Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 23 ERLENT Columbia á leið út í geim Kanaveralhöfða á Flórída. AFP, Reuters. Neyt- endur læri að kvarta London. The Daily Telegraph. VIÐSKIPTA- og iðnaðarráðu- neytið í Bretlandi hefur hvatt neytendur til að losa um „stífu efrivörina" og læra að kvarta eins og Bandaríkjamenn. Hafa bresk stjómvöld hleypt af stokkunum átaki til að koma í veg fyrir að Bretar verði áfram rúnir inn að skyrtunni. Stephen Byers, viðskipta- og iðnaðarráðherra, sagðist vona að breskir neytendur yrðu ákveðnari í að sætta sig ekki við okurverð og slæma þjónustu. „I Bretlandi hefur viðhorfið of lengi verið það að ástandið gæti verið verra, í stað þess að það gæti verið betra,“ sagði Byers er hann kynnti fyrir þingheimi áætlun stjórnvalda um herta neyt- endavernd. Verð á gosi „Neytendur sem eru öllum hnútum kunnugir og gera kröfur njóta góðra kjara,“ sagði ráðherrann. Hann hygg- ur m.a. á rannsókn á verði gosdrykkja á krám og veit- ingahúsum og lagasetningu um rétta mælingu bjórs. Könnun hefur leitt í ljós að breskir neytendur hafa til- hneigingu til minni væntinga en bandarískir, sætta sig við minna og eru síður líklegir til að bregðast jákvætt við góðri þjónustu. Byers sagði stjómvöld ekki ætla að lögbinda verðlag, en þau vildu ganga úr skugga um að neytendur hefðu nauðsyn- legar upplýsingar til að geta leitað bestu kjaranna. Gerð yrði könnun þar sem verð á um 100 vörutegundum í Bret- landi yrði borið saman við verð í Bandaríkjunum, Frakk- landi og Þýskalandi. Bættar upplýsingar „Það er skiljanlegt að hrís- grjón séu ódýrari í Kína en í [Bretlandi]," sagði Byers. „En hvers vegna kostar æfínga- tæki minna í New York en í Newcastle, eða geislaspilari minna í Birmingham í Ala- bama en í Birmingham í Vest- ur-Miðlöndum?“ Byers tilkynnti um frekari aðgerðir sem eiga að veita neytendum vald til að knýja niður vömverð og hyggst ráðuneytið verja allt að 30 milljörðum sterlingspunda til að bæta þær upplýsingar sem viðskiptavinir verslana fá. COLUMBIA geimflauginni var skotið á loft - í þriðju tilraun - klukkan hálffímm í gærmorgun að íslenskum túna frá Kennedy- geimferðamiðstöðinni á Flórída í Bandaríkjunum. Er þetta fyrsti geimferjuleiðangur Bandarfkjamanna undir stjórn konu, Eileen Collins, og er Col- umbia ásamt farmi hennar þyngsta geimflaugin sem skotið hefur verið á loft, en hún vegur um tvö þúsund tonn. Geimskotinu seinkaði örlítið þar sem nemar sýndu að afl vél- arinnar hafði minnkað rétt eftir flugtak auk þess sem minnihátt- ar byrjunarörðugleikar ollu seinkuninni. Hins vegar var geimflauginni komið á spor- braut um jörðu eftir átta og hálfa mínútu og að sögn Don- alds McMonagles flugstjórnanda gekk flugið að óskum eftir það. Tvisvar áður hafði verið reynt að skjóta geimferjunni á loft en hætta varð við, á þriðju- dag vegna bilunar í vetnismæl- um og á fímmtudag vegna veð- urs. Um borð í geimferjunni er öflugasti röntgen-sjónauki sem smíðaður hefur verið. Chandra er hann nefndur og kostaði smíði hans um 112 milljarða króna. Hann er 13,5 metrar að Iengd og 22,5 tonn að þyngd. Markmiðið er að hann verði næstu fímm árin úti í geimnum Ieitandi að svartholum og beini „sjónum“ sínum að stjörnuþok- um, dulstirnum og sprungnum stjörnum. Áætlað er að Columbia komi aftur til jarðar og lendi á Kana- veralhöfða á þriðjudag í næstu viku, eftir að hafa verið fimm daga í geimnum. Nýtt díoxínfár í Belgíu Brussel. Reuters. NÝTT FÁR vegna díoxínmengun- ar í matvælum upphófst í Belgíu í gær, þegar upplýst var að allt að 200 svínabú í landinu hefðu hugs- anlega fóðrað sláturdýr með dí- oxínmenguðu fóðri í febrúar og marz síðastliðnum. Magda Alevoet, heilbrigðisráð- herra Belgíu, greindi frá því að öll svínabúin hefðu verið sett í sóttkví. Síðla í maí upphófst í Belgíu al- varlegasta matvælahræðslufárið sem upp hefur komið í Evrópu síð- an kúariðufárið stóð sem hæst. Op- inber rannsókn á því hvemig dí- oxín barst í kjúklingakjöt og fleiri afurðir sýndi að díoxínmenguð Allt að 200 svínabú í landinu sett í sóttkví dýrafita frá fyrirtæki í Suður-Belg- íu hefði borist í sláturdýrafóður sem keyrt var út til framleiðenda á tímabilinu 15.-31. janúar, með því að fítan var flutt í sömu tönkum og notaðir höfðu verið fyrir flutninga á úrgangsolíu, án þess að vera hreinsaðir sem skyldi. Aelvoet sagði í gær að nánari könnun á nokkrum svínabúum hefði leitt í ljós að 200 önnur bú hefðu hugsanlega fengið eitrað fóð- ur frá öðrum fóðurframleiðanda í vesturhluta Belgíu. Óeðlilega hátt hlutfall efnisins PCB fannst í sýn- um frá nokkrum svínabúum, en það er möguleg vísbending um dí- oxínmengun. Aelvoet sagði umrædd bú ekki hafa fengið fóður á tímabilinu 15.- 31. janúar eins og þau bú önnur sem áður hafði sannazt að hefðu fengið eitrað fóður. Af þessu væri dregin sú ályktun að svínabúin sem nú hefðu verið sett í sóttkví hefðu í febrúar eða marz fengið afgreitt fóður sem hugsanlega hafi verið dí- oxínmengað. Aukakosningar í Bretlandi Ihaldsmenn héldu sætínu naumlega London. Reuters, The Daily Telegraph. BRESKA Verkamannaflokknum mistókst naumlega að vinna þing- sæti af íhaldsmönnum í aukakosn- ingum í Eddisbury í Cheshire sem haldnar voru í fyrradag. Frambjóð- andi Ihaldsflokksins, Stephen O’Brien, vann sigur á Margaret Hanson, frambjóðanda Verka- mannaflokksins, eftir að Verka- mannaflokkurinn hafði lagt allt í sölurnar til að vinna óvæntan sigur í kjördæmi sem hingað til hefur verið talið öruggt vígi íhaldsmanna. O’Brien fékk 1606 atkvæðum meira en Hanson og hélt þar með þingsætinu fyrir íhaldsmenn en gengið var til aukakosninga nú þar sem Alistair Goodlad, sem vann sigur í kjördæminu fyrir íhalds- flokkinn í þingkosningunum í hitteðfyrraj tekur senn við sem rík- isstjóri í Ástralíu. Þykir árangur Verkamannaflokksins engu að síð- ur gefa til kynna að ríkisstjórn Tonys Blairs standi enn traustum fótum. Verkamannaflokkurinn hefur aldrei unnið þingsætið í Eddisbury en taldar höfðu verið líkur á því nú að flokkurinn ætti óvænta mögu- leika á að vinna sætið af íhalds- flokknum og heimsótti Blair kjör- dæmið á miðvikudag tO að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Allt kom þó fyrir ekki og íhaldsmenn fögn- uðu sigri. Segja Blair í miklum vanda íhaldsmenn reyndu að túlka sig- ur sinn sem áfall fyrir stjóm Blairs, sem nú hefur verið við völd í rúm tvö ár. I ljósi þess að Blair beitti sér sjálfur í kosningabaráttunni sagði Michael Ancram, formaður Ihaldsflokksins, að forsætisráð- herrann væri í miklum vandræðum, enda kæmi ósigurinn nú í kjölfar hraklegrar útreiðar sem Verka- mannaflokkurinn fékk í Evrópu- kosningunum í síðasta mánuði. Á hinn bóginn er hefð fyrir því í Bretlandi, sérstaklega þegar svo langt er liðið á kjörtímabilið, að stjórnarflokkurinn hljóti slæma út- reið í aukakosningum. Blair getur aukinheldur huggað sig við þá stað- reynd að munurinn á fylgi þeirra O’Briens og Hansons nú er minni en var á frambjóðendum flokkanna við þingkosningarnar 1997 og fréttaskýrendur segja Willíam Hague, leiðtoga íhaldsflokksins, eiga langt í land ætli hann að vinna sigur á Blair í næstu þingkosning- um, sem fram eiga að fara í síðasta lagi 2002. Tilraun í Noregi Hámarks- hraði verði 70 um allt landið LIKUR eru á að hámarkshraði á öllum þjóðvegum Noregs verði brátt lækkaður í 70 km á klukkustund, í kjölfar þess að tilraun með slíka hraðalækkun á E18-veginum í Vestfold-sýslu þykir hafa gefizt vel. Greint var frá því í Dagblad- et að norska vegamálastjórnin fyrirhugi að leggja formlega til í haust að hámarkshraðinn verði lækkaður alls staðar í Noregi, úr 80 km í 70 km/klst. á þjóðvegum og úr 50 km í 30 km/klst. í þéttbýli. Lækkun hámarkshraðans á samkvæmt upplýsingum blaðs- ins að fylgja uppsetning fleiri hraðamyndavéla og hraðahind- raná. Þessar tillögur vegamála- stjórnarinnar eiga að leggjast fyrir samgönguráðherra Nor- egs, Dag Jostein Fjærvoll, fyrir 1. október nk. Fjærvoll hefur að sögn blaðsins oftsinnis sagt að hann sé fylgjandi strangari hraða- takmörkunum, sé sýnt fram á að með því megi fækka slysum. „Mæli vegamálastjórnin með lækkun hámarkshraðans er mín afstaða jákvæð," hefur Dagbladet eftir ráðherranum. Þar með bendir allt til að til- lagan verði lögð fyrir Stórþing- ið, og lækkaður hámarkshraði getí verið orðinn að lögum á komandi vori. Ósló fyrst til að lækka Af borgum og bæjum Nor- egs verður höfuðborgin, Ósló, fyrst til að innleiða 30 km há- markshraða sem almenna reglu. Þar verður, að sögn Mer- ete Angerbak-Jensen borgar- fuUtrúa, 50 km hraði framvegis aðeins leyfður í undantekninga- tilfellum. í allri miðborg Óslóar verður hámarkshraðinn lækk- aður í 30 km/klst. Hraðahindr- unum verður einnig fjölgað, að- allega þó inni í íbúðahverfum borgarinnar. Hlaupaskór & hlaupafa Þú finnur hvergi meira úrval af hlaupafatnaði og hlaupaskóm. Líttu við, við tökum vel á móti þér! Einnig bjóðum við upp á ókeypis Walk&Run hlaupa- og göngu greiningu. saueeiy orkugel - ^ft***^ hlaupaskóm. SffiSSgg -09Þúkemst’e"9 ÞlN FRlSTUND - OKKAR FAG VINTERSPOBT Bíldshöföa 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is Opið: Mánud. - firmntud. 10-18 Föstud. 10-19 Laugard. 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.