ég ekki að segja að ég myndi ekki vilja koma fram ber. Það í sjálfu sér skiptir mig engu máli, heldur hvernig og í hvaða augnamiöi ég geri það. Eg myndi aldrei rífá mig úr hverri spjör og dingla mér svona bara að gamni mínu. Það fyndist mér asnalegt.” CHfí/S ATKIHS: „Þegar ég lék í Bláa lóninu var ég annaðhvort allsber eða í sundskýlu. Samt ekki eins nakinn og Riehard Gere í Ameriska glaumgosanum, til þess þarf sterkar taugar. Eg hef ekk- ert að feia og mér finnst ekkert við það að athuga að sjá beran karl- mann. Jon Voight var ber í einu atriði í Midnight Cowboy og hann var fjandi kúL Samt var meira taiað um brjóstin á staðgengli Brooke Shieids en rassinn á mér. Það er svo furðu- legt að séu allsber maður og kona saman á mynd þá er aðeins haft orð á útliti konunnar. Þaö er eins og það sé ekki tekið eftir karlmanninum. Þaö eru allir alltaf að spyrja mig hvernig Brooke sé eiginlega og hvort við höfum verið saman eða ekki. Líkami minn vekur ekkert umtal. ” MARTIIV HEWITT: „Eg var haldinn efa í fyrstu er ég átti að koma fram ber í fyrstu mynd- inni sem ég lék í (Endless Love), því að þetta var mín fyrsta mynd og ég var hræddur um að þetta yrði hall- ærislegt. En leikstjórinn vissi hvað hann söng og það birtist aðeins nektarmynd af mér aftan frá svo að þettavarílagi.” TOM BERENGER: „Nei, ég myndi ekki vilja koma fram allsber. Ekki nema í fallegri ástarsenu þar sem leikkonan væri líka alisber. Mér myndi líða eins og asna ef ég ætti að vera í fótum en stúlkan aftur á móti væri allsber. Sem karlmanni þá þykir mér mjög gaman að horfa á sexi konur berar. Vandamálið er að það eru aðeins örfáar konur sem virkilega eru sexí, sem vilja koma fram berar. Sem leikari þá vil ég leyfa hæfileikum mínum að njóta sín — ekki líkaman- um. Minn líkami er mitt einkamál og ef ég sýni hann of mikið finnst mér ég tapa minni persónu í hendur ein- hverra ánnarra.” CLINT EASTWOOD: „Nei, aldrei myndi ég sýna mig nakinn fyrir framan myndavélina. Þess gerist aldrei þörf, ekki í þeim myndum sem ég geri. Mér finnst það vera allt of oft sem kvenmenn eru látnir sýna á sér brjóstin í kvikmynd- um en ég held ekki að það bæti neitt þó karimenn komi fram berrassað- ir. Atburðarás myndarinnar skiptir mestu máli og hvemig leikiö er en ekki líkami leikaranna.” DUDLEY MOfíE: , ,Ég hef oft látið hafa það eftir mér aðþegar ég átti að fletta klæðum í > myndinni 10 fór ég alveg á taugum og gerðist ákafiega s jálfhverf ur. En í kvikmyndinni Romantic Comedy sem ég á að leika í kem ég allsber fram í byrjunaratriðinu. Mér geðjast ekki að því en samt er ég stoltur yfir því að hafa verið beðinn um það. Ég er lítill og sætur þannig að það getur vel verið að ég komi til með að berrassast í fleiri myndum.” ARMAND ASSANTE: „Um tíma leit það út fyrir að ég ætti að koma fram nakinn í Private Benjamin en Goldie Hawn stóð með mér er ég neitaði því. Eg held að hún hafi lent í svipaðri aðstööu fyrr á sín- um kvikmyndaferli. Þetta atvik fékk mig til þess að skilja þær konur betur sem vilja ekki sýna sig naktar. I kvikmyndunum Little Darlings og mynd Sophíu Loren My Own Story voru teknar nokkrar brjóstkassa- myndir af mér. Konunum í kringum mig fannst þetta skemmtilegt og ég varð ákaflega flatteraður.” MILES O'KEEFE: „Jú, ég kemfram allsber ef kvik- myndahandritið krefst þess en ég geri það ekki til þess að myndin seljist betur. Mér er sama þó Bo Derek liti á kroppinn á sér sem sölu- vöru, ég hef ekki það viðhorf til sjálfs mín. Mér fannst ég misnotaður í Tarzan. Ég ætla aldrei aftur aö koma fram í mynd nakinn bara til þess að sýna á mér kroppinn. Þaö er ákaf- lega niöurlæg j andi. ” ROBERT DE NIRO: „Nei, ég myndi aldrei koma fram nakinn ekki einu sinni fyrir Marty (Scorsa uppáhalds leikstjórinn hans). Eg er ekki sú manngerð þó ekkert sé athugavert við líkama minn. Ef ég ætti að leika í einhverri ástarsenu þá myndi ég eflaust frekar vilja koma fram ber en í tvennum nærfötum. Samt er ég enn dálítiö feiminn viðþetta.” „Ef 6g kom fram bor og áhorfendum líkar það - þá er allt i þessu fina," segir William Hurt. Leikkonur þurfa allt of oft að fletta sig klœðum algerlega að óþörfu. Þess vegna bætír það ekki ástandið þótt karlmenn fari i auknum mæli að sýna á sér beran rassinn, segir Clint East- wood.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.