Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 28. AGUST1982. 11 / þr/u ur hjo et/ med Gudluuyi un þess m) iftust honum (DV myndir ho G } Nu hy ey meó kærustu minum .. Þettu vuí oskíi/)lei/t mul med þessn vondu konu þ/odleikhusst/oni Ey hufdi óskci/ilef/ti ynmun u f þvi lyöinn Sigurlaug moð börnum sinum tveim, Ragnari Guðlaugi og Guðlaugu. Bæði hafa þau fotað i fótspor móð- ur sinnar og eru á kafi i tónlistinni. „Hún sagðist kunna hlutverkið aftur é bak og áfram. En ekkert gekk. Ég fékk hlutverkið." Sigurlaug á sviði Þjóðleikhússins i hlutverki greifynjunnar i Brúðkaupi Figarós. og kennir viö tónlistardeild í mennta- skóla í Stokkhólmi og spilar jafnframt í hljómsveitum hingaö og þangaö. Viö búum saman, enda ætlaði ég aldrei aögiftamig.” — Af hver ju ekki? ,ÍIg var skrýtiö bam. Frá því ég man eftir mér hefur mér alltaf fundizt hjónabönd undarleg, eitthvaö, sem raskaði tilveru martns. Þetta er í raun alveg agalegt, eins og hjónabandiö er flott stofnun, sé rétt á málum haldið. Hjónabandiö er þaö sem byggir upp allt þjóölífið. Viö eram skyldug að hjálpa hvort ööru. Þannig fáum við betri einstaklinga, betra þjóðlíf og skemmtilegra líf. Lífið er svo dásam- legt, að vísu stundum hart og viö fáum aldreineittgratís.ensamt.. .” — Var það eitthvað í þinni fjöl- skyldu, sem geröi það aö verkum, að þú ætlaðir aldrei að gifta þig? „Nei, ails ekki. Þetta bara þróaöist einhvem veginn meö mér. Ég var ung, þegar ég átti elztu dóttur mína, önnu Maríu, sem nú er 26 ára. Eg elskaði barnsfööur minn, en giftist honum aldrei.” — En þú giftir þig samt? „Já, ég kynntist Guölaugi og í þrjú ár bjó ég meö honum, án þess aö giftast honum. En svo giftist ég hon- um. . . . Það bara fór svona. Annars skal ég segja þér aö í Svíþjóð eru aðeins um 50 prósent, sem gifta sig, hinir láta óvigöa sambúö nægja. Giftingin er einhvern veginn orðið aukaatriöi. Eg viröi samt hjónabandiö en þaö er einhvem veginn svo meö það eins og svo margt annað, að eitt á viö þennan og annað við hinn. ” — Þiö Guölaugur áttuö tvö böm? „Já, þaö em Ragnar Guölaugur, sem er tíu ára, og Guölaug, sem er ellefu og hálfs.” — Eru bömin þín í tónlistinni eins og þú? „Já, Anna María stundar nám viö tónlistarháskóla í Stokkhólmi og lýkur prófi næsta ár, sem tónlistarkennari. Yngri börnin em í tónlistarskóla jafn- framt barnaskólanum. Guðlaug spilar undir á píanó viö hljómsveit skólans og selló, en Ragnar á fiölu. Hann hefur oft leikiö einleik meö hljómsveitinni. ’ ’ „Leiddist alitaf ísvertinni." — Nú er líf þitt í dag býsna frábrugð- iö því, sem þú áttir í æsku? „Já, ég ólst upp á Egilsá í Skaga- firðL Pabbi er rithöfundur og býr þar enn. En ég skal segja þér, að mér leiddist alltaf í sveitinni, sérstaklega á haustin, þegar sláturtíöin hófst. Eg er svo mikill dýravinur aö ég átti svo erfitt með að sætta mig við þetta. Sveitastörf in áttu einhvern veginn ekki við mig, en maður lét sig hafa þaö. Og ég veit, að fólk talaði um, aö ég væri dugleg. Mér finnst göfugt aö helga sveitinni krafta sina, en samt. .. Eg man eftir því, að þegar ég var aö fara til Reykjavíkur og hef ja mitt söngnám, þá var ég hreinlega talin af! Þótti ekki setjandi á eftir aö vera farin á möl- ina!” — Þið voruð meö barnaheimili þama siðar? „Já, já, þaö var ég sem átti hug- myndina. Meö hjálp góöra manna, tókst að koma því upp. Viö byrjuðum með þaö ’55 eöa '56 og rákum þaö í ein 12—15 ár. Og núna er ég aö vinna aö því að endurvekja það. Þó ekki í sinni uppnunalegu mynd.heldur sem orlofs- heimili aldraðra eöa sem endur- hæfingaheimili í likingu viö Reykja- lund. Hefur pabbi unniö þar ómetan- legtstarf.” „Hefaðeins dregið ílandbarnanna vegna" —Af hverju fluttust þiö til Svíþjóðar? „Eg lærði í Stokkhólmi áöur en ég gifti mig og Guölaugur var þar viö nám ungur. Hann var mikill Sviavinur og var staðráðinn í því, aö f ara a.ftur til Svíþjóðar, þegar hann hætti sem Þjóö- leikhússtjóri og þaö varð úr. Reyndar hætti hann ári áður en hann þurfti min vegna.” — Hefurðu haft mikið að gera þessi árí Svíþjóö? „Já, mikið. Ég hef mikiö veriö á tón- listarferöalögum bæöi í Svíþjóð og í Þýzkalandi. Reyndar meira en nóg, hef meira aö segja ekki getaö tekið nærri allt sem mér hefur staöiö til boöa. Síöasta ár hef ég svo dregið mjög í land vegna barnanna. Eg hef séð böm kollega minna veröa undir í lífsbarátt- unni vegna þess, að móðirin hefur ekki getað sinnt þeim sem skyldi. Börnin kynnast foreldrum sinum, sum hver, aöeins í gegnum blöðin og þetta hata börn. Ef ég hefði ekki áttaö mig, heföi ég lent í sömu gry fj u. Þetta skal ekki koma fyrir mín börn. En ég hef líka ákveðiö þaö, aö þegar þau verða eldri ætla ég aftur að hella mér út í tónlistarlífið, eins og áður.” — Hefuröu verið mikið í sænsku pressunni? „Talsvert aö sjálfsögðu því starfiö býður uppá þaö, en auðvitað minna upp á síðkastið þar sém ég kem ekki eins oft fram og áöur. Sviar hafa reynzt mér vel og hafa hælt mér mikið, svo. mikiö, áð iiiér finnst ég varla standa undirþví.” — Hvaö syngurðu helzt á tónleikum? „Þaö er svo margt. 1 þessum bransa veröur maður að hafa lager sem maöur gengur aö eins og klæöaskápn- um sínum. En ég syng einkum verk eftir Schubert, Brahms, Mozart, Sig- valda Kaldalóns, Sigfús Einarsson og AtlaHeimi, svoeitthvaösénefnt.” — Kallaröu þig Rósinkranz, þegar þúkemurfram? , Jíkki alltaf, stundum kalla ég mig Guðmundsdóttur. Ef ég ætti að velja mér listanafn held ég aö ég mundi velja hiö síöamefnda. Það er mjög erfitt fyrir útlendinga að bera þaö nafn fram, en þeir segja þaö mjög fallega, þegar þeirhafa loksins lært þaö.” „ Verð alttaf íslendingur." — Nú ertu búin aö vera búsett ellefu ár í Svíþjóö, næstum allt líf tveggja yngstu bamanna. Emö þið ekki oröin sænsk? „Þaö er hrein fjarstæöa, aö maöur verði Svíi bara af því aö búa í Svíþjóö. Ég og bömin erum fædd á Islandi, hér eigum viö okkar vini og fjölskyldu og því verðum við aldrei annaö en Islend- ingar. Svíar veröa ekki Islendingar af því einu aö búa á Islandi, er það?” „Annars verða aiiir vitlausir...." — Hvaö er framundan hjá þér? ,,Eg ætlaði aö gefa út plötu fyrir tveimur árum en ekkert varö af því. Eg var aö bíöa eftir því aö sænskt tón- skáld skrifaði tónlist viö kvæði fööur míns, sem ég haföi þýtt. En einhvern veginn missti ég áhugann. En nú lang- ar mig aö koma henni út, annars verða allir vitlausir, bæði hér heima og erlendis. Eg býst því við aö hún komi út á næsta ári ef timi vinnst til. Svo bauðst mér aö syngja í París í vor og sumar, en ég gat ekki tekið því, meðal annars vegna þess að mamma dó i vor og ég þurfti að koma hingað heim, en vonir standa til aö ég veröi ráðin þangaö næsta ár. Einnig hefur mér boðizt aö syngja bæði í Helsinki og Gautaborg í haust en ég veit ekki hvort ég tek því. Eg skal segja þér, aö ég gæti fengið mjög mikið að gera ef ég tæki öllu en þá kemur fjölskyldan, ég get ekki trampað hana niður til þess að veröa fræg.” — Ertu aö koma heim á næstunni? „Þessi er erfið, það spyrja mig allir aö þessu. En ég skal segja þér, aö við vitum, að Island er ekki miödepill al- heimsins. Héöan er svo dýrt aö komast milli landa. Og þaö er það sem ég þarf í mínu starfi. Þess vegna hentar mér betur aö búa erlendis, þar sem ég er í nánari tengslum við allt sem er aö ger- ast en samt maður veit aldrei.... ” Og einhvers staöar hér endaði viötal- ið. Sigurlaug hafði í mörgu að snúast enda að fara til Svíþjóðar næsta morg- un. Við stóöum því upp og þökkuðum góöar móttökur. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.