Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 Netið Upplýsingar á Netinu eru misjafnlega áreiðanlegar. Börn Hefur geðheilsan gleymst í umönnun bama og unglinga? Netið getur nýst sjúklingum vel Þótt mikið gagn megi hafa af hvers konar upplýsingum á Netinu um sjúkdóma og meðferð, og jafnvel þátttöku í lyfjatilraunum, set- ur það strík 1 reikninginn að í netheimum ríkir algert stjórnleysi og enginn hefur eftirlit með þeim upplýsingum sem þar er að fínna. Reuters Gangan gerir mönnum gott og rannsóknir sýna að ástæðulaust er að geyma til elliáranna að fara reglu lega í gönguferðir. Gangan af hinu góða Associated Press. MENN hafa lengi talið sig vita að regluleg ganga sé hin mesta heilsubót. Nú liggja fyrir niðurstöður könnunar, sem gefur til kynna að eldri karimenn geti dregið veru- lega úr líkunum á hjartaáfalli með því að fara á degi hveij- um í göngutúra. f grein sem birtist á dögun- um í tímaritinu Circulation, sem bandarísku hjartavernd- arsamtökin gefa út, er greint frá könnun, sem bendir til þess að karlmenn á aldrinum 71 til 93 ára geti minnkað lík- umar á að þeir fái hjartaáfall um allt að helming með því að ganga tvær mflur, eða 3,2 kflómetra, á dag. Könnunin leiddi ennfremur í Ijós að lík- ur á fyrsta hjartaáfalli minnkuðu um 15% við hveija 800 metra sem gengnir voru. Orlítil blóðþynning Hjartalæknirinn Dr. Laurence Sperling segir að reglulegar gönguferðir dragi úr líkunum á því að eldri menn verði bráðkvaddir. Slík hreyfing hafi í för með sér örlitla blóðþynningu, sem aft- ur minnki líkurnar á æðastífl- um. Vísindamennirnir sem unnu að rannsókninni hvetja menn til að geyma það ekki til elliáranna að taka að stunda reglulegar gönguferð- ir. Allt bendi til þess að þess- ar niðurstöður um hollustu gönguferða eigi einnig við um yngra fólk, konur sem karla. Medical Tribune News Service, Reuters. NÝJAR leiðbeiningar sem eiga að gera fólki auðveldara um vik að fóta sig í læknisfræðilegum upplýsing- um og villandi upplýsingum á Net- inu, voru kynntar á fundi fæðingar- lækna og kvensjúkdómafræðinga í Ottawa í Kanada fyrir skemmstu. Þeim fer sífellt fjölgandi sem leita upplýsinga um sjúkdóma á Netinu. En bent hefur verið á að Netið er með öllu stjómlaust og ekkert eftir- lit er haft með gæðum þeirra upp- lýsinga sem þar er að finna. Hægt á að vera að nota hinar nýju leiðbein- ingar sem nokkurs konar síu til að þekkja úr óáreiðanlegar vefsíður og upplýsingar sem eiga rót að rekja til markaðssjónarmiða eða annarra markmiða. „A hverjum degi hitti ég sjúk- linga sem hafa fengið ónákvæmar upplýsingar á Netinu,“ sagði dr. Mark Walker, fæðinga- og kven- sjúkdómalæknir á Mount Sinai- sjúkrahúsinu í Toronto. „Því miður kom nýlega upp tilfelli þar sem hjón reiddu sig á slæmar upplýsingar og greindu veikindi bams síns rangt. Þau urðu fyrir óþarfa hugarangri vegna þess að þau gátu ekki treyst upplýsingunum. Þessar leiðbeining- ar hefðu getað komið í veg fyrir þetta.“ Kelly Grant, læknastúdent við Háskólann í Toronto, og samstarfs- hópur hennar, kannaði þær leið- beiningar sem nú er að finna á Net- inu fyrir heilsugæslustarfsfólk. Komust þau að því að þessar leið- beiningar vom í mörgum tilfellum of flóknar og óljósar og skrifaðar á máli sem var of tæknilegt. gagnlegar leiðbeiningar Hópurinn bjó til leiðbeiningar í tíu liðum, sem auðvelt er fyrir sjúk- linga að nota til að leggja mat á áreiðanleika vefsíðna með læknis- fræðilegum upplýsingum. Spurn- ingunum er ætlað að skera úr um hversu hlutlægar, nýjar, nákvæm- ar, vel hannaðar og áreiðanlegar vefsíðurnar em. Telst vefsíða áreiðanleg ef að minnsta kosti átta af tíu spumingum er svarað ját- andi. Meðal þess sem spurt er um, er hvort höfundur vefsíðunnar sé heilsugæslufagmaður, og hvort upp- lýsingamar séu í samræmi við upp- lýsingar sem fengist hafa annars staðar. Hópurinn fékk tuttugu kon- ur til að prófa leiðbeiningamar, og komst að því að allir sjúklingarnir, sem vora vanir að nota Netið, töldu leiðbeiningamar hjálplegar og auð- velt að fylgja þeim. Þeir sjúklingar sem ekki vom vanir að nota Netið töldu leiðbein- ingamar ekki eins hjálplegar. Ástæðan var tvíþætt. Þeim fannst of mikið af upplýsingum á vefnum, og erfitt að svara röð spuminga, að sögn Kelly E. Murphy, sérfræðings í fæðingalækningum við læknadeild Háskólans í Toronto, en hún var Reuters Netið hefur margvíslegan fróðleik að geyma en þar er einnig að finna vefsíður með villandi og beinlínis röngum upplýsingum sem yfirleitt má rekja til markaðssjónarmiða. meðal þeirra sem settu saman leið- beiningarnar. Grant og samstarfsfólk hennar notaði leiðbeiningarnar sjálft til þess að kanna vefsíður þar sem veittar em upplýsingar um bams- burð og kvilla honum tengdar. Þær vefsíður sem ekki stóðust prófið vora flokkaðar frá, en settar upp tengislóðir til þeirra sem töldust bera af. Þessar slóðir er að fínna á www.sickkids.on.ca/fetalcentre/web sitelinks.asp. Þátttaka í lyfjatilraunum A tveim bandarískum vefsíðum gefst fólki nú kostur á að skrá sig til þátttöku í tilraunum með lyf og aðra meðferð. Önnur síðan var sett upp af fyrrverandi landlækni í Bandaríkjunum, dr. C. Everett Koop. Á síðunum em veittar upp- lýsingar um lyfjatilraunir þar sem sjálfboðaliðar era notaðir til að prófa ný lyf, og geta þeir sem hafa áhuga skráð sig sem sjálfboðaliða við tilraunir. „Mestu vandkvæðin við að gera tilraunir er að fá sjúklinga til að skrá sig til þátttöku," sagði framkvæmda- stjóri íyrirtækis sem er í samstarfi við fyiirtæki Koops um vefsíðuna. „Einungis lítið brot neytenda hefur gert sér grein fyrir því, að það er mögulegt að taka þátt í lyfjatilraun- um,“ sagði í yfirlýsingu frá Koop. Sérfræðingar í krabbameins- lækningum hafa sagt að einungis tvö eða þrjú prósent krabbameins- sjúklinga séu skráð til þátttöku í lyfjatilraunum, þótt mestar líkur séu á að með þátttöku í slíkum til- raunum fáist bestu lyfin og besta meðferðin. Vefsíðumar er að finna á www.drkoop.com og www.americas- doctor.com. Hvað er sjálfsofnæmi? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Er hugsanlegt að fólk sé með sjálfsofnæmi? Móðir mín hefur ofnæmi fyrir aukaefnum í fatnaði og ýmsu fleira, en stundum er eins og ekkert þurfi til. Ef sjálfsofnæmi er til, er þá nokkur lækning við því? Hvert á maður að snúa sér til að fá úr því skorið? Svar: Sjálfsofnæmi er vissulega til og er talið vera orsök allmargra sjúkdóma. Ónæmiskerfi líkamans er mjög flókið kerfi sem við hvorki þekkjum né skiljum ennþá nema að hluta til. Hlutverk ónæmiskerfisins er einkum að verja líkamann fyrir ýmsum utanaðkomandi efnum, m.a. sýklum. Framandi efni, t.d. á sýklum, geta verið svo kallaðir mótefnavakar sem setja í gang myndun mótefna í ónæmiskerfinu. Þessi mótefni era mjög sértæk gagnvart ákveðnum mótefnavaka og er mikilvægur hluti af vamarkerfi líkamans. Sem dæmi má nefna þegar viss tegund bakteríu kemst inn í líkamann; mótefnavakar á yfirborði bakteríunnar setja í gang mótefnamyndun í ónæmiskerfinu, þessi mótefni tengjast bakteríunni og það leiðir hana síðan til dauða. Onæmiskerfið er þannig mikilvægur hlekkur í vörnum líkamans gegn sýklum og ef það bilar, eins og gerist t.d. við alnæmi, verður einstaklingurinn sífellt hrjáður af alls kyns sýkingum. En ónæmiskerfið getur stundum orðið of virkt gagnvart vissum efnum, snerting við þau veldur þá heiftarlegri svöran sem við köllum ofnæmi. Þetta þekkjum við vel gagnvart ýmsum framandi efnum og má þar nefna sem dæmi frjókomaofnæmi, ofnæmi fyrir penciillíni eða öðram lyfjum, ofnæmi fyrir vissum dýram svo sem köttum eða hestum og ofnæmi fyrir vissum efnum í fæðunni. Sum efni hafa mikla tilhneigingu til að valda ofnæmi en önnur efni síður og við vitum ekki hvemig á því stendur. Það virðast þó lítil takmörk fyrir því hvað getur valdið ofnæmi og ofnæmi getur Ónæmiskerfið jafnvel myndast gegn efnum í sjálfum líkamanum, sjálfsofnæmi. Sjálfsofnæmi er talið geta myndast á ýmsa vegu og má þar nefna þegar líkamleg efni sem venjulega era geymd inni í framum eða í líkamshólfum eins og auganu, komast út í blóðið, en það getur t.d. gerst við slys eða áverka. Sum efni geta þá verkað sem mótefnavakar og afleiðingin er sjálfsofnæmi. Aðrir möguleikar era þegar framandi efni eins og sum lyf eða málmar tengjast próteinum í líkamanum sem við þá breytingu verða mótefnavakar eða þegar mótefni gegn efni í sýkli ræðst einnig á líkamlegt prótein vegna þess að það er svo líkt próteini sýkilsins. Til era ýmsir fleiri möguleikar og allt getur þetta leitt til þess að ónæmiskerfið myndar mótefni gegn líkamlegum efnum og afleiðingin er skemmdir á vefjum. Sjúkdómar sem talið er líklegt að eigi rót sína í sjálfsofnæmi era m.a. rauðir úlfar, liðagigt, ofstarfsemi skjaldkirtils, vöðvaslensfár, og sum tilfelli af nýrnabilun, ófrjósemi og sykursýki. Þegar sjálfsofnæmi hefur myndast er ekki þekkt nein lækning við því sem slíku en oftast er hægt að draga úr sjúkdómseinkennum með lyfjagjöf. Sjálfsofnæmi er mjög einstaklingsbundið og þar skipta erfðir máli. Til að fá úr þessu skorið þarf að fara til læknis. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á mo'ti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 ísíma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.