Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 51 MINNINGAR + Barði Helgason fæddist 7. júní 1945 að Hvallátrum í Rauðasands- hreppi. Hann lést á Bakkafirði 16. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Helgi Elías- son f. 18. apríl 1917, d. 4. október 1978 og Ingibjörg Ingi- mundardóttir, f. 8. febrúar 1918. Systkini: Þórunn, Iátin, Jóna Guð- munda, Ingólfur, Halldóra, Elías Ingjaldur, Gest- ur, Valur, Elín Kristín og Stefn- ir. Kona 1. Oddný Erla Valgeirs- dóttir, f. 19. desember 1945, Þú sæla heimsins svalalind ó, silfúrskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér. þúástarblíðatár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, þau slitu samvistir. Börn þeirra, Val- geir Helgi, hann á eitt barn, Ingibjörg Kristín, hún á þrjú börn, Lovísa Eva, hún á tvö börn og Ingimundur, hann á tvö börn. Kona 2. Aldís Emilía Gunn- laugsdóttir, f. 23. nóvember 1951. Börn þeirra, Sigrún Alla og Sigríður Steinunn, börn Al- dísar og fóstursynir Barða, Gunnar Hreinn, hann á tvö börn og Gunnlaugur. Barði verður jarðsunginn frá Skeggjastaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. því drottmn telur tárin mín - ég trúi og huggast læt. (Kristján Jónsson.) Kæri bróðir. Þar sem við sitjum hér og setjum fáeinar línur á blað finnst okkur nær óskiljanlegt að þú skulir vera farinn og við eigum þess ekki lengur kost að hringja til að heyra í þér hljóðið og fá helstu fréttir af fjölskyldunni, heilsufar- inu, aflabrögðum og veðri. Við viss- um að þú varst stundum „slappur" eins og þú sagðir og hafðir oftast þá skýringu að þú hafir verið latur að ganga. En fjallgöngur og sjósókn stundaðir þú af svo miklum krafti að yngri og hraustari menn gerðu ekki betur. Öll eigum við okkar sérstöku minningar um þig, við eldri frá upp- vaxtarárunum á Látrum, þegar allt var svo einfalt og dásamlegt. Þar sem leikvöllurinn var fjaran og Núpurinn sem hægt var að æfa sig í klifri og jafnvel reyna að ná í egg á vorin. Sumrin voru engu lík, þeg- ar öll sumardvalarbörnin komu og allir stórir og smáir voru saman í leikjum á kvöldin. Að vetrinum var hægt að fara í ótal leiki og sleða- ferðir í snjónum og ekki þurfti nú stórt svell til að renna sér á tré- skautunum. Yngri systkinin muna þig betur sem heimilisföður og sjómann á Tálknafirði, þaðan sem þú stundað- ir sjó frá því að þú varst 14 ára. Þá var nú nógur fiskur á Vestfjarða- miðum og ekki neinn kvóti, svo að þeir sem höfðu þrek og þor gátu haft góðar tekjur og ungt fólk var ekki í vandræðum að koma sér upp þaki yfir höfuðið, sem þið Oddný gerðuð. En hamingjan er hverful og ykkar leiðir skildu og þú fluttir á Bakkafjörð. Á Bakkafirði fannstu hamingjuna á ný þegar þú hittir Dísu og þú hlaust nú hæsta vinninginn, þegar þú vannst ást hennar. Þú kunnir líka að meta hana, eins og við systkini þín höfum gert frá fyrstu kynnum. Börnum þínum varstu góður faðir og barst hag þeirra fyr- ir brjósti þó að svo færi að þau fjög- ur elstu væru ekki í daglegum sam- skiptum við þig. Síðustu fimm árin hafa verið bæði erfið og góð. Erfið vegna heilsubrests en góð vegna þess að veikindin kenndu þér að meta allt upp á nýtt svo þú öðlaðist meira jafnvægi í líf þitt. Það var í febrúar 1998 sem við hittust síðast öll saman systkinin á 80 ára afmæli móður okkar, en nú rúmu ári seinna eruð þið tvö farin, þú og Tóta. Hrygg í huga höldum við átta sem eftir erum til Bakka- fjarðar að kveðja þig og finnst okk- ur nú stór skörð hafa myndast í hópinn sem ekki verða fyllt. Dísu og börnunum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur, einnig móður okkar sem ekki getur farið austur með okkur og við biðjum þeim öllum guðs blessunar. Þér, kæri bróðir, þökkum við samveruna hér á jörð og vonum að þú fáir góðan byr á leið þinni um ókunnar slóðir. Vertu guði falinn. Þín systkini. Hinn 16. júlí sl. var dagur mikill- ar eftirvæntingar. „Lottómótið" sem litlu knattspynumennirnir okk- ar, barnabörn þín, höfðu beðið eftir svo lengi var hafið. Ekki óraði okk- ur fyrir þeim sorgarfréttum sem við fengum áður en dagur leið að kveldi. Á meðan litlir fætur ungra knattspyrnudrengja tifuðu um vell- ina við hvatningarhróp viðstaddra, lagðist þú til hinstu hvíldar við veiðivatn, austur á fjörðum. Okkur systkinin setti hljóð og hrygg vegna ótímabærs andláts þíns, þú hafðir verið svo hress undanfarið þegar þú hringdir í okkur. Lést vel af þér, sagðist vilja lifa lífinu lifandi, það ætti ekki við þig að leggjast í kör, mann á besta aldri. Enginn getur víst flúið sína ögurstund, en þú varst búinn að standa af þér alvar- lega hjartaaðgerð og varst orðinn svo bjartsýnn eins og reyndar allir. Þótt okkar samverustundir hafi ekki verið margar tregum við þig sem góðan mann og föður. Dísu og dætrum ykkar sendum við hugheil- ar kveðjur, þeiira missir er mikill, megi algóður guð styrkja þær í þeirra miklu sorg. Einnig sendum r við kveðjur ömmu, systkinum þín- um og þeirra fjölskyldum sem fyrr á árinu fylgdu systur þinni til hinstu hvíldar. Það er stórt skarð höggvið í systkinahópinn á skömm- um tíma. Hver liðin stund er lögð í sjóð. Jafnlétt sem óblíð kjör. Lát auðlegð þá ei hefta hug né hindra þína fór. Um hitt skal spurt - og um það eitt, hvað yzta sjóndeild fól. Því óska vorra endimark er austan við morgunsól. (Örn Arnarson.) Elsku pabbi, Guð blessi minningu ; þína. Valgeir, Inga, Lovísa, Ingimundur og fjölskyldur. BARÐI HELGASON HAKON PÉTURSSON Reykjavíkur. Hákon kvæntist 1947 Guðrúnu Ein- arsdóttur frá Bol- ungarvík og eign- uðust þau tvo syni, Pétur Jökul og Gunnar Jökul, en einn son átti hann fyrir, Sigurð. Hákon stundaði sjómennsku framan af en vann siðan í 30 ár í Hampiðjunni sem verksljóri. títför Hákonar fer fram frá Lága- fellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. + Hákon Péturs- son fæddist á Hákonarstöðum í Jökuldal 12. ágúst 1914. Foreldrar hans voru Pétur Kristjánsson, bóndi á Hákonarstöðum, og Gyðný Torfa- dóttir. Systkini hans voru Margrét Pétursdóttir og Kristján Jökull Pét- usson sem nú er lát- inn. Hákon missti föður sinn ungur og fluttist fjölskyldan þá til Seyðisfjarðar og þaðan til Sigluíjarðar og síðan til Fjölmargar minningar sækja að við tímamót sem þessi þegar horft er á eftir elskulegum föður. Þó að vitað væri að hverju stefndi er mað- urinn aldrei undirbúinn þegar til umskiptanna kemur. Ég hugsa um fótinn þinn sem kvaldi þig svo mjög og veit að nú hefur skipt til hins betra. Ég hugsa til móður minnar sem nú hefur misst svo mikið og reyndist þér svo vel, jafnvel þótt þú væri stundum að þvælast fyrir í eld- húsinu. Ég hugsa til laxveiðinnar, þegar þú fékkst fyrsta laxinn og ég fór á höfuðið í ána, en laxinn slapp og þú sagðir: Hann er ekki feigur þessi. Við hjónin hófum okkar búskap heima hjá ykkur mömmu og þar fæddist frumburðurinn sem hlaut nafnið Guðrún eftir ömmu sinni og þegar við íluttumst til Svíþjóðar komst þú í heimsókn, færandi hendi eins og alltaf. Síðan fæddist nafni þinn og þú varst svo stoltur af hönd- unum hans sem líktust þínum. Síðan kom Guðmar Þór sem hafði hesta- mennskuna frá þér og síðan kom sú yngsta, Linda Rún, sem þú fylgdist svo vel með og gafst margan góðan kossinn sem ekki gleymist. Þótt ýmsir gæðingar kæmu til sem þú fylgdist með stóðust þeir ekki snúning miðað við gæðingana þína gömlu, Rauð og Gorm, en þannig er það víst alltaf. Minning- arnar eru svo auðugar og gera fjöll- in há og menninga mikla, ekki síður en hestana. Aldrei var langt í spaugið. Átta eða níu ára gamall var ég með þér á Austurvelli og þú fræddir mig um liðin stórmenni. Síðan bentir þú á Alþingishúsið og sagðir: „Þarna vinna jólasveinarnir." Eða þegar ég varð alltof seinn með dóttur mína í giftinguna og þú leist yfir kirkjuna og sagðir: „Hún er sjálfsagt hætt við, stelpan." Minningarnar þyrpast að hver af annarri. Þegar ég gaf þér uppstopp- aða rjúpu um síðustu jól fullyrtir þú að hún væri ofan af Hákonarstaða- heiði, hún væri svo falleg og síðustu stundirnar varst þú í huganum kom- inn þangað heim í fegurðina og bú- skapinn. Þar voru rjúpur fégurri en annars staðar og bragðið betra en gerist og gengur. Og ef illa veiddist var ekki annað en að hringja í þig og gefa lýsingu á veðri. Þú vissir alltaf hvert átti að leita hvort sem var í Þórfellstorfum, Urðunum eða við Víðidalsá og ekki brást að þú hefðir á réttu að standa þó að þú værir sjö hundruð kílómetra í burtu. Þú varst heldur enginn aukvisi í veiði. Fórst af stað með tólf skot og komst með fjörutíu rjúpur. Það mun ég seint leika eftir. Mikið vildi ég hafa átt fleiri stund- ir með þér. Hver vill það ekki? Söknuðurinn verður svo sár, því lengi man til lítilla stunda. Þannig er það víst alltaf og verður sjálfsagt ætíð og mikið verður allt fátæklegt þegar þú ert farinn. Þó get ég á hinn bóginn ekki annað en glaðst jdir því að þú hafir fengið hvíld. Hún var kærkominn og brosið þitt síðasta bar þess ljósan vott hvað þér leið vel og að þú varst kominn heim. Öll biðjum við Guð að gæta þín. Hann gaf þér lífið og allt sem prýddi þig og í friðarfaðm hans felum við þig. Þó söknuðurinn sé sár vermir vissan um að þér líði nú vel og allt það góða og bjarta sem minningarn- ar geyma. 011 kveðjum við þig með trega, ekki síst tengdadótth’ þín, hún Kolla, sem þú reyndist svo vel, studdir og umvafðir kærleika þín- um. Við kveðjum þig öll og felum þig honum sem hjartað skóp og skilur og engum bregst. Pétur Jökull Hákonarson. Elsku afi minn. Engan mann hef ég þekkt sem var jafn skemmtilegur og hafði jafn gaman af því að segja frá eigin frægðarsögum. I hvert sinn sem við hittumst komstu með nýja sögu úr sveitinni í Jökuldalnum og stundum sagðh’ðu okkur sömu söguna aftur og aftur. Þú dróst ekki af í frásögn- unum og einu sinni voru rjúpurnar orðnar 14 í einu skoti í þinni frá- sagnargleði. Mér þykir leitt þegar ég hugsa um það núna að við skyld- um ekki komast saman á rjúpna- veiðar austur á Hákonarstaði. Við verðum að láta það bíða betri tíma. Annars þarf ég ekki að hafa áhyggj- ur af þér núna, þar sem þú ert kom- inn á hinar eilífu veiðilendur. Nú þegar þú ert farinn máttu treysta því að við hugsum vel um ömmu eins og þú gerðir ávallt og hún um þig. Hvíldu í friði. Þinn vmur Hákon. t Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu mér og mínum samúð og hlýhug við andlát og útför bróður míns, BJARNA RAGNARS JÓNSSONAR, Kópavogsbraut 63. Guð blessi ykkur öll. Björgvin Jónsson. SNORRISVEINN FRIÐRIKSSON + Snorri Sveinn Friðriksson fæddist á Sauðár- króki 1. desember 1934. Hann lést á Landspítalanum 31. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirlqu 8. júní. gæska grúfír grætur frænda gæðing allra göfugra listin lotin leiðir tregann syrgir látinn listamann fögnuð, unað inn í hjörtu unnenda notin návist natins frænda bætt gat manngerð meinuga hlustun hafði hljóðlát röddin rostafengna róaði sártnúsakna snorra frænda vinimir og vandamenn hug minn hlýjan hefur dapý drengirhans og dóttirin Margrét Björg. minning mær um mildan frænda skín í huga skuggalaus kær hann klæddi kaldar hendur þegar frostið frænku beit víða vaka verk míns frænda hljóð í eigin umhverfi fjölbreytt færa Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur, fyigi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS- textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlý- hug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns og bróður okkar, BIRGIS STEINDÓRS KRISTJÁNSSONAR, Dynskógum11. Sigríður Einarsdóttir, Díana Þ. Kristjánsdóttir, Auður Kristjánsdóttir, Áslaug Kristjánsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, JÓNS JÓHANNESSONAR, Skálholtsvík. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Sveinbjörnsdóttir og börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.