Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 28. ÁGUST1982. Bílar Bflar 17 Bflar Bflar Ford Sierra 1983 Nýja Sierra línan sem mun taka viö af Taunus/Cortinu í Evrópu. Þessi bíll ber mikinn keim af tilraunabílnum Probe m frá Ford, sem hannaöur var sér- staklega með straumlínulag í huga. Höfuðeinkenni þessara bíla er útlit þeirra. Væntanlegur er einnig frá Ford bíll í staö Futura og Zephyr. Sá bíll, sem kallaöur er Topaz, veröur nær eins og fjög- urra dyra útgáfan af Sierra, nema hvaö framhlutinn verður öðruvísi. Fjórhjóladrif fyrir alla Af hverju ekki á vegunum líka? Fjórhjóladrifiö er ekki bara fyrir jeppadellumennina eina lengur. Margir framleiöendur eru um það bil aö feta í fótspor Audi Quattro og koma meö fólksbíla meö drifi á öllum, hjólum. Audi mun hafa tvo nýja fólks- bíla tilbúna meö drifi á öllum hjólum; 170 hestafla útgáfu af túrbóbúinni út- gáfu af hinum nýja 5000 bíl og 130 hest- afla útgáfu af núverandi 4000 gerö. Peugeot er á fullri ferð meö f jórhjóla- drifsútgáfu af 505 gerðinni fyrir venju- ■legan akstur og einnig rallýútgáfu sem búin veröur miklu afli, 2,7 lítra V-6 mótor meö meira en 200 hestöfl. Toyota eru mun minni í sniöum meö nær tilbúna útgáfu af fjórhjóladrifnum Tercel og Porsche er meö fjórhjóladrif í athugun, bæði fyrir 928 og 944 gerö- irnar. BMW eni einnig aö athuga sinn gang í drifi á öllum hjólum. Eru þeir taldir hafa útbúiö bíla af 7-geröinni til skoðunar. Síöast en ekki sízt er Fíat að undir- búa framleiöslu á fjórhjóladrifsútgáfy af Panda. Þessi bíll veröur þó öfugt viö hina einkum ætlaöur til notkunar utan vega. Því veröur spennandi aö fylgjast með þróun Pöndunnar því ætla má að þar sé kominn bill sem henta myndi íslenzkum aöstæðum prýöilega. Það er staöhæft í erlendu bíla- blaði, sem þessi mynd birtist í aö stúlkan á myndinni sé ekki dvergur. Þessi Blazer frá 1978 er bara svona hár í loftinu. Hjólin eru heldur engin smásmiöi, felgurnar eru 18x22,5 og 15x16,5 og dekkin 18x 46 X22,5 og 17x40X16,5. Um aksturseigin- leika bílsins er ekki getið, en trú- lega kemst hann yfir einhverjar torfærur því vélaraflið mun vera nóg. Bið eftir varahlutum Mörgum þykir erfitt aö fá varahluti í bíla hér á landi en hvaö myndi þeim hinum sömu finnast byggju þeir í Moskvu. Fyrir fimm árum ákváöu sovézk stjórnvöld aö sameina varahlutasölu og þjónustu til aö draga úr svartamarkaðsbraski. Samkvæmt Pravda eru í dag í Moskvu, borg með átta milljónir íbúa og 250 þúsund einkabíla, aöeins fjórar varahiutasölur, og þegar hillurnar eru ekki tómar veröa Moskvubúar aö bíöa í marga tíma eftir varahlutunum sínum. HONDA CITY xmf. Þegar Honda City var kynntur á bílasýningunni í Tokyo í vetur vakti hann mikla athygli (eins og sagt var frá hér í DV) og þá sér- staklega fyrir þaö hversu vel heföi heppnazt aö sameina stærö ognotagildi. Margir telja aö Honda City sé nokkurs konar T-model Ford okkar tíma. Þetta sé bíllinn sem sýni okkur hvemig bílarnir verða í náinni framtíð. Hins vegar benda margir á aö á sínum tíma misstu ódýru litlu bílarnir fljótt marks þegar hægt var að fram- leiða betur búna bíla á sama veröi vegna hagkvæmni í f jölda- framleiöslu. Núna, þegar pyngjan léttist og veröið hækkar, verða smábílam- ir aftur vinsælir. Má þar benda á Fiat Panda og Daihatsu Charade sem mætt hafa kröfum um yfir- fulla vegi, lítið bílastæðarými og hátt bensínverð. Þaö er tímaspursmál hvenær bílar eins og Honda City verða á öllum götum. Nú streymá þeir út úr verksmiöjum Honda, um tíu þúsundá mánuði. Þeir í Detroit eru komnir á fulla ferð í undirbúningi fyrir smábílamarkaöinn; General Honda City, smá- billinn sem slegið hefur í gegn. Motors meö S-bil sinn, teiknaöan af Opel, og áætlanir um aö hann verði smíðaður hjá Isuzu og Suzuki, en gert er ráö fyrir aö S- bíllinn taki viö af Chevette 1985. Ford gerir ráö fyrir aö stinga GM af á smábílamarkaðinum meö bíl sem kallaöur hefur verið Minx. Sá bíll er minni en Ford Fiesta og er meö vél frá Toyo Kogyo (byggð eins og 3 strokka vélin í Daihatsu Charade), Volks- wagen, Fiat, Honda og Suzuki eru mjög áf jáðir i aö koma sínum bQum á Bandaríkjamarkaö, en bíða eftir upplýsingum um reglu- gerðir og staöal um þol í árekstrarprófunum. Honda City þykir sanna aö „minibílar” eru réttir bílar á réttum tíma, þótt sumum þyki þeir afturför og minni á óæöri tegundir. Hondan þykir hafa alla kosti sér stærri bíla og er spáð velgengni í annars haröri samkeppni. Eins og Ford Model T var rétti billinn fyrir fyrstu tuttugu ár aldarinnar þá mætti vel hugsa sér að Honda City væri sá rétti fyrir þau síöustu tuttugu. Lancia Delta Turbo 4X4, litill en rúmgéður fjórhjóladrifinn fólksbili. Ital Design Orca, lengdur Lancia Delta, með mælaborö á s jónvarpsskermi. BERTONi Ghia Brezza með vélina i miöju, sem gefur farangurspiáss bæði að framan og aftan. Nýtt frá Torino Bílasýningar þykja ávallt spennandi. Þar gef- ur alltaf aö líta eitthvað nýtt. Á bílasýningunni í Torino á Italíu nýverið gaf aö líta marga knáa fáka og margtnýtt. Hjá Lancia, til dæmis, tóku þeir Delta geröina sína, settu undir hana. fjórhjóladrif og turbo á vélina og fengu þá út 130 hestöfl. Giorgetto Giugi- aro hjá Ital Design bætti síðan enn um og bjó til nýja gerö, Orca, lengri og straumlínulagaðri. Bertone MX-81 er byggður á Mazda GLC. Ekkert var gefið eftir af plássinu en straumlínu- lagiö sér um aö mót- staöan er komin niður í 0,29. Þeir hjá Mazda gáfu Bertone frjálsar hendur og eru harðánægöir meö árangurinn. Frá Ford Ghia kemur Brezza, byggður á Ford EXP en vélin hefur veriö flutt inn í miðjan bíl (líkt ogáFiatXl/9). A meðan Ghia var aö koma tveimur fýrir i Brezza tók Giugiaro sér tíma frá Orca til aö teikna Capsula, nýtizkulegan smábíl með pláss fyrir fjóra. Þótt Capsula sé styttri en VW Golf þá er 40 sentimetrum meira pláss inniibilnum. Frá Lancia var sýndur í fyrsta sinn Trevi Volumex, ekki beintneinn framtíöarbíll en lofar góöu, meö 2 lítra vél sem skilar 135 hestöflum. Capsule frá Ital Design, rúmgóður þótt lítill sé. Tæknihliðin frá Alfasud. Lancia Trevi Volumex. Zagato Chicane var koslnn sá sem sizt ætti framtíð og um leið sá 1 jótasti á sýningunni. Viking Saab Turbo teiknaður af Bandarikja- mannlnum Tom Tjaarda vakti ekki eins mikla athygli og búizt var við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.