Morgunblaðið - 16.05.2000, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 16.05.2000, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 49 nemendur í að vinna í hópum, þjálfa þá í að leysa fólkin verk- efni, hvetja til faglegra vinnu- bragða, byggja upp áræði með því að hafa verkefnin sífellt erfið- ari, og að gera nemendur eftir- sótta á vinnumarkaði strax og námi lýkur. Náin samvinna við fyrirtæki Lokaverkefni í kerfisfræði við tölvunarfræðideild HR eru nú á opinni kynningu í skólanum sem stendur til um kl. 18 á morgun. En fjórða önnin í tölvunarfræði- deild er lokaönn þeirra nemenda sem velja að útskrifast sem kerf- isfræðingar HR. Þá vinna þeir 6 eininga lokaverkefni í 2-4 manna hópum. Lokaverkefnin eru byggð á raunverulegum viðfangsefnum og unnin í samvinnu við innlend eða erlend fyrirtæki. Stundum eru þau vara sem verður seld. Ágúst Valgeirsson, deildarforseti í tölvunarfræðideild, er einn af þeim sem síðustu daga hafa verið að taka við verkefnum frá þess- um hópum. „Nemendur hafa ver- ið að vinna að þeim undanfarnar vikur og þurft að leggja mikið á sig,“ segir hann. Áf fyrirtækjum sem verkefnin eru unnin í samstarfi við má nefna: Nýherja, Skýrr, Hugvit, Islenska erfðagreiningu, Vaka/ Hugtak, íslandsbanka, Betware, Gagarín, Teymi, Streng, Oz og Fakta. Dæmi um verkefni er Simpark - kerfi sem gerir stöðu- mælavörðum kleift að fylgjast með stöðu ökutækja á bílastæð- um með aðstoð WAP-síma, leyfir ökumönnum að nýta farsíma við greiðslur fyrir stæði. (Nýherji). „Verkefnin með fyrirtækjunum eru mjög mikilvæg," segir Ágúst, „nemendur tengjast starfsmönn- um þess og kynnast vinnumark- aðinum. í lokaverkefnum í kerfís- fræði er þeirri bylgju í faginu sem mest vex fylgt, en ekki þeirri sem er að fjara út. Þannig geta úrskrifaðir nemendur stokkið beint í vinnu og nýst fyrirtækjun- um strax.“ Sítengdir einstaklingar Ágúst og Guðfinna segja það kosti vinnu að vera með á nótun- um í þessum fræðum. Árlega verða u.þ.b. 30-40% af námsefn- inu úrelt. Nálgunin breytist og ný tól verða til. „Ending kennslu- bókar í kerfisfræði er 1-2 ár,“ segir Ágúst, „og 2-3 ár í hugbún- aði.“ Guðfinna segir bókasafn og upplýsingamiðstöð HR vera nokkuð óvenjulega af þessum sökum. „Markmiðið hefur frá upphafi verið að byggja upp raf- rænt bóksafn," segir hún og að safnið hafi aðgang að u.þ.b. þús- und rafrænum tímaritum og að fjölmörgum gagnagrunnum, t.d. ABI/Inform, Reuters Business Briefing, Cambridge Scientific Abstracts. E1 Village og Dialog. „Internet-tíminn er runninn upp í faginu, og í kjölfarið verður æ meiri áhersla á Veraldarvefinn í náminu. Byrjar fyrr og stendur lengur," segir Ágúst. Hann segir einnig að tíminn milli hugmyndar um hugbúnað fyiúr Netið og framkvæmdar styttist sífellt, bið kemur ekki til greina. Hann segir að á næstu árum megi búast við að hvert heimili verði sítengt og að Netið verði sérstök rás á sjónvarpstækjunum. Einnig að fljótlega verði sér- hver einstaklingur sítengdur eða með tæki á sér (samruni síma og tölvu), sem láti vita þegar við- komandi fái tölvupóst eða þegar verðmæti hlutbréfanna hans breytast. Netforritun er því verk- efni sem kerfisfræðingar eru á kafi í og byrjað er að kenna hana núna á 2. önn í tölvunarfræði- deildinni. Hann segir að þeir sem byrji í kerfisfræði í haust læri aðra nálgun en þeir sem núna eru að útskrifast gerðu á sinni fyrstu önn. Verkkunnáttan hátt metin Ágúst segir að þetta þýði einn- ig stöðuga símenntun kennara og að þeir séu í góðum tengslum við atvinnulífið. Hann segir að ákveð- ið hlutfall kennara sé í aðalstarfi í öðrum fyrirtækjum. Aðrir kenn- arar eru síðan í tengslum við at- vinnulífið. „í svona verkefna- vinnu eins og hér um ræðir eru bæði kennarar utan og innan skólans viðriðnir það,“ segir hann. Guðfinna segir megin- áhersluna vera á tvennt í náminu: Annarsvegar á fræðilegan grunn sem geri nemendur færa til að hugsa og greina verkefnin og opni þeim leið í áframhaldandi háskólanám. Hins vegar verk- kunnáttu, sem einnig kenni þeim að vinna í hópum. Verkefnið á 1. önn er hlutbundin forritun, Gluggaforritun og gagnasöfn á 2. önn, Internet-forritun og verk- efnastjórnun á þeirri þriðju og hugbúnaðargerð er lokaverkefnið fyrir kerfisfræðinga á 4. önn. Þriðja árið er svo BS-nám, sem einnig má taka með vinnu á tveimur árum. í tölvunarfræðideildinni eru þrenns konar prófgráður veittar: Próf sem kerfisfræðingur, BS- próf í tölvunarfræði og BS í tölv- unarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein. r;,Y ■ ' ' ; , , ' HR í hnotskurn . ..... .. ■ • ■ ■ . ■ ► Háskólinn í Reykjavík stend- ur við Ofanleiti. Hann er sjálfs- eignarstofnun Verzlunarráðs íslands um viðskiptamenntun og lýtur fimm manna stjóm sem skipuð er af Verzlunar- ráði. ► HR skiptist í tvær deildir auk Símenntar Háskólans í Reykjavík. ► I tölvunarfræðideiid er boðið upp á þriggja ára BS-nám í tölvunarfræði. Einnig er hægt. að ljúka tölvunarfræði með við- skiptafræði sem aukagrein. Nemendum býðst að auki að út- skrifast eftir tvö ár með próf- gi'áðuna kerfisfræðingur-HR. Allt efni fyrsta árs í tölvunar- fræðideild er boðið í fjarnámi. ► í viðskiptadeild erboðið upp á þriggja ára BS-nám í við- skiptafræði. í náminu er lögð áhersla á fræðilegan gninn, raunhæf verkefni og tengsl við atvinnulífíð. Náminu lýkur með 6 eininga rannsóknarritgerð. Hægt er að útskrifast með BS- próf í viðskiptafræði með tölv- unarfræði sem aukagrein. Eftir að hafa staðist tveggja ára, 60 ein. nám eiga neinendur þess kost að útskrifast með diploma í viðskiptafræði. ► Símenntun HR á að svara vaxandi þörf atvinnulífsins fyr- ir simenntun starfsfólks og sljórnenda. Megináherslan er lögð á sérsniðnar lausnir. Sú þekking sem hentar hveiju fyr- irtæki fyrir sig er greind með markvissum hætti og henni miðlað áfram. ► Bókasafn og upp- lýsmgamiðstöð skólans er að miklu leyti rafi-æn. Aðgangur er að u.þ.b. þúsund rafrænum fagtímaritum og Qölmöiguin gagnasöfnum. ► Meistaranám við HR er í undirbúningi. Mikill áhugi er á að bjóða innan tíðar upp á meistaranám í rafrænum við- skiptum. ► Rektor HR er Guðfinna S. Bjamadóttir. Deildarforseti tölvunarfræðideildai' er Agúst Valgeirsson (Nikulás Hall í leyfi). Deildai-stjóri við- skiptadeildai- er Agnar Hans- son. F ram k væm dastj ó ri Sí- menntar er Halla Tómasdóttir. . Gefandi að sjá kerf in virka" Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg „Við erum að búa t.il eitthvað nýtt sem svo gagnast. til ákveðinna hluta.“ Jónas, Finnur Geir og Hannes. Hannes Pétursson, Finnur Geir Sæmundsson og Jónas Sigurðs- son kynna í dag lokaverkefnið sitt í kerfisfræði í Háskólanum í Reykjavík. Það er klukkan 15 í þingsal 201. Verkefnið heitir InfoTransporter 2000 - Rafrænt samþykktarkerfi fyrir stafræn skjöl. „Kerfið er mjög sveigjan- legt og getur ýmist starfað sem sjálfstæð eining eða tengst öðr- um kerfum á auðveldan hátt. Það samanstendur af umsjónar- hluta og vefviðmóti sem saman mynda lausnir, þar sem hægt er að stýra ferli skjala innan fyrir- tækja á einfaldan og aðgengileg- an rnáta," stendur í lýsingu þess. „í kerfinu er hægt að senda skjöl á Netinu til samþykktar á milli fyrirtækja," segir Jónas. Þeir vinna þetta fyrir Fakta, sem fæst við nýsmíði í hugbúnaði og að búa til pappírslaus kerfi. „Við höfum unnið að þessu síð- an í janúar,“ segir Finnur Geir og að frá því í byijun aprfl hafi þeir varla vikið fiá því. „í HR eru með öðrum orðum þung verkefni sem krefjast mikillar vinnu, en eru mjög raunhæf og lærdómsrík,“segir hann. „Hver önn endar á verkefni og er það einn mesti kosturinn við skólann að fá að nota þekking- una,“ segir Finnur, „það er nijög gefandi að gera verkefnin og sjá þau að lokum virka, að búa til kerfi sem stenst. Þeir útskrifast allir 3. júní næstkomandi sem kerfisfræð- ingar. Finnur mun vinna hjá Fakta í sumar og fara svo í BS- nám í tölvunarfræði við HR. Finnur Geir og Jónas hafa ráðið sig lijá Búnaðarbankanum og ætla að ljúka BS-náminu með vinnu á tveimur árum. Finnur Geir segir að fyrir tveimur árum hafí hann átt í vandræðum með að fá áhugaverða vinnu en núna linni ekki athyglisverðum at- vinnutilboðum. „Það er mikil eft- irspum eftir kerfisfræðingum,“ segir hann, „þetta er spennandi iðnaður." Starf kerfísfræðinga er fjöl- breyft en þeir vinna mikið í við- haldi á kerfum og svo nýsköpun. „Starfið er gefandi vegna þess að við emm að búa til citthvað nýtt sem svo gagnast t.il ákveð- inna hluta,“ scgir Hanncs. En hvaða eiginleika þurfa menn í svona starfi helst að hafa? „Vandvirkni, samviskusemi, þrautseigju og forvitni," segja þeir. Jónas segir hafa útskrifast sem stúdent af félagsfræðibraut, og það hafi bara dugað vel, því áherslan á t.d. stærðfræði sé ekki yfirþyrmandi þessi tvö ár í tölvunarfræðideild. Námið og sfarfið hvilir einnig mikið á því að geta unnið vel í hópum. Ríkisvíxlar í markfloldaim Útboð þriðjudaginn 16. maí í dag 16. maí kl. 11:00 mun fara fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á 3ja, 5 og 11 mánaða ríkisvíxla en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. I boði verða eftirfarandi flokkar ríkisvíxla í markflokkum: Flokkur Gjalddagi Lánstími Núverandi staða* Áætlað hámark tekiiina tilboða RV00-0817 17. ágúst 2000 3 mónuðir 0 3.000.- RV00-1018 18. október 2000 S mónuðir 0 1.500,- RV01-0418 18. apríl 2001 11 mónuðir 750 1.500.- Sölufyrirkomulag: Ríkisvixlarnir verða seldir með tilboðs- fyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í rfldsvíxla að því tflskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 miUjónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt að gera tilboð í *Milljónir króna meðalverð samþykktra tilboða að lágmarki 500.000 krónur. Öfl tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00, þriðjudaginn 16. maí 2000. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu rfldsins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: S62 4070 • Fax: 562 6068 www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.