Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR 28. ÁGUST1982. í opinsháu viðíali Sigurlaug Rósinkranz var ein umtalaöasta manneskja á Islandi fyrir um 12 árum. Það var þegar hún fékk hlutverk greifynjunnar í Brúökaupi Fígarós. Þótti sumum súrt i broti, aö hún sem litla reynslu hafði á söngsviö- inu, hreppti hnossiö. Voru blöðin um tíma uppfull af fréttum og greinum um hana vegna þessa og gengu brigzlyrðin á báöa bóga. Bn þær öldur lægöi, eins og aliar aðrar. Nú hefur veriö hljótt um Sigurlaugu aö undanfömu, kannski vegna þess, aö hún hefur búið utanlands síðustu ellefu árin. Enn gustar þó um Sigurlaugu. Við hittum Sigurlaugu að máli í vik- unni, þegar hún var í heimsókn hér á landi. Viö mæltum okkur mót í húsi kunningjafólks hennar í Kópavogin- um. Hún lét okkur bíöa eftir sér nokkra stund, og þegar hún kom, fasmikil að venju, sagöi hún: „Alveg er ég ómögu- leg, alltaf læt ég fólk bíöa eftir mér! ” Veraldarvana heimskonan Við settumst niður. Þaö leynir sér ekki, aö hér er á ferö lífsglöö og veraldarvön heimskona. Þegar við nefnum þaö við hana, brosir hún örlít- iö, en hugsar sig síðan um og segir: „Það gæti stafaö af því, að ég er mjög lifandi manneskja og ég get glaözt yfir svo mörgu í lifi mínu. Það hefur gengiö svo vel hjá mér og öörum í kringum mig. Samt sækir sú hugsun mig stundum heim, aö þaö sé ekki rétt aö láta sér líöa of vel, því svo margir þjást og ægilegir atburöir gerast dag- lega i kringum okkur. En kannski er það einmitt ástæöan fyrir því, aö ég vil varðveita litinn sólargeisla innra meö mér. Við þurfum öll á slíku að halda.” „Baraafþví, að ég grftist manninum mínum...." —En förum 12 ár aftur í tímann. Þú söngst í Fígaró? „ Já, lýðurinn var aldeilis reiður þá! Og ég veit alveg hvers vegna þaö var. Ástæðan var aöeins sú, aö ég var gift manninum mínum. Það voru, minnir mig, þrjár söngkonur, sem fannst þær eiga aö fá hlutverkið. Allt eldri konur, sem vildu leika unga stúlku, hvemig svo sem þaö fer saman. Þessar konur gengu margsinnis fyrir Alfreð Walter, sem stjórnaði uppfærslunni, og heimt- uðu að fá rulluna. Ein þeirra, ég nefni engin nöfn, suöaöi daginn út og inn. Hún sagðist kunna hlutverkið aftur á bak og áfram, á öllum mögulegum og ómögulegum tungumálum. En ekkert gekk, ég fékk hlutverkiö. Viö höföum meira að segja engan frið heima fyrir þessum kvinnum. Já, þetta var óskap- legt mál meö þessa vondu konu Þjóð- leikhússtjóra, sem var að gera svona mikið á hlut þeirra og taka aö sér þetta hlutverk.” — Ég minnist þess, að því var haldið á lofti, að þú heföir lítiö sem ekkert lært aö syngja á þessum tíma, aö minnsta kosti ekki nóg til aö stíga á óperusviö. „Já, já, það var svo margt sagt. Það voru tekin mörg blaðaviðtöl við mig í tilefni þessa og sjaldnast var rétt eftir mér haft. En þetta meö aö ég hafi litiö lært, var tóm vitleysa. Eg kom fýrst fram 18 ára á Hólum í Hjaltadal og þá var ég byrjuð á tónlistarnáminu. Ég haföi veriö við nám viö Tónlistarhá- skólann í Salzburg og líka í Stokk- hólmi. Eg haföi komiö víöa fram. Að vísu voru ekki mörg tækifærí fyrir listakonu af mínu tagi en ég haföi þó sungið í sjónvarpi, á árshátíðum, á Hótel Sögu, viö jarðarfarir og hér og þar. Hafði í raun alveg sömu reynslu og aðrir söngvarar. En eins og þar stendur, svo lengi lærir sem lifir. Þaö er eins meö sönginn og allt annaö: þótt maður hafi lært mikið, hefur maður aldreilærtnóg. Ég skal segja þér eina sögu. Góð vin- kona mín, sænsk söngkona, giftist frægum sænskum piparsveini. Sá er mjög þekktur í tónlistarheiminum í Svíþjóð. Þau giftust fyrir fimm árum. Og enn í dag velta Svíamir sér upp úr því, að hvert hlutverk sem hún fær, sé bara vegna hans. Samt er þetta söng- kona á heimsmælikvarða. Þetta er bransinn, hann er svo haröur og maður verður að Iæra aö taka því, sem aö höndum ber. Maður má ekki láta hug- fallast, þótt lýðurinn æsist.” — Heldurðu saman öllu því, sem um þig var skrifaö? „Nei, ég er ekki þannig manneskja, aö ég haldi sh'ku saman. Eg meira að segja las ekki allt sem um mig var skrifað.” — Hvemig lagðist allt þetta fjaðrafok íþig? ,,Eg hafði nú óskaplega gaman af þvíaðæsalýðinn.” — Er þetta allt gleymt núna? „Að minnsta kosti hvað mér viðkem- ur og ég vona að eins sé með aðra. ” ,rÆtlaði aldrei að gifta mig... " — ÞúbýrðíSvíþjóð? „Já, ég bý rétt fyrir utan Stokk- hólm. Þar hef ég búið síðustu 11 ár eft- ir að maðurinn minn dó með börnun- um, þar til fyrir ári, að ég hóf búskap með kærasta mínum.” —Kærasta....? „Já, hann heitir Jón Páll Bjarnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.