Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR 28. ÁGtJST 1982. Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérgtæð — Sérstæð sakamál ! Harold Cans bremsaöi snögglega og lagði bílnum út í annan vegkantinn. „Hér hefur orðið árekstur og bíl- stjórinn stungið af „tuldraði hann með sjálfum sér um leið og hann hraðaði sér út úr bílnum og í átt að mannver- unnisemláá veginum. Það lék enginn vafi á að þama var um aö ræða lík konu þótt andlit hennar og höfuð væri mikið lemstrað og þakið blóði. Föt hennar voru rifin í tætlur svo að neðri hluti líkamans var næstum nakinn. Harold Caos gætti fyrst að því hvort konan væri örugglega látin. Hann fann um leið og hann snerti iikama hennar að hún var ekki aöeins látin, heldur hafði hún látist fyrir þó nokkru síöan og dauðastirðnunin yfirtekið lík- amann. Cans hafði lagst á hnén til að aðgæta púls og öndun, en nú stóö hann snögglega á fætur, gekk rakleitt að bíl sínum og ók af stað í sömu átt og hann hafði komið úr. Það voru næstum tveir kílómetrar að næsta síma. Þar sem Cans tilkynnti atburöinn sem umferðarslys var lögreglubíll frá umferðalögreglunni í Pretoria fyrstur á staðinn og í fylgd með honum sjúkra- bíll. Þaö tók sjúkraflutningsmennina ekki nema nokkrar sekúndur að komast að því að Cans hafði haft rétt fyrir sér þegar hann sagði að konan væri látin. En þegar þeir ætluðu að fara að taka lík hennar til aö flytja þaö í líkhús lögreglunnar stöðvaði einn lög- reglumannanna þá. Umferðars/ys eða morð? „Eg held að við ættum að láta hana liggja hér þar til rannsóknarlögreglan kemur á staðinn. Mér finnst ýmislegt grunsamlegt við þetta,” sagði lög- reglumaðurinn. Til frekari skýringar við spumingum hinna sagði hann: „Hvað er kona í svona fatnaði að gera hér úti í miðri eyðimörkinni? Það eru margir kílómetrar að næstu byggö og hún hlýtur að hafa verið gangandi þar sem engin merki eru sjáanleg um reið- hjól eða annað farartæki. Þar að auki er þetta algjörlega beinn vegur og ef það hefur verið ekið yfir hana, þá hefur þaö verið gert með ásetningi. Það eru margir slæmir ökumenn á ferðinni í þessu landi, en enginn þeirra svo slæmur að hér gæti hafa átt sér stað umferðarslys.” Jan Keukemkamp rannsóknarlög- reglumaður sem var kallaður á stað- inn var þessum orðum algerlega sam- mála. „Það eru engin bremsuför hér á veginum og líkið liggur á honum miðj- um. Ef mér skjátlast ekki þeim mun meira þá hefur hún verið látin þegar hún var lögð hér á veginn,” sagði hann. Hann spurði félaga sinn sem var að leita á líkinu að einhverjum persónu- skilríkjum, hvort hann fyndi eitthvað sem gæfi vísbendingu um hver konan væri. Félagi hans neitaði, en sagði að ef hún hefði lent fyrir bíl væru líkur á að hún hefði misst handtöskuna út fyrir veginn. Hann bauöst til að kalla á lið frá rannsóknarstof unni til að leita. Keukemkamp neitaði. „Eg vil að þeir yfirfari allan staðinn,” sagði hann. , ,Ég er þess fullviss að við erum hér að fást viö mannsmorð. ” Banamein: Kyrking Það leið ekki á löngu þar til hann fékk staðfestingu á þessum orðum sín- um. Dr. Leonard de Groot, sem vann læknisfræðileg störf fyrir rannsóknar- lögregluna, kom á staðinn hálftíma síðar og ák varðaði næstum samstundis að banamein fórnarlambsins væri kyrking. Hann taldi að konan hefði ver- iö við góöa heilsu áður en hún var myrt og að hún hefði verið hátt á þrítugs- aldri. Hún hefði að líkindum látist fyrir miðnætti daginn áður og hugsanlegt væri að henni hafi verið nauðgaö. Læknirinn vildi þó fá líkið i líkhús til aö geta sagt til um þessi atriði með meiri nákvæmni. Læknirinn áleit að áverkarnir á höfði líksins væru eftir hamar eða exi, en að líkindum hefðu þeir verið veittir eftirá til að láta líta út fyrir að um umferðarslys væri að ræöa. Sama máli gegndi um rifin fötin. Svæðið var leitað til hins ýtrasta en engin vísbending fannst sem gefið gæti til kynna hvað átt hafði sér stað. Rann- sóknarlögreglan hafði heldur enga vís- bendingu um hvað fórnarlambið héti. 1 Pretoriu, einni stærstu borg Suður- Afríku, voru um 600 þúsund íbúar og þaðan var fjöldi skýrslna um manns- hvörf, en engin þeirra kom heim og saman við stærð, aldur kynferði og út- litseinkenni líksins sem f undist hafði. Líkskoðun leiddi í ljós sömu niður- stööu og læknirinn hafði komist að, þegar hann mætti á morðstaðinn. Kon- an hafði verið kyrkt með höndunum og haföi látist á milli klukkan 9 og 10 aö kvöldi 26. júní. Við líkskoöun var athugað hvort um nauðgun hefði verið að ræða, en svo reyndist ekki vera. Hins vegar kom það rannsóknarlög- reglunni á óvart, að konan hafði ekki haft samfarir um lengri tima og menn veltu fyrir sér hvort það gæti varpaö einhverri skýringu á dauöa hennar. De Groot læknir kom með þá uppástungu að morðið hefði verið tUfinningalegs eðlis, að morðinginn væri annaðhvort vonsvikinn elskhugi eða eiginmaður. Ef þetta væri rétt gæti það skýrt það hvers vegna hvarf hennar hefði ekki enn verið tUkynnt tU lögreglunnar. Miði frá fatahreinsun eina vísbendingin , JEf viö getum fundið út af hverri lík- ið er, hlýtur ástæðan fyrir morðinu að verða augljós,” sagði Kekemkamp rannsóknarlögreglumaður. „Það er , mikið kæruleysi af morðingjanum að tilkynna ekki um hvarf hennar, ef svo er í pottinn búið og gerir hann mjög grunsamlegan. Það eina sem við höf- um til að finna út hver hún er, er að vísu aðeins miði frá fatahreinsun sem fannst á fötum hennar. Ef það leiðir okkur ekki á sporið veit ég ekki hvað við gerum næst,” sagði Keukemkamp. Sem betur fór leiddi miðinn lögregl- una á sporið. Eftir nákvæma eftir- grennslan í næstum öUum fatahreins- unum í borginni, fannst eitt fyrirtæki sem notaði þannig miöa. Það sem skipti þó sköpum var að einn af- greiðslumannanna þekkti eiganda fatanna sem miðinn var á. Hann sagði að þar væri um að ræða frú Joan MayaU. Frú MayaU, sem var á 29. aldursári þegar hún lést hafði verið gift Roger MayaU í níu ár eða frá árinu 1972. Roger MayaU var 34 ára gamall, for- stjóri fyrir tyggingafyrirtæki. Hann var samstundis sóttur og fluttur í Uk- húsið þar sem hann var látinn bera kennsi á líkið og viðurkenndi að það væri af konu sinnL Eiginmaðurinn grunaður Þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði ekki tilkynnt um hvarf henn- ar, sagðist hann ekki vita að hennar hefði verið saknað. Hann hélt að hún hefði farið til foreldra sinna til lang- dvalar, en þeir bjuggu á býU skammt fyrir utan Pretoriu. Hann sagði einnig aö samband hans og konu sinnar hefði ekki verið mjög náið um margra ára skeið og hefði hvorugt fylgst náið með ferðumhins. Þegar hann var spurður um dvalar- stað sinn kvöldiö 26. júni sagöi Mayall saUarólegur að hann hafi eytt k völdinu með hjákonu sinni, 26 ára gamaUi konu að nafni Jennifer Vissar. Hún byggi í smábænum Bloemfontein þar sem móðir hennar ræki veitingahús. Hann sagðist hafa komiö heim um klukkan 10 umrætt kvöld. Ekki kvaðst hann vita hvort kona sín hefði þá verið á heimUi þeirra, aöminnsta kosti hafði hann ekki séö hana þar um kvöldið. Þaö voru ekki nægar sannanir gegn Mayall tU að halda honum i varðhaldi tU trekari yfúheyrslna. En rannsóknarlögreglan var sannfærð um að hann hefði myrt konu sína. „Þetta er hin sígúda fyrir- mynd,” sagöi Keukemkamp. „Hjón sem hafa lítiö samneyti. Maðurinn á sér yngri hjákonu. Hún leggur að líkindum hart að honum að giftast sér, en eiginkonan neitar að samþykkja skUnaö eöa ef til vUl heimtar hún það mikið af eignum þeirra aö hann kyrkir hana, hendir henni út á þjóðveginn og reynir aö láta líta út fyrir að hún hafi lentíárekstri.” Hjákonan gefur fjarvisarsönnun Jennifer Vissar staðfesti sögu MayaUs. Hún sagöi að hann hefði veriö hjá sér umrætt kvöld og fariö þaðan um klukkan hálf tíu. Hún sagöist vita hvernig háttað væri sambandi MayaU- hjónanna. Hin látna heföi haft Util samskipti við mann sinn, enda hefði hún gengið í sértrúarsöfnuð sem skyld- aði hana til að sverja skírlífisheiti. Hún sagði einnig að Mayall hefði sagt við sig að kona hans hefði ekki haft neitt á móti skUnaði og þarmeð gerði hún útaf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.