Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 18
18 DV. LAUGARDAGUR 28. AGUST1982. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir undart útsendurum NASA en það reynist erfitt að leyna geimveru i kiæðaskápnum. meðferö og hin fyrri. Elliott er staddur í skólanum þegar hann er allt í einu þéttkenndur og dettur útaf stólnum sínum. Elliott og E.T. hafa nefnilega einhvers konar undarlegt þráðlaust samband. E.T. lætur ekki staðar numið að bjórdrykkjunni lok- inni heldur snýr sér að sjónvarpinu. F jrsti þátturinn sem hann horfir á er teiknimynd um Tomma og Jenna. E.T. tekst að skipta um rás og sér að lokum atriöið úr kvikmynd með John Wayne og Maureen O’Hara. Wayne og O’Hara fallast i faöma og i skól- anum veit Elliott ekki fyrr til en hann hefur gripið bekkjarsystur sína ifaðminn. í Irfsháska E.T. og Elliott eru annað og meira en venjulegir vinir. Veiðimennirnir fráNASA eruekkiþaöeinasemE.T. þarf að óttast. Hann þolir ekki vistina á jörðinni og ef hann dvelur á þessum hnetti of lengi mun hann deyja. Hin sérkennilegu tengsl Elliotts og E.T. verða til þess að líf drengsins er einnig í hættu. Nákvæm tæknivinnan viö gerð E.T. gerir hann að ljúfri og sannfær- andi persónu. ,,E.T.” hefur ekki til að bera þann fráhrindandi kulda sem einkennir myndir fullar af tækni- brellum. „E.T.” er hlaöin góðu gamni og spennandi ævintýrum. Þó E.T. sé lítil furðuskepna utan úr geimnum þá eru allt í kringum hann ákaflega ljúfar og mannlegar tilfinn- ingar. Poltergeist Spielberg er einhver afkastamesti maður innan bandaríska kvik- myndaiðnaöarins. A þessu ári leik- stýrði hann E.T. og framleiddi kvik- myndina Poltergeist sem frumsýnd var nú í sumar. Tobe Hooper er skrif- aður leikstjóri myndarinnar en margir telja að Spielberg hafi sjálfur verið mestan part við stjómvölinn. Poltergeist er ólík E.T. því Polter- geist er draugasaga. I kvikmyndinni segir frá „venju- legri” fjölskyldu sem verður fyrir undariegum hryllingi. Eitt bamið í fjölskyldunni hverfur og eftir það getur fjölskyldan einungis rætt við hinn horfna fjölskyldumeðlim gegnum auða rás i sjónvarpinu. Kvikmyndin er uppfull af tækni- brellum sem margar hverjar takast prýðilega. Engu að síður þykir Poltergeist með slakari myndum Spielbergs. Vera kann að ádeila eigi að finnast í myndinni, þess efnis að þeir sem mest glápa á sjónvarpið hverfi aðlokum inn í það. -SKJ. FurðusUepnan rándýr í framleiðslu Hann er lítíll en hálslangur og andlitíð á honum er i laginu eins og gamall sjón- varpsskjár. Hann vafrar um á flötum fótum og skinnið á honum er eins og gamalt bókfell. Handleggirnir eru likir mjóum bambusstöngum og á hvorri hendi eru ein- ungis fjórir fingur í stað fimm. Hann er óhemju fingrafimur og getur kveikt Ijós í einum fingurgóminum. Þegar Ijósið kviknar er fingurinn orðinn að töfrastaf sem nota má til lækninga. Augun ihonum eru eins og i froski en þau tjá tilfinningar betur en augu í nokkrum hundi. Sá sem svo er lýst er aðalpersónan í nýjustu kvikmynd Stevens Spielbergs en gripurinn gegnir nafninu E. T. Kvikmyndin heitir einnig „E. T. eða The Extra-Terrestrial. Furðulegri aðalpersóna hefur ekki sézt í kvikmynd ef undan er skilinn Fílamaðurinn í The Elephant Man. Þrátt fyrir útlitið er E. T. einhver indælasta persóna kvikmyndasögunnar. Kvikmyndin ,JC.T.” er ævintýri Spielbergs um dvöl geimveru á jörð- inni. Bandarískum gagnrýnendum þykir sem honum hafi tekizt frá- bærlega vel að gera f jörlega mynd fyrir böm á öllum aldri. Áhorfendur virðast á sama máli og hafa flykkzt á „E.T.” í sumar. Spielberg hefur ævinlega haft gott lag á að tjá sak- leysi bernskunnar. Þetta kemur meðal annars fram í kvikmyndum hans The Sugariand Express og Close Encounters of the Third Kind. Á eftir þessum myndum gerði Spiel- berggamanmyndina „1941”ogævin- týramyndina Raiders of the Lost Ark. Síðarnefnda myndin var tekin til sýningar í fyrrasumar og hlaut meö fádæmum góða aösókn. Hún var eins konar óður til spennubókanna sem stundum eru kallaðar stráka- bækur, en allir krakkar lesa í æsku. Tíu ára bjargvættur I „E.T.” em flestir hlutir séðir frá sjónarhóli barns. Myndavélinni er beint úr mittishæð upp á hina full- orðnu sem leita í dyrum og dyngjum að E.T. eftir að hann hefur orðið strandaglópur á jörðinni. Flokkur sem leitar að E.T. er líklega frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA. Enginn þessara manna sker sig úr hópnum, þeir eru einfaldlega hópurfullorðinna. Vinur og bjargvættur geimver- unnar er ekki nema tíu ára. Hann heitir Elliott og er leikinn af Henry Thomas. Ef til vill er það ekki til- viljun að nafni hans byrjar á E og endar á T. Hitt er hins vegar víst að samband Elliotts og E.T. verðurafar náið. Drukkin geimvera I einu fyndnasta atriði E.T. er litla geimveran ein heima hjá Elliott. Elliott hefur gert samning viö eldri bróður sinn (Robert Macnaughton) og litlu systur sína (Drew Barry- more) um aö halda vist E.T. á jörð- inni leyndri. Mömmu þeirra gmnar ekki neitt og þau fela vin sinn í fata- skáp. E.T. getur þó ekki haldið sig í skápnum og leggur af stað niður á neðri hæð hússins í baöslopp af Elliott. Sloppurinn er alltof stór og geim- veran líkist galdrakarli frá miðöldum. E.T. gerir skyndikönnun á birgðum í ísskápnum og álpast til aö opna bjórdós. Hann skolar inni- haldinu ofan í sig og grípur síðan aðra bjórdollu. Hún fær sömu Það er áhættusamt að setja saman dúkku sem á að verða aðalpersónan í kostnaðarsamri kvikmynd. Enginn veit það betur en framleiðandinn og leikstjórinn Steven Spielberg. Hann er nú þrjátíu og fjögurra ára gamall og þykir uppáfinningasamur í betra lagi. Spielberg hefur oft á tíðum átt í vandræðum með tæknibreilurnar í myndum sínum. Þegar hann gerði Jaws bilaði sjálfur hákarlinn með þeim afieiöingum aö gerð myridar- innar tók þrisvar sinnum lengri tíma og kostnaðurinn við hana tvöfald- aðist. Höfuðpaurinn í ,,E.T.” er furðuleg sképna og það tók langan tíma aö finna réttan mann til að smíöa grip- inn. Smíði E.T. var líka kostnaðar- söm. Þaö kostaði til dæmis 700.000 dollara að gera eina útgáfu af brúð- unni en þegar til kom reyndist hún ónothæf. Spielberg haföi aö lokum samband við Carlo Rambaldi en hann gerði geimverurnar sem notaðar voru í Close Encounters of the Third Kind. Höfuðstóru verurnar með spírulegu útlimina eru sem sagt f orfeður E ,T. Rambaldi vann til óskarsverð- launa fyrir tæknibrellur í King Kong og Aiien. Hann gerði tillögur að geimveru fyrir ,dí.T.” og Spielberg gerði sínar athugasemdir áður en þrjú eintök af geimverunni voru framleidd. Dúkkan sem var notuð að lokum kostaði eina og hálfa miiljón bandaríkjadala. Beinagrindin er úr áli og stáli en vöövar og skinn úr tref japlasti, svampi og pólýurethan. Dúkkunni E.T. voru engu að síður takmörk sett og þegar hún gengur er í rauninni mannvera á ferðinni. Spielberg réð dverg til að klæðast E.T. búningi og leika E.T. í sumum atriöum myndarinnar. Sautján manns unnu aö gerð E.T. og dúkkan er fær um að framkvæma eitt- hundrað og fimmtíu hreyfingar. Hún geturtilaðmyndahreyftfingurna á ýmsa vegu og teygt hálsinn um nokkra þumiunga. Sagt er aö leikkonan Debra Winger sem lék á móti John Travolta í Urban Cowboy hafi lagt til röddE.T. Rödd geimverunnar er bjöguö með elektrónískum tækjum og Spielberg vill ekki segja hver á þennan malrómírauninni. Kvikmyndin E.T. hefur notið gífur- legra vinsælda í sumar og það hefur ekki farið framhjá neinum í Banda- ríkjunum. Þar eru nú boönar til sölu, E.T. dúkkur, E.T. skyriur, E.T. vekjaraklukkur og E.T. tölvuleikir frá Texas instruments. E.T. mun meira að segja koma fram í sjón- varpsauglýsingu fyrir Bell síma- félagið. -SKJ. Spielborg moð nýjasta undrinu sfnu, gaimverunni £ T.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.