Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 44
~ ^4 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þórður Gislason fæddist á Torfa- stöðum í Grafningi, Árnessýslu, 14. ágúst 1916. Hann lést á Landspítalan- um 14. júlí siðastlið- inn. Foreldrar hans voru Gísli Snorra- son, bóndi á Torfa- stöðum, f. 1883, d. 1958, og Árný Val- gerður Einarsdóttir *> húsmóðir, f. 1885, d. 1966. Þórður átti níu systkini. Þau voru Sigríður, f. 1908, d. 1961; Einar, f. 1910, d. 1927; Kristín, f. 1911, d. 1986; Steindór, f. 1914, d. 1932; Snorri Engilbert, f. 1915, d. 1980; Arn- heiður, f. 1919, d. 1995; Stein- grímur, f. 1921, bóndi á Torfa- stöðum; Áslaug, f. 1923, d. 1998; Guðríður, f. 1926, d. 1996. Hinn 26. september 1948 kvæntist Þórður Guðfínnu Jón- asdóttur, f. 30.10. 1916 í Efri- Kvíhólma, V-Eyjafjöllum. For- eldrar hennar voru Jónas Sveinsson, bóndi í _ Efri-Kví- "Tr hólma, og Guðfínna Árnadóttir húsmóðir. Þórður og Guðfínna eignuðust fjögur böm. Þau eru: 1) Arnþór Flosi, f. 4.3. 1949, kennari, maki Inger E. Anders- dóttir, f. 1950, bankastarfsmað- ur. Böm þeirra em Hafrún, f. 1975, BA í tslensku, búsett í Hafnarfírði, sambýlismaður Elí- as Þ. Kristjánsson, matreiðslu- nemi, og Atli, f. 1979, nemi í for- eldrahúsum. Bara hans er Hjör- dís Inga, f. 1997. 2) Ámý Elsa, f. 19.12. 1950, búsett í Odense, maki Leif Rasmussen, f. 1951, starfsmaður orkuveitunnar í Odense. Böm hennar og Jó- hannesar L. Gunnarssonar, f. 1952, d. 1994, em Margrét Auð- ur, f. 1972, táknmálstúlkur, bú- Mig langar að minnast föður míns þar sem ég náði ekki að kveðja hann áður en hann lést. Vegna búsetu minnar í Danmörku síðustu tuttugu ár hafa samverustundir okkar ekki verið eins margar og ég hefði kosið. Því verða þær minningar sem ég á um hann ennþá dýrmætari. Eg var strax mikil pabbastelpa og mínar fyrstu minningar heima í ‘f'Áfaulverjaskóla eru tengdar honum. Eg fylgdi honum yfírleitt um allt og var mjög hænd að honum. Þó má segja að samskipti okkar hafí fram- an af verið án orða því ég er heym- arlaus og lærði ekki táknmál fyrr en ég var fjögurra ára gömul. En pabbi lét það ekki standa í veginum og bjó sjálfur til okkar eigið heimatákn- mál. Mér eru mjög minnisstæðar stundir sem ég eyddi á skrifstofunni hjá honum og þegar ég fylgdist með honum smíða í smíðastofunni. En allt í einu leyfði pabbi mér ekki að koma inn í smíðastofuna og ég skildi alls ekki af hverju ég mátti það ekki. Um jólin kom skýringin á því, hann hafði þá verið að smíða skáp "^anda mér og bróður mínum. Eg man líka vel eftir Willys-jepp- anum hans. Á honum fórum við í mörg ferðalög og á honum fórum við til Reykjavíkur í Heymleys- ingjaskólann þegar ég fór þangað í fyrsta skipti, aðeins fjögurra ára gömul, og pabbi þurfti að skilja mig eftir þar. Á þeim tíma skildi ég það ekki og leitaði pabba lengi. Svo jafn- aði ég mig og mikið var ég alltaf glöð þegar ég sá Willys-jeppann renna í hlaðið, þá vissi ég að pabbi var kominn til að sækja mig í frí. Pabba var mjög umhugað um mig og vildi allt fyrir mig gera og hjálp- aði mér mikið. Þegar ég kláraði skólann hjálpaði hann mér að finna vinnu við hæfi og íbúð. Seinna flutti ég til Danmerkur og þangað heim- sótti pabbi mig þrisvar sinnum. Það voru einu skiptin sem hann fór til útlanda. Hann naut sín vel og 2kynnti sér staðhætti vel og var ófeiminn að spreyta sig á dönsku og sett í Reykjavík, og Guðmundur Þór, f. 1973. 3) Gísli Stein- dór, f. 1954, býr á sambýli í Reykjavík. 4) Svanhildur Edda, f. 1956, starfsmaður hjá Alþingi, maki Helgi Bjarnason, verkfræðingur hjá Landsvirkjun. Böm þeirra em Finnur Þór, f. 1989, og Hulda Rós, f. 1991. Margrét Auður, dótturdóttir Þórðar og Guðfinnu, ólst að mestu leyti upp hjá þeim. Þórður lauk prófí frá Héraðs- skólanum að Laugarvatni árið 1937 og kennaraprófi frá Kenn- araskólanum árið 1940. Á náms- og uppvaxtarámm stundaði hann ýmsa vinnu, bæði til sjós og lands. Að afloknu kennara- prófí gerðist hann farkennari m.a. í Dalasýslu og á Snæfells- nesi. Einnig var hann skólastjóri að Flúðum í Hrunamannahreppi og kennari í Hveragerði. Hann var skólastjóri Gaulveijaskóla í Gaulveijabæjarhreppi, Áraes- sýslu, frá 1945-1985. Þá lét hann af störfum vegna aldurs og flutti á Selfoss. Siðastliðin tvö ár dvaldi hann á vistheimili aldr- aðra að Kumbaravogi. Jafn- framt kennslustarfi sínu vann hann mörg sumur á skrifstofu Kaupfélags Ámesinga á Selfossi og einnig á skrifstofu Vegagerð- ar ríkisins. Einnig vann hann nokkur sumur við síldarsöltun á Norður- og Austurlandi. Hann sá um hreppsreikninga Gaul- veijabæjarhrepps í fjölda ára og sinnti nefndastörfum í tengslum viðskólastarf sitt. Útför Þórðar Gíslasonar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. þýsku þegar við fórum í ferðir til Þýskalands. Pabbi lagði áherslu á að mennta heymarlausa og sótti fast að sett yrði á stofn framhaldsdeild við Heymleysingjaskólann og settist ég í þá deild fyrsta árið sem hún var starfrækt. Mér fannst líka skemmtilegt og áhugavert þegar pabbi var að segja mér sögur frá uppvexti sínum á Torfastöðum og hvemig allt var í gamla daga og vakti það áhuga minn á sögu og gömlum minjum. Taugar hans til Torfastaða vom alla tíð mjög sterkar. Síðustu árin sem hann var heill heilsu, og ég var stödd hér á landi, fómm við í bíltúra sem enduðu einmitt oft á Torfastöð- um. Eg mun aldrei gleyma þeim samverstundum sem ég átti með honum. Núna kveð ég elsku pabba minn með söknuði og virðingu og innilegu þakklæti fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og fjölskyldu mína. Guð blessi þig og hvíl í friði. Ámý Elsa Þórðardóttir. Andlát Þórðar Gíslasonar, tengdaföður míns, kom okkur í fjöl- skyldu hans ekki á óvart. Hann hafði átt við erfíð veikindi að stríða um árabil, en aldrei bugast. Undir lokin var ekki við ráðið þrátt fyrir góða baráttu lækna og hjúkrunar- fólks á deild 13 D Landspítalans sem önnuðust hann af nærfæmi og era þeim hér með færðar þakkir fyrir. Þórður fæddist árið 1916 á Torfa- stöðum í Grafningi og ólst þar upp á fjölmennu heimili í hópi 9 systkina sinna. Hann þótti snemma efnilegur til náms en efni vom lítil til að styrkja hann til náms utan hefð- bundinnar bamafræðslu. Hann sótti um skólavist við Héraðsskólann að Laugarvatni og studdist þar við lítið annað en góð meðmæli frá prestin- um að Miðfelli, sr. Guðmundi Ein- arssyni, sem hafði fermt hann og kennt honum í bamafræðslu. Hann hvatti Þórð til frekara náms og taldi Þórður hann hafa verið örlagavald í sínu lífshlaupi. Honum gekk námið vel í Héraðsskólanum, stundaði það af kostgæfni, enda hafði hann mikla ánægju af öllu námi. Alla tíð síðan bar hann mikla virðingu fyrir skól- anum og stjómanda hans, Bjama Bjarnasyni. Að loknu prófi frá Hér- aðsskólanum sótti Þórður um skóla- vist í Kennaraskólanum og lauk þaðan námi árið 1940. Ekki var auð- hlaupið að kosta sig sjálfan til náms á þessum ámm þegar kreppan svarf að afkomu manna. Með dugnaði, samviskusemi og góðu orðspori fékk Þórður þó ætíð sumarstörf á námsámm sínum, bæði til sjós og lands. Hann hóf farkennslu þegar að af- loknu kennaraprófi m.a. í Dalasýslu, í Gmndarfirði og að Flúðum í Hmnamannahreppi. Árið 1945 var hann ráðinn skólastjóri við Gaul- verjaskóla og sinnti því starfi til ársins 1985 er hann lét af skóla- stjóm vegna aldurs. Kennslan varð þannig hans helsti starfsvettvangur í lífinu, enda naut hann þess að kenna. Fyrir stuttu spurði ég hann hvort hann hefði viljað velja sér annað hlutskipti eða starf í lífinu. Hann kvað nei við og sagði að starf- ið hefði ætíð veitt sér ánægju. Lík- lega er fátt mönnum hamingjudrý- gra en að ganga glaður að morgni til síns starfa og hlakka til verka dagsins. Hann var mjög góður kennari hef ég heyrt, samviskusam- ur og nákvæmur, réttsýnn en fastur fyrir. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd nemenda sinna og fylgd- ist með þeim löngu eftir að þau luku námi hjá honum. Hann var fjölfróð- ur og sinnti afar vel því hlutverki sínu sem kennara að miðla þekk- ingu sinni til nemenda. Alla tíð kost- aði hann kapps um að efla og bæta menntun sína til að geta betur sinnt sínu starfi. Þó vildi hann fara hægt í allar breytingar og var ekki fyrir kollsteypur í gerð námsefnis, eins og fleiri af hans kynslóð. Þórður naut þeirra gæfu lengst af ævi sinn- ar að vera minnugur á nöfn fyrri nemenda sinna, enda var skólinn fá- mennur. Á efri ámm spurði hann um þeira hagi og gladdist yfir vel- gengni þeirra í lífinu. Aldrei heyrði ég hann tala misjöfnu orði um fyrr- um nemendur sína og hallmælti ekki mönnum í annarra eym. Þórður var ráðdeildarsamur og íhaldssamur skólastjórnandi af gamla skólanum. Hann fór vel með almannafé og kostaði kapps um að halda vel til haga öllu sem honum var treyst fyrir, hvort heldur það væm bamssálir eða fjármunir hins opinbera. Eg hitti Þórð í fyrsta sinn árið 1978 á Fræðsluskrifstofu Suð- urlands og skrifstofu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Ég minnist þess að þar höfðu menn á orði að ekki þyrfti mikið að hafa af- skipti af honum Þórði í Gaulveija- skóla, hvorki við kennsluna né fjár- málin, vandamálin væm leyst þar á bæ án afskipta nútíma sérfræðinga í skólastarfi. Starfi sínu í samfélag- inu skilaði hann með sóma og hann leysti flest hin daglegu vandamál skólastarfsins á þann veg sem hann áleit best á kosið. Samt urðu hann og eiginkona hans, Guðfinna Jónas- dóttir, fyrir þeirri þungbæm raun að geta ekki menntað tvö af fjómm bömum sínum vegna heyrnarleysis þeirra og af þeim sökum fluttu þau ung að heiman til náms og vistar í Reykjavík. Þórður var glæsimenni á velli, grannur, spengilegur og vel vaxinn, hann hefði því verið vel fallinn til íþótta en hafði reyndar lítinn áhuga á þeim. Hann bar fallegt svipmót, var laglegur og bar með sér í fasi hógværð, skýrleika, heiðarleika og ákveðni. Þessir eiginleikar ein- kenndu hann sem mann og allt hans starf. Þó var hann hlédrægur og lé- legur mannfagnaðarmaður en naut sín í fámennari hópum þar sem hann þekkti betur til manna og spjallaði þá um allt milli himins og jarðar og hafði á flestu sínar skoð- anir. Hann gat verið fastur fyrir og ákveðinn og jafnvel þrjóskur ef því var að skipta, eins og er um flesta menn. Þó var hann grandvar í orð- um og háttvís í allri framkomu og lá vel orð til allra manna. í samræðum var hann fundvís á umræðuefni og gat verið glettinn í tilsvömm við kunnuga. Við sína nánustu átti hann til stríðni og kerskni í samræðum, en ávallt á þann hátt að vel væri meint, enda hafði hann hárfínan húmor. Fyrir nokkrum ámm tók að bera á þeim veikindum sem að lokum leiddu Þórð til dauða. Minni hans tók að hraka og hann þurfti á um- önnun sjúkrastofnunar að halda. Hann hélt þó sömu reisn fram til hinstu stundar, eins og hans var háttur alla tíð. Hann kvartaði ekki í veikindum sínum þó að hann væri oft sárþjáður og liði illa - sagði ávallt að sér liði vel. Genginn er einn af þeim dyggu mönnum kreppukynslóðarinnar sem með trúmennsku, iðju- og sam- viskusemi skópu það þjóðfélag sem við byggjum á í dag. Þessir menn menntuðu og ólu upp þá lýðveld- iskynslóð sem nú lifir í vellystingum praktuglega í velferðarríki nútím- ans og elur af sér nýja kynslóð sem enn síður þekkir til baráttu forfeðra sinna til bjargálna. Sú kynslóð þarf að þekkja rætur sínar og sögu betur til að byggja ekki ofhlaðna höll á veikum sandi samfélagsins í fram- tíðinni. Það að undirstaðan sé rétt- leg fundin, eins og sálmaskáldið okkar eilífa sagði, skiptir höfuðmáli. Það eitt veit ég að Þórður Gíslason væri mér sammála væri hann spurður enda var hans lífshlaup í þeim anda. Guð blessi minningu hans um alla eilífð. Helgi Bjarnason. Sá mæti maður Þórður Gíslason, fyrrverandi skólastjóri, er látinn eftir langvin veikindi. Kynni mín af Þórði hófust fyrir hartnær aldar- fjórðungi er ég kvæntist Jóhönnu, systurdóttur hans. Góðir kostir Þórðar vom mér strax ljósir. Hann hafði yfirvegað og íhugult yfir- bragð, en var að eðlisfari hlédrægur og sóttist ekki eftir metorðum. Hann var fyrst og fremst skólamað; ur og sinnti starfi sínu af metnaði. I því efni var hann nemendum sínum og sjálfum sér trúr. Ég held að hann hafi verið mjög sáttur við ævi- starf sitt og ég veit að margir af nemendum hans létu vel af honum sem kennara. Hann sinnti lengstum öllu skólastarfinu, skólastjóm, bók- legri kennslu, handavinnu og leik- fimi. Reglusemi á öllum sviðum var Þórði í blóð borin. Hann gerði ef- laust sömu kröfur til annarra í þeim efnum. Það getur því verið, að hann hafi þótt strangur kennari. Mér finnst þó fráleitt að hann hafí verið óréttlátur, en góður agi var honum að skapi. Mágkona mín og góður vinur, Anna Sólrún, vill koma áleiðis góð- um kveðjum. Hún minnist Þórðar með þakklæti. Hann sýndi henni og því sem hún var að gera mikinn áhuga. Ekki er laust við, að hún hafi stundum komið honum á óvart í ein- stökum samtölum, sem þau áttu sín á milli. Ég minnist heimsókna Þórðar á heimili okkar Jóhönnu. Hann gaf sér alltaf góðan tíma og var einlæg- ur í samskiptum sínum við bömin okkar. Skólamaðurinn kom þá ber- lega í Ijós, þegar hann sat með þeim og ræddi við þau um skólann og áhugamál þeirra. Þórður bjó síðustu árin á Selfossi og vildi svo skemmtilega til að afi minn, Guðni Guðjónsson, og Þórður urðu ágætir kunningjar. Afi minnt- ist oft á Þórð og Guðfinnu, þegar ég heimsótti hann síðustu æviárin hans á Hrafnistu. Hann var þeim ákaf- lega þakklátur fyrir góðar samvera- stundir á Selfossi. Við Jóhanna og Rúna sendum Guðfinnu og öðmm aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur. Minn- ingin um Þórð mun lifa með okkur. Guðjún Skúlason. Með örfáum orðum langar mig að minnast Þórðar Gíslasonar, fyrmm skólastjóra Gaulverjaskóla, en hann ÞÓRÐUR GÍSLASON lést eftir erfið veikindi þann 14. þessa mánaðar. Þórður var skóla- stjóri og kennari hér í sveitinni í 40 ár og fórst honum það starf vel úr hendi. I 27 ár var hann eini kennar- inn við skólann nema Guðfinna kona hans kenndi stúlkum handavinnu. Nemendur skólans vora oft 30-40 talsins, skipt í eldri og yngri deild og komu í skólann annan hvem dag. Þórður sá stundum um skólaakstur og gefur það því augaleið að það var mikil vinna sem hann lagði á sig vetur hvem. Þórður var afbragðs kennari, hafði gott lag á nemendum og var eftir því tekið hvað nemend- ur frá honum komu vel undirbúnir í aðra skóla. Þórði kynntist ég fljótlega eftir að ég flutti hingað í sveitina árið 1972. Það var gott að koma til þeirra hjóna í skólanum, þá var oft rætt um þjóðmálin og það sem var að gerast í pólitíkinni hverju sinni en Þórður hafði ákveðnar skoðanir og ýmislegt til málanna að leggja. Þórður var sveitamaður í innsta eðli, fæddur og uppalinn í Grafningi og minntist hann oft uppvaxtarára sinna á Torfastöðum. Þau hjónin áttu alltaf nokkrar kindur sér til gagns og gamans og heyjuðu í þær á skólalóðinni. Höfðu þau mikla ánægju af þessum smábúskap sín- um. Eftir 40 ára farsælt starf hér í Gaulverjabæjarhreppi fluttust þau hjón að Selfossi og hafa búið þar í eigin íbúð og séð um sig sjálf en tvö síðustu árin dvaldi Þórður á vist- heimili aldraðra á Kumbaravogi. Við leiðarlok vil ég fyrir hönd íbú- anna hér í Gaulverjabæjarhreppi þakka Þórði langt og farsælt starf við skólann. Guðfinnu og öðmm að- standendum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Geir Ágústsson. „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsyn- leg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ (Halldór Laxness, Heimsljós). Þórði Gíslasyni skólastjóra var margt gott af guði gefið. Hann var skáld, afbragðs völundur og fram- úrskarandi kennari. Mönnum sem honum er forréttindi að hafa fengið að kynnast, enda margt sem lifir í minningunni. Nú þegar Þórður er kominn ofar jökuls og hefur öðlast hlutdeild í himninum stendur það upp úr, að hann var fyrst og síðast afskaplega heilsteyptur maður sem bjó vel að sínum og mátti hvergi til þess vita að nokkur ætti erfíða daga. Hann var af þeirri kynslóð manna sem bjó yfir stómm draum- um aldamótakynslóðarinnar um gott land með fögm mannlífi, enda var Þórður stakur reglumaður sem fór hóflega með alla hluti svo sómi var að og öðmm til eftirbreytni. Sumir menn era stærri en orðin ná að fanga en nú að Þórði gengnum langar mig að þakka honum sam- vistimar og votta fólkinu hans sam- úð mína. Minningin lifir um góðan mann sem lagði sitt margfalt að mörkum til að búa eftirlifendum sínum betri heim. Björgvin G. Sigurðsson. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.