Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 47 ARNI ARASON + Árni Arason fæddist á Grýtubakka, S- Þingeyjarsýslu 6. september 1923. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 17. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ari Bjarnason bóndi, Grýtubakka, f. 24.8. 1893, d. 11.3. 1965 og Sig- ríður Árnadóttir, f. 18.9. 18%, d. 27.4. 1941. Árni á sex systkini, þau eru: Elín búsett á Brún S-Þingeyjarsýslu; Bjarni býr í Borgarnesi; Árnbjörg og Snjólaug báðar búsettar á Akureyri; Steingrímur og Guðmundur. í Kópavogi. Seinni kona Ara var Fjóla Snæbjarnardóttir, dóttir henn- ar er Snæfríður Ingólfsdóttir búsett á Akureyri. Hinn 17. nóvember 1961 kvæntist Árni, Árnýju Odds- dóttur, f. 6.1. 1928. Foreldrar hennar: Oddur Oddsson, bóndi Heiði, Rangárvöllum, f. 28. 12. 1894, d. 6.4. 1972 og Helga Þorsteinsdóttir, f. 23.8. 1890, d. 15.2. 1988. Börn Árna og Árnýjar eru: 1) Jóna Fyrir rétt rúmlega þremur mán- uðum veiktist afí okkar alvarlega, þar sem hann var að hjálpa til við að byggja við húsið okkar, en smíð- ar voru eitt af því sem afa þótti mjög gaman að vinna við. Eftir að þetta gerðist hefur verið mjög tóm- legt hérna heima, því við vorum svo vön að hafa hann nálægt okkur, gátum leitað til hans, þar sem alltaf var hægt að finna hann, úti í skúr, eða bara ganga á hljóðið, því afi var án undantekninga alltaf heima við. Afi hafði gaman af vísum. Hann kunni mjög margar, var laginn við að semja vísur, og í vetur var hann farinn að kenna okkur eldri systkinunum alls konar fullorðins- manna vísur og kunnum við núna nokkrar sem hann hefur kennt okkur. Svo vitum við líka hvað flest öll blómin og grösin heita því afi kunni nöfnin á þeim flestum og var ólatur við að fræða okkur aðeins um það líka. Afí á einnig skemmti- legt safn af eggjum sem hann sankaði að sér héðan og þaðan. I eggjaskápnum eru 40 tegundir eggja sem alltaf er jafn gaman að skoða. Eitthvað hefur afí smitað okkur því við eigum nokkur egg. Sum hefur hann gefið okkur eða hjálpað til við að blása úr þeim. Afi var svo fluttur á Grensás í Reykjavík þar sem hann var í tvo mánuði. Við fórum stundum að heimsækja hann þangað en svo kom hann á Dvalarheimilið Lund á Hellu. Þar fannst okkur betra að hafa hann, því þá var styttra að fara’í heimsókn og hægt var að fá hann heim smá stund dag og dag. Okkur þótti mjög vænt um afa og við söknum hans mjög mikið og hefðum viljað að hann hefði lifað miklu lengur en eitt sinn verða allir menn að deyja. Við þökkum afa fyrir það sem hann var okkur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Með ástar- og saknaðarkveðju, Ásdís Ýr, Árni og Kristján Arabörn. Bjarnrún, f. 19.2. 1960, maki Viðar Jónsson, f. 23.6. 1958, þau búa á Hvolsvelli. Börn þeirra eru Árný Lára Karvelsdótt- ir, Sævald Viðars- son og Jón Viðars- son. 2) Ari, f. 1.9. 1963, kona hans er Anna María Krist- jánsdóttir, f. 22.12. 1962, þau búa á Helluvaði. Börn þeirra eru Ásdís Yr, Arni og Kristján. 3) Odd- ur, f. 26.3. 1965, kona hans er Guðbjörg Stefánsdóttir, f. 11.7. 1964, þau búa á Ísafírði. Börn þeirra eru Hjalti Rúnar, Tryggvi Hjörtur og Árný Oddbjörg. 4) Helgi, f. 29.1. 1968, býr á Hvolsvelli, ókvæntur. Árni lauk búfræðinámi frá Hvanneyri 1944, bjó félagsbúi á Grýtubakka 1949-1956. Ráðsmaður í Gunnarsholti 1959-1961, en gerðist bóndi á Helluvaði 1962 og var búsett- ur þar til dánardags. Utför Árna fer fram frá Keldum, Rangárvöllum í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Nú er genginn góður drengur og segja má að nokkur léttir sé það hans nánustu, þar sem útséð var að nokkur bati væri í sjónmáli eftir áfallið sem hann varð fyrir í vor. Þessum hressa og glaðlynda dugnaðarmanni leið ekki vel að geta hvorki komist hjálparlaust á milli staða né tjáð sig. Árni ^ kvæntist móðursystur minni, Amýju, árið 1961 og hófu þau búskap á Helluvaði stuttu síð- ar. Við bræðurnir, Einar og ég, vorum svo lánsamir að komast til þeirra sem kaupamenn á sumrin. Mig þurftu þau að þola í átta sum- ur og á hverju vori var alltaf sama tilhlökkunin að komast austur til þeirra. Það var reyndar þannig að flestir krakkar sem fóru í sveit á Helluvað, voru þar mörg sumur enda var gott að vera þar. Alla- vega hef ég ekki undan neinu að kvarta, aldrei var manni misboðið með vinnuþrælkun eða óréttlæti á nokkurn hátt, frekar var að þau hjónin þyrftu að þola manni ýmiss konar stráksskap og leti. Þegar hugurinn er nú að leiðar- lokum látinn reika og rifjuð upp samskiptin við Árna kemur í hug- ann léttlyndi hans, góðar gáfur, hugmyndaauðgi og dugnaður. Alltaf var hann að brydda uppá nýjungum sem nýtzt gátu við bú- skapinn og nýjungar í landbúnaði var hann fljótur að tileinka sér. í fjósinu þurfti ekki að hafa útvarp, því þar leið Árna svo vel að hann söng þar hástöfum með sinni fínu tenórrödd. Það þótti manni ekki leiðinlegt á að hlýða. Hann fór með okkur krakkana út á tún og inn í haga, lét okkur tína grös og blóm og þurrka og kenndi okkur heitin á þeim, við skrifuðum þau niður í bókina okkar og ég er ekki frá því að maður muni eitt og eitt heiti. Eins var það fastur liður, eitt kvöld í miðri viku, að fara á traktornum að Árbæjarfossi að renna fyrir fisk. Ég veiddi aldrei neitt en svo var ekki um aðra, en alltaf var tilhlökkun vegna þessa og á leiðinni heim var litið í hreið- ur úti á sandi og þá gat verið fjör þegar kjóinn og svartbakurinn reyndu að steypa sér á veiðiþjóf- ana. Fyrstu launin sem ég fékk á Helluvaði var lamb. Valið stóð um að fá 1500 kr. eða lamb og mikið óskaplega langaði mig í pening- ana, enda stórfé, en eftir að hafa ráðfært mig við móður mína tók ég lambið og þénaði heilmikið á því næstu árin enda varð lambið að fengsælri á. Árni gaf lambinu nafn í höfuðið á gráhærðri konu á Hellu. Það var alltaf grunnt í glettnina og svo gat hann vel verið stríðinn, enda eins gott að vera við öllu búinn fyrir mann sem hafði venzlast Heiðarættinni, sem þykir vel liðtæk í þeim efnum. Eitt af hans aðal áhugamálum var pólitík og þar hafði hann alveg ákveðna vinstri skoðun. Það var alveg sama þótt tengdafaðir hans sendi honum reglulega Moggann til að „kristna" hann, Árni var staðfastur í trúnni alveg til dauða- dags. Og við mig, kratann, hafði hann gaman af að diskútera málin og þegar maður hafði æst sig að suðumarki, tók maður eftir að augu hans voru full af vorkunn- semi yfir ruglinu sem vall útúr manni og svo skellihló hann. Ég á Arna margt að þakka. All- an þann tíma sem ég var hjá hon- um í sveit og oft eftir það, reyndist hann mér sem bezti faðir og þess vegna þótti mér vænt innÖega vænt um hann. Um leið og ég votta Árnýju, börnum þeirra og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúð, bið ég þau að minnast þess hvað þau áttu í Árna. Það er fjársjóður sem verður seint metinn að fullu. Blessuð sé minning Ái’na Arason- ar. Loftur Þór Pétursson. Allt, sem hefur upphaf, þrýtur. Allt, sem lifir, deyja hlýtur. Alltaf þegar mér berast fregnir um lát ættmanns eða góðs vinar þá koma þessar Ijóðlínur Krist- jáns Fjallaskálds upp í huga minn. Oll vitum við að sá sannleikur, sem felst í þessum ljóðlínum mun fyrr eða síðar rætast þó endalokin verði með mismunandi hætti. Nú hefur kvatt þennan heim góðvinur minn, Árni Arason, bóndi að Helluvaði á Rangárvöllum, en hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands hinn 17. þessa mánaðar eftir stutt en alvarleg veikindi. Mig langar í fáum orðum að minnast þessa nýlátna vinar míns og segja frá aðdraganda vináttu okkar. Það var árið 1959, sem veg- ir okkar lágu fyrst saman. Hann var þá nýráðinn ráðsmaður að stórbúinu Gunnarsholti á Rangár- völlum. Á þessum tíma veitti ég forstöðu Globus hf, sem átti mikil og góð viðskipti við þetta stórbú svo og Landgræðslu ríkisins og var ég því tíður gestur þar fyrir austan ýmissa erinda. Þá var land- græðslustjóri góðvinur minn Páll Sveinsson, sem veitti Landgræðsl- unni forystu til dauðadags, árið 1972. Þessi tengsl og heimsóknir á Rangárvelli áttu sinn þátt í því að ég ásamt nokkrum athafnamönn- um réðst í kornrækt í landi Hellu- vaðs, Ketlu og Geldingalækjar á Rangárvöllum árið 1960. Þurrkun kornsins og sekkjun fór öll fram að Helluvaði og kornið afgreitt þaðan til kaupenda. Kornræktin stóð þó aðeins í þrjú ár. Þessi ná- lægð mín við Helluvað átti sinn þátt í því að ég ásamt vini mínum Pétri Péturssyni í Lýsi keypti Helluvaðið af tveim bræðrum, sem þar bjuggu en ætluðu nú að bregða búi. Þetta var árið 1961. Við höfðum hvorugur hugsað okkur að reka bú að Helluvaði og tókum því þá ákvörðun að leigja Árna Árasyni afnot af jörðinni. Þessi ákvörðun okkar byggðist fyrst og fremst á því, að Páll heit- inn Sveinsson gaf Árna hin bestu meðmæli og fannst okkur þó á honum að hann vildi helst ekki missa Árna úr ráðsmannsstarfinu í Gunnarsholti. Páll vissi þó að hugur Árna stefndi alltaf til sjálf- stæðs búreksturs og vildi Páll því ekki setja stein í götu hans þegar honum bauðst þetta tækifæri. Nokkru síðar kaupir Árni svo helming jarðarinnar af okkur Pétri og enn síðar selur svo Pétur Árna sinn hluta jarðarinnar eftir að ég ákvað að nýta mér ekki for- kaupsrétt. Þar með vorum við Árni orðnir eigendur Helluvaðs, hann að 3/4 hlutum og ég að 1/4 hluta. Árið 1969 gerðum við Árni með okkur skiptasamning, sem ég held að hafi verið okkur báðum til heilla. íbúðahúsið á Helluvaði var stórt tvíbýlishús og nýttu fjöl- skyldur okkar sinn helminginn hvor. Þess ber að geta að Arni hafði gengið að eiga Arnýju Odds- dóttur frá Heiði á Rangárvöllum og áttu þau fjögur mannvænleg börn. Sambýli þessara tveggja fjölskyldna hefur því varað í hart- nær 40 ár. Allur búskapur á Helluvaði var og er til mikils sóma og átti Árný ekki minnstan þátt í því að Hellu- vað varð að slíku fyrirmyndar- heimili. Þar er hreinlæti, snyrti- mennska og reglusemi í hávegum höfð. Vinnusemi Árna fannst mér með ólíkindum mikil og var þá sama hvaða störf um var að ræða, heyskap, jarðvinnu, byggingar og annað, sem leiddu til betri og stærri búrekstrar. Árni tók sér þó alltaf frí á sunnudögum. Til marks um framkvæmdasemi Árna að Helluvaði langar mig að geta þess, að þegar hann tekur við jörðinni var túnstærð 37 hektarar, en er nú 85 hektarar. Árni reisti margar byggingar á Helluvaði, svo sem hlöðu og fjós fyrir 48 mjólkurkýr. Síðustu árin var Helluvað rekið sem félagsbú Árna og Ara, elsta sonar hans. Fyrir nokkrum árum tók Ari svo við búinu að fullu, en Árni gat þá litið með stolti og ánægju yfir farinn veg hvað snert- ir uppbyggingu og rekstur stór- búsins að Helluvaði. Þó að Árni hafi formlega hætt afskiptum af rekstri búsins, gekk hann þó í flest störf á búinu allt þar til veik- indi komu í veg fyrir það fyrir stuttu síðan. Ari, sonur þeirra hjóna er hamhleypa til verka og er ég sannfærður um að framtíðar- rekstri Helluvaðsbúsins er vel komið í hans höndum. Mér reyndist Ái-ni ákaflega hjálpfús maður, hann var dagfar- sprúður og ljúfur í allri umgengni. Hann var skarpgreindur og vel lesinn. Hávaðamaður var hann enginn og aldrei heyrði ég hann hækka raustina til að koma fram skoðunum sínum. Hins vegar var hann fastur fyrir. Við Ásta og fjölskylda okkar teljum okkur lánsöm að hafa átt þetta ágæta fólk að vinum og búið í hnökralausu sambýli við þau í öll þessi ár og munum við sakna þess að sjá ekki Árna þegar við dvelj- um að Helluvaði. Við vottum Ár- nýju og börnunum okkar innileg- ustu samúð. Árni Gestsson og fjölskylda. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, fóstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Ég minnist Árna fyrst þegar ég var í sveit hjá afa og ömmu á Heiði en þá var Árný móðursystir mín heimasæta á Heiði. Árni sem var þá ráðsmaður í Gunnarsholti hafði uppgötvað heimasætuna og kom oft í heimsókn á litla franska bílnum sínum og náði því að fá Ár- nýju á sitt band. Þau keyptu svo hluta af Helluvaði á Rangárvöllum og byrjuðu að búa þar 1962. Um haustið sama ár fór ég þangað í smátíma og var þar síðan næstu þrjú sumur. Þá kynntist ég Árna vel og síðan hef ég ávallt borið mikla virðingu fyrir honum. Hann var alvörubóndi enda hörkudug- legur. Ég man þegar við vorum að heyja að þá voru galtarnir dregnir á járnplötu heim að blásara og ég reyndi eins og ég gat að koma með næsta galta heim áður en Árni væri búinn að moka þeim síðasta inn en það tókst eiginlega aldrei. Árni var svo rosalega hraustur. Það var oft gaman í fjósinu á kvöldin því þá var mikið sungið enda Árni mikill söngmaður og reyndi að gera mig eins góðan. Svo orti hann margar góðar vísur og t.d. eina frábæra fyrir mig sem ætluð var heimasætunni á næsta bæ en ég held að stúlkan hafi aldrei skilið vísuna eins vel og við Árni. Árni með Árnýju sér við hlið gerði Helluvað að stórbýli en ekki er hægt að segja að það hafi verið gert með því að þræla vinnufólk- inu út, t.d. var ég ekki vakinn í fjós á morgnana, það sáu hjónin um sjálf. Þá var ekki unnið á sunnudögum nema í fjósi og einu sinni sótti Árni mig út á tún þegar ég ætlaði að reyna slá ákveðinn blett um kvöld en klukkan var að ganga ellefu. Árni fann upp marga góða hluti eins og stólana sem við notuðum í fjósinu, stólar með þremur löppum og festir við rass- inn með teygju um sig miðjan þannig að þeir fylgdu manni hvert sem farið var, en þeir voru nú víst aflagðir þegar þau hjónin byggðu nýtt fjós með mjaltagryfju með fyrstu bændum. Árni var frekar hárlítill frá því að ég kynntist hon- um og það þótti honum ekki verra þegar ég fór að líkjast honum seinna meir að því leyti, enda gamansamur. Ég var stoltur af því ef honum fannst ég líkjast sér að einhverju leyti og var því sáttur við smá hárfækkun. Minningamar um Árna eru ótal margar og allar góðar, það var alltaf gaman að spjalla við hann um alla skapaða hlutí. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast manni eins og Ái-na. Við fjölskyld- an sendum þér, Ámý mín, og fjöl- skyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðjur með það í huga að góð minning bætir sáran söknuð. Einar Pétursson. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 « Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Aralöng
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.