Morgunblaðið - 16.05.2000, Síða 45

Morgunblaðið - 16.05.2000, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 45 Reuters ar sprengingarnar hófust í flugeldaverksmiðju í miðbænum í Enschede á sunnudag, þar sem hundruð manna slösuðust og tugir manna fórust. GELDAGEYMSLUNNi on til þess að HOLLAND num Enschede g yfir 600 ‘"rvr í Ek" , ^ Q Amsterdam ■ r ^ 5 Enschede s CA) (búafjöldi: 145.000 BELGlA K n Enschede Vörugeymsla fyrir flugelda Blossinn sýnir svæðið er verst varð úti I Eldsvoði fyrir utan vörugeymsluna færist til geymslusvæðis þar sem 100 tonn af flugeldum eru geymd l Vægar sprengingar draga að forvitinn mannfjölda ) Mikið eldhaf verður úr öflugri spreng- ingu sem eyðileggur fjölda húsa i) AP Yfirlitsmynd sem sýnir hluta af svæðinu sem varð eyðileggingu að bráð í Enschede eftir að flugeldaverksmiðjan sprakk í loft upp. Myndin er tekin af myndbandi sem hollenska lögreglan tók í gær. Morgunblaðið/Arni Sæberg Hverfinu þar sem sprengingarnar urðu var lokað og sést lögreglumaður við ytri girðinguna. Mikið vatn fór í slökkvist arfið og þurfti að spara það í borg- inni í gær. Reuters Slökkviliðsmaður gengur hjá vörugeymslunni er geymdi um 100 tonn af flugeldum í bænum Enschede í Ilollandi. ir Arianne örugg. „Það eru bara þessi ef,“ segir Bjami. „Þau eru alltaf að slqóta upp kollinum; hvað ef þetta, hvað ef hitt. Mér finnst ennþá erfitt að hugsa um þetta. Reyndar veit ég ekki, hvort ég hef náð þessu. Mér finnst þetta stundum svo óraunverulegt. En svo er eins og ég hafi uþplifað eitthvað þessu líkt áður, þegar ég var strákur á Skaganum. Þá sprakk flug- eldaverksmiðja þar og hús skemmd- ust. Það var auðvitað miklu smærra í sniðum en þessi sprenging hérna á laugardaginn. En ég var svo lítill þá og sú sprenging þeim mun stærri í minn- ingunni." Hvað muna þau bezt frá þessum ör- lagaríka laugardegi? Höggþrýstingur- inn af seinni sprengingunni var svo gífurlegur, segja þau. „Þetta var einhver hrikalegur kraft- ur, sem leystist þarna úr læðingi. Og tilhugsunin um allt fólkið sem fórst og særðist. Hún er sár. En við sluppum. Við getum ekki annað en verið forsjón- inni þakklát fyrir það.“ Þau Bjami og Arianne kynntust á Akureyri. Hún kom til íslands nýút- skrifaður sjúkraþjálfari, fór fyrst til Siglufjarðar og svo til Akureyrar, þar sem Bjarni var við myndlistamám. Þau fluttu svo hingað til Enschede, þar sem Bjami kláraði nám við mynd- listarakademíuna og Arianne starfaði á endurhæfingarstöð handan landa- mæranna í Þýzkalandi. Þegar ég er að skrifa þessar síðustu línur hringir Bjami og segir þau hjón. hafa verið að sjá loftmyndir af sprengjusvæðinu í sjónvarpinu. „Við sáum þetta ekki vel, en okkur sýnist húsið okkar standa að miklu leyti,“ segir hann. „En þakið er farið og flest virðist bmnnið. Og vinnustofuskúrinn minn er horfinn.“ íikja ekki verið íbúar Enschede safnast saman í kring- um bygginguna og fylgst með bmna í því sem þeir töldu vörugeymslu fyrir pappír og megnuðu slökkviliðsmenn ekki að bægja fólksfjöldanum frá í tæka tíð. Töldu að um flugeldasýmngu væri að ræða Sjónarvottai- segja að eldur hafi kviknað í vörugeymslunni síðdegis á laugardag og að í fyrstu hafi litið út sem um flugeldasýningu væri að ræða. Þá hafi eldhnettir skotist út frá bygg- ingunni yfir norðurhluta og miðbæ Enschede. Laust eftir klukkan fjögur að stað- artíma, eða tvö að íslenskum tíma, varð síðan gríðarleg sprenging í bygg- ingunni og skömmu síðar kom upp eldur sem breiddist skjótt út um nær- liggjandi íbúðabyggð. Sprengingin og eldurinn sem fylgdi í kjölfarið ollu mikilli skelfingu meðal þeirra er þust höfðu að til að fylgjast með sakleysis- legri „flugeldasýningunni" sem á ör- skömmum tíma breyttist í eldhaf. Bílar og hús sem stóðu næst vöru- geymslunni gereyðilögðust og götur í miðbæ Enschede líktust vígvelli eftir að brak hafði þeyst í allar áttir. Byggð í um 400 metra radíus umhverfis Toll- enstraat, þar sem vörugeymslan var staðsett, var rústir einar og dynurinn af sprengingunni heyrðist í allt að 15 km fjarlægð og sögðust íbúai' í bæjum í kring hafa haldið að um flugslys væri að ræða. „Ég fór út á hjólinu mínu til að fylgj- ast með og sá hryllinginn. Það var blóð, ég sá fólk gráta, það voru flísar, eyðilagðir gluggar og stálbitar út um allt,“ sagði einn sjónarvotta í samtali við fréttamann AFP. Að mati bæjarstjórans í Enschede eyðilögðust um 400 íbúðarhús og eru 1000 hús til viðbótar talin mikið skemmd. Á fjórða hundrað íbúa var hýst í skóla í suðurhluta bæjarins. Bæjaryfirvöld sögðu í gær að 628 manns hefðu slasast í sprengingunni og brunanum sem á eftir fylgdi og að þar af sé 32 enn haldið í sjúkrahúsum í nágrenni bæjarins. Sex manns eru á gjörgæsludeildum. Þá sagði Jan Mans bæjarstjóri Enschede að 200 íbúa væri enn saknað en lagði þó áherslu á að ekki væri talið að allir hefðu farist í slysinu. Slökkvilið náði að slökkva elda seint á laugardagskvöld og leit var hafin í rústunum. í gær sögðu björgunar- menn að aðeins hefði verið hægt að leita í fjórum götum eða um einum fimmta hluta svæðisins er verst varð úti, vegna gífurlegs hita. Enn hafa að- eins verið borin kennsl á fimmtán lík og sagði Dick de Jong, yfírmaður kennslasveitar lögreglunnar, í gær að óvíst væri hvenær leit yrði hætt vegna aðstæðna og ónógra upplýsinga um þá sem væri saknað. útilokuð Fæstir vita hvað geymt er í vörugeymslunum Þá hafa sérfræðingar hollenska hersins verið kallaðir til starfa til að rannsaka hugsanleg eldsupptök en Aad Groos lögreglustjóri Enschede sagði í gær að íkveikja hefði ekki verið útilokuð. Grunsemdir um íkveikju hafa kviknað í Ijósi þess að kveikt var í þremur fyrirtækjum í norðurhluta bæjarins í liðinni viku. Þá sagði hollenska ríkissjónvarpið frá því í gær að slökkvilið hefði verið kallað út í gærmorgun vegna gruns um íkveikju. Heimildamenn The Daily Telegraph innan hollensku lög- reglunnar sögðu á sunnudag að ef um íkveikju hefði verið að ræða gæti hugsast að sökudólgurinn hefði ekki vitað af því að í byggingunni væru geymdir flugeldar. Alls er talið að um tuttugu fyrirtæki í Hollandi hafi leyfi til þess að geyma flugelda í byggingum og eru tvær af tólf slíkum vörugeymslum staðsettar í Enschede. Undanfama daga hafa verið uppi háværar raddir um að breyta hollenskri löggjöf og banna geymslu flugelda í íbúðabyggð. Fæstir vita hvað geymt er í slíkum vöruskemmum og var jafnvel Jan Mans bæjarstjóri einn þeirra. Vöru- geymslan var byggð árið 1977 og á þeim tíma var hún staðsett í útjaðri bæjarins en með árunum hefur byggð teygt sig í átt að iðnaðarhverfi hans og verkamannaíbúðir verið reistar í námunda við flugelda-! geymsluna. Bæjarstjórinn sagði í gær að fyrir- tækið sem bar ábyrgð á vörugeymsl- unni hefði haft öll tilskilin leyfi og að byggingin hefði staðist öryggiskröf- ur. Þá hafi öryggisdeild hollenska hersins rannsakað vörugeymsluna i síðustu viku og ekki fundið neitt að- finnsluvert.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.