Morgunblaðið - 16.05.2000, Page 8

Morgunblaðið - 16.05.2000, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Haraldur Orn Olafsson náði norðurpólnum eftir 32 stunda göngu á lokasprettinum „Eg er á toppi tilverunnar“i ........ ............um „ÞETTA er Haraldur öm ólafsson sein utlar. Ég er á toppi tilverunnar. Ég er Ég er kominn Davíð, ég er kominn. Morgunblaðið/Ingólfur Quiz, sem er labrador retriever, tdk þátt í fyrsta veiðiprdfi fyrir hunda á þessu ári. Hundar í prófí FYRSTA veiðipróf fyrir sækjandi hunda var haldið Hann á einnig Quiz, en hún fékk aðra einkunn, nýlega á Akranesi. Falcon fékk fyrstu einkunn á og stjórnaði eigandinn sjálfur hundum sínum í prófinu en eigandi hans er Sigurmon Hreinsson. keppninni. Þer ötendur ti£ boða ráðgjöf sérfræðinga um garða- og gróðurrækt Gosbrunnar, dælur, vatnsheldir dúkar, stútar or fleira sem Er mosi í grasflötinni þinni? Hvar og hvernig á að nota áburð og fræ? , , ,... *«*(•*» .-.'•mx.i Vönduð gróðurhús Garðverkfæri /urtalyfgegn plöntusjúkdómum, skordýrum og óþrifum á trjám. 60 Ara FAGLEG REYNSLA A ÖLLUM SVIDUM RÆKTUNAR GARÐHEIMAR GRÆN VERS LUNARMIÐ STÖÐ STEKKJARBAKKA 6 ■ REYKJAVÍK ■ SÍMI 540 3300 I > O r 3 0 f 1 Fræðslufundur Örverufræðifélags Herða þarf varnir í sýkla- lyfjahernaði Sigurður E. Vilhelmsson A KVÖLD klukkan 20 heldur Örverufræði- félag íslands aðal- fund sinn í Sjávarútvegs- húsinu á Skúlagötu 4, fundurinn er öllum op- inn. Þar flytur Sigurður E. Vilhelmsson líffræð- ingur erindi sem hann nefnir; Af sókn og vörn í sýklalyfjahernaði. Hann var spurður hvert stefndi í sýklalyfjahern- aðinum. „Vandamálið er að sýklalyfjaónæmi er orðið mjög útbreitt meðal baktería og nú er svo komið að það finnast bakteríur sem jafnvel eru ónæmar fyrir öllum þekktum sýklalyfjum og ástæða þessa er mikil og oft á tíðum óþörf notkun sýklalyfja sem hefur ýtt undir útbreiðslu þessa ónæmis." -Er það eina ástæðan fyrir ónæmi baktería fyrir sýklalyfj- um? „Já, þetta er meginástæðan og það á jafnt við um notkun hjá mönnum og um þau sýklalyf sem eru mikið notuð í landbúnaði, bæði gefin dýrum í lækninga- skyni og jafnvel notuð í fóður til að örva vöxt dýra.“ - Við ervm þá greinilega í vörn. Hvað er hægt að gera til þess að snúa þessari þróun við? „Fyrst og fremst að takmarka notkun sýklalyfja." - Hvernig á að fara að því? „Okkur hefur orðið mikið ágengt hér á íslandi við að draga úr notkun sýklalyfja og það hefur gerst með fræðslu jafnt til lækna sem til almenn- ings. Þá er aðallega verið að tala um þá ábendingu að gefa aðeins sýklalyf þegar brýna nauðsyn ber til. Nefna má sem dæmi að sýklalyf verka t.d. ekki gegn venjulegu kvefi og öðrum veiru- sýkingum þannig að það er mik- iivægt að komast að því hvers eðlis sjúkdómurinn er áður en gripið er til sýklalyfja." - Hafa verið gerðar rannsókn- ir hér til að kanna hvernig ástandið er í þessum efnum? „Já, okkar rannsóknir hafa að mestu leyti beinst að pneumó- kokkum sem valda aðallega eyrnabólgu í börnum og jafnvel heilahimnubólgu. Ónæmisstofnar þessarar bakteríu hafa breiðst út um allan heim og komu til ís- lands líklega frá Spáni árið 1988. Þeir breiddust hratt út í kjöl- farið og voru orðnir orsakavald- ar svona sýkinga hjá um 20% sjúklinga árið 1993. í kjölfar herferðarinnar til að draga út notkun sýklalayfja hefur þess- um sýklalyfjaónæmu bakteríum fækkað og jafnvel eru dæmi um að nokkrir stofnar hafi misst ónæmi fyrir vissum sýklalyfjum. Þetta eru einstakar niðurstöður í heimin- um að sjá svona þróun í náttúr- unni. Þessi rannsókn er hluti af rannsókn sem sýklafræðideild Landspítalans er að vinna að í samvinnu við m.a. Rockefeller- háskólann í New York. Verkefn- ið hér á landi er unnið undir stjórn Karls G. Kristinssonar, prófessors í sýklaíræði." - Hvaða bakteríur er erfiðast ► Sigurður E. Vilheltnsson fæddist 29. maí 1971 í Reykja- vík. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1990 og BS- prófi í líffræði 1994 frá Háskóla íslands. Árið 1995 fór hann í framhaldsnám við læknadeild HI, því lýkur með doktorsprófi væntanlega á næsta ári. Sigurð- ur starfar hjá sýklafræðieild Landspítalans. Kona Sigurðar er Eygló Þóra Harðardóttir markaðsstjóri og eiga þau von á fyrsta barni sínu í næsta mánuði. að eiga við núna? „Það eru stofnar berklabakt- eríunnar sem eru orðnir ónæmir fyrir öllum þekktum sýklalyfj- um. Það er illmögulegt ef ekki ómögulegt að lækna slíka berkla. Þeir eru að breiðast hratt út í Rússlandi og Austur-Evrópu en hafa líka stungið sér niður í Bandaríkjunum.“ -Er ekki hægt að bólusetja fólk viðþessum berklum? „Jú, en það er orðið of seint þegar fólk er orðið veikt. Það verður að gera fyrir fram og í fá- tækum ríkjum eru slíkar aðgerð- ir of dýrar til þess að hægt sé að stunda þær kerfisbundið." - Gengur fólki misvel að ráða við bakteríur sjálft? „Já, fyrir fullorðið, heilbrigt fólk er tiltölulega auðvelt að ráða við bakteríur eins og pneumó- kokkana en fyrir fólk með veikt ónæmiskerfi eins og t.d. ung- böm, gamalt fólk, eyðnisjúklinga eða fólk í krabbameinsmeðferð geta þær reynst hættulegar. Þá er mjög mikilvægt að geta beitt sýklalyfj- um.“ - Hvernig eru að- stæður hér til svona rannsókna? „Þær eru einstak- lega góðar. Fámenni og landfræðileg einangmn ís- lands auk ágæts heilbrigðiskerfis gerir það að verkum að mögu- legt er að fylgjast mjög ná- kvæmlega með útbreiðslu og þróun ónæmra baktería. Hægt er að beita svipuðum aðferðum við þessar rannsóknir og notaðar em t.d. í barnsfaðernismálum og glæpamálum þ.e. nota DNA- greiningar til þess að ákvarða skyldleika einstakra baktería. Aðeins á að gefa sýklalyf þegar brýna nauðsyn ber til

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.