Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 15
1982. 15 TodTomorrow (Tab Hunter) og Franclne Fishpaw (Divine) ástríðufullir elsk- endur í POLYESTER. í slasmum smekk. I henni leikur Divine ógeðslegustu persónu í heimi. Tímaritið Village Voice í New York skrifaöi um hana að hún væri tiu sinnum athyglisverðari en „Síðasti tangó í París” og New York Maga- zine þótti hún ameríska hliðstæðan viö” Andalúsiuhundinn eftir Bunuel. Margir leikarar eru sérstaklega frægir fyrir að leika tvö eða fleiri hlutverk í sömu kvikmynd. Waters þótti tilvalið að Divine fetaði í fót- spor þeirra. I myndinni Female Trouble (1974) leikur Divine tvö hlut- verk, Dawn Davenport og ástmann hennar Earl Peterson, og fékk þá gullið tækifæri til að verða ástfangin af sjálfri sér. Hin 200 kílóa svertingjakona Jean Hill fer með aöalhlutverkið í Desper- ateLiving (1977). Hlutverk þjónustu- stúlku sem myrðir vinnuveitanda sinn með þvi aö setjast á andlit hans. Myndin fjallar að öðru leyti um stj ómmálaspillingu. Bezti sonur Baltimore „Þökk sé guði fyrir aö ég er ekki ekki séð myndir sínar. Sumir gagn- rýnendur hafa líkt honum við Jean Genet og de Sade markgreifa sem er ekkisvofráleitt. Grundvöllur Waters er það sem kalla mætti fagurfræði sjokksins en þær hugmyndir hans eru nokkuð ljós- ar og einfaldar: „Skemmtiiönaður- inn lifir á slæmum smekk”. Hann dregur þær ályktanir að aöeins það sem sé smekklaust, ljótt, úrkynjað, ógeðslegt og ofbeldishneigt sé reglu- lega fagurt og þroskandi. Hvemig hann kemst aö þessari niöurstöðu er svo annað mál en segir: „Maður verður að hafa góöan smekk til þess að geta notið þess slæma. ” Harmleikir hversdagslrfsins Og það er margt slæmt sem Wat- ers hefur sérstakt dálæti á: morð, misþyrmingar, slys og allir harm- leikir hversdagslífsins, en sérstak- lega hefur hann gaman af morð- réttarhöldum og kemst í uppnám þegar minnzt er á Charles Manson- réttartiöldin: ,,Allir í Ameríku vilja vera frægir og auöveldasta leiöin til kona í heimi” en er með réttu feitasti kynskiptingur í heimi. eins og myndir mínar því að þá væri ég í alvariegri klípu,” hefur Waters látið hafa eftir sér, en hann þykir sjálfur hið mesta snyrtimenni og hvers manns hugljúfi. En innrætið er ekki ávalit í samræmi við útlitið. Eins og lesendur hafa eflaust komizt að raun um er í myndum hans allt það ógeðfelldasta sem hægt er að láta sér detta i hug: Ruddaskapur, morð, mannát, iimlestingar, nauðganir og rottuát svo að eitthvað sé nefnt. Gagnrýnendur hafa tekið mjög mismunandi afstöðu til kvikmynda Waters. Tímaritið „Variety” hatar hann eins og pestina og þekktir gagn- rýnendur spyr ja hvort ekki séu til lög sem ná til svona verka. Aðrir ráð- leggja fólki að taka fyrir nefið ef það sjái nafnið John Waters. Blaöinu „Baltimore Sun” er Wat- ers aftur á móti kær sonur borgar- innar og skrifaði eitt sinn að það sem Bergmann væri Svíþjóð það væri Waters Baltimore. Annars segist Waters borða oft og iðulega með borgarstjóranum og þiggja styrki frá honum en sem betur fer hafi hann þess er aö fremja nógu ógeðslegt morð. Enginn gerir lengur greinar- mun á því að vera frægur eða alræmdur.” öll kvikmyndaatriði Waters eru vel æfö. Hann hatar allan spuna, og vinnur ekki með krypplingum, geð- sjúklingum, eiturlyfjaneytendum og alkóhólistum. Og umfram allt; enga pólitik: ,,Eg hata pólitík, — hér um bil eins mikið og íþróttir. ” „Ég hata pólitfk..." Þrátt fyrir þessar fullyrðingar hans eru myndirnar hæðin ádeila á bandariskt samfélag og einkenni þess. Fátt eitt sleppur við íróníu W at- ers. Perónumar eru bandaríski meðaljóninn, móðurmyndin og hetj- an. Sögusviö yfirleitt úthverfið og svefnborgin. Feguröardýrkun, heilsurækt, sjónvarp, kynferðisleg tabú, stjörnur og hetjudýrkun fær sinn illkvittna skammt. Honum er fátt heilagt. En Waters á til gott hjartalag og næst ætlar hann aö gera barnamynd um hundinn Lassie. Myndin á að heita: Lassie og Divine. -gb. HUSBYGG JEN DUR Að halda að ykkur hita er sérgrein o kkar: Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi til föstudags. Afhendum vöruna á bygging- i arstað viðskiptamönnum að kostnaðarlausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Aðrar söluvörur: |Gleruil — Steinull — Múrhúðunarnet — Útloftunar- pappi — Þakpappi — Plastfolía — Álpappír — Spóna- plötur: venjulegar/rakaþolnar — Pípueinangrun: frauð- plast/glerull. BORGARPLAST HF11 Boreamesi simi93-737p lf jKvö|dsím^^Telgarslm^5^73§^^ NÝ SENDING af skrautfískum é L ,'aÍ i • AÐALSTRÆTI4 (nSCHERSUNDI) vnax er ekki sérrit heldur fjölbreytt og víðlesið heimilisblað býður ódýrasta auglýsingaverð allra íslenskra tímarita. — IMú býður VIKAN nýja þjónustu fyrir auglýsendur: samn- inga um birtingu heil- eða hálfsíðu í lit eða svarthvítu, — í hverri VIKU eða annarri hverri VIKU. Hér eru rökin fyrir birtingu auglýsinga i VIKUNNI. i mm nœr til allra stétta og allra aldursstiga. Auglýsing í V -Á Vikunni nær því til Jjöldans en ekki aðeins takmarkaðra starfs- eða áhugahópa. i W hefur komið út í hverri viku í meira en 40 ár og jafnan tekið breytingum í takt við tímann, bæði hvað snertir efni og útlit. Þess vegna er VIKAN svona fjölbreytt og þess vegna er lesendahópurinn svona stór og fjölbreyttur. selst jafnt og þétt, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Þess vegna geta auglýsendur treyst því, að auglýsing í VIKUNNI skilar sér. er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óvið- komandi. Þess vegna er VIKAN svo vinsæl og víðlesin sem raun ber vitni. \3 WKilV veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsamlegu verði og hver auglýsing nœr til allra lesenda VIKUNNAR. hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar. Upplýsingar um auglýsingaverð VIKUNNAR eiga við hana eina og þær fást hjá AUGLÝSINGADEILD VIKUNNAR ísíma 85320 (beinn sími) eða 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.