Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR 28. ÁGUST1982. Hverjir eru nú ad gefa úl sínar fyrstn skáldsögnr? — éstaðfestar fréttir af jjólabékamarkaðnum Hvað skyldu skáldin okkar hafa á boðstólum þetta haustið? Og hverjir skyldu vera aö senda frá sér bækur í fyrsta sinn? Helgarblað DV hefur fullan hug á að fylgjast með því og kynna lesendum jafnharöan hvað er á döfinni. Við byrjum í dag og höld- um áfram á hverjum laugardegi til jóla. Okkur þótti rétt að ræða fyrst við ungan höfund sem skrifar án þess að _ eiga nokkurn útgefanda vísan. Hann heitir Ágúst Borgþór Sverrisson. Vonum viö að lífið eigi eftir að fara um hann mjúkum höndum og veita honum skáldfrægð í fyllingu tímans. Síðan hittum viö að máli Flosa Olafs- son sem fram aö fertugu hafði trúað lærifeðrum sínum í menntaskóla sem héldu því fram að hann skyldi aldrei reyna að skrifa neitt. En eftir að hafa haldið úti vikulegum pistlum í Þjóðviljanum í tíu ár og gefið þá út í bókum sendir hann frá sér uppgjör við lífið og tilveruna. Utgefandierlð- unn. Blaðamenn, prestur og fleiri góðir Það var prýðilegt framtak hjá Al- menna bókafélaginu að efna til skáldsagnasamkeppni í fyrra og af- rakstur hennar kemur á prenti nú fyrir jólin. Fyrstu verðlaun hlaut bókin „Riddarar hringstigans” eftir Einar Má Guömundsson. Er hún sögð bráðfyndin eins og ljóð hans (Sendisveinninn er einmana og Er nokkur á Kórónafótum hér inni?). Höfum við hlerað aö hún lýsi nýliön- um bernskuárum höfundar í Breið- holtinu og hringstiginn kunni aö hafa verið í ófullgerðri nýbyggingu, þar sem ungviðið hafði afdrep til að svala lífsnautnum eins og reykingum í fyrsta sinn. Ennfremur hlutu verðlaun kunnur kennimaöur, séra Bolli Gústavsson í Laufási, fyrir söguna Vorganga í vindhræringi og ungur Reykvíking- ur, Isak Harðarson, fyrir söguna Þriggja orða nafn. Enginn þessara höfunda hefursent f rá sér skáldsögu f yrr. Hjá Vöku koma einnig fram fyrstu tilraunir í skáldsagnagerö. Við höf- um áður sagt frá sögu um stjómar- ráðsstarfsmann sem Jón Ormur, að- stoöarmaður forsætisráðherra, send- ir frá sér. Nú höfum við heyrt aö fyrrum fréttastjóri Vísis, Sæmundur Guðvinsson, sem skrifað hefur ótal blaðagreinar, hafi samiö skáldsögu sem einnig kemur út hjá Vöku í haust. Mun hún að einhverju leyti fjalla um svipuö efni og pistlar hans um fjölskyldulíf sem birzt hafa í tímaritinu Líf. Annar fyrrverandi blaöamaöur á Vísi (síðar á Tíman- um), niugi Jökulsson, er einnig langt kominn með skáldsögu fyrir Vöku. Um hvað skyldu „Geirfuglarnir" fjalla? Mál og menning hefur tvær frum- raunir í skáldsagnagerð á sínum vegum. önnur er Af mannavöldum eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur há- skólakennara. Álfrún hefur að vísu áður skrifaö doktorsritgerð um forn- spænska gerö riddarakvæðisins vel- þekkta Tristan og Isold. En eins og verða vill um slík skrif munu fáir hafa lesið það. Af manna völdum gerist í nútímanum, persónur eru margvíslegar og sögusviðið ýmist hérlendis eða erlendis. Skilst okkur að þetta séu smásögur, tengdar í eina heild og snúast allar um sama ' efni: vald og valdbeitingu. Undirtitill bókarinnar er raunar „Tilbrigði um stef”. Þá kemur nú fyrsta skáldsaga Arna Bergmanns blaðamanns og gagnrýnanda við Þjóðviljann. Hann hefur áður skrifaö minningar frá námsárum, Miðvikudagar í Moskvu. Skáldsagan heitir Geirfuglarnir og datt okkur strax í hug að hún mundi fjaila um ákveðinn arm í Sjálfstæðis- flokknum. Svo mun þó ekki vera, né heldur mun þetta vera neins konar fuglafræði, heldur nýstárleg og glúr- in saga, sögð hefjast í móöurkviði.. . Hjá Helgafelli mun væntanleg skáldsaga eftir Jón Ottar Ragnars- son. Hefur heyrzt aö hún gerist vest- ur í Bandarikjunum en annars mun hún enn ekki fullskrifuð. Höfundur- inn hefur áður sent frá sér bókina Næring og heilsa um manneldismál. Iðunn hefur margt á prjónum að vanda, og þar á meðal skáldsögur tveggja nýliða. Eru það þeir Anton Helgi J ónsson og Páll Pálsson. Anton Helgi vakti á sér athygli þegar hann varð hlutskarpastur 130 keppenda í smásagnasamkeppni sem Vikan efndi til í hittiðfyrra. Fyrsta skáldsaga hans nefnist Vinur vors og blóma — saga um ástir og ör- lög. Segir þar frá nokkrum mánuð- um í lífi ungs manns í Reyk ja vík með tilheyrandi ástarmálum og öðru. Páll Pálsson er blaðamaður á Helgarpósti. Saga hans segir einnig frá æskunni í Reykjavík en hún heitir Hallærisplanið. Höfum við hlerað að hún snúist um líf unglinganna sem þar halda til á síökvöldum. Ofangreind upptalning er áreiðan- lega ekki tæmandi. Fleiri eiga eftir að bætast í þann hóp sem nú leggur fyrstu skáldsögu undir dóm gagn- rýnenda og dóm alþýðu. Og það skal skýrt tekið fram að þetta spjall er birt án ábyrgðar, og byggt á því sem litill fugl hefur hvíslað í eyru manna héráDV. Sami fugl kvakaöi eitthvaö um það að þótt ekki sé nema ein kona í hópi nýju skáldsagnahöfundanna þá mundu þrjár konur nú gefa út sín fyrstu ljóðasöfn. Væru það þær Norma Samúelsdóttir með ljóðasafn um hversdagslíf húsmóður í borg (Mál og menning), Hjördís Einars- dóttir meö ljóð um hversdagslíf sveitahúsmóður í Dölunum (Helga- fell) og Guðrún Svava myndlistar- kona með ljóðsögu um skilnað sinn og Þorsteins frá Hamri eftir langt hjónaband (Iöunn). ihh Ágúst Borgþór Sverrisson: Med bók í smídiim nm líf meimtaskólanema — af skólaskáldi Islendingar eru þekktir fyrir flest annaö en pennaleti þegar ekki er um sendibréf að ræöa. En ekki eru einungis samningsbundnir rithöf- undar sem fást við skriftir. I Menntaskólanum í Reykjavík hafa mörg beztu skáld þjóðarinnar hafið feril sinn. Og enn þann dag í dag stinga menntskælingar niður stílvopni þó líkast til sé færra ung- skálda þar en í lok sjöunda áratugar- ins er annar hver maður setti saman sögur og ljóð. Maður er nefndur Ágúst Borgþór Sverrisson, 19 ára menntskælingur. DV hafði spumir af því að hann sæti viö skriftir. Blaðamaður DV skundaði á fund Ágústs Borgþórs og krafði hann sagna um af hverju hann sæti við skriftir í stað þess að verja sumrin- um í að skafra í þ jóðarbúiö. „Ég er ekki að þessu vegna ein- hverrar sérstakrar þarfar til að tjá mig. Það er bara löngun til að búa til sögur sem er þess valdandi að ég er að þessu. Undanfarin ár hef ég unnið á sumrin í rólegri vinnu og á lágu kaupi En ég byrjaði að dunda mér viö1 skriftir fyrir nokkrum árum með heldur litlum árangri. I vetur hef ég skrifað svolitið meira, allt frá smá- sögum til dagbókar. Og þá fékk ég hugmynd að skáldsögu. Þegar ég varð mér út um helgarvinnu ákvað ég að eyða sumrinu í það að vinna úr þessari hugmynd.” Hvenær ertu bezt upplagður? Ertu í 9—5 vinnu við söguna? Færðu inn- blástur eða er þetta tómt púl? „I upphafi reyndi ég að vinna reglulega, þ.e.a.s. aö vakna á morgnana og skrifa nokkra tíma á dag. En ég gafst upp á því. Ég komst að því aö það er vonlaust að skrifa á morgnana. Mér gefst mun betur að vinna á kvöldin, jafnvel langt fram á nótt. Mér finnst ég vera mun skarpari á kvöldin. En með inspír- eringu. Það er allur gangur á því. Stundum geng ég með hálfmótaðar hugmyndir í kollinum lengi án þess að koma þeim frá mér. Stundum strita ég við að koma einhverju frá mér og tekst það eftir mikið puð. Og stundum kemur andinn yfir mann og maður ryður öllu út úr sér á engri stundu.” — Það er ekki seinna vænna að spyr ja þig um hvað sagan f jalli? „Þetta er öðrum þræði skemmti- saga. Ekkert beinlínis nýtt. Sagan gerist á tveimur dögum að vorlagi. Aðalpersónan er menntaskólanemi sem hefur nýlokið vorprófum. Það má segja að þarna séu 3 persónulýs- ingar. Lýst ferð þriggja kunningja á skemmtistað, næturskemmtun þeirra og þynnkunni daginn eftir. Stór hluti sögunnar eru endur- minningar og alls kyns pælingar söguhetjunnar. Og þetta efni er ekki sett fram á hefðbundinn hátt. Sagan er ekki að öllu leyti epísk. ” — Hvenær fékkst þú áhuga á bók- menntum? Manstu eftir því hvað var fyrsta verkið sem hafði einhver áhrif áþig? „Ofvitinn. Ég las hana þegar ég var 13—14 ára en almennilegar bók- menntir fór ég ekki að lesa fyrr en nokkrum árum síðar, t.d. Laxness (sér í lagi hrifinn af honum um og — Ensvoviðvíkjumafturaðbók- fyrir heimsstyrjöld) og svo Þór- inni sem þú ert með í smiðum. Þú ert berg.” menntaskólanemi eins og sögu- Agúst Borgþór Sverrisson, alias Messias frá Eiði hetjan, er bókin sjálfsævisöguleg? ,jlún er ekki um sjálfan mig heldur útfrá sjálfum mér. Það má finna drætti af sjálfum mér í sögu- hetjunni og eins má finna ýmislegt í fari vina minna í öörum persónum sögunnar. En eins og ég sagði áðan, hlutimir eru ekki teknir með öllu alvarlega og reynt aö hafa húmorískan blæ yfir öllu.” — Heldur þú að það sé mikið um efnileg ung skáld á vorum dögum? „Það er mikið af frambærilegum ungum skáldum en ég sé ekki neina snillinga þar á meöal. Fátt af nútímabókmenntum yfirleitt er mjög gott en mikiö er af frambæri- legum bókmenntum. Af yngri skáld- um íslenzkum er ég hrifnastur af Einari Kárasyni. Af því sem hefur verið gefið út síðastliðinn áratug vil ég nefna Tómas Jónsson metsölubók eftir Guðberg Bergsson en annars er ég ekki hrifinn af Guöbergi. Ljóð- skáld? Hannes Pétursson er mitt uppáhaldsljóðskáld af þeim sem eru ennáfullu.” — Ertu að hugsa um að gerast rit- höfundur að ævistarfi? „Ég veit það ekki enn en það er freistandi. Við skulum segja að ég stefni leynt og ljóst að því.” — Ertu farinn að leita að útgef- anda? „Nei, ég geri það ekki fyrr en ég er alveg búinn. Og það verður ekki í bráð. Ég ætla að taka langan tíma í þetta. Ég vil hafa hana góða áður en éggefhanaút.” -ás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.