Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR 28. ÁGUST1982. „Hér reka menn ekkl harda stéttabaráttn,’9 — segir Hrafnkell A. Jónsson, Hrafnkell A. Jónsson, bóndi, verkamaður, verkalýösleiðtogi og pólitíkus. samlegra eflitid vceri á búfal ^ j>jóðt®aginu qiftu °? PóHtísk flokkaskZi et* nUtfnga milli landshS' einfwers konur TeyCú^Á g***" SrtSS forna fjendur, oq hefur h„A ■ r °9 gen9ti til m8 vía %£*"**'. noMrum Zini. fæddur á Vaðhrrl-v,. 0ns8on er emn þeirra //„„ "VKuiaaishreppi, en greinir sin h7t1l’ 8em tilhegrir % ’tUT '^íunTnZZl 'Tf'“’<'<»<> nokkui ■’oh.ldal til ársins ,974 fjf *«“/> <• /kinn'lrÓa/ °9 gerdÍ8t þar verkam 0° by9gdum til v„l rVard ‘ki6tt u**«P»mikm , rT .‘ K'toinnslu. 1 ard formaöur Alþúöuhnnri / ffíag8málum staðarins l7í7a!9ðsféla98in*- Hann aa?sfelagsin* þar og síðar fýyöubandalagsins. Teqar frl ' L kjörd*mis°tj6rn fonngjum flokksinsþar eístrJ^r í^" Stundir þátti au/m það skarst í odda oa 9erast erfidur í Ulh ndÍ Alþgdubandalagsins /970 * !°kum UPP *r á td hœjar- og sveitarstjárnarL;. .1979‘ Pe9ar gengið var SiálfteA■ annað Sœti á UMa9%VtÍdnU V°rÍ skiPadi ^jotf^taeöisflokkurinn fékk þrZ nJJ [StœðÍsflokksins- Zrum. Alþýðubandalagið*tapaði „Atvinnan er forsenda hyggðar" Nú er það svo, Hrafnkell, að atvinnu- lífið er víða frísklegra á iandinu en einmitt á Austfjörðum, uppbyggingin hefur ekki gengiö eins hratt fyrir sig og menn hefðu viljað. Þó held ég að megi segja að til dæmis Framkvæmdastofn- un hafi verið Austfirðingum anzi hlið- holl, enda hafa þeir átt þar hauka í homi. Hvernig stendur á þessu? „Eg held að það sé mikill misskiln- ingur að meta gtvinnuuppbyggingu í einstökum landshlutum eftir framlög- um Framkvæmdastofnunar og Byggðasjóðs til tiltekinna verkefna. Að ýmsu leyti er ég mjög gagnrýninn á atvinnuuppbyggingu sem gerist á þeim forsendum sem oft og tíðum liggja til grundvallar fjárveitingum frá þessum stofnunum. Þarna er oftast verið að hlaupa undir bagga með at- vinnurekstri í jaðarbyggðum. Það eru ákveðin rök sem mæla með því að þ jóð- félaginu beri að halda uppi byggð sem víðast og þar af leiðandi stuðningi við atvinnurekstur þar sem hann á í vök að verjast, því atvinnan er forsenda byggðar, en ég lít þannig á að þarna sé verið aö gera langt umfram það sem er eðiilegt. Það er eðlilegt að styrkja þessi byggöarlög til þess að byggja upp atvinnu sem hæfir þeim, en til dæmis þaö aö lána til skuttogarakaupa á stað sem hefur enga hafnaraðstöðu, eða lé- lega hafnaraðstöðu, og ekki mannafla til þess að verka fiskinn. Það álit ég að sé eitthvað ailt annað en stuðningur við viðkomandi byggðarlag. Að minum dómi hefði þessu fjármagni verið miklu betur varið tii að byggja upp samgöngukerfið í viðkomandi fjórðungum og þar með greiða fyrir þjónustustarfsemi ýmiskonar innan svæðisins. Þeirri þjónustu, sem fólk þarf oft að sækja til Reykjavíkur, er eölilegast að koma fyrir miðsvæðis í hverju byggðarlagi og byggja síðan samgöngukerfiö út frá því. Það er nú einu sinni þannig, aö þegar maður velur sér búsetu, þá er maöur að velja um ákveðr.a hluti. Ef ég til dæmis vil búa uppi á Jökuldal, þá geri ég það ótilneyddur. Eg á kost á því að fara til Reykjavíkur, Isafjarðar, eða jafnvel flytja úr landi, ef ég óska þess, og ég get ekki séð að þjóðfélagið sé skyldugt til að skaffa mér sömu lífs- gæði uppi á Jökuldal og suöur í Reykja- vík! Eg vel þama sjálfur á miíli. Ég’ tél hinsvegar að þjóðfélaginu beri skylda til að gera mér og öörum kleift að velja.” „Ekki ausa peningum í skuttogarakaup" Hvað þyrfti helzt að breytast hér á Austurlandi? ,,Að mínum dómi er samgönguþátt- urinn langstærsti þátturinn í þvi efní. Eitt af því sem veldur sérstöðu okkar gagnvart öðrum landshlutum er það að ýmiskonar þjónustufyrirtæki hafa átt mjög erfitt uppdráttar. Þá á ég við al- menna þjónustu við neytendur eins og bifreiðaverkstæði til dæmis. Það er ákaflega fjárfrekt fyrirtæki að byggja upp vel búið bifreiöaverkstæði og til þess að það standi undir sér þarf það aö hafa ákveðinn markað. Þetta eru svo smáar einingar hér ogsamgöngur það slæmar á milli, aö markaöurinn er yfirleitt ekki stærri en viðkomandi þéttbýliskjarni. Eins er það með flesta aðra þjónustu. Með bættum samgöng- um og reyndar þéttbýlismyndun hér- miðsvæöis f ram y fir þaö sem er, þá álít ég aö við gætum framfylgt jaftivægi í byggð landsins mikið betur en með því ekki hún sjálf, heldur þaö, að með til- komu hennar eykst fólksf jöldi hér og þá erum við komin með mikiö hag- kvæmari stærð á þessum þéttbýlis- kjarna.” „Fordómar stærsta vandamálið " Líta menn almennt til þessarar verk- smiðju með bjartsýni? „Flokkurinn hefur notað Guðmund J. tfl skítverka um áratuga skeið. að ausa peningum úr Framkvæmda- stofnun í skuttogarakaup hér vítt og breitt um k jördæmiö. ” Þú talar um þéttbýliskjama hér miðsvæöis, hefurðu þá einhvern sér- stakanstaðíhuga? „Eg býst við því að þeir sem búa annars staöar hér fyrir austan álíti að ég sé hlutdrægur. En ég tel, að þetta svæði hér, Eskifjörður — Reyöar- fjörður, sé þannig staðsett að það sé raunar eini staðurinn austanlands sem geti þjónaö kjördæminu öllu sem eins- konar þéttbýliskjarni. Ég horfi til þess- arar kísilmálmverksmiðju sem fyrir- huguö er hér á Reyðarfiröi með eftir- væntingu. Eg tel að stærsti kosturinn við þessa verksmiðju sé kannski ,,Mér hefur fundizt menn vera of bjartsýnir. I sjálfu sér er þessi verk- smiðja ekki annað en tvær eða þrjár blaðsiður í frumvarpsformi sem skipta afskaplega litlu máli enn sem komið er. Það er ekki fyrr en Alþingi er búið að skrifa endanlega upp á þetta á næsta ári að við getum f arið að tala um hana sem raunverulegan hlut. Hins- vegar óttast ég annaö mikið að menn verði svo veiðibráðir að þeir setji til hliðar þann atvinnuveg sem hér er fyr- ir, sjávarútveg og fiskvinnslu. Þaö má ekki gerast, þetta er kjölfestan. Að mínuni dómi eigum við að byggja á sjávarútvegi eftir sem áöur sem aðal- atvinnugrein. Hitt er svo annað mál, og ég held nú að menn séu almennt að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.