Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 29 Morgunblaðið/Gerður Steinþórsdóttir. VIÐ Neðrifossa í Fossdal. FREYJA Skúiadóttir í klettum Rögnamúla. aðir og líkjast sveit steingerðra manna. í klettunum dvöldumst við um stund og nutum sólar og útsýnis niður í djúpa dali og norður yfir Rauðamelsheiði með ótal tjamir og allt til Hvammsfjarðar. Þarna uppi blakti ekki hár á höfði. Við snerum til baka og gengum fram á Vatns- hlíð. Þaðan sá yfír allt Hítarvatn, sem er silungsvatn og mun stærra en Hlíðarvatn. Leið okkar lá nú nið- ur í Klifsdal með hið blakka fjall, Klifsand í fangið. Tekið var að kvölda og bar skugga á fjallið. Við fórum yfir Hítará á stíflunni, þar sem áin fellur úr vatninu. Þarna var samankominn nokkur hópur manna, hjólhýsi og bílar. í fjallhúsi Hraunhreppinga er rúmgott and- dyri, snyrting og tvö herbergi með tólf tvíbreiðum kojum og aðstöðu til eldunar. Þarna beið farangurinn okkar þegar við komum í hús um áttaleytið um kvöldið. Eftir grösugum Þórarinsdal Það var sól en kul í morgunsárið. Við ætluðum okkur tvo tíma til að ferðbúast. Handan árinnar, þar sem við höfðum komið niður kvöld- ið áður, heita Hvítingshjallar. Þar er sagt að Björn Hítdælakappi, hetjan og skáldið, hafi verið veginn er hann skar mön á stóði sínu. Það gerði Þórður Kolbeinsson sem átti Oddnýju sem verið hafði festarkona Bjamar um skeið. Við gengum í suðausturátt gegn- um Hólmshraun, grátt mosavaxið apalhraun. Þar hefur verið efn- istaka. Á veginum hittum við tvo veiðimenn sem báru silungsveiði sína um axlir. Þegar þeir sáu okkar með þunga bakpoka án veiðistanga brostu þeir og sögðu að það vantaði í okkur veiðigenið. Hólmshraun kemur úr Rauðkúlum, lágum rauð- leitum gígum, sem loka Þórarinsdal í vestur. Um hann lá leið okkar. Þórarinsdalur er breiður og grös- ugur og rennur á eftir honum. Á vinstri hönd er Smjörhnúkur í hömrum, 907 m að hæð, tignarleg- ur að sjá. Dalurinn er langur og liggur í boga til suðurs, þar sem hann lokast af svörtu felli, sem kall- ast Kvígindissandur (Sandur). Hér, eins og víðar á leiðinni, var jarm- andi sauðfé á beit og rann undan okkur. Þegar við komum að Kvígind- issandi fyrir botni dalsins gengum við upp á Langavatnsmúla, mosa- vaxinn blágrýtisrana, og blasti þá við Langavatnsdalur, grænn á að líta. Eftir dalnum liðast samnefnd á . Aðeins sást í norðurenda vatnsins frá múlanum en það er silungsvatn. Nokkuð bratt er niður múlann, en í dalnum við vatnið er gróskumikið votlendi með starargróðri sem við óðum. Við tjölduðum við Tjaldhól, en hann ber nafn sitt af því að þar er þurrlendi. Tvær kríur sveimuðu yfir okkur. Vegur hlykkjast upp Langavatnsdalsmúla, en hann er illfær og ekki urðum við varar við mannaferðir. Nóttin var hlý og mild. Vatnið milli kjarrivaxinna hraunása Þegar ég leit inn Langavatnsdal um morguninn sá ég að Víðimúli skiptir dalnum og upp af honum rís fjallið Trumba. Langavatnsdalur, sem er ellefu km langur, heldur áfram í norður en Hafradalur í vest- ur. Hér er sumarfagurt. Mér varð hugsað til harmsögu hjónanna, Sæ- mundar og Þorbjargar, sem fluttu hingað örsnauð vorið 1811 með börn sín fjögur. Fyrsta veturinn dóu tvö bömin úr kulda og kröm, annan vet- urinn varð Sæmundur úti er hann sótti eld til bæjar. Þriðja veturinn, þegar hungrið svarf að, slátraði dóttirin hrossi sem hún hafði fund- ið. Voru þær mæðgur dæmdar sakamenn. Þar með lauk búsetu í Langavatnsdal. Það var sólarlaust þegar við lögð- um af stað á ellefta tímanum en áætlað var að koma niður að Bifröst klukkan sex síðdegis. Leið okkar iá upp Réttarmúlann sunnan við Vatnsendagil. Héðan sást vel yfir hið langa vatn. Þaðan lá leiðin niður í Hróbjargardal og yfir í Fossdal. Við óðum Fossdalsá sem rennur eftir dalnum. Nokkru ofar í ánni falla Neðrifossar, snotrir mjög, og gengum við upp að þeim og horfð- um á vatnið fossast í mörgum óreglulegum stöllum. Síðan héldum við í suður að Vikravatni og gengum austan við vatnið undir Þórisengis- múla, suður með Þórisengistjörn og niður í Fannárdal. Við skoðuðum Hreðavatnssel en héldum síðan yfir Stóra-Þrym og niður í þröngan dal, Þorvaldsdal. Hann er nefndur svo í heiðursskyni við Þorvald Thorodd- sen náttúrufræðing sem rannsakaði um síðustu aldamót forna stein- gervinga löngu fallinna laufblaða trjáa sem uxu þar fyrir um 6 milljón árum. Leið okkar lá síðan upp á Sel- múla en þaðan blasti við Selvatn nær en fjær Hreðavatn. Þegar nær kom sást Hreðavatn betur þar sem það liggur djúpt milli kjarrivaxinna hraunása með nes, hólma og eyju alþakta skógarkjarri. Sannlega er Hreðavatn og umhverfi þess fagurt á að líta. Við gengum um kjarr og berjalönd niður að Hreðavatni norðanmegin og sem leið lá að Bifröst. Þar var sest að dúkalögðu langborði og snædd ágætis lamba- steik. Á heimleiðinni liðu hjá í hug- anum vötn og ár, móar og mýrlendi, fjöll og dalir, en ofar öllu; hinar mjúku línu landsins. Höfundur er ritari Ferðafélags Islands. HÓPURINN í upphafi ferðar við Hlíðarvatn. Glæsilegir amerískir rafmagnsnuddpottar Acrylpottur í rauðviðargrind. Innb. hitunar- og hreinsikerfi. Vatns- og loftnudd. Engar leiðslur nema rafm. 16 amp. Einangrunarlok með læsingum. Sjálfv. hitastillir. Tilbúnir til afhendingar. IMokkrir pottar á ótrúlegu uerði kr. 410.000 staðgr. VESTAINI ehf., Auðbrekku 23, 200 Kópavogur, s. 554 6171, fars. 898 4154 á sunnudögum kl. 14:00. alla aðra dava kl. 10:00. Nánari upplýsingar og bókanir (fastar ferðir: Upplýsingamiðstöð Hafnarfjarðar 13f565 0661 Húni II - Hafnarfjörður Sími 894-1388. Einnig sérferðir fyrir hópa. Þú bara rennir skálmunum af og á allt eftir þörfum. 100% bómull, léttar og þægilegar. Kr. 5.990.- ►Columbia Sportswear Companyi |4| |E ^TI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL ------- Skeifunni 19-S.5681717 - Þú þarft ekki einu sinni skæri til að Convertible buxur Opið mánud.- föstud. kl. 9 - 18, laugard. kl. 10 - 16 Eru rimlagardínurnar óhreinar! Vi& hreinsum: Rimla, sfrimla, plíseruð og sólargluggatjöld. Setjum afrofmagnandi bónhúi. Sækjum og sendum ef óskafe er. ^fa® Níi° i™ tækmhreitmnm Sóth«tmar 35 • Shni: S33 3634 • GSM: «97 3634 HEIMILISLÍFIÐ HEFUR SJALDAN VERIÐ EINS FJÖRUGT OG EINMITT NÚNA. Útsala 22. júlí -14. ágúst • Minnst 15% afsiáttur. habitat Heima er best. II fffcí'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.