Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR 28. ÁGUST1982. John Waters kvikmyndaleikstjóri. „Haidið fyrir nefið þegar þið sjáið nafn hans.” „Maður verður að hafa gððan smekk iil að geta notíð þess slænm" Kvtkmyndaleikstjóriim John Waters er þekktur fyrir flest annað en tepruskap í myndum sínuin. Nýjasta mynd hans POLYESTER bókstaflega lyktar enda er liún í ODORANA Fýlubombur Hingað til hefur kvikmyndin ekki verið sett í samband við lyktarskyn- ið. Enginn þefar af kvikmynd. En John Waters, kvikmyndaleikstjóri frá Baltimore, hefur tekið nýja tækni í þjónustu sína og bætt nýrri vídd í kvikmyndir sínar, — en á sinn hátt. Uppgötvunin nefnist ODORAMA og virkar hún á eftirfarandi hátt: Með bíómiðunum fær hver áhorf- andi spjald með tíu númeruðum ból- um. Síðan setjast menn í sitt sæti, horfa á kvikmyndina og bíða þess að númer birtist á tjaldinu. Þá er klórað í bólu með samsvarandi númeri og reynist bólan þá vera það sem kallaö er í bamaskólum fýlubomba. 1 sam- ræmi við atburði myndarinnar gýs upp megn stækja. Svona einfalt er það nú. Fy rsti þef urinn er kannski af fölnuðum rósum en það sem á eftir kemur, — tja — þetta verður maður bara aö upplif a, hver á eigin ábyrgð. Oneitanlega hlýtur kvikmynd með þessum eiginleikum að vera nokkuð sérstaks eðlis og annað er ekki hægt að segja uiji kvikmyndir John Wat- ers sem er í miklnm metum hjá þeim sem hafa gaman af „underground”- kvikmyndum og þá sérstaklega þeim sem innihalda sérstakan og al- mennan óþverra. Nýjasta kvikmynd Waters, ODOUAMA-myndin „POLYESTER”, var frumsýnd á síðasta ári og fór sigurför um Evrópu í vetur. Eftir tveggja vikna sýningar í Bandaríkjunum hafði Waters grætt milljón dali. „Polyest- er” lyktar því einnig af peningum. En hugum nú að söguþræði myndar- innar: Polyester „Polyester er gamanmynd meö alvariegum undirtóni um harm- þrungið líf hinnar akfeitu húsmóður, Francine Fishpaw. Eins og hjá svo mörgum öðrum er flaskan eina huggun Francine í þessum Ufsins táradal. Hún býr í einbýlishúsi í út- hverfi Baltimore og nytur flestra lífsinsgæða. En Francine er misnotuð af gróf- geröum eiginmanni sínum, Elmer, sem rekur klámbíó og drekkur pepsi meö morgunverðinum. Hnýsnir ná- grannar láta móðganir dyn ja á henni í sífellu. Aðrir fjölskyldumeðlimir fyrirlíta Francine. Móðir hennar niðurlægir hana, sonurinn Dexter lætur sem hann sjái hana ekki og dóttirin Lulu svarar henni ávallt raeð skætingi. Francine á aðeins eina vin- konu, fyrrverandi hreingerninga- konu sína, sem erfði milljónir og er núalvarlega sinnisveik. „Vertu sœl grimma veröld" Smám saman hrynur heimur Francine. Elmer stingur af með einkaritaranum og ekur um smá- íbúðahverfið í hátalarabíl og segir vafasamar sögur af feitri, skítugri og drykkfelldri eiginkonu sinni. Sopunum fjölgar h já Francine. Dext- er, sem fær útrás í því að stíga af fullum krafti ofan á tær ókunnugra kvenna í stórverzlunum, er handtek- inn sem „hinn alræmdi tátrampari frá Baltimore”. Lulu æfir go-go-dans daginn út og inn og dreymir um að verða ný Farrah Fawcett, en verður ófrísk af völdum pönkarans Bobo. En allra verst er þó hið ofurnæma lyktarskyn Francine, sem gerir henni lífið óbærilegt. Allt í kringum hana er ólykt. Ástandið hjá Fishpaw- fjölskyldunni er orðið svo slæmt að jafnvel hundur fjölskyldunnar frem- ur sjálfsmorö, hengir sig í ísskáps- hurðinni, og kveður með orðunum: „Vertusæl, grimmaveröld.” Eina huggun Francine fyrir utan alkóhólið eru dagdraumar um hinn myndarlega Todd Tomorrow sem grfur henni iðulega undir fótinn á rauðu ljósi. Eitt sinn þegar hún er úti að aka nemur hún staðar til að virða fyrir sér hrylHlega útleikið fómar- lamb umferðarslyss. Skyndilega birtist Todd Tomorrow og ástin blossarupp. í einu vetfangi hverfa öll vanda- mál. Dexter er látinn laus úr fangels- inu og fer að mála og móta fætur í listrænu skyni. Lulu finnur innri frið í faðmi kirkjunnar. En stærsta niðurlæging Francine liggur í leyni. Eitthvað lyktar ekki sem skyldi hjá Todd Tomorrow. Nú, hér látum við staðar numiö svo að lesendur geti spenntir beðið myndar- innar og getið sér til um örlög Fran- cine og Fishpaw-fjölskyldunnar. „Mestu óþverramyndir í sögu kvikmyndanna" Með hlutverk Francine fer Divine og Tab Hunter leikur Todd Tomorrow. Tab Hunter er þekktur sem „the- clean-cut-aU-american-good-guy” í amerískum kvikmyndum og hefur leikið með stjömum eins og Lana Tumer, Natalie Wood, Debbie Reyn- olds, Sophiu Loren og Ritu Hay- worth. Og leikstjórar hans em ekki af verri endanum: Joseph Losey, Raoul Walsh, Tony Richardson og John Houston. Nú er hann í félags- skap John Waters og Divine. John Waters er mjög hreinskilinn maður: „Mér era kvikmyndir mikið alvörumál en ég hef absólút ekkert að segja. Metnaður minn er að gera mestu óþverramyndir í sögu kvik- myndanna.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.