Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ ^50 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MINNINGAR INGIBJÖRG MARÍA JÓNSDÓTTIR + Ing-ibjörg María Jónsdóttir, Ebba eins og hún var jafnan nefnd, fæddist á Flugri- mýri í Skagafirði 9. júlí 1908. Hún lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Sauðárkróki 8. júh' síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónasson bóndi á Flugumýri, , f. 1.1. 1855, d. 1.3. 1936, og kona hans Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 10.6. 1879, d. 22.12. 1973. Alsystkini Ebbu eru Þuríður, f. 10.3. 1907, Ingi- mar, f. 27.3. 1910, d. 4.12. 1955 og Valdimar, f. 14.6. 1921, d. 7.6. 1989. Hálfsystur Ebbu, dætur Jóns af fyrra hjónabandi eru Helga, f. 28.7.1895, d. 10.7. 1988 og María, f. 2.12. 1897, d. 30.8.1946. Uppeldissystir Ebbu er Asta Ingibjörg Tryggvadótt- ir, f. 12.8. 1923. 26. maí 1932 giftist Ebba Rögnvaldi Jónssyni bónda og s kennara, f. 29.8.1908. Foreldr- ar Rögnvaldar voru Jón Rögn- valdsson bóndi í Réttarholti í Skagafirði, f. 24.9. 1883, d. 18.1. 1917 og kona hans Sól- veig Halldórsdótt- ir, f. 22.4. 1881, d. 1.6. 1953. Ebba og Rögnvaldur stofn- uðu heimili í Flugumýrar- hvammi og bjuggu þar ávallt síðan. Þau eignuðust tvö börn: 1) Sigurveig Norðmann, f. 28.5. 1933, maki Ólafur Þórarinsson, f. 26.10. 1923. Þau skildu. Börn þeirra eru sex, Rögnvaldur, f. 27.8. 1952, Þórarinn Guð- mundur, f. 4.11. 1954, Halldór Bragi, f. 3.11. 1957, Sólveig Ebba, f. 27.9. 1959, Sigurður Örn, f. 9.12. 1961 og Ásta Berghildur, f. 26.11. 1963. 2) Jón, f. 19.2. 1939, maki Ásdís Björnsdóttir, f. 18.9. 1936. Börn þeirra eru Björn, f. 3.1. 1966 og Bryndís, f. 5.6. 1970. Barnabarnabörnin eru 18, þar af 17 á Iffi. Ebba verður jarðsungin frá Flugumýrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma mín. Mig langar til að þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem ég hef átt með þér og afa, bæði í Hvammi og fyrir sunnan. Kærleikur og hlýja eru þeir eiginleikar sem mér hafa alltaf fundist einkenna þig, nær- veru þína og framkomu. Sú minn- ing sem lifir hvað sterkust í huga -mér og er mér kærust eru sam- skipti ykkar afa. Þið eruð sam- rýmdustu hjón sem ég hef þekkt og sú mynd sem hjá mér lifir er falleg: Afi er á leiðinni út á tún og þú ferð fram á gang til að kveðja hann. Þú tekur utan um hann og kyssir hann bless og hlýjan og væntumþykjan geislar af ykkur. Þarna var ég barn, en man þetta þó eins og það hafi gerst í gær. Þetta er kannski ekki merkileg saga en lýsir ykkur og hjónabandi ykkar að mínu mati vel. Og þú lagðir líka metnað þinn í það að við hin værum hamingjusöm. Þakka þér fyrir góð ráð sem þú gafst mér .. í þeim efnum. Þú talaðir alltaf við mig sem jafningja og jafnöldru og alltaf gátum við rætt saman af hreinskilni. Mörg orð þín sitja eftir hjá mér sem gott veganesti. Guð geymi þig, amma mín, og veiti afa styrk og stuðning. Ástarkveðja frá mér, Bimi, Am- ari Inga og Jóni Trausta. Þín Bryndís. Til langömmu okkar Lækkar lífdagasól. Lðng er orðin mín ferð. Fauk í farandaskjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Elsku langamma, við þökkum þér fyrir allar stundimar sem við áttum saman, við munum geyma þær í hjarta okkar eins lengi og við lifum. Kveikt er Ijós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjömum stráð, engill fram hjá fer Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. Guð er eilíf ást, engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf. (Stefán frá Hvítadal.) Þín langömmubörn, Sunna, Tinna og Ólafur Andri. JÓN FREYR ÓSKARSSON + Jón Freyr Óskarsson fæddist í Keflavík 23. nóvember 1977. Hann lést 18. júní síðastliðinn og fór útför hans fram 26. júní. ___________ Elsku Jón Freyr, hinn 19.júní sl. fengum við hörmulega frétt, frétt um að þú hefðir ..•yfirgefið þennan heim. Það er sárt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að eyða fleiri stundum með þér, eins og við átt- um margar góðar og skemmtilegar stundir saman. Þó að samveru- stundunum hafi fækkað með árun- um þá var vináttan alltaf til staðar. Elsku Jón Freyr, þú munt alltaf eiga stað í hjörtum okkar, takk fyrir allar stundirnar sem við höfum átt saman. Við kveðjum þig að sinni og Guð geymi þig. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V.Briem) Elsku Valborg, Högni og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð, Guð styrki ykkur í hinni miklu sorg. Þínar vinkonur að eilífu, Rebekka og Ármey. Ebba, frænka mín, í Hvammi er öH. Hún lést á Sjúkrahúsi Skag- firðinga að kvöldi dags hinn 8. júlí sl. eftir tæplega tveggja vikna dvöl þar. Hefði hún lifað einum degi lengur, hefði hún náð 91 árs aldri. Hennar kvöld var ekki langdregið, sem betur fór. Hún hafði skýra og fulla hugsun framundir ferðalok. En líkamleg þreyta var farin að hrjá hana. Hún fæddist að Flugu- mýri, en færði sig í hvamminn, ut- an ár, liðlega tvítug. Þar er hlýlegt og sólríkt umhverfi, líkt og eðli Ebbu og upplag var. Þar undi hún sér vel í hálfan sjöunda áratug. Mér eru fáir einstaklingar minn- isstæðari en Ebba og barst hún þó aldrei mikið á. Hennar höfuðein- kenni og prýði var hógværð, frá- bærlega skýr hugsun, góð dóm- greind og hlýleiki til alls sem and- ann dregur. Umhverfið mótar manninn. Það er fagurt yfir hérað- ið að líta frá Hvammi og heimih hennar stóð alla tíð við rætur Glóðafeykis. Ebba var mikill viskubrunnur, fróð og stálgreind. En hennar heimur var í Hvammi hjá Valda og börnum þeirra og barnabörnum, umvafin ást þeirra og umhyggju til lokadags. Hún var frændrækin og ég held að hún hafi kunnað góð skil á öllu sínu fjöl- menna ættfólki, stóra frændgarði, og fylgdist vel með gengi þess. Ég held líka, að Valdi og Ebba hafi alla tíð skipað sérstakan sess í huga allra skyldra og jafnvel óskyldra, fjær og nær. Öllum þótti vænt um þau. Heim í Hvamminn lágu margra leiðir, þótt bærinn standi allfjarri þjóðbraut, og er- indið væri það eitt að eiga góða stund með þeim hjónum. Allir voru velkomnir. Ég fluttist í Blönduhlíðina vorið 1950. Þá er Ebba rúmlega fertug að aldri. Kynni mín af henni fram til þess tíma voru lítil, hvorki lengri né meiri en af mörgum mönnum öðrum. Hafði þó séð hana og heyrt. Vitneskju um hana fékk ég fyrst hjá frændfólki okkar, einkum föður mínum, en þau Ebba voru systrabörn. Ég fann það fljótt, að það þurfti hvorki að hitta Ebbu oft né heyra til þess að skynja hvem mann hún hafði að geyma. Menn eru á ýmsa vegu mældir. Oft ber þá hæst, sem af eigin rammleik og eða með annarra að- stoð, prfla á tind metorðanna, embættanna, valdanna. Margir slíkir eru sfleitandi að einhverju, sem þeir telja sig vanta, en finna ekki. Hamingjan festir ekki ævin- lega og endilega rætur í hjarta þeirra, sem eiga mikið undir sér, berast mikið á og veraldargengið virðist leika við. Mikið vill meira. Ég skapa mér þá trú, að ham- ingjuna hafi Ebba frænka höndlað, þrátt fyrir erfið veikindi fyrrihluta æviskeiðsins. Hún veitti viðmæl- endum sínum ómælda gleði og göfgi um leið. Hún lét fátt raska æðruleysi sínu og óvenjulegri geð- ró og trúartrausti. Hún eignaðist góðan lífsförunaut, efnileg börn og gott heimili. Ég held að það hafi verið henni nóg, sönn lífsfylling. Hún var ánægð. Hennar heimur, hennar helgireitur var heimilið. Félags- og uppeldisstöð, sem er undirstaða sérhvers siðmenntaðs þjóðfélags. Og guði sé lof og dýrð fyrir það að slíkt fólk og sh'k heim- ili finnast enn. En Ebba var ekki geðlaus. Hún hafði sínar skoðanir og bar þær hiklaust fram umbúða- og áreynslulaust, með ákveðnum og sannfærandi hætti. Ég hygg, að slá megi því föstu, að í þeim óróasama og byltingar- kennda heimi, sem við nú lifum í, væri útlitið annað ef svipmót Ebbu og viðmót, framkoma hennar og mildir dómar réðu meiru í mann- heimi. Og ég fullyrði að mannh'fið allt væri fegurra, bjartara og betra ef framkoma hennar og mannleg samskipti væru hið ráðandi afl. Með þessum fáu og fátæklegu orðum kveðjum við Helga, frænku mína, og biðjum Valda og afkom- endum þeirra hjóna blessunar um framtíð alla. Konráð Gislason. Það var fallegt sumarkvöld í júh, kvöldið sem Ebba föðursystir mín kvaddi þetta líf. Þegar ég fór frá sjúkrahúsinu og ók yfir Hegranes- ið á leið heim horfði ég, eins og svo oft áður, út á fjörðinn. Kvöldsólin stafaði geislum sínum á hafflötinn og Drangey, Málmey og Þórðar- höfði voru eins og stoltir útverðir í norðri. Óhagganlegir, rétt eins og gangur lífsins. Og eins og stundum áður færði þetta fallega útsýni mér ákveðna hugarró og minnti mig á að þó að við söknum og syrgjum þá megum við ekki gleyma að þakka gjafir lífsins. Hér í þessu fallega héraði, Skagafirði, ól Ebba frænka mín allan sinn aldur. Þegar hún lést nær 91 árs að aldri, átti hún að baki gott og farsælt líf. Hún ólst upp á mannmörgu og myndarlegu sveitaheimili, Flugu- mýri, umvafin stórri og ástríkri fjölskyldu. Hún var svo lánsöm að eignast síðar sjálf einstaklega samheldna og góða fjölskyldu sem bar fyrir henni mikla umhyggju til hinstu stundar. Hún megnaði líka sjálf að veita svo mörgum gleði og hlýju með sinni einstöku ástúð, umhyggjusemi og léttu lund. Og þó ekki hafi hún sloppið við veik- indi á hfsleiðinni náði hún samt þessum háa aldri og hugur hennar var skýr og sterkur til hinsta dags. Og það var svo einkennandi fyrir hana að allt fram í andlátið var hún að hugsa um aðra,- spyrja frétta af einum, hafa áhyggjur af öðrum, biðja fyrir skilaboð. Alltaf sívakandi og að fylgjast með. Get- ur maður beðið um nokkuð betra en að fá að lifa slíku hfi? „En hún Ebba hefur alltaf verið til í hfinu mínu,“ sagði sjö ára dóttir mín og grét þegar ég sagði henni frá andláti Ebbu. Það sama get ég sagt því Ebba hefur alltaf verið tfl staðar í mínu lífi. Meðan ég ólst upp sem bam og unghngur í Reykjavík var Ebba frænka og öH fjölskyldan í Flugumýrarhvammi fastur og óumbreytanlegur punktur í tilver- unni og það var alltaf tilhlökkunar- efni að fara norður og fá að dvelja þar nokkra daga eða jafnvel vikur. I Hvammi mætti manni svo einstök hlýja og ástúð, ekki bara hjá Ebbu heldur líka hjá Valda, eiginmanni hennar, og dóttur hennar, Deddu. Þar sá ég og upphfði þessa nær- fæmu og hlýlegu framkomu sem einkenndi þau hvort sem það nú var við öll börnin á bænum, Fúsa gamla, aðkomubamið úr Reykjavík eða hvem þann annan sem þar dvaldi. Og aldrei fór Valdi svo af bæ að hann kveddi ekki Ebbu sína með kossi, ég man hvað mér fannst það alla tíð fallegt. Þar var líka allt í svo skemmtilega föstum skorðum, fannst mér, og eins gott að gera ekki mistök í hver átti hvaða hníf, gaffal, skeið og disk þegar lagt var á borð fyrir matinn. Ög þó að senni- lega hafi ekkert gagn verið af mér við sveitastörfin, krakkanum sem dróst eins og segull að ótal bóka- hfllum heimilisins, var ég aldrei lát- in finna það. I endurminningunni ríkir þama gleði og hlátur, þegar slegið var á létta strengi yfir eld- húsborðinu og bjartur og dillandi hlátur Ebbu frænku hljómaði um húsið. Seinna, sem ung kona, átti ég enn athvarf hjá Ebbu frænku og hennar fjölskyldu og að lokum at- vikaðist það svo að ég varð ná- granni hennar þegar ég settist að norður í Skagafirði. Það hefur verið mér og minni fjölskyldu ómetanlegt að eiga þau að sem nágranna og vini síðustu 20 árin og börnin mín hafa öll borið gæfu til að kynnast Ebbu frænku. Fyrir allar ánægju- stundirnar, aUa umhyggjuna og velvildina í minn garð, fyrir allar góðu minningamar um mína elsku- legu frænku, fyrir allt þetta vil ég þakka nú. Dagamir núna eru erfið- ar stundir fyrir Valda, eiginmann Ebbu, sem nú hefur misst sinn góða lífsförunaut. En hann á um- hyggjusama fjölskyldu og góða ná- granna og vini sem vonandi verða honum styrkur á komandi tímum. Guð blessi hann og fjölskylduna alla. Enginn kemur í stað Ebbu frænku en allar góðu minningarnar frá hennar vegferð hjálpa okkur að sætta okkur við fráfaU hennar og efst í huga verður gleðin yfir að hafa þekkt hana og átt hana að vini. Sara Regína Valdimarsdóttir. Mig langar hér með nokkrum orðum að kveðja Ebbu frá Flugu- mýrarhvammi, sem fæddist þann 9. júlí 1908 og lést í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 8. júlí síðasthðinn. Kynslóðir koma og fara. Það er aðeins eitt sem við eigum víst í þessu hfi og það er að deyja. En samt er það nú svo að alltaf kemur það manni á óvart þegar einhver deyr og svo var einnig nú. Kynni mín af Ebbu hófust vorið 1986, en þá kom ég í mína fyrstu heimsókn í Flugumýrarhvamm, með tilvonandi manni mínum, bamabarni Ebbu og Valda. Ég var dálítið kvíðin þar sem ég var að hitta foreldra hans, afa og ömmu í fyrsta skipti. Sá kvíði var með öllu ástæðulaus og hvarf fljótt er ég hitti þessi hlýju og samhentu full- orðnu hjón. Valdi tók á móti okkur á hlaðinu, hann tók þétt og inni- lega hönd mína í sínar báðar og sagði: „Ja, ég er nú oftast kallaður afi.“ Ebba var inni í bæ og frá hennþ streymdi einnig sama hlýj- an. A því augnabliki fann ég hversu velkomin ég var og orð Valda og þeirra beggja yljuðu mér um hjartarætur, ekki síst vegna þess að ég hafði aldrei kynnst ömmum mínum né öfum. Því leyfði ég mér upp frá þessu að kalla þau ömmu og afa. Amma var mjög gestrisin. Hún var af þeirri kynslóð sem vildi helst að fólk væri alltaf að borða, jafnframt var hún alveg viss um að það léti aldrei neitt ofan í sig, þó að maður væri við það að springa. Hún tók um vanga litlu langömmu- barnanna sinna, kyssti þau á koll- inn og átti stundum til að lauma sælgæti í litla munna. Amma og afi áttu því láni að fagna að geta eitt ævikvöldinu heima í Hvammi, þar gátu þau ver- ið saman í Htla húsinu sínu, allt þar til amma veiktist fyrir u.þ.b. mán- uði. Amma fylgdist mjög vel með öllu og var alveg ótrúlega minnug. Fjölskyldan og heimilið voru henni hjartkær allt til enda. Kvöldið áður en hún kvaddi þennan heim spjall- aði hún t.d. um heyskapinn, vildi vita hversu margar rúllurnar væru orðnar og hvernig Hörpu, dóttur okkar Sigga, gengi á sundnám- skeiðinu. Ég læt hér ljóð séra Péturs Þór- arinssonar fylgja með, en ég veit að það var eitt af uppáhaldsljóðum ömmu. Ég man að hún bað þá Álftagerðisbræður að syngja það fyrir sig þegar hún og afi héldu upp á níutíu ára afmælin sín í ágúst á síðasta ári. í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft af rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. Elsku amma, þær stundir sem við áttum saman lifa í minningunni um þig. Hjartans þakkir fyrir allt. Við hér í Fannafold kveðjum þig með söknuði. Afa sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur, missir þinn er mikill og sár en megi minningin um góða konu styrkja þig og efla. Hrönn, Sigurður Orn (Siggi) og Harpa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.