Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MINNINGAR GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR + Guðrún Gísla- dóttir fæddist á Hóli á Bíldudal 29. mars 1928. Hún andaðist á Sjúkra- húsi Suðurlands 18. júlí síðastliðinn. Guðrún var dóttir hjónanna Gísla Finnssonar, f. 17.6. 1882, d. 28.10. 1958 og Maríu Petrínu Finnbogadóttur, f. 28.11. 1898, d. 6.8. 1974. Systkini: Guð- finnur Kristberg, f. 2.10.1925, Ólafur, f. 8.3. 1931, Guðbjörg Júlíana Esther, f. 6.7. 1936. Guðrún giftist 12.10. 1956 eftir- lifandi eiginmanni, Einari Kr. Einarssyni, f. 30.11. 1918, bónda á Laugum í Hruna- mannahreppi. Foreldrar hans voru Einar Jónsson, f. 12.3. 1878, d. 3.12. 1918 og Guðrún Einarsdóttir, f. 30.1. 1886, d. 30.11. 1974. Guðrún fluttist á Foss í Arnarfirði 1929 og að Laugum 1956 og bjó þar til dauðadags. Börn Guðrúnar og Ein- ars: 1) Gísli Þor- geir, f. 30.11. 1962, maki Björk Einars- dóttir; börn þeirra Einar Víðir, Daði Leo og Guðrún Margrét. 2) Ingi- björg Guðrún, f. 11.1. 1965, maki Sebastian Becker; börn þeirra James Einar og Dana Heiða. Uppeldissonur: Sólberg Viðars- son, f. 11.10. 1957, maki Júlía Valsdóttir; börn þeirra Júlía Rós og Sara Dís. Utför Guðrúnar fer fram frá Hrunakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ég var sjö ára þegar ég kom fyrst í sauðburðinn á Laugum vor- ið 1961. Kaupstaðarstrákur að sunnan, áhugasamur og sjálfsagt dálítið frakkur, en samt bara sjö ára. Og það var hún Gunna á Laug- um sem tók mig inn á heimilið þetta sumar og næstu sex. Laugar urðu mitt annað heimili, sumar- heimilið þessi ár og þangað var stefnt með Ólafi Ketilssyni strax að loknum vorprófum og ekki haldið heim á ný íýrr en við upphaf skóla. Þó voru þessi sumur ekki síðri skóli. Mér lærðist að vinna og skilja samhengi heyanna og fjölda í fjósi, hvernig erfðir hafa áhrif á af- rakstur og hvernig hringrás lífsins birtist í búskapnum. Þetta vora af- ar góð sumur hjá þeim hjónunum Guðrúnu Gísladóttur og Einari Kr. Einarssyni. Sumur sem skilja eftir s'g ljúfar minningar, ánægjuleg kynni og mikilvæga reynslu, sem allt of fá börn eiga nú kost á. Guðrún var náttúrubarn og áhugi á búskapnum var henni í blóð borin. Hún stýrði stóru heimili með reglu og rausn og hafði bæði lag á að láta fólki og fénaði líða vel. Hún tók virkan þátt í búskapnum, var fjárglögg og natin við allan búsmala. Hún var frá Fossi í Arn- arfirði en kom ung á Laugar, gift- ist Einari og tók við búforráðum af tengdamóður sinni Guðrúnu Ein- arsdóttur. Heimilið var lengstum mann- margt því þessi árin tíðkaðist ekki að eldra fólk færi af heimilinu á elliheimili heldur var því sinnt heima eins lengi og heilsan framast leyfði. Og ekki bara heimafólki heldur komu þar fleiri til sem Guð- rún og Einar tóku inn á heimilið af rausn og ræktarsemi. Við þetta bættust stundum tveir, þrír krakk- ar að sunnan, líkt og ég sem sum- arlangt voru hluti heimilisfólks og gengu verka eins og aðrir. Það þarf stórt hjarta til að láta öllum þess- um hóp, skyldum og vandalausum, ungum og gömlum líða eins og væru þeir hluti fjölskyldunnar. Og þetta gat hún Gunna og gerði með þessari hlýju og árvekni sem ein- kenna oft þá sem láta sig vellíðan annarra varða meiru en eigin að- stæður. Hún hélt því ekki á hólun- um sem hún gerði öðrum til þægð- ar. Guðrún var trúuð og velktist ekki í vafa um líf að loknu þessu. Hún skilur eftir sig hlýjar minn- ingar sem ég veit að milda söknuð Einars, barnanna og barnabam- anna sem henni voru svo kær. Þórarinn V. Þórarinsson. Heyskapur á Arbæjar- túni MÖRG undanfarin ár hefur Árbæj- arsafn staðið fyrir heyskap á Ar- bæjartúninu að gömlum sið og sunnudaginn 25. júlí verður þessari hefð fram haldið. Þá mun Páll Pálsson frá Borg í Miklaholtshreppi ásamt þeim Guð- mundi Ama Asmundssyni og Bene- dikt Þorvaldssyni sýna gestum hvemig á að slá með orfi og Ijá. Hópur kvenna undir forystu Þór- unnar Pálsdóttur leikkonu rakar ljána. Gestir fá að vanda að taka þátt í heyskapnum og þeir sem vilja FRÁ slætti á Árbæjarsafni. bragða á spenvolgri nýmjólk að slætti loknum geta íýlgst með mjöltum við Árbæinn um kl. 17. Handverksfólk verður að störfum í ýmsum húsum og í nýrri hand- verksverslun safnsins sýnir Sigrún Kristjánsdóttir frá versluninni Fóu feykirófu útskoma fugla og þjóð- sagnadýr. Gilwell-nám- skeið á Ulfljótsvatni GILWELL-NÁMSKEIÐ verður haldið á Úlfljótsvatni 14.-22. ágúst. Gilwell-þjálfunin tekur u.þ.b. 9 mánuði og skiptist í bóklegt og verldegt námskeið og verklegt og bóklegt nám í fjarkennslu að nám- skeiði loknu. Meðal atriða sem fjallað er um á námskeiðinu em siðir og venjur skátahreyfingarinnar, skyndihjálp, útilíf, náttúruskoðun, náttúru- vemd, áætlanagerð, frambyggja- störf, vímu- og fíknivarnir, útield- un, hækferðir, stjómun sveita, menntastefnu skátahreyfingarinn'1 ar, verkefnagrann skátahreyfing- arinnar og foreldrasamstarf. Skólastjóri Gilwell-skólans er j Sigurður Júlíus Grétarsson dósent. Skráning á námskeiðið er á skrif- í stofu BIS fyrir 1. ágúst. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Ólafsvegi 3, Olafsfirði, sem hér segir á eftirfarandi eign: Ólafsvegur 36, þingl. eig. Davíð Hinrik Gígja og Sveinína Ingimarsdótt- lr> gerðarbeiðendur Kaupfélag Eyfirðinga og Ríkisútvarpið, fimmtu- daginn 29, júli 1999 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Ólafsfirði, 14. júlí 1999. Björn Rögnvaldsson. HÚ5NÆÐI í BOO Húsnæði til leigu frá 1. september til 1. júní Herbergi með húsgögnum og sjónvarpi. Aðgangur að eldhúsi og baði. Tilboð sendist til afgr. Mbl. merkt: „Fyrirfrgr." fyrir 27. júlí. 5UMARHÚ5/LÓÐIR Leigulóðir í Skorradal Nokkrar góðar kjarrivaxnar lóðir til leigu í landi Indriðastaða í Skorradal. Upplýsingar í símum 437 0066 og 854 3566. ÝMISLEGT Lagerútsala í dag, laugardaginn 24. júlí 1999, verður lager- útsala haldin í Vatnagörðum 26,104 Reykjavík frá kl. 13—16 síðdegis. Fjölbreytt vöruúrval verður á boðstólum, svo sem raftæki: Hárþurrkur, rafmagnsofnar, tvö- faldar kaffivélar á frábæru verði, rafmagns- tannburstar og rakvélar ásamt sýnishornum af ýmsum raftækjum. Leikföng: Dúkkur, lita- bækur, pússluspil, Disneylest, hjólaskautar fyrir 3ja—6 ára á frábæru verði, Billiard- og poolborð fyrir unga menn og margtfleira. Veidarfæri: Sjóstangir, stangir, hjól, spúnar, flugulínur, flugubox, spúnabox, veiðitöskur, önglar, hnýtingaönglar, nælur, ódýrar vöðlur og stígvél. Garðljós með spennubreyti og tveimur Ijósum í setti, hagstætt verð. Servíettur, borðdúkar, plasthnífapör, vínkælar, kaffibrúsar og nestist- öskur með hitabrúsa fyrir unga fólkið í skólann og útileguna. Tungumálatölva. Vogir. Ódýrir verkfærakassar. Þó nokkuð af sýnishornum af ýmsum vörum, svo sem útvörpum o.fl. o.fl. Missið ekki af þessu tækifæri og komið og gerið góð kaup. Við tökum EURO og VISA kredit- og debetkort. ATVINNA ÓSKAST Ferðamálafræðingur með mastersgráðu í stjómun og markaðs- setningu á ferðaþjónustu frá Bretlandi, óskar eftir starfi. Ýmis störf eða verkefni á sviði ferðaþjónustu koma til greina. Heffjölþætta starfsreynslu af ýmsum sviðum. Allar nánari upplýsingar í síma 698 2216. augl@mhl.is Sparaðu þér umstang og tíma með því að senda atvinnu- og raðauglýsingar til birtingar í Morgunblaðinu með tölvupósti. Notfærðu þér tæknina næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.