Morgunblaðið - 16.05.2000, Side 49

Morgunblaðið - 16.05.2000, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 49 nemendur í að vinna í hópum, þjálfa þá í að leysa fólkin verk- efni, hvetja til faglegra vinnu- bragða, byggja upp áræði með því að hafa verkefnin sífellt erfið- ari, og að gera nemendur eftir- sótta á vinnumarkaði strax og námi lýkur. Náin samvinna við fyrirtæki Lokaverkefni í kerfisfræði við tölvunarfræðideild HR eru nú á opinni kynningu í skólanum sem stendur til um kl. 18 á morgun. En fjórða önnin í tölvunarfræði- deild er lokaönn þeirra nemenda sem velja að útskrifast sem kerf- isfræðingar HR. Þá vinna þeir 6 eininga lokaverkefni í 2-4 manna hópum. Lokaverkefnin eru byggð á raunverulegum viðfangsefnum og unnin í samvinnu við innlend eða erlend fyrirtæki. Stundum eru þau vara sem verður seld. Ágúst Valgeirsson, deildarforseti í tölvunarfræðideild, er einn af þeim sem síðustu daga hafa verið að taka við verkefnum frá þess- um hópum. „Nemendur hafa ver- ið að vinna að þeim undanfarnar vikur og þurft að leggja mikið á sig,“ segir hann. Áf fyrirtækjum sem verkefnin eru unnin í samstarfi við má nefna: Nýherja, Skýrr, Hugvit, Islenska erfðagreiningu, Vaka/ Hugtak, íslandsbanka, Betware, Gagarín, Teymi, Streng, Oz og Fakta. Dæmi um verkefni er Simpark - kerfi sem gerir stöðu- mælavörðum kleift að fylgjast með stöðu ökutækja á bílastæð- um með aðstoð WAP-síma, leyfir ökumönnum að nýta farsíma við greiðslur fyrir stæði. (Nýherji). „Verkefnin með fyrirtækjunum eru mjög mikilvæg," segir Ágúst, „nemendur tengjast starfsmönn- um þess og kynnast vinnumark- aðinum. í lokaverkefnum í kerfís- fræði er þeirri bylgju í faginu sem mest vex fylgt, en ekki þeirri sem er að fjara út. Þannig geta úrskrifaðir nemendur stokkið beint í vinnu og nýst fyrirtækjun- um strax.“ Sítengdir einstaklingar Ágúst og Guðfinna segja það kosti vinnu að vera með á nótun- um í þessum fræðum. Árlega verða u.þ.b. 30-40% af námsefn- inu úrelt. Nálgunin breytist og ný tól verða til. „Ending kennslu- bókar í kerfisfræði er 1-2 ár,“ segir Ágúst, „og 2-3 ár í hugbún- aði.“ Guðfinna segir bókasafn og upplýsingamiðstöð HR vera nokkuð óvenjulega af þessum sökum. „Markmiðið hefur frá upphafi verið að byggja upp raf- rænt bóksafn," segir hún og að safnið hafi aðgang að u.þ.b. þús- und rafrænum tímaritum og að fjölmörgum gagnagrunnum, t.d. ABI/Inform, Reuters Business Briefing, Cambridge Scientific Abstracts. E1 Village og Dialog. „Internet-tíminn er runninn upp í faginu, og í kjölfarið verður æ meiri áhersla á Veraldarvefinn í náminu. Byrjar fyrr og stendur lengur," segir Ágúst. Hann segir einnig að tíminn milli hugmyndar um hugbúnað fyiúr Netið og framkvæmdar styttist sífellt, bið kemur ekki til greina. Hann segir að á næstu árum megi búast við að hvert heimili verði sítengt og að Netið verði sérstök rás á sjónvarpstækjunum. Einnig að fljótlega verði sér- hver einstaklingur sítengdur eða með tæki á sér (samruni síma og tölvu), sem láti vita þegar við- komandi fái tölvupóst eða þegar verðmæti hlutbréfanna hans breytast. Netforritun er því verk- efni sem kerfisfræðingar eru á kafi í og byrjað er að kenna hana núna á 2. önn í tölvunarfræði- deildinni. Hann segir að þeir sem byrji í kerfisfræði í haust læri aðra nálgun en þeir sem núna eru að útskrifast gerðu á sinni fyrstu önn. Verkkunnáttan hátt metin Ágúst segir að þetta þýði einn- ig stöðuga símenntun kennara og að þeir séu í góðum tengslum við atvinnulífið. Hann segir að ákveð- ið hlutfall kennara sé í aðalstarfi í öðrum fyrirtækjum. Aðrir kenn- arar eru síðan í tengslum við at- vinnulífið. „í svona verkefna- vinnu eins og hér um ræðir eru bæði kennarar utan og innan skólans viðriðnir það,“ segir hann. Guðfinna segir megin- áhersluna vera á tvennt í náminu: Annarsvegar á fræðilegan grunn sem geri nemendur færa til að hugsa og greina verkefnin og opni þeim leið í áframhaldandi háskólanám. Hins vegar verk- kunnáttu, sem einnig kenni þeim að vinna í hópum. Verkefnið á 1. önn er hlutbundin forritun, Gluggaforritun og gagnasöfn á 2. önn, Internet-forritun og verk- efnastjórnun á þeirri þriðju og hugbúnaðargerð er lokaverkefnið fyrir kerfisfræðinga á 4. önn. Þriðja árið er svo BS-nám, sem einnig má taka með vinnu á tveimur árum. í tölvunarfræðideildinni eru þrenns konar prófgráður veittar: Próf sem kerfisfræðingur, BS- próf í tölvunarfræði og BS í tölv- unarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein. r;,Y ■ ' ' ; , , ' HR í hnotskurn . ..... .. ■ • ■ ■ . ■ ► Háskólinn í Reykjavík stend- ur við Ofanleiti. Hann er sjálfs- eignarstofnun Verzlunarráðs íslands um viðskiptamenntun og lýtur fimm manna stjóm sem skipuð er af Verzlunar- ráði. ► HR skiptist í tvær deildir auk Símenntar Háskólans í Reykjavík. ► I tölvunarfræðideiid er boðið upp á þriggja ára BS-nám í tölvunarfræði. Einnig er hægt. að ljúka tölvunarfræði með við- skiptafræði sem aukagrein. Nemendum býðst að auki að út- skrifast eftir tvö ár með próf- gi'áðuna kerfisfræðingur-HR. Allt efni fyrsta árs í tölvunar- fræðideild er boðið í fjarnámi. ► í viðskiptadeild erboðið upp á þriggja ára BS-nám í við- skiptafræði. í náminu er lögð áhersla á fræðilegan gninn, raunhæf verkefni og tengsl við atvinnulífíð. Náminu lýkur með 6 eininga rannsóknarritgerð. Hægt er að útskrifast með BS- próf í viðskiptafræði með tölv- unarfræði sem aukagrein. Eftir að hafa staðist tveggja ára, 60 ein. nám eiga neinendur þess kost að útskrifast með diploma í viðskiptafræði. ► Símenntun HR á að svara vaxandi þörf atvinnulífsins fyr- ir simenntun starfsfólks og sljórnenda. Megináherslan er lögð á sérsniðnar lausnir. Sú þekking sem hentar hveiju fyr- irtæki fyrir sig er greind með markvissum hætti og henni miðlað áfram. ► Bókasafn og upp- lýsmgamiðstöð skólans er að miklu leyti rafi-æn. Aðgangur er að u.þ.b. þúsund rafrænum fagtímaritum og Qölmöiguin gagnasöfnum. ► Meistaranám við HR er í undirbúningi. Mikill áhugi er á að bjóða innan tíðar upp á meistaranám í rafrænum við- skiptum. ► Rektor HR er Guðfinna S. Bjamadóttir. Deildarforseti tölvunarfræðideildai' er Agúst Valgeirsson (Nikulás Hall í leyfi). Deildai-stjóri við- skiptadeildai- er Agnar Hans- son. F ram k væm dastj ó ri Sí- menntar er Halla Tómasdóttir. . Gefandi að sjá kerf in virka" Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg „Við erum að búa t.il eitthvað nýtt sem svo gagnast. til ákveðinna hluta.“ Jónas, Finnur Geir og Hannes. Hannes Pétursson, Finnur Geir Sæmundsson og Jónas Sigurðs- son kynna í dag lokaverkefnið sitt í kerfisfræði í Háskólanum í Reykjavík. Það er klukkan 15 í þingsal 201. Verkefnið heitir InfoTransporter 2000 - Rafrænt samþykktarkerfi fyrir stafræn skjöl. „Kerfið er mjög sveigjan- legt og getur ýmist starfað sem sjálfstæð eining eða tengst öðr- um kerfum á auðveldan hátt. Það samanstendur af umsjónar- hluta og vefviðmóti sem saman mynda lausnir, þar sem hægt er að stýra ferli skjala innan fyrir- tækja á einfaldan og aðgengileg- an rnáta," stendur í lýsingu þess. „í kerfinu er hægt að senda skjöl á Netinu til samþykktar á milli fyrirtækja," segir Jónas. Þeir vinna þetta fyrir Fakta, sem fæst við nýsmíði í hugbúnaði og að búa til pappírslaus kerfi. „Við höfum unnið að þessu síð- an í janúar,“ segir Finnur Geir og að frá því í byijun aprfl hafi þeir varla vikið fiá því. „í HR eru með öðrum orðum þung verkefni sem krefjast mikillar vinnu, en eru mjög raunhæf og lærdómsrík,“segir hann. „Hver önn endar á verkefni og er það einn mesti kosturinn við skólann að fá að nota þekking- una,“ segir Finnur, „það er nijög gefandi að gera verkefnin og sjá þau að lokum virka, að búa til kerfi sem stenst. Þeir útskrifast allir 3. júní næstkomandi sem kerfisfræð- ingar. Finnur mun vinna hjá Fakta í sumar og fara svo í BS- nám í tölvunarfræði við HR. Finnur Geir og Jónas hafa ráðið sig lijá Búnaðarbankanum og ætla að ljúka BS-náminu með vinnu á tveimur árum. Finnur Geir segir að fyrir tveimur árum hafí hann átt í vandræðum með að fá áhugaverða vinnu en núna linni ekki athyglisverðum at- vinnutilboðum. „Það er mikil eft- irspum eftir kerfisfræðingum,“ segir hann, „þetta er spennandi iðnaður." Starf kerfísfræðinga er fjöl- breyft en þeir vinna mikið í við- haldi á kerfum og svo nýsköpun. „Starfið er gefandi vegna þess að við emm að búa til citthvað nýtt sem svo gagnast t.il ákveð- inna hluta,“ scgir Hanncs. En hvaða eiginleika þurfa menn í svona starfi helst að hafa? „Vandvirkni, samviskusemi, þrautseigju og forvitni," segja þeir. Jónas segir hafa útskrifast sem stúdent af félagsfræðibraut, og það hafi bara dugað vel, því áherslan á t.d. stærðfræði sé ekki yfirþyrmandi þessi tvö ár í tölvunarfræðideild. Námið og sfarfið hvilir einnig mikið á því að geta unnið vel í hópum. Ríkisvíxlar í markfloldaim Útboð þriðjudaginn 16. maí í dag 16. maí kl. 11:00 mun fara fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á 3ja, 5 og 11 mánaða ríkisvíxla en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. I boði verða eftirfarandi flokkar ríkisvíxla í markflokkum: Flokkur Gjalddagi Lánstími Núverandi staða* Áætlað hámark tekiiina tilboða RV00-0817 17. ágúst 2000 3 mónuðir 0 3.000.- RV00-1018 18. október 2000 S mónuðir 0 1.500,- RV01-0418 18. apríl 2001 11 mónuðir 750 1.500.- Sölufyrirkomulag: Ríkisvixlarnir verða seldir með tilboðs- fyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í rfldsvíxla að því tflskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 miUjónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt að gera tilboð í *Milljónir króna meðalverð samþykktra tilboða að lágmarki 500.000 krónur. Öfl tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00, þriðjudaginn 16. maí 2000. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu rfldsins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: S62 4070 • Fax: 562 6068 www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.