Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Jón Ólafsson segir skuldsetningu Norðurljósa ekki áhyggjuefni og lánasamn- ing samrunans einhvern hinn hagstæðasta sem íslenskt fyrirtæki hefur gert S; : TARFSSVIÐ Norðurljósa hf. er allfjölbreytt. Fyrir- |tækið er í ljósvakarekstri með fjórar sjónvarpsrásir og þrjár útvarpsrásir. A tónlistar- sviðinu er upptaka og framleiðsla tónlistar, dreifíng og smásala, á kvikmyndasviðinu dreifing í kvik- myndahús, dreifing á myndbanda- leigur, myndbandasala og rekstur kvikmyndhúss, á hugbúnaðarsviði dreifing og smásala á tölvuleikjum og síðan rekstur fimm verslana til að annast smásöluna. Þá er að nefna hlut Norðurljósa í Tali eins og getið var í upphafí. Forsvarsmenn Norðurljósa segja að veltan af þessum umsvifum muni nema um 4,6 milljörðum á ári, og starfsmenn verði um 350. Forsvars- menn Kaupþings sem keypt hefur 15% hlut í fyrirtækinu á um 250 milljónir að nafnvirði hafa lauslega áætlað markaðsvirði Norðurljósa í kringum 7 milljarða króna, en hlutafé 1,6 millarðar. Á móti kemur að fyrirtækið verður að teljast verulega skuldsett, því að skuldir þess eru áætlaðar í kringum 6 millj- arðar. Það hefur þó ekki dregið kjarkinn úr innlendum og erlend- um bönkum sem fjármögnuðu sam- runann eða fjárfestu í fyrirtækinu líkt og Kaupþing. Yfirlýst stefna er síðan að fá fyrirtækið skráð á al- mennum hlutabréfamarkaði þegar á næsta ári. Jón Ólafsson sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að það væri í sjálfu sér engin nýlunda að steypa saman í eitt fyrirtækjum í svo mis- munandi greinum, því að margt væri um leið líkt með þeim. „Þetta hefur verið að gerast allt í kringum okkur en nærtækasta fordæmið er kannski Time-Wamer samruninn. Það má hins vegar segja að hjá okkur hefjist þetta allt með því að við förum að skoða hvort við eigum að vera áfram í blaðaútgáfu eða gera einhverjar aðrar breytingar. Við fengum erlenda ráðgjafa tO að fara yfir þetta með okkur, og niður- staðan var að draga okkur út úr blaðaútgáfu. Jafnframt sáum við fram á að við þyrftum að vaxa og auka umsvifin og út úr því kom þessi hugmynd að búa til Noður- Ijósin. Reyndai- skoðuðum við fleira, t.d. að vera einnig í einhvers konar útgáfustarfsemi en þegar á reyndi þótti okkur það ekki ganga upp.“ Chase Manhattan með í stefnumótnuninni Jón Ólafsson segir að ýmsir hafi komið að þessari stefnumótunar- vinnu. „Þar komu bæði til þessir er- lendu ráðgjafar og við sjálfir, en ekki síður Chase Manhattan sem lagði þama mikið til málanna. Síðan þegar hugmyndin var mótuð og sátt orðin um að fara þessa leið, þá má segja að við höfum beitt nokkuð óvenjulegri leið til að hrinda henni í framkvæmd hvað varðar fjármög- un. Hún var í því fólgin að við sett- um fram okkar skilyrði þar sem því var lýst hvaða kjörum við væmm tilbúnir að lúta. Þetta sendum við bönkum og það er gaman að geta sagt frá því að þetta gekk eftir. Venjulega er farið í banka til að fá fjármögnun og samið við þá um kjörin en þarna lögðum við línumar fyrirfram.“ Chase Manhattan, Landsbankinn og hollensku bankamir ABN Amro og DNIB fjáirmagna í samein- ingu samrunann. Jón segir að eins og fram ___________ hafi komið hafi fyrir- tækin sem nú mynda Noðurljós ver- ið með stórt lán í gangi, en nú hafi það skilyrði verið sett að heildar- skuldabyrðin væri svipuð og var fyrir. „Við erum því að fá miklu betri kjör núna en við vomm með, því að vaxtabyrðin á allri samsteyp- unni er mjög svipuð því og var fyrir. Ég held mér sé óhætt að segja að þetta sé einhver hagstæðasta fjár- mögnun sem hér hefur átt sér stað Greiðslugeta langt umfram greiðslubyrði Nýja fyrirtækinu Norðurljósum hf. hefur verið lýst sem einhverjum stærsta fyrir- tækjasamruna hér á landi og að í því sé orðið til öflugasta fyrirtæki hér á landi á sviði upplýsinga- og afþreyingariðnaðar. Vafalaust hafa ýmsir verið vantrúnaðir þegar Jón Olafsson stjórnarformaður lýsti yfír þessum áformum um stofnun Norður- ljósa fyrir rösku ári, en nú er fyrirtækið staðreynd og niðurstaðan hlýtur að teljast umtalsverður viðskiptasigur fyrir for- svarsmenn þess, að mati Björns Vignis ----------------------------------7----- Sigurpálssonar, sem ræddi við Jón Olafs- son í gær um tilurð Norðurljósa. færi fyrir fyrirtækið. Jón Ólafsson segist sjá fyrir sér þessi sóknarfæri bæði heima og erlendis. „Hér heima em vissulega sóknarfæri, ekki síst á sviði margmiðlunarinnar. Erlendis em einnig ný sóknarfæri, því að þar höfðum við verið að ná umtalsverð- um árangri í að flytja út eða setja á markað íslenska tónlist. Við getum lagt miklu meira í það. Þetta er að vísu áhættusamt en með öflugra fyrirtæki getum við betur tekist á við áhættuna. Hins vegar hafa kom- ið upp ýmis tækifæri í gegnum tíð- ina, þar sem okkur hefur verið boð- ið að vera með í áþekkri uppbygg- ingu erlendis, og þá hefur verið leit- að til okkar vegna þess að við höfum ákveðna þekkingu og höfum þegar gengið í gegnum þetta. Við munum þess vegna ekkert útiloka það að fara inn í þennan rekstur annars- staðar. Svo má ekki gleyma þeim möguleikum sem opnast í gegnum eignarhlut okkar í Tali, því að þá starfsemi ætlum við að efla veru- lega og engin spuming að við mun- JÓN Ólafsson ásamt Halldóri J. Kristjánssyni, bankastjóra Landsbankans, sem tekur þátt í fjármögnun Norð- urljósa ásamt þremur erlendum bönkum, og Hreiðari Má Sigurðssyni, aðstoðarforstjóra Kaupþings, sem keypt hefur 15% hlut í Norðurljósum. Fáum miklu betri kjör núna en við vorum með til íslensks fyrirtækis af þessari stærðargráðu, ef frá eru talin er- lendu stóriðjufyrirtækin og önnur slík, þannig að hér hefur áreiðan- lega verið brotið blað.“ Jón segir að bæði Chase Man- hattan og DNIB hafi verið meðal þeirra banka sem fjármögnuðu eldra lánið sem áður er nefnt, en síðan hafi hinir tveir komið inn í málið, þ.e. ABN Amro og Lands- bankinn. „Landsbankinn hefur sýnt ---------- mikla útsjónarsemi og komið að málinu af mikilli fagmennsku. ís- lenskir lífeyrissjóðir og aðrir bankar komu einnig að þessari fjár- mögnun, fyrir tilstilli Pálma Sig- marssonar hjá Spectra og gefur til kynna að tiltrú á fyrirtækið sé mikil hjá íslenskum fagfjárfestum. Hing- að til höfum við verið hjá SPRON, verið þar mjög ánægðir og starfs- fólk og stjómendur verið okkur mjög liðlegt. Við kveðjum þau með söknuði en vegna stærðar sam- steypunnar og fjármögnunarinnar var SPRON ekki í stakk búinn til að sinna þörfum okkar. Á sama tíma erum við mjög ánægðir að vera komnir til Landsbankans, sem er á hraðri leið að breytast í mjög nú- tímalegan banka.“ Svigrúmið verulegt Jón segir að lánið sem bankamir fjórir standa að sé í aðalatriðum 7-8 ára lán og „aftur-þungt“ eins og sérfræðingar kalli það, þ.e. með litla greiðslubyrði fyrst en síðan þyngist það þegar á líður. Samsteypan er engu að síður verulega skuldsett og því spuming hvort það hafi ekki áhrif á þann aukna slagkraft sem forsvarsmenn Norðurljósa hafa sagst sjá í samrunanum. En Jón hafnar því. „Svigrúmið er veralegt vegna þess að fyrirtækið er með það mikið fjárstreymi (,,cash-flow“) að nægir fjármunir eru til að grípa til ef við sjáum ný tækifæri. Greiðslugetan er langtum meiri en greiðslubyrðin.“ Á blaðamannafundinum þar sem samruninn var kynntur töluðu for- svarsmenn fyrirtækisins um að sameiningunni fylgdu ný sóknar- um ekki sitja eftir meðan aðrir sprikla." Manna á meðal er rætt um að Jón Ólafsson sé sjálfur að hagnast um- talsvert á þessum samruna, jafnvel nefndar tölur allt upp í 1,5-2,5 millj- arða. Jón hlær við þegar þessu er slegið fram og segir ekki óvanalegt að alls kyns kviksögur verði til við þessar kringumstæður. „Staðreynd- in er sú að þegar eigendur Skífunn- ar seldu fyrirtækið, fjárfestu þeir að mestu það sem út úr því kom aftur í félag- inu. Menn vilja hins vegar alltaf sjá svona hluti í hillingum, en að sjálfsögðu kem ég ekki út úr þessu slyppur og snauð- ur. Skífan er fyrirtæki sem ég og kona mín byggðum upp á 25 ámm með mikilli vinnu, en við emm sátt við hvernig málin hafa þróast.“ En hvemig skyldi Jón sjálfur ætla að verja því fé sem hann fær í sinn hlut, hér heima eða erlendis? „Ég hef verið að fjárfesta heilmikið hér heima að undanförnu - í ýmsu. Nú og svo vona ég að áform okkar í Kem ekki út úr þessu slyppur og snauður Laugardalnum gangi eftir og ekki má heldur gleyma landspfldu í Garðabæ. En auðvitað geri ég ráð fyrir að fjárfesta einnig erlendis. Ég á heima erlendis og mun auðvit- að horfa í kringum mig þar.“ Sýnilegt félag fyrir fjárfesta Því hefur verið haldið fram að samningar um myndefni sem t.d. sjónvarpsstöðvar Stöðvar 2 og Sýn- ar hafi verið á nafni Jón Ólafssonar persónulega og því spurt hvort hann leggi þessa samninga inn í Norðurljós. Jón segir þetta hins vegar á misskflningi byggt. „Það hafa engir samningar verið milli mín persónulega og kvikmyndafyr- irtækjanna. Hins vegar hafa tengsl mín við þessa aðfla tryggt okkur góða og fasta samninga. En eftir þessa sameiningu er ekkert utan starfseminnar heldur allt í einum potti, og verið að vinna ötullega að því að gera fyrirtækið mjög gegn- sætt fyrir næsta vetur þegar það fer á markað.“ Um eignarhlutann í Norðurljós- um eftir sameininguna hefur komið fram að Jón Ólafsson fari sjálfur með meii'ihlutann í fyrirtækinu, en Sigurjón Sighvatsson eigi 12,5% og Kaupþing nú 15%. „Aðrir hluthafar era smæm,“ segirJón, „ en þar á meðal era nokkrir starfsmenn sem orðnir era hluthafar. Þegai’ fyrir- tækið fer síðan á almennan markað er stefnt að því að bjóða starfs- mönnum að eignast hlut í fyrirtæk- inu. Ég held líka að við munum sjá það þegar Norðurljós koma á mark- að, að þá muni nýir fjárfestar koma þar inn, fjárfestar sem ekki hafa keypt hlutabréf áður en kaupa þarna vegna þess hversu sýnflegt félagið er. Það er svo nálægt not- andanum." Yfirstjóm Norðurljósa verður þannig að Hreggviður Jónsson er forstjóri Norðurljósa og jafnframt yfirmaður Islenska sjónvarpsfélags- ins og Sýnar, en Ragnar Birgisson er áfram forstóri Skífunnar. Stefnt að stafrænu sjónvarpi Þegar á allt er litið bendir tflkoma Norðurljósa og þátttaka innlendra og erlendra lánastofnana í fjár- mögnun samranans óneitanlega tfl þess að tfltrúin á fyrirtækinu sé um- talsverð. Engu að síður hefur verið talsverð umræða um framtíð sjón- varps af því tagi sem Norðurljós halda nú úti, þ.e. áskriftarsjónvarps, nú þegar ný tækni á borð við staf- rænt sjónvarp og fyrirsjáanlegur vöxtur gervihnattasjónvarps virðist á næsta leiti. „Ég held að við þurf- um ekki að hafa áhyggjur af því,“ segir Jón. „Við eram búnir að vinna mikið í því að undirbúa fyrirtækið undir stafrænu byltinguna, þannig að öll útsendingin hjá okkur í dag er orðin stafræn og sennilega einhver hin fullkomnasta í heimi. Við eram áfram með það inni í okkar fjárfest- ingaráætlun að vera tflbúnir að skipta yfir í stafrænt sjónvarp innan nokkurra ára. Ég bý núna í Englandi og þar er þessi bylting hafin. Dreifing á sjónvarpi og annarri áþekkri tækni er öll að fara í loftið, þegar menn hér á Islandi eru endalaust að grafa niður kapla, sem er að mínu áliti gamaldags hugsun. Dreifingarkostnaður um gervihnetti er að lækka og innan fárra ára verð- ur svo komið að við getum sjálfir verið áð dreifa efni um gervihnött. En sam- keppni að ofan, frá er- lendum stöðvum, mun __________ aldrei trafla íslenskt sjónvarp. Fólk vill fá efnið á þann hátt sem það þekkir, fá það textað og fá íslenska dagskrár- gerð. Það er líka eitt af því sem við verðum að stórauka, séríslenskt dagskrárefni - erient sjónvarp mun aldrei geta keppt við það. Það sjáum við kannski best frá meginlandi Evrópu þar sem allt er fullt af er- lendum sjónvarpsstöðum án þess að það hafi nokkur tiltakanleg áhrif á hvert málsvæði fyrir sig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.