Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 28. AGUST1982. 9 Eigmmenn Marilyn, DiMaggio, Miller: Hún fórnaði fram sínum tvisvar á altari hjónabandsins. um að fóma frama sínum á altari heimilisins og gerast húsmóðir, þar til hún að síðustu ályktaði sem svo að þetta hlutverk ætti alls ekki við hana. 1 bamæsku hafði hún aldrei kynnzt öðm en útivinnandi konum sem aldrei höfðu tíma til aö úthugsa matseöla kvölds- ins. Löngunin til að verða hin full- komna húsmóðir entist ekki lengi og seinni maður hennar, Joe DiMaggio, kunni ekki að meta eiginkonu sem ekki gat einbeitt sér að húsmóðurhlutverk- inu. Bæði hjónabönd hennar enduðu fremur skyndilega, en þó ekki án sektarkenndar. Gloria Steinem segir að Marilyn hafi kennt sjálfri sér um það sem úrskeiðis fór í stað þess að gagnrýna kynhlutverkaskiptinguna í samfélaginu, og draga slíka hluti að einhverju leyti til ábyrgðar fyrir það sem gerðist. Allt varð óhamingju henn- ar að vopni. Hún var haldin hugmynd- um um kvenleika sem voru í algjöru ósamræmi við hennar eigin raunveru- leika. Kar/menn voru kennarar hennar Þriðja hjónaband hennar, með menntamanninum Arthur Miller, má eflaust að nokkru leyti rekja til löng- unar hennar til raunverulegrar viður- kenningar. Gæti hún ekki öðlast viður- kenningu sjálf og hjálparlaust, gat hún þó alltaf — eins og Steinem bendir á — notað hinu sígildu aðferð kvenna til aö svala metnaði sínum: með því að gift- ast manni sem var virtur fy rir það sem hún mat mest: Það að vera mikill lista- maður. Karlmenn höföu verið kennarar hennar allt frá upphafi. Ævisögur sem skrifaðar hafa verið um hana frá freudískum sjónarhóli eyða löngu máli i ævilanga leit hennar að föður til að vega uppföðurlausa barnæsku. Þóttist hún ef til vill hafa fundið föður í Miller? Hún lagði bókstaflega allt undir í þessu hjónabandi: Hún Marilyn Monroe lézt í ágúst árið 1962. snerist til gyðingatrúar, lagði sig í mikla áhættu þegar Miller lenti í rétt- arhöldum óamerísku nefndarinnar á tímum McCarthy-ofsóknanna, lék hús- móður mánuðum saman. Á mynd sem tekin var af þeim á brúðkaupsafmæli þeirra skrifaði hún: „Hope, hope, hope” (Vona, vona, vona). Arið 1961, eftir fimm ára sambúð, lauk h jónabandinu loks með skilnaði. Við hvað ert þúhrædd? Við tók tími einmanaleika. I viðtali viö enskan blaöamann sagði Marilyn: ,JÉg spyr sjálfa mig við hvað ég sé eiginlega hrædd. Eg veit að ég hef hæfileika, ég veit að ég get Ieikið. Þú þarft bara að halda áfram Marilyn. Mér finnst sem ég sé að reyna að smjaðra fyrir fólki þegar ég er að segja því það sem það vill heyra. Það gerir mighrædda.” Það sem eftir stendur er ekki leikur hennar, né öll hennar vinna, heldur líkami hennar. Við æfingar á siðustu mynd sinni, Something’s Got To Give, lék hún í fyrsta sinn allsnakin, þrátt fyrir það að enginn heföi beðið hana um þaö. Tveimur mánuðum fyrir dauða hennar sat hún fyrir hjá ljósmyndar- anum Bert Stern, það er að segja hún eiginlega ,,lá” fyrir. Hún var klædd í hálsfesti og armband og vafin í teppi. Eftir nokkra sopa af Dom Perignon fór teppið lönd og leið. Það er eins og hún vildi sanna fyrir sjálfri sér að það væri eitthvað við hana sem væri eins og það átti að vera, að þó hún væri þrjátiu og sex ára, væri líkami hennar enn fagur. Um annað var hún ekki viss. En viss- an um fegurð líkama síns dugði ekki til aðlifaaf. EGsneri. Snoghoj Folkehojskole er en nordisk folkehojskole, hvor du udover nordiske emner bl.a. kan vælge mellem mange tilbud indenfor: musik, litteratur, vævning, keramik, samfundsforhold, psykologi m.m. Du vil mode mange elever fra de ovrige nordiske lande, og vi tager pá studietur i Norden. Kursustider: 2. nov. - 24. april eller 4. januar - 24. april Skriv efter vor nye skoleplan SNOGH0J NORDISK FOLKEH0JSKOLE DK 7000 Fredericia FYRSTA FLOKKS FRÁ FÖNIX Sérstakt ! kynningarveró i hrærivélar j Heimsþekktar vesturþýskar úrvalsvélar á góðu i verði. Hérlendis fékkst stærri gerðin einkum j fyrr á árum, og hefur reynst nær óslítandi ! vinnuþjarkur. Nú hefur Fönix fengið umboðið , og býður bæði ... < «. . j PAUL MIXI - afkastamikla vinnuþjarkinn j fyrir stóru heimilin - og j | PAUL KUMIC - lipra dugnaðarforkinn fyrir smærri heimilin. I Báðar eru fjölhæfar: Hræra, þeyta, hnoða, kurla, I j mauka, blanda, hrista, hakka, móta, mala, rífa, J sneiða, skilja, pressa - og fara létt með það' í , Frabær hönnun, fyrir augað, þægindin og endinguna: Þú þeytir t.d. eða hrærir á fullu, án þess að upp úr slettist eða hveiti sogist inn x mótorinn. A=onix Hátúni 6a Sími 24420 HANN ER KOMINN AFTUR Veröið er lægra, en á nokkrum öðrum bíl Á GREIÐSLUKJÖRUM SEM EKKI HAFA ÞEKKST HÉR Á LANDI ÞEIR SEM HUGSA KAUPA TRABANT TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ H Ingvar Helgason Sýningarsalurinn v/Rauöageröi Sími 33560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.