Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ 1^58 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 FRÉTTIR Forseti Islands heimsækir Islend- ingabyggðir FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fer um helgina tO Kanada og Bandaríkjanna og mun í nasstu viku heimsækja byggðir ís- lenskra landnema í Alberta og Sa- skatchewan-fylkjum Kanada og taka þátt í hátíðarhöldum á 100. ís- lendingadeginum í Norður-Dakóta í '•Bandaríkjunum. „I fylgdarliði forsetans verða dóttir hans, Dalla Ólafsdóttir, Ró- bert Trausti Arnason forsetaritari, Svavar Gestsson sendiherra og frú Guðrún Ágústsdóttir, Ömólfur Thorsson íslenskufræðingur og í Norður-Dakóta einnig Ólafur Skúlason biskup og frú Ebba Sig- urðardóttir. Forseti íslands mun fara á heimaslóðir Stephans G. Stephans- sonar, skálds í Klettafjöllum, leggja blómsveig frá íslensku þjóðinni á leiði skáldsins og skoða bóndabæinn þar sem Stephen G. Stephansson bjó, en þar verða tónleikar tO heið- 'i^urs forseta Islands. Á vegum stjómvalda í Alberta og Sa- skatchewan-fylkjum verða margvís- legir atburðir í tengslum við heim- sóknina og mun forseti Islands eiga viðræður við fylkisstjóra og heim- sækja fylkisþingin. Afkomendur íslenskra landnema í Alberta-fylki koma saman tO há- tíðarkvöldverðar í Leifs Eiríksson- ar-húsinu í Calgary. Forseti íslands mun heimsækja bændur af íslensk- um ættum í Vatnabyggð, dvalar- heimili aldraðra Vestur-íslendinga og fara um slóðir íslenskra land- nema í þessum tveimur fylkjum Kanada sem em ásamt Winnipeg og Gimli meðal helstu landnámssvæða Islendinga í Vesturheimi. Heimsókn Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta íslands, lýkur með þátttöku í þriggja daga hátíðarhöld- um Vestur-íslendinga í Norður-Da- kóta-ríki í Bandaríkjunum en þar verður í byrjun ágúst haldinn ís- lendingadagur í 100. sinn. Sérstök hátíðardagskrá verður 1. ágúst og mun söngfólk og tónlistar- fólk frá Islandi taka þátt í hátíðar- höldunum. Daginn eftir mun Ólafur Skúlason biskug predika í hátíðar- messu. Vestur-Islendingar víða að úr Bandaríkjunum og Kanada munu einnig taka þátt í hátíðarhöld- unu, í Norður-Dakóta. Fjöldi Islendinga nam land í Norður-Dakóta á síðustu öld og áætlað er að nokkur þúsund af- komendur þeirra muni nú taka þátt í hátíðarhöldunum sem verða mjög fjölbreytt, m.a. verður athöfn við minnismerkið um skáldið Káinn og sérstök dagskrá í Islendingagarð- inum. Á leiðinni til Norður-Dakóta mun forseti íslands koma við í Winnipeg í Kanada og eiga viðræðustund með forystusveit Vestur-íslendinga í Gimli og Winnipeg," segir í fréttatO- kynningu frá skrifstofu forseta ís- lands. — Golfdagur fyrir börn GOLFDAGUR fyrir börn á aldr- inum 3ja til 12 ára var nýlega haldinn í fyrsta skipti á höfuð- borgarsvæðinu í blíðskaparveðri á „Ljúflingnum", æfingavelli Golfklúbbs Oddfellowa í Heið- mörk. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum og komust færri að en vildu. Yfir tvö hundruð börn mættu til leiks og voru þá gjarn- an í fylgd foreldra, afa eða ömmu en alls voru hátt í 400 manns á svæðinu þegar flest var og skemmtu sér allir vel. Golf- dagurinn var haldinn á vegum Æskulínu Búnaðarbankans og Utilífs sem var með kynningu á nýjum golfvörum fyrir börn, US Kids Golf. Margt var í boði fyrir þá sem lögðu leið sina á Ljúfiinginn þennan dag. Hægt var að fá til- sögn í golfí og margir stigu sín fyrstu spor á golfbrautinni. Golf- vellinum var skipt niður í nokkur svæði fyrir keppnir og æfíngar. Keppt var í tveimur flokkum, 9-10 ára og 11-12 ára. Yngri hóp- urinn lék 3 holur og þar urðu efstir og jafnir Geir Þorsteinsson og Jón Bryiyar Björnsson. Þeir léku á 12 höggum, sem verður að teljast góður árangur. Eldri hóp- urinn lék 4 holur og sigurvegari þar varð Sigurður Björn Sigurðs- son, 12 ára, á 16 höggum. Auk þess var haldin nándarkeppni sem allir aldurshópar tóku þátt í. í lokin voru veitingar í boði Vífílfells og Domino’s Pizza. íþróttaálfurinn afhenti keppend- um verðlaun fyrir góðan árang- ur. SKIPAPLOTUR - INNRETTINGAR JÉA plötur í lestar | J-pj SERVANT PLÖTUR ^jlEul PP &CO SALERNISHÓLF BAÐÞILJUR ELDSHÚSBORÐPLÖTUR Á LAGER-N0RSK HÁGÆÐAVARA Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 & 568 6100 í DAG VELVAKANDl Svarað í síma 569 1100 frá 10-13 frá mánudegi til föstudags Góð grein Péturs ÉG VIL þakka Pétri Pét- urssyni fyrir hans ágætu grein í Morgunblaðinu 21. júlí sl. Það var mál til komið að flengja þetta stríðsóða lið sem kaninn hefur heilaþvegið. NATO - ill var þess fyrsta ganga 30. mars 1949 þegar minnsta heim- ili í fjölskyldu þjóðanna var blindað með táragasi og barið með kylfum fyrir það eitt að vilja ekki vera í þeim félagsskap sem nú hefur sýnt sitt rétta inn- ræti. Það verður að fá úr því skorið hvort Davíð Oddsson og Halldór Ás- grímsson hafi gerst sekir um lögbrot er þeir afsala þjóð sinni fjöreggi hennar og lífshelgi friðarins. Sá sem í gæfu og gengi vill búa á guð sinn og land sitt skal trúa. Helga Bærings, Bergstaðastræti 25b. Enn um Herbalife ÉG skrifa í tilefni bréfs sem birtist í Velvakanda miðvikudaginn 14. júlí sl. Bréfritari getur verið fullviss um það, að vörur Herbalife innihalda engin skaðleg efni. Aliar megr- unar- og næringarafurðir Herbalife sem fást á ís- landi eru matvæli, eins og alls staðar um heim allan þar sem þær eru seldar. Þær eru ekki unnar úr kemískum efnum, heldur úr náttúrulegum fæðu- tegundum. I vörunum eru næringarefni í ákveðnum hlutföllum, sem eru hag- kvæm og örugg uppbót við mataræðið. Állar vörumerkingar veita ná- kvæmar upplýsingar um innihald og ráðlagða notkun. Afurðir Herbalife eru byggðar upp, framleiddar og merktar í samræmi við lög um innihald, öryggi og merkingar. Þær hafa ver- ið skoðaðar af viðkomandi yfirvöldum á Islandi og leyfðar til sölu um land allt. Þar sem megrunar- og næringarafurðir Herbali- fe eru einungis matvæli en ekki lyf má selja þær beint til neytandans án lyfjafræðilegra ráðlegg- inga. Milljónir manna um heim allan njóta afurða Herbalife, sem er til vitnis um háan gæðastaðal, ör- yggi og áhrifamátt þeirra. Virðingarfyllst, Christophe Thomann, varforseti Herbalife í Norður-Evrópu. Tapað/fundið Myndavél í óskilum SL. SUNNUDAG fannst myndavél á útsýnisstaðn- um fyrir ofan Nesjavalla- virkjun. Upplýsingar í síma 555 2824. Adidas hettupeysa týndist SVÖRT Adidas hettu- peysa (barna) týndist í ná- grenni 10-11 í Hjalla- brekku um síðustu mán- aðamót. Skilvís finnandi hafi samband í síma 897 5350. Hrói er týndur HRÓI er mikill uppá- haldsköttur og hefur verið týndur frá 5. júlí. Hann er gulbröndóttur með hvíta bringu og hvíta fætur og hvítt nef með blesu á enn- inu. Hann var með gráa sjálflýsandi ól, rauða að innan, þegar hann hvarf. Ef einhver getur gefið upplýsingar um afdrif Hróa, vinsamlegast hafið samband í síma 551 2164 eða 865 5435. Köttur í óskilum GRÁBRÖNDÓTTUR hálfstálpaður köttur fannst í skóginum í Elliða- árdal á miðvikudagskvöld- ið. Saknar eiganda síns mikið. Upplýsingar í síma 588 6277 eða 695 0018. Hundur fæst gefins GULLFALLEGUR hundur, 8 mánaða, brúnn, frekar lítill en vöðvastælt- ur fæst gefins. Gott efni í veiðihund. Líkist fara- ókyni. Uppiýsingar í síma 424 6709. Kettlingar fást gefíns TVEIR 2ja mánaða kett- lingar fást gefins. Upplýs- ingar í sima 565 2506 eða 869 8412 Fuglabúr óskast ÓSKAÐ er eftir ódýru stóru fuglabúri, helst ferköntuðu. Upplýsingar í síma 555 3041. Hundaeigendur athugið HEKLU, sem er 7 ára springer spaniel tík vant- ar gott fósturheimili frá 6. ágúst til 20. ágúst. Á móti gæti komið samskonar greiði. Vinsamlegast hringið í síma 552 0523. Hundur í óskilum HUNDUR fannst sl. fimmtudag í Þingholtun- um (tík). Upplýsingar í síma 861 4133. Páfagaukur týndist GRÁR dísarpáfagaukur með gulan topp og gular kinnar með appelsínugul- um hring í kinnum, slapp úr búri sínu í Smárahverf- inu í Kópavogi miðviku- daginn 23. júlí. Fuglinn er sæmilega gæfur og hlýðir kallinu Kíki. Ef einhver hefur orðið fuglsins var, vinsamlega hringið í Óm- ar í síma 862 5670 eða í 554 1558. SKAK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á Politiken Cup- mótinu í Kaupmannahöfn í sumar. Daninn Simon Bekker-Jensen (2.435) var með hvítt, en enska undrabarnið Luke McShane (2.465) hafði svart og átti leik. Hvíta drottningin er úti að aka og það notfærði Luke McShane sér: 29. - Dg5!! (Eftir þennan leik er hvít- ur óverjandi mát) 30. Dxc6 (Hirðir mann og valdar mátið, en það dugir ekki til) 30. - Rh3+ 31. Kfl - Dcl+ 32. Ke2 - Rgl mát. SVARTUR leikur og vinnur. Víkverji skrifar... YÍKVERJI hefur áhyggjur af þróun mála í Laugardalnum og er ósáttur við tillögur að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið, þar sem gert er ráð fyrir lóð undir höfuð- stöðvar Landssímans annars vegar og lóð undir nýtt kvikmyndahús í eigu Jóns Ólafssonar hins vegar. Ekki það að Víkverji hafi neitt á móti þeim aðilum, sem hér eiga í hlut, heldur óttast hann að þær risavöxnu byggingar sem áformað er að reisa í dalnum samkvæmt þessum hugmyndum verði ævar- andi minnismerki um skammsýni og smekkleysi út frá fegurðarsjón- armiði og umhverfisvemd. Að þessu leyti getur Víkverji tekið undir bókun borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, þar sem deiliskipulaginu er hafnað og harmað að skipulagið sé hvorki í takt við tímann né endurspegli já- kvæða framtíðarsýn. í bókun fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins segir ennfremur: „Skipu- lag tveggja stórra lóða undir risa- vaxnar byggingar í dalnum er um- hverfis- og skipulagsslys sem ekki verður hægt að leiðrétta síðar. Við teljum að Laugardalurinn eigi að byggjast upp með útivist og íþróttir að leiðarljósi auk þeirrar fjölbreyttu fjölskylduskemmtunar sem felst í Grasagarðinum, Húsdýragarðinum og Fjölskyldugarðinum. Talsvert er farið að þrengja að möguleikum á áframhaldandi uppbyggingu í daln- um og því enn brýnna að vanda alla skipulagsvinnu og fara varlega með það land sem enn er óráðstafað." Undir þetta tekur Víkverji af heil- um hug. Þessi umræða um skipulag Laug- ardals leiðir raunar hugann að þeirri áráttu borgaryfirvalda, bæði fyrr og nú, að leggja hvem grænan blett sem fyrirfinnst í borginni und- ir malbik og byggingar. Sorglegasta dæmið um þetta er þegar allir sparkvellir og grasbalar í vestur- bænum voru teknir undir malbik og byggingar með þeim afleiðingum að fjöldi ungra drengja og stúlkna, sem nú vilja iðka knattspymu í þessum bæjarhluta verða frá að hverfa vegna aðstöðuleysis. Þessi gjörningur í vesturbænum var í valdatíð Sjálfstæðisflokksins í borgarstjóm. Nú hefur vinstri meirihlutinn tekið við þar sem frá var horfið og leitar logandi Ijósi að grænum blettum í gömlu hverfun- um þar sem hægt er að koma fyrir malbikunarvélum og byggingar- krönum. Hvað gengur þessu fólki eiginlega til? Er ekki nóg landrými fyrir nýbyggingar annars staðai- á höfuðborgarsvæðinu? Víkverji bara spyr! xxx VÍKVERJI er þakklátur sjón- varpsstöðinni Sýn fyrir að hafa gefið honum kost á að fylgjast með Meistarakeppni Suður-Ameríku í beinni útsendingu. Keppnin var samfelld knattspymuveisla og há- punkturinn snilldai-tilþrif Brasilíu- manna í úrslitaleiknum gegn Úrúg- væ, sem lauk með 3:0 sigri hinna fyrmefndu, þar sem hvert markið var öðru glæsilegra. Öll liðin í keppninni sýndu stórskemmtilega takta og leikmenn þeirra virðast á hærra plani en kollegar þeii-ra ann- ars staðar í heiminum. í rauninni er þetta eins og önnur íþrótt í saman- burði við Evrópuboltann. Knattspymumenn frá Suður-Am- eríku ráða yfír meiri knatttækni en Evrópumenn, leikgleðin geislar af hverjum manni, útsjónarsemi, snerpa og skottækni. Sóknarleikur er í fyrirrúmi, enda taka vamar- menn virkan þátt í sóknarleiknum og virðast leiknari með knöttinn en flestir sóknarmenn í Evrópu. Skemmtilegri fótbolti er vandfund- inn og vonandi hefur þessi keppni opnað augu Evrópubúa íýi:ir skemmtanagildi knattspyrnunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.