Morgunblaðið - 24.07.1999, Síða 58

Morgunblaðið - 24.07.1999, Síða 58
MORGUNBLAÐIÐ 1^58 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 FRÉTTIR Forseti Islands heimsækir Islend- ingabyggðir FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fer um helgina tO Kanada og Bandaríkjanna og mun í nasstu viku heimsækja byggðir ís- lenskra landnema í Alberta og Sa- skatchewan-fylkjum Kanada og taka þátt í hátíðarhöldum á 100. ís- lendingadeginum í Norður-Dakóta í '•Bandaríkjunum. „I fylgdarliði forsetans verða dóttir hans, Dalla Ólafsdóttir, Ró- bert Trausti Arnason forsetaritari, Svavar Gestsson sendiherra og frú Guðrún Ágústsdóttir, Ömólfur Thorsson íslenskufræðingur og í Norður-Dakóta einnig Ólafur Skúlason biskup og frú Ebba Sig- urðardóttir. Forseti íslands mun fara á heimaslóðir Stephans G. Stephans- sonar, skálds í Klettafjöllum, leggja blómsveig frá íslensku þjóðinni á leiði skáldsins og skoða bóndabæinn þar sem Stephen G. Stephansson bjó, en þar verða tónleikar tO heið- 'i^urs forseta Islands. Á vegum stjómvalda í Alberta og Sa- skatchewan-fylkjum verða margvís- legir atburðir í tengslum við heim- sóknina og mun forseti Islands eiga viðræður við fylkisstjóra og heim- sækja fylkisþingin. Afkomendur íslenskra landnema í Alberta-fylki koma saman tO há- tíðarkvöldverðar í Leifs Eiríksson- ar-húsinu í Calgary. Forseti íslands mun heimsækja bændur af íslensk- um ættum í Vatnabyggð, dvalar- heimili aldraðra Vestur-íslendinga og fara um slóðir íslenskra land- nema í þessum tveimur fylkjum Kanada sem em ásamt Winnipeg og Gimli meðal helstu landnámssvæða Islendinga í Vesturheimi. Heimsókn Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta íslands, lýkur með þátttöku í þriggja daga hátíðarhöld- um Vestur-íslendinga í Norður-Da- kóta-ríki í Bandaríkjunum en þar verður í byrjun ágúst haldinn ís- lendingadagur í 100. sinn. Sérstök hátíðardagskrá verður 1. ágúst og mun söngfólk og tónlistar- fólk frá Islandi taka þátt í hátíðar- höldunum. Daginn eftir mun Ólafur Skúlason biskug predika í hátíðar- messu. Vestur-Islendingar víða að úr Bandaríkjunum og Kanada munu einnig taka þátt í hátíðarhöld- unu, í Norður-Dakóta. Fjöldi Islendinga nam land í Norður-Dakóta á síðustu öld og áætlað er að nokkur þúsund af- komendur þeirra muni nú taka þátt í hátíðarhöldunum sem verða mjög fjölbreytt, m.a. verður athöfn við minnismerkið um skáldið Káinn og sérstök dagskrá í Islendingagarð- inum. Á leiðinni til Norður-Dakóta mun forseti íslands koma við í Winnipeg í Kanada og eiga viðræðustund með forystusveit Vestur-íslendinga í Gimli og Winnipeg," segir í fréttatO- kynningu frá skrifstofu forseta ís- lands. — Golfdagur fyrir börn GOLFDAGUR fyrir börn á aldr- inum 3ja til 12 ára var nýlega haldinn í fyrsta skipti á höfuð- borgarsvæðinu í blíðskaparveðri á „Ljúflingnum", æfingavelli Golfklúbbs Oddfellowa í Heið- mörk. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum og komust færri að en vildu. Yfir tvö hundruð börn mættu til leiks og voru þá gjarn- an í fylgd foreldra, afa eða ömmu en alls voru hátt í 400 manns á svæðinu þegar flest var og skemmtu sér allir vel. Golf- dagurinn var haldinn á vegum Æskulínu Búnaðarbankans og Utilífs sem var með kynningu á nýjum golfvörum fyrir börn, US Kids Golf. Margt var í boði fyrir þá sem lögðu leið sina á Ljúfiinginn þennan dag. Hægt var að fá til- sögn í golfí og margir stigu sín fyrstu spor á golfbrautinni. Golf- vellinum var skipt niður í nokkur svæði fyrir keppnir og æfíngar. Keppt var í tveimur flokkum, 9-10 ára og 11-12 ára. Yngri hóp- urinn lék 3 holur og þar urðu efstir og jafnir Geir Þorsteinsson og Jón Bryiyar Björnsson. Þeir léku á 12 höggum, sem verður að teljast góður árangur. Eldri hóp- urinn lék 4 holur og sigurvegari þar varð Sigurður Björn Sigurðs- son, 12 ára, á 16 höggum. Auk þess var haldin nándarkeppni sem allir aldurshópar tóku þátt í. í lokin voru veitingar í boði Vífílfells og Domino’s Pizza. íþróttaálfurinn afhenti keppend- um verðlaun fyrir góðan árang- ur. SKIPAPLOTUR - INNRETTINGAR JÉA plötur í lestar | J-pj SERVANT PLÖTUR ^jlEul PP &CO SALERNISHÓLF BAÐÞILJUR ELDSHÚSBORÐPLÖTUR Á LAGER-N0RSK HÁGÆÐAVARA Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 & 568 6100 í DAG VELVAKANDl Svarað í síma 569 1100 frá 10-13 frá mánudegi til föstudags Góð grein Péturs ÉG VIL þakka Pétri Pét- urssyni fyrir hans ágætu grein í Morgunblaðinu 21. júlí sl. Það var mál til komið að flengja þetta stríðsóða lið sem kaninn hefur heilaþvegið. NATO - ill var þess fyrsta ganga 30. mars 1949 þegar minnsta heim- ili í fjölskyldu þjóðanna var blindað með táragasi og barið með kylfum fyrir það eitt að vilja ekki vera í þeim félagsskap sem nú hefur sýnt sitt rétta inn- ræti. Það verður að fá úr því skorið hvort Davíð Oddsson og Halldór Ás- grímsson hafi gerst sekir um lögbrot er þeir afsala þjóð sinni fjöreggi hennar og lífshelgi friðarins. Sá sem í gæfu og gengi vill búa á guð sinn og land sitt skal trúa. Helga Bærings, Bergstaðastræti 25b. Enn um Herbalife ÉG skrifa í tilefni bréfs sem birtist í Velvakanda miðvikudaginn 14. júlí sl. Bréfritari getur verið fullviss um það, að vörur Herbalife innihalda engin skaðleg efni. Aliar megr- unar- og næringarafurðir Herbalife sem fást á ís- landi eru matvæli, eins og alls staðar um heim allan þar sem þær eru seldar. Þær eru ekki unnar úr kemískum efnum, heldur úr náttúrulegum fæðu- tegundum. I vörunum eru næringarefni í ákveðnum hlutföllum, sem eru hag- kvæm og örugg uppbót við mataræðið. Állar vörumerkingar veita ná- kvæmar upplýsingar um innihald og ráðlagða notkun. Afurðir Herbalife eru byggðar upp, framleiddar og merktar í samræmi við lög um innihald, öryggi og merkingar. Þær hafa ver- ið skoðaðar af viðkomandi yfirvöldum á Islandi og leyfðar til sölu um land allt. Þar sem megrunar- og næringarafurðir Herbali- fe eru einungis matvæli en ekki lyf má selja þær beint til neytandans án lyfjafræðilegra ráðlegg- inga. Milljónir manna um heim allan njóta afurða Herbalife, sem er til vitnis um háan gæðastaðal, ör- yggi og áhrifamátt þeirra. Virðingarfyllst, Christophe Thomann, varforseti Herbalife í Norður-Evrópu. Tapað/fundið Myndavél í óskilum SL. SUNNUDAG fannst myndavél á útsýnisstaðn- um fyrir ofan Nesjavalla- virkjun. Upplýsingar í síma 555 2824. Adidas hettupeysa týndist SVÖRT Adidas hettu- peysa (barna) týndist í ná- grenni 10-11 í Hjalla- brekku um síðustu mán- aðamót. Skilvís finnandi hafi samband í síma 897 5350. Hrói er týndur HRÓI er mikill uppá- haldsköttur og hefur verið týndur frá 5. júlí. Hann er gulbröndóttur með hvíta bringu og hvíta fætur og hvítt nef með blesu á enn- inu. Hann var með gráa sjálflýsandi ól, rauða að innan, þegar hann hvarf. Ef einhver getur gefið upplýsingar um afdrif Hróa, vinsamlegast hafið samband í síma 551 2164 eða 865 5435. Köttur í óskilum GRÁBRÖNDÓTTUR hálfstálpaður köttur fannst í skóginum í Elliða- árdal á miðvikudagskvöld- ið. Saknar eiganda síns mikið. Upplýsingar í síma 588 6277 eða 695 0018. Hundur fæst gefins GULLFALLEGUR hundur, 8 mánaða, brúnn, frekar lítill en vöðvastælt- ur fæst gefins. Gott efni í veiðihund. Líkist fara- ókyni. Uppiýsingar í síma 424 6709. Kettlingar fást gefíns TVEIR 2ja mánaða kett- lingar fást gefins. Upplýs- ingar í sima 565 2506 eða 869 8412 Fuglabúr óskast ÓSKAÐ er eftir ódýru stóru fuglabúri, helst ferköntuðu. Upplýsingar í síma 555 3041. Hundaeigendur athugið HEKLU, sem er 7 ára springer spaniel tík vant- ar gott fósturheimili frá 6. ágúst til 20. ágúst. Á móti gæti komið samskonar greiði. Vinsamlegast hringið í síma 552 0523. Hundur í óskilum HUNDUR fannst sl. fimmtudag í Þingholtun- um (tík). Upplýsingar í síma 861 4133. Páfagaukur týndist GRÁR dísarpáfagaukur með gulan topp og gular kinnar með appelsínugul- um hring í kinnum, slapp úr búri sínu í Smárahverf- inu í Kópavogi miðviku- daginn 23. júlí. Fuglinn er sæmilega gæfur og hlýðir kallinu Kíki. Ef einhver hefur orðið fuglsins var, vinsamlega hringið í Óm- ar í síma 862 5670 eða í 554 1558. SKAK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á Politiken Cup- mótinu í Kaupmannahöfn í sumar. Daninn Simon Bekker-Jensen (2.435) var með hvítt, en enska undrabarnið Luke McShane (2.465) hafði svart og átti leik. Hvíta drottningin er úti að aka og það notfærði Luke McShane sér: 29. - Dg5!! (Eftir þennan leik er hvít- ur óverjandi mát) 30. Dxc6 (Hirðir mann og valdar mátið, en það dugir ekki til) 30. - Rh3+ 31. Kfl - Dcl+ 32. Ke2 - Rgl mát. SVARTUR leikur og vinnur. Víkverji skrifar... YÍKVERJI hefur áhyggjur af þróun mála í Laugardalnum og er ósáttur við tillögur að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið, þar sem gert er ráð fyrir lóð undir höfuð- stöðvar Landssímans annars vegar og lóð undir nýtt kvikmyndahús í eigu Jóns Ólafssonar hins vegar. Ekki það að Víkverji hafi neitt á móti þeim aðilum, sem hér eiga í hlut, heldur óttast hann að þær risavöxnu byggingar sem áformað er að reisa í dalnum samkvæmt þessum hugmyndum verði ævar- andi minnismerki um skammsýni og smekkleysi út frá fegurðarsjón- armiði og umhverfisvemd. Að þessu leyti getur Víkverji tekið undir bókun borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, þar sem deiliskipulaginu er hafnað og harmað að skipulagið sé hvorki í takt við tímann né endurspegli já- kvæða framtíðarsýn. í bókun fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins segir ennfremur: „Skipu- lag tveggja stórra lóða undir risa- vaxnar byggingar í dalnum er um- hverfis- og skipulagsslys sem ekki verður hægt að leiðrétta síðar. Við teljum að Laugardalurinn eigi að byggjast upp með útivist og íþróttir að leiðarljósi auk þeirrar fjölbreyttu fjölskylduskemmtunar sem felst í Grasagarðinum, Húsdýragarðinum og Fjölskyldugarðinum. Talsvert er farið að þrengja að möguleikum á áframhaldandi uppbyggingu í daln- um og því enn brýnna að vanda alla skipulagsvinnu og fara varlega með það land sem enn er óráðstafað." Undir þetta tekur Víkverji af heil- um hug. Þessi umræða um skipulag Laug- ardals leiðir raunar hugann að þeirri áráttu borgaryfirvalda, bæði fyrr og nú, að leggja hvem grænan blett sem fyrirfinnst í borginni und- ir malbik og byggingar. Sorglegasta dæmið um þetta er þegar allir sparkvellir og grasbalar í vestur- bænum voru teknir undir malbik og byggingar með þeim afleiðingum að fjöldi ungra drengja og stúlkna, sem nú vilja iðka knattspymu í þessum bæjarhluta verða frá að hverfa vegna aðstöðuleysis. Þessi gjörningur í vesturbænum var í valdatíð Sjálfstæðisflokksins í borgarstjóm. Nú hefur vinstri meirihlutinn tekið við þar sem frá var horfið og leitar logandi Ijósi að grænum blettum í gömlu hverfun- um þar sem hægt er að koma fyrir malbikunarvélum og byggingar- krönum. Hvað gengur þessu fólki eiginlega til? Er ekki nóg landrými fyrir nýbyggingar annars staðai- á höfuðborgarsvæðinu? Víkverji bara spyr! xxx VÍKVERJI er þakklátur sjón- varpsstöðinni Sýn fyrir að hafa gefið honum kost á að fylgjast með Meistarakeppni Suður-Ameríku í beinni útsendingu. Keppnin var samfelld knattspymuveisla og há- punkturinn snilldai-tilþrif Brasilíu- manna í úrslitaleiknum gegn Úrúg- væ, sem lauk með 3:0 sigri hinna fyrmefndu, þar sem hvert markið var öðru glæsilegra. Öll liðin í keppninni sýndu stórskemmtilega takta og leikmenn þeirra virðast á hærra plani en kollegar þeii-ra ann- ars staðar í heiminum. í rauninni er þetta eins og önnur íþrótt í saman- burði við Evrópuboltann. Knattspymumenn frá Suður-Am- eríku ráða yfír meiri knatttækni en Evrópumenn, leikgleðin geislar af hverjum manni, útsjónarsemi, snerpa og skottækni. Sóknarleikur er í fyrirrúmi, enda taka vamar- menn virkan þátt í sóknarleiknum og virðast leiknari með knöttinn en flestir sóknarmenn í Evrópu. Skemmtilegri fótbolti er vandfund- inn og vonandi hefur þessi keppni opnað augu Evrópubúa íýi:ir skemmtanagildi knattspyrnunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.