Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 33 HERRA FÓNSÚNA TðNLIST Norræna húsið MR. FONEBONE Antti Rissanen (básúna), Mikko Innanen (sópran- og altsaxófónn), Kari Ikonen (pianó), Tuure Koski (bassi) og Teppe Makynen (tromm- ur). Verk eftir hljómsveitarfélaga. Norræna húsið, miðvikudags- kvöldið 21.7.1999. ÞAÐ hefur ekki farið meira fyrir öðrum erlendum djassgest- um en þeim finnsku, sem af er þessu ári. Fyrst kom Wimme- bandið með jojkarann Wimme Saari í broddi fylkingar ásamt fé- lögum úr Rinneradio: Tapani Rinne og Jaro Kokkonen. Síðan var finnsk djásshelgi þar sem Rinneradio kom fram, tríó pí- anistans Lenni-Kalle Taipale og hljómsveit söngkonunnar Onnu- Mari Káhará og nú er það sveitin Mr. Fonebone og bassaleikarinn sá sami og með Önnu-Mari, Tuure Koski, og er þetta þriðja íslandsheimsóknin hans því hann var í ReSinki-kvartettinum með Bjössa Thor og Sigga Flosa er lék á RúRek-djasshátíðinni 1997 í Sunnusal Hótel Sögu. Þetta er fyrsta Islandsheim- sókn hinna strákanna í Mr. Fonebone. Hljómsveitarstjóri og básúnuleikari sveitarinnar er Antti Rissanen, sem lærði m.a. hjá Jiggs Whigham og hefur leik- ið mikið með stórsveitum í Þýskalandi. Auk þess að stjórna Mr. Fonebone leikur hann m.a. með Norræna djassbásúnukvar- tettinum, en þar blæs einnig góð- kunningi íslenski-a djassunn- enda, Svíinn Mikael Ráberg, sem stjórnaði Stórsveit Ríkisútvarps- ins um hríð með miklum glæsi- brag. Píanistinn er Kari Ikonen sem leikur með eigin tríói og hljómsveit og á trommunum Teppo Mákynen, sem er trommari í einni þekktustu djasshljómsveit Finna: The Poppoo, sem stjómað er af þeim Jukka Perko altista og Severi Pyysalo víbrafónleikara, sem hingað komu báðir með UMO stórsveitinni og auk þess lék Jukka hér á RúRek með fínnsk/íslenska kvartetti Egils B. Hreinssonar. Tónleikar þeirra félaga fóru hægt af stað, píanótríó með ball- öðu eftir píanistann í norrænum Bobo Stenson-anda. Þá bættist saxistinn við með eigið lag og síð- an steig hljómsveitarstjórinn á svið með eigið verk, og allt fór á fullt. Fyrri hluta efnisskrárinnar lauk á villtum ópus eftir Tuuru Koski, þar sem finnski djassand- inn naut sín loks að fullu. Þetta var vel uppbyggð efnisskrá og svo var áfram eftir hlé. Awaken- ing call eftir Rissanen var kraft- mikið og allur samleikur með ágætum. Það var dálítið gaman að svíngaranum eftir Innanen, Six o’clock rain, sem hann lék með Koski og Mákynen. Kvöldið áður hafði ég hlustað á heila tón- leika með sömu hljóðfæraskipan hjá tríói Óskars Guðjónssonar. Innanen er að vísu gjörólíkur saxófónleikari Óskari, hvelltóna og jarðbundinn, en Koski á margt sameiginlegt með Þórði Högnasyni; fínan tón, kröftugan slátt, hljómagleði og húmor - og Mákynen er unga trommuljónið þeirra Finna, sterkur og rýþmískur eins og Einar Valur, þó ekki sé trommuleikur hans jafn fjölbreyttur. Þarna var hinu gamla blandað því nýja á sama skemmtilega mátann og í tríói Óskars. Síðasta lagið á efnisskránni var Nornafjallið eftir Ikonen. Þar átti hann besta píanósóló sitt þetta kvöld í McCoy-andanum og auðvitað var aukalag þar sem Rissanen blés sem jafnan af mik- illi tækni í básúnuna og tónninn tær og fagur. Ekki furða að hann skuli hafa unnið alþjóðlegu Frank Rossolini-samkeppnina í Bandaríkjunum 1998. Hann er dálítið af þeim skóla og er ekki leiðum að líkjast. Skemmtilegir og vel spilaðir tónleikai’ og frábær heildarsvipur bætti upp það sem skorti á frum- leikann í sumum tónsmíðanna. Vernharður Linnet S AC Opera til heiðurs guðunum TVEIR meðlimir fiokks kín- verskra óperuleikara sýna listir sínar á sýningu, sem haldin er undir beru lofti í fjallahofi Hvítra skýja í Jiaxian, í Shaanxi-héraði í Kína. Hundruðir manna koma dag hvern til að fylgjast með list- sýningum sem haldnar eru í tengslum við árlegan markað í Shaanxi. í verkum sinum leika listamennirnir á als oddi, guðun- um til heiðurs. — Skúlptúrsýning í smiðju Myndhöggvarafélagsins GISLI Kristjánsson opnar fyrstu einkasýningu sína í smiðju Mynd- höggvarafélagsins í Reykjavík á Nýlendugötu 15 í dag 24. júlí kl. 16. Sýningin stendur til 2. ágúst og er opin alla daga frá kl. 14-18. Gísli er fæddur árið 1924 og er vélfræðingur að mennt. Hann hef- ur um áratugaskeið fengist við list- sköpun og aflað sér menntunar á því sviði m.a. með teikninámi hjá Eggerti Guðmyndssyni listmálara, stundað Myndlistaskólann í Reykjavík í 10 ár og sl. tvö ár verið gestanemi í Myndlista- og handíða- skóla Islands. Eftir starfslok hjá Vélamiðstöð Reykjavi'kurborgai’ fyrir fimm árum hefur hann nær eingöngu unnið að þessu hugðarefni sínu og eru verkin á sýningunni frá þessum árum. Árið 1977 tók Gísli þátt í Listsýn- ingu Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík og Afmælissýningu Myndhöggvarafélagsins í Reykja- vík árið 1997. BÚKMEIVIMTIR Ljúúaþýðingar ÞISTLAR OG FLEIRI LJÓÐ eftir Ted Hughes. Hallberg Hall- mundsson sneri úr ensku. Brú. Reykjavík, New York 1999. 32 s. ÞAÐ var kominn tími til að út kæmi safn þýðinga á ljóðum breska skáldsins, Ted Hughes. Ljóð Hughes eru vafalaust ekki mjög þekkt hér á landi en hann var talinn eitt af fremstu skáldum Breta á síðari hluta aldarinnar og bar þann virðulega tit- il, lárviðarskáld drottningar, síðustu fjórtán ár ævinnar en hann lést á liðnu ári. Það sama ár kom út síðasta ljóða- bók Hughes, Birthday Letters, þar sem hann gerir upp ár sín með fyrri eiginkonu sinni, bandarísku skáld- konunni Sylviu Plath. Samband þeirra var stormasamt og var lokið þegar Plath fyrirfór sér árið 1963. Eitt ljóð úr þessari bók er birt í ný- útkomnu þýðingasafni Hallbergs Hallmundssonar, Þistlar og fleiri ljóð eftir Hughes, og nefnist „Þú hataðir Spán“. Ljóðið lýsir vel þeim kenndum sem einkenna þessa síð- ustu bók Hughes, söknuði en líka hreinskilinni beiskju yfir því sem var gerðu bresku skáldum; langorður og upphafinn, fullur af vísunum í forna klassík, erfiður. Þetta er allt satt og rétt um Hughes en skáldskapur hans er líka annað og meira. Ljóð hans hafa oft verið sögð lýsa kröft- ugri skynjun á nátúrunni sem var nokkuð í andstöðu við fágun (og jafn- vel tepruskap) enskrar ljóðlistar á þeim árum sem Hughes var að senda frá sér sínar fyrstu bækur. Fyrsta ljóðabók Hughes, The Hawk in the Rain, kom út árið 1957 og fjallar um hið grimma eðli náttúr- unnai’. Sama umfjöllunarefni er að finna í næstu bókum hans, svo sem í Wodwo og Crow sem Hallberg þýðir nokkur ljóð úr. Einnig eru hér birt ljóð úr bókunum Remains of Elmet og Earth-Numb sem komu út síðar á ferli Hughes. Upphafsljóð safnsins nefnist „Þankarefurinn" og fléttar ljóða- gerðinni saman við hið hættulega líf „miðnæturstundarskógarins". Tengsl hinnar miskunnarlausu nátt- úru við tilurð skáldskaparins eru kannski táknræn fyrir skáldskap Hughes, - maður fær oft hugboð um grimmd (náttúrunnar, mannsins, heimsins, orðanna) við lestur hans. Mörg ljóðanna, einkum þau sem hafa Kráku að aðalpersónu, eru raunar eins konar athugasemdir við sköpun- arsöguna eða útúrsnúningar á henni, til dæmis ljóðið „Guðfræði" þar sem segir að það sé aðeins afbökun á staðreyndum að höggormurinn hafi tælt Evu til að bíta í eplið: „Adam át eplið. / Eva át Adam. / Höggormur- inn át Evu. / Sá er nú dapur sannleik- urinn,“ segir Hughes og bætir svo við í síðasta erindi: „Höggormurinn ligg- ur nú / á meltunni í Paradís / og bros- ir þegar hann heyrh’ / nöldrið í guði.“ Hughes heimsótti ísland og fékk hér útrás fyrir náttúrudýrkun sína og sterkt veiðieðlið. I ljóðum hans er líka að finna skírskotun til íslands og íslenskrar sögu og bókmennta. í tit- illjóði þessa kvers, „Þistlum“, er til dæmis talað um íslenskan gadd og „neðanjarðardillu af úldnum víkingi“. Engin vafi leikur á því að ljóð Hughes eru erfið í þýðingu en ekki verður betur séð en að Hallberg hafi þar unnið gott verk. Auðvitað mætti gera einstakar athugasemdir við orðalag og lausnir. í heildina tekið virðist þýðandinn hafa haft ná- kvæmnina að leiðarljósi og þýða nán- ast frá orði til orðs og víkja ekki mik- ið frá frumtextanum. Fyrir vikið verður yfirbragð textans stundum eilítið framandlegt (t.d. „Þú hataðir Spán“) en það getur líka verið kostur á þýðingu. Annars er helsti galli þessa kvers hve stutt það er. Þröstur Helgason Grimmur Hughes ekki eins og það hefði getað verið. Síðustu línur ljóðsins eru þannig: „Spánn var það sem þú reyndir að vakna af / en gast ekki. Ég sé þig í tunglsljósi / ganga um auða bryggj- una í Alecante / eins og sál að bíða eftir ferj- unni, / nýja sál, sem áttar sig ekki ennþá, / sem heldur það séu ennþá hveitibrauðs- dagar / í hamingju- heimi, með allt lífið framundan / hamingju- samt og öll ljóðin þín enn ófundin." I margra augum er Ted Hughes eitt af þessum dæmi- Ted Hughes Hallberg Hallmundsson Lj ósmyndasýn- ing Magdalenu framlengd LJÓSMYNDASÝNING Magda- lenu M. Hermanns í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 hefur verið framlengd til og með miðvikudegin- um 28. júlí. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10 til 18 og laugardaga frá 11 til 14. ------------ Síðasta sýningarhelgi SÝNINGU hollenska listamannsins Zeger Reyers og samsýningu nor- rænna listamanna lýkur sunnudag- inn 25. júlí í Nýlistasafninu, Vatns- stíg 3b Reykjavík. -----♦♦♦---- Sýning Húberts Nóa framlengd AF óviðráðanlegum orsökum fellur niður fyrirhuguð sýning næsta sýn- ingartímabils í Onoone Gallerí. Af þessum sökum verður sýning Hú- berts Nóa framlengd um eina viku. Galleríið er á Laugavegi 48b og er opið kl. 11-19 mánudaga til föstudaga, kl. 11-17 laugardaga og 14-17 sunnudaga. Nýkomin sendina af ACO Verft: kr. 2.995 til 3.495 Tegundirnar eru til í ýmsum litum Svartir, svart lakk, hvítir, beige og bláir. Stærðir: 35-42 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN DOMUS MEDICA KRINGLAN við Snonobrout • Reykjavík Kringkmni 8-12 • Reykjovik Sími 5518519 Sími 5689212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.