Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ 30 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 hvað veldur því að þörungamir fara að framleiða þessi eiturefni. Aðeins í einu tilviki hefur fólk veikst af völdum þörungaeiturs úr íslenskum skelfiski, sem það hafði týnt sjálft af svæði, sem ekki var haft eftirlit með. Skylt er að vakta þau haf- svæði, þar sem skelfiskur er veidd- ur tii manneldis, og ávallt ber að varast að neyta skelfisks af svæð- um, sem ekki eru undir eftirliti. Geislavirkni Geislavirkni í vistkerfi sjávar kemui’ aðallega til af losun geisla- virkra efna í umhverfið vegna óhappa í kjarnorkuverum en hér er um manngerð efni að ræða. Með al- þjóðlegum skuldbindingum hafa til- raunir með kjamorkusprengjur hins vegar verið bannaðar þó enn gæti áhrifa þeirra í umhverfinu. Geislavirkni má greina í íslensku sjávarlífríki en hún er mjög lítil vegna þynningar hennar í sjó miðað sérfræðingar á Rannsóknarstofnun físk- iðnaðarins hafa skrifað og birst hafa á þessum vettvangi undanfarna laugardaga. MENGUNAREFNI má skil- greina með ýmsum hætti en segja má að þau efni sem fínnast í matvælum og em ekki náttúruleg efni séu mengunarefni. Ýmis náttúruleg efni geta einnig verið mengunarefni fari þau yfir eðlilegan styrk sinn í matvælum en það getur gerst af manna völdum t.d. við losun efna úr iðnaði, land- búnaði og annarri starfsemi manna. Ef hins vegar þetta rask í umhverf- inu er vegna náttúrulegra ferla, t.d. eldgosa, hvera, uppblásturs, veðr- unar bergs o.s.frv., er ekki um mengunarefni í matvælum að ræða heldur aðskotaefni sem berst í mat- væli við framleiðslu. Áhrif á neyt- endur era þó vitaskuld þau sömu. Þungmálmar Náttúrulegt innihald ólífrænna snefilefna í lífveram getur verið breytiiegt frá einum stað til annars og háð t.d. eldvirkni svæðisins, gerð berggranns, uppblæstri, veðurfari og lóðréttri blöndun sjávar. Getur þetta í ákveðnum tilvikum leitt til hærri styrks í t.d. sjávarfangi en leyfilegt hámarksmagn segir til um, þó ekki sé um mengun að ræða. Al- gengara er þó að losun ólífrænna efna úr iðnaði og annarri starfsemi manna valdi svæðisbundinni meng- un. Lífverar af ómenguðum svæð- um sem standa ofarlega í fæðukeðj- unni og verða gamlar geta safnað í sig miklu af snefilefnum t.d. kvika- silfri þannig að hætta stafi af. Hákarlar, háffiskar, hvalir og stór- lúða era dæmi um tegundir, sem geta safnað kvikasilfri yfir leyfilegt hámarksgildi. Hvalkjöt og kræk- lingur geta innihaldið töluvert af kadmíni. Almennt er samt hægt að fullyrða um íslenskt nytjasjávar- fang að magn þungmálma er jafn- lágt eða lægra því lægsta sem ger- ist í sambærilegum lífveram ann- arra hafsvæða og langt undir gild- andi hámarksgildum málma í mat- vælum. Þörungaeitur Hér er um að ræða eiturefni, sem framleidd era af ákveðnum svifþör- ungum, sem era hluti af náttúra- legu lífríki sjávar, og skelfiskur nærist á. Ekki er vitað með vissu íslenskra hafsvæða Vegna sérstakra hagsmuna íslendinga Hreinleiki af fiskveiðum þurfa þeir að beita sér af alefli á alþjóðavettvangi við að sporna við losun mengandi efna í um- hverfíð. Hér er fjallað um það sem varast ber í þess- um efnum, en greinin er hin sjötta og síðasta í greinaflokki, sem Fróðleikspunktar • Hákarlar, háffiskar, hvaiir og stórlúða eru dæmi um tegundir, sem geta safnað kvikasiifri yfir leyfi- legt hámarksgildi • í íslensku nytjasjávar- fangi er magn þung- málma jafnlágt eða lægra því lægsta sem gerist í sambærileg- um lífverum annarra hafsvæða og langt undir gildandi há- marksgildum málma f matvælum • Ávallt ber að varast að neyta skelfisks af svæðum, sem ekki eru undir eftirliti • Pláguefni safnast með tímanum upp á kaldari svæðum jarð- ar, fjarri notkunar- svæðum Gullöld drauma DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns TÍMINN er afstæður og það sem þótti púkó og hallærislegt í gær er rosa flott í dag og enginn unglingur maður með mönnum nema í stíl, samanber poka- og lúfulegan bændastíl í klæðaburði sem þótti afar hallærislegur á tímum rokks og pops, en er nú það flottasta af öllu flottu. Draumamir eiga líka sína upp- gangstíma og brot. A fyrriparti aldarinnar voru þeir sem véfréttin í Delfí og réðu mörgu í lífi manna en um og upp úr 1960 kolféllu þeir og urðu eldhúskróka matur. Þeir fáu sem sinntu þeim þóttu skrýtnir og vora eineltir. Nú era draumar aftur að ná sér á strik og hagur þeirra að vænkast. Þórður Tómasson í Skógum segir frá uppgangstímum drauma í bók sinni „Þjóðhættir og þjóðtrú". „Ýmsir tóku mikið mark á draum- um sínum og kunnu vel að ráða þá. Þeir voru kallaðir draumspak- ir. Draumanætur vora fjórar á ári, nýársnótt, miðsvetramætur tvær og fyrsta sumarnótt. Þá áttu allir draumar að ganga eftir. Mis- jafnlega langur tími gat liðið frá því að mann dreymdi drauminn og þangað til hann kom fram. Draumur sem mann dreymdi með gömlu tungli átti sér lengri aldur en sá sem mann dreymdi með nýju tungli. Aldur drauma gat orðið furðu langur. Föður minn dreymdi það í byrjun búskapar að ókunnur maður, skuggalegur álit- um, kom til hans og spurði hvort hann Sigurður tengdafaðir hans væri heima. Faðir minn sagði það ekki vera. Gesturinn tók sig þá á og sagði: „Eg veit það, ég hitti hann einhvers staðar fyrir aust- an.“ Draumurinn beit illa á föður minn sem sá í honum feigð afa. Hann var þó ekki bráðfeigur, hann dó 20 áram seinna fyrir austan í Dalakálki hjá Jóni Brynj- ólfssyni tengdasyni sínum.“ Draumur „Sollý“ Mér fannst ég vera á göngu og koma að húsi sem ég þekkti ekki, ég kannaðsist ekki við umhverfið. Fyrir utan húsið vora tvö böm sem voru að bisa við teppi eða stóra mottu. Eg bauðst til að hjálpa þeim. Þau sögðu að mamma þeirra væri ekki heima og þau þyrftu að koma teppinu inn í húsið. Þegar ég fer að bera teppið með þeim hrandu af því dralluklessur og ég sá að það var grútskítugt. Við fóram samt með það inn. Þar var sofandi stálpaður strákur í stól með teppi ofan á sér. Við vöktum hann ekki en fór- um með teppið alla leið inn í stofu. Ég spurði hvar mamma þeirra væri og þeir sögðust halda að hún væri heima hjá mér en ég vissi ekkert hver hún var. Svo var ég allt í einu komin heim til mín og sat í eldhúsinu, þá fannst mér ég heyra eitthvert hljóð. Ég geng inn í svefnherbergi og sé manninn minn vera að kyssa bijóstin á konu sem lá við hliðina á honum í rúminu (mér fannst ég þekkja hana sem Tótu og fannst þá vita að hún væri móðir þessara barna fyrr í draumnum). Mér fannst þau vera að enda ástarleik og Tóta segir við mig: „Hann er góður elskhugi, maðurinn þinn“. Ég verð rosalega sár og reið en ákveð að segja ekki neitt og vonast til að allt verði gott og hún komi sér heim og það verði ekkert meira á milli þeirra. Svo finnst mér að lið- inn sé langur tími (dagar) og enn era þau inni í rúmi, alltaf að elskast. Ég er orðin svo reið að ég rýk inn í svefnherbergi og ríf í Tótu og dreg hana fram úr rúm- inu, segi henni að láta manninn minn í friði og fara heim til bam- anna sinna og hugsa um þau. Hún fer hundfúl og maðurinn minn skilur ekki hvað hefur hlaupið í mig og er bara reiður við mig. Svo vakna ég. Ráðning Samkvæmt táknfræði drauma þá er þessi draumur þinn hlaðinn orku og áður óþekktum kröftum sem í þér búa. Merkin um að þú sért granlaus um þessa krafta era húsið sem þú þekkir ekki, börnin sem virðast framandi og drengur- inn sem sefur í stofunni. í seinni helming draumsins er gefið í skyn að náir þú að leysa kraftana úr læðingi (nafn Tótu merkir hreysti) og virkja þá þér í hag munir þú eiga í vændum einhverjar ham- ingjuríkustu stundir lífs þíns. Þungamiðja draumsins er teppið sem bömin og þú bera inn í stofu, skíturinn í teppinu vísar á ákveðna hreinsun sem þarf af þinni hálfu svo hlutimir fari að gerast en dralluklessurnar era einnig fyrirboði um gnótt þeirra gleðistunda sem koma. Lok draumsins ýja að því að þér sé lagið að skemma fyrir sjálfri þér með fljótfæmislegum ákvörðunum svo þessi draumur getur allt eins snúist í andhverfu sína. Látir þú hinsvegar drauminn tala þá getur allt gerst. Það sem vantar í drauminn en gæti reynst mikil- vægt er gerð mottunnar og hvað- an hún er ættuð, ef þér tekst að rifja það upp mundi það líklega auðvelda þér veginn til þinnar gullaldar. •Þeir lesendur sem viija fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaði Kringlunni 1 103 Reykjavik Einnig má senda bréfín á netfang: krifri@xnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.