Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fimmtán hundruð tonna byggðakvóta hefur verið úthlutað Nærri 400 tonn gætu komið til Þingeyrar ALLT að 387 tonna þorskkvóti gæti verið á leið til Þingeyrar sam- kvæmt úthlutun Byggðastofnunar og samþykkt bæjarráðs Isafjarðar- bæjar. Af 1.500 tonnum kemur þetta magn í hlut ísafjarðarbæjar, en samkvæmt tillögum Byggða- stofnunar á það að deilast á Flat- eyri, Suðureyri og Þingeyri. Hall- dór Halldórson, bæjarstjóri, telur kvótann nýtast bezt með því að hann fari allur til Þingeyrar, enda hefur bæjarráð ályktað á þann veg. 181 tonn kemur í hlut Breiðdalsvík- ur. Rúnar Björgvinsson, sveitar- stjóri, segir það allt of lítið og sé rekstur fiskvinnslu á staðnum og vinna 40 til 50 manns fyrir vikið í uppnámi. Sé verðmæti þessara aflaheim- ENGLENDINGURINN Darren Swift er lagður af stað_ í hjólaferð yfir hálendi Islands, en það sem skilur Swift frá öðrum hjólreiðaköppum er ferðast um landið er fötlun hans, en hann er fótalaus fyrir neðan hné og knýr því hjól sitt áfram með höndunum einum. Swift er fyrrverandi hermaður og missti hann fæturna í sprengingu Irska lýðveldishersins (IRA) á Norður-írlandi. Swift, sem lagði af stað í ferð sína í fyrradag ætlar að hjóla norður Kjöl. Þaðan ætlar hann að fara til Akureyrar og um Mývatn áfram til Raufarhafnar, þar sem ferð hans lýkur. Þaðan fer hann svo með rútu til Reykjavíkur þar sem hann mun ilda miðað við leiguverð á þorski, eru 1.500 um 150 milljóna króna virði, hvert tonn 100.000 króna virði. Er þá miðað við um 100 krón- ur á hvert kfló, en leiguverð hefur verið í kringum það undanfarna daga. Þannig er verðmæti þeirra aflaheimilda, sem koma í hlut Isa- fjarðarbæjar um 39 milljónir króna, Vesturbyggð fær kvóta að verð- mæti um 20 milljónir og Breiðdals- vík um 18 milljónir króna. Alls fer byggðakvótinn á tvö byggðasvæði, Isafjarðarbæ og suð- urfirði Austfjarða, Breiðdalsvík, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð, tvö einstök sveitarfélög, Vesturbyggð og Seyðisfjörð og fimm lítil byggð- arlög með einhæft atvinnulíf. Það eru Kaldrananeshreppur, Hofsós, Hjólar með handaflinu yfir hálendið hitta konuna sína, sem kemur til landsins í byrjun ágúst. Hægt að breyta hjólinu í hjólastól Swift tók með sér vistir sem duga í 12 daga er hann lagði af stað út í óbyggðir landsins og ef allt gengur að óskum verður hann líklega fyrsti maðurinn sem fer yfir hálendið með handaflinu einu saman. Ferðin er ekki aðeins honum Grímsey, Bakkafjörður og Borgar- fjörður eystri. AHur kvótinn til Þingeyrar „Ég tel að þessi úthlutun geti vel komið að gagni,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri ísafjarðar- bæjar, í samtali við Morgunblaðið. „Það liggur fyrir samþykkt bæjar- ráðs að allur sá kvóti, sem komi í hlut ísafjarðarbæjar, komi á Þing- eyri. Þó þessu sé nú úthlutað á þrjá staði munum við því leggja það til við Byggðastofnun að þessu verði öllu úthlutað á Þingeyri. Þar ætl- umst við til að það fari helzt í fyrir- tæki, sem hafi sterka kvótastöðu á móti, þannig að hægt verði að ávaxta þetta og bæta við einhverj- um kvóta í framtíðinni. Þessi til ánægju heldur hefur hann safnað áheitum fyrir góð- gerðarstofnunina „Hearing Dogs for Deaf People“ í Loewknor, Oxon í Bretlandi, en stofnunin þjálfar hunda fyrir heyrnarlausa. Hjólið, sem Swift notar er nokkuð sérstakt, því um er að ræða tvískipt þríhjól, þar sem hægt er að taka fremri hlutann af, en þá er hægt að nota hinn hlutann eins og venjulegan hjólastól. Swift sagði að hann hefði viljað takast á við eitthvað nýtt og krefjandi og því hefði hann ráðist í þá þolraun að hjóla um óbyggðir Islands, en hann sagðist í raun vera meiri sjómaður en hjólamaður, þar sem hans helsta áhugamál væri kanóróður. byggðakvóti verður varla eilífur. Ég held að kvótinn geri nokkurt gagn sé honum þjappað saman á einn stað. Minni úthlutun á fleiri staði kemur auðvitað að gagni líka, en ekki eins miklu. Það á svo eftir að koma í Ijós hvort okkur er heimilt að færa þessar heimildir allar á einn stað.“ Halldór segir að vafalítið verði þeir óánægðir, sem ekki fái að nýta þessar veiðiheimildir. Það séu vand- kvæðin við þessa úthlutun. Það væru hins vegar mun meiri vand- kvæði, sem hlytust af þessu, yrði heimildunum úthlutað þannig að þær nýttust ekki vel. „Það vflja allir fá þetta, það er ekki spuming," seg- ir Halldór. ■ Mest fer á/21 Árekstur á Akureyri ÁREKSTUR vai'ð á mótum Drottn- ingarbrautar og Hafnarstrætis á Akureyri kl 15.30 í gær er tvær fólksbifreiðir skullu þar saman. Hlaut ökumaður annarrar bifreiðar- innar fótbrot og handleggsbrot, en að öðm leyti urðu ekki slys á fólki. Að sögn lögreglu á Akureyri var annarri bifreiðinni, ekið út af Hafn- arstræti í veg fyrir hina bifreiðina sem ekið var eftir Drottningarbraut. -------------------- Lést í bif- hjólaslysi MAÐURINN sem lést í bifhjólaslysi á Hringbraut aðfaranótt síðastliðins fimmtudags hét Halldór Viðar Halldórsson, til heimilis að Vallar- barði 19, Hafnar- firði. Halldór Við- ar var tvítugur að aldri, fæddur 30. nóvember árið 1978. Hann var ókvæntur og barnlaus, en lætur eftir sig unnustu. Missti fæturna í sprengingu á Norður-frlandi Morgunblaðið/Páll Guðjónsson DARREN Swift, fyrrverandi hermaður, sem missti báða fætur í sprengingu á Norður-frlandi, er lagður af stað í hjólreiðaferð yfir hálendi íslands. Afturkippur í kjúklingasölu NOKKUR afturkippur virðist hafa komið í kjúklingasölu í gær í kjölfar umræðu um skýrslu Heilbrigðiseft- irlits Suðurlands um Asmundar- staðabúið. Bera kaupmenn sig þó afar misjafnlega og segja sumir þeirra söluna hafa verið nokkuð eðlilega en aðrir tala um hálfgert hrun. Ami Ingvarsson, innkaupastjóri Nýkaups, segist hafa fundið fyrir minnkandi sölu á kjúklingi í gær, þótt ekki lægju fyrir endanlegar sölutölur. Segir hann marga við- skiptavina Nýkaups hafa verið smeyka við að kaupa kjúkling og því fengið sér annað kjöt í staðinn. Hertha Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri 10-11-búðanna, og Jón Þorsteinn Jónsson, markaðs- stjóri Nóatúns, segja nokkuð aðra sögu en Arni. Segist Hertha ekki hafa orðið vör við afturkipp í sölu í gær, en telur líklegt að hana megi merkja í helgaruppgjörinu. Jón Þorsteinn tók í sama streng og sagði söluna lítið hafa dregist sam- an, en gat þess þó að greinilegt væri að fólk hefði varann á þar sem það spyrði mikið um hvaðan kjúklingur- inn í borðum Nóatúns kæmi. A landsbyggðinni kemur í Ijós sama mynstur og á höfuðborgar- svæðinu og segja kaupmenn þar mjög misjafnar sögur af kjúklinga- sölu í gær. Friðrik Sigþórsson, verslunarstjóri í matvömverslun KEA í Hrísalundi á Akureyri, bar sig heldur illa og kvað um 80-90 grillaða kjúklinga seljast á venju- legum degi í versluninni en í gær hefðu selst tveir. Sagði hann fersk- an kjúkling einnig hafa selst afar illa og virtist fólk frekar snúa sér að lamba- og svínakjöti. Heldur minni sviptingar virðast hafa orðið á ísafirði og Egilsstöðum og sögðust þau Haukur Benedikts- son, verslunarstjóri Samkaupa á ísafirði, og Helga Jóhannesdóttir, verslunarstjóri Kaupfélags Héraðs- búa á Egilsstöðum, ekki hafa merkt minnkandi sölu í verslunum sínum í gær. Opið hús hjá Holtakjúklingum Segjast ekkert hafa að fela OPIÐ hús verður á kjúklingabúinu að Asmundarstöðum í Rangárvallasýslu í dag, á laugardag og á sunnudag, og hvetur starfsfólk Holtakjúklinga al- menning til að koma og kynna sér framleiðsluferlið hjá fyrirtækinu. I fréttatilkynningu frá starfsfólk- inu kemur fram að það telji sig ekki hafa neitt að fela og býður það því al- menningi að sækja sig heim til að kynnast af eigin raun aðbúnaðinum að Ásmundarstöðum og framleiðslu- vörum íyrirtækisins. Verður búið opið milli kl 14 og 18 fyrmefnda daga, en það stendur 12 km vestan við Hellu. Sérblöð í dag ISSBIii ÁLAUGARDÖGUM Fylkismenn lágu í Kaplakrika / B2 Lillestöm vildi ekki selja Rúnar Kristinsson / B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.